Heimilistíminn - 28.11.1974, Side 35

Heimilistíminn - 28.11.1974, Side 35
er áreiðanlegt, svaraði hún sannleikanum sam- kvæmt, en hló svo og vonaði að roðinn í vöngunum dyldi uppnámið. Neil hafði áreiðanlega ekki verið að hugsa um móður sína nóttina góðu. — Sagðistu vera að fara í bæinn, Luke. Geturðu keypt fyrir mig tvinna, ég skal gefa þér sýnishorn af litnum. Hún ók ein heimleiðis í síðdegishitanum. Aftur í bílnum var staf li af stórum pökkum, allar gardín- urnar í dagstofuna, borðstofuna og svefnherbergið og hún vonaði að Neil og Ray líkuðu litirnir. Hún hrukkaði ennið, það var eitthvað torkennilegt við yfirbragð hlutanna, en svo gerði hún sér grein f yrir, að búið var að slá hávaxið gult kornið, sem sett hafði svo mikinn svip á umhverfið. Húsið var enn fallegra en hún hafði minnzt og meðánægjutilfinningu gekk hún upp að því með tvo stærstu pakkana í fanginu. Bluey kom á móti henni, hann hafði hlustað eftir bílnum allan daginn og nú sótti hann það sem eftir var í bílnum. Nú losnaði hann við að búa til matinn. Fóturinn var að verða góður og hann færi að vinna úti við eftir nokkra daga. En hann vissi að hann mundi sakna félags- skapar Janetar. Málafarnir voru að mála ganginn og hún virti fyrir sér fölgula veggina og lét hrósyrði falla. Síðan hraðaði hún sér fram í eldhúsið til að fullvissa sig um að Bley hefði gert eins og hún sagði húnum í símann. Tveir feitir kjúklingar lágu plokkaðir á borðinu, grænmeti og alltsem þörf var á, var komið inn og hún hófst handa, meðan hún sagði Bley, hvað hún hafði gert á Byways, óg hann hlustaði af at- hygli. Hún var ákveðin i að búa til fyrsta flokks kvöld- verðtil að karlmennirnir gerðu sér grein fyrir, að hún væri komin heim aftur. Vonandi höfðu þeir saknað hennar. Frú Stack hafði gefið henni stóran gladíóluvönd og hún setti þær í tvo vasa og kom öðr- um fyrir á matarborðinu. Fallegur dúkur með kín- verskum útsaumi, beztu silfurhnífapörin og kristalglös fóru einnig á borðið. Þegar hún var búin, var borðstofan svo falleg að hún fór að halda, að hún hefði gert f ullmikið af því góða. Þetta var bara venjulegur dagur, þrátt fyrir allt. En svo yppti hún öxlum. Þeir tækju þá bara fremur eftir muninum, eftir að hafa borðað í eldhúsinu allan tímann meðan hún var að heiman. Hún söng við vinnuna og Bluey leit forvitnislega á hana. — Þér finnst líklega gaman að vera komin heim aftur, frú Janet- — Já, Bluey, svaraði hún rólega. Heimilið er þar sem hjartað er og hún vissi, að hún elskaði Bur- nettia. En hún vissi líka, að ef Neil ákvæði að selja eignina og lifa sem f lakkari, mundi hún glöð fylgja honum. Hún leit út um gluggann, þar sem skuggarnir á grasflötinni voru farnir að lengjast. Kannski kæmi hann einhvern tíma heim á svona kvöldi, gangandi ákveðnum skref um og gripi hana í faðm sér. Óskhyggja, sagði hún í áminningartón við sjálfa sig. Hún yrði að vera þolinmóð. Hún var sannfærð um að hann skammaðist sín f yrir hvernig hannbafði beðið hennar á sínum tíma. Það hafði hún fundið þegar hún elti hann út að húsi Jims og hann hafði kastað f rá sér eldspýtunum. Hún vonaði að hann kæmist yfir þá tilfinningu með tímanum. Sú tilhugsun að hann liti aldrei á hana sem annað en ráðskonu, var skelfileg. Þegar Neil kom inn úr dyrunum og klofaðist yf ir dótið sem málararnir höfðu látið liggja til næsta dags, leit hann skyndilega upp. Janet söng í eldhús- inu, það var indæl matarlykt í ganginum og tilf inn- ing um að nú væri allt í lagi, streymdi gegn um hann. — Þú ert komin aftur, sagði hann. Hún brosti. — Þú vissir, að ég kæmi í dag og svo ertu hissa. Hann brosti lika. — Er f rú Stack orðin góð? — Já, nema handleggurinn, hann verður í gipsi í nokkrar vikur. En John getur hjálpað henni með sitt af hverju. Þegar hann er búinn að ná sér eftir áfall- ið. — Það er góð lykt hérna. — Já, mér datt í hug, að ykkur langaði í almenni- legan mat eftir kúnstirnar hans Blueys. — Hann gerði sitt bezta, en við höf um borðað kalt kjöt og kartöflustöppu á hverjum degi. Hann leit í kring um sig og þefaði aftur, sagðist síðan ætla í sturtu. Janet heyrði hann syngja hástöfum í baðinu skömmu síðar og Ray heyrði það þegar hann kom inn og dæsti ánægjulega. Þetta var mun huggulegra hljóð en dapurlega þögnin, sem undanfarið hafði ráðið ríkium. Báðir blístruðu í viðurkenningarskyni, þegar þeir komu inn í borðstofuna. Neil sneri sér snöggt að Janet, sem gekk inn á hæla hans. — Þú átt líklega ekki afmæli eða neitt svoleiðis? spurði hann í efasemdartón. — Þú ættir að vita, að það er í apríl. — En hvað á þetta þá að þýða? — Ekkert sérstakt. Ég erbaraí góðu skapi yfir öllu, yf ir að hafa getað hjálpað gömlum hjónum og vera komin heim aftur. Kannske er það ástæðan. Hún hrukkaði ennið eins og hún hugsaði sig um, en svo sagði hún stutt og laggott: — Seztu Ray og 35

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.