Heimilistíminn - 20.02.1975, Síða 24

Heimilistíminn - 20.02.1975, Síða 24
Karlmaðurinn var þar meö orðinn fast- ur i atvinnulifinu og fjölskyldunni, sem lykilpersóna. Þess vegna varð atvinnu- leysið enn skelfilegra, þvl um leið og karl- maðurinn kom ekki heim með launin, var hann ekki lengur sá sem útvegaði allt og þá gat hann ekki krafizt réttinda sinna I staðinn. Hvernig átti hann að skipa fyrir, þegar hann útvegaði ekki peninga? Hvernig gat hann leyft sér að leggjast upp i sófann og hvila sig, þegar hann hafði ekki verið að vinna? I viðbót við fjárhagslegt sjónarmið at- vinnuleysisins kom annað sálfræðilegt. Karlmaðurinn var ekki aöeins óþarfur i vinnu, heldur grófst fljótlega undan stöðu hans á heimilinu. Hvernig gat honum fundizt hann vera karlmaður og leikið hlutverk sitt, þegar grundvöllurinn var horfinn? Þunglyndi, veikindi og drykkju- skapur jókst hrööum skrefum og það voru afleiðingarnar. Karlmaðurinn 1930 bjó við önnur kjör. En voru þau góð? Arið 1975 er konan I öðru hlutverki. Hún er jafningi karl- mannsins i launum, menntun og að minnsta kosti i orði i starfi. Hún hefur fengið frelsi i hjónabandinu, sem sé án þess að þurfa að stela af heimilispening- um. Konan árið 1975 getur bjargað sér, ekki auðveldlega, en hún getur það og margar konur gera það. Hún vinnur fyrir daglegu brauði á vinnustöðum karlmanna og ekkert er sjálfsagðara. Hún stjórnar- krönum og ekur bilum, er skrifstofustjóri og lögfræðingur. Hún hefur viðurkennt þetta nýja hlut- verk sitt f samfélaginu og fjölskyldunni. Karlmaðurinn hefur gert það lika. En það sem erfiðara hefur reynzt fyrir karl- manninn er að viðurkenna sitt eigið nýja hlutverk. Aöur var allt undir honum komið, en er það ekki lengur. Karlmaðurinn 1975 hefur ekki losað sig við gamlar venjur og hugsjónir. Hann skal ennþá vera sá, sem ákveður hlutina og ræður fram úr öllu, þegar vandinn steðjar aö. Þó ekki sé annaö en stiflað niöurfall, þá hjálpar það honum aö halda sjálfstraustinu gagnvart konunni. Hann vill ennþá vera sá sterkari, bæði andlega og likamlega. Hann þarfnast þess að finn- ast hann meiri. Gallinn er bara sá, að hann er það ekki lengur. Hann er alinn upp til að verða mikill karl. Strákar gráta ekki. Þeir harka af sér, þvi þeir eiga að læra aö bjarga sér. Þeir eiga að vera beztir i skólanum og eignast félaga. Utan hópsins visna þeir. Siðar eiga þeir lika að bjarga sér, þá i samkeppni. Þótt umsækjendur séu 27, er það hann, sem á að verða fyrir valinu. Hann á að sjá um að fjárhagurinn sé i lagi og raða stöðutáknum umhverfis sig. Loks gerir hann kröfur til sjálfs sin sem afreks- manns á kynlffsviðinu og heldur að aðrir geri það lika. Getnaðarvarnarlyfin bæta ekki tauga- ástandið hjá karlmönnum 1975, þvi þau gera konuna að jafningja þeirra á kynlifs- sviðinu og óháða. Hún kemur til móts við hann með kröfur og er' ekki Iengur þolin- móð undirlægja. Nú á að athuga, hvort hann er nýtilegur og gagnvart þessu guggna jafnvel beztu menn i bólinu. Eins og ástandið er og kemur vel i ljós, verður að muna að það gerir karlmenn beinlinis veika, að vera atvinnulausir og hanga heima og það bætir ekki úr, ef konan vinnur fyrir heimilinu. Karimaöur- inn lifir ennþá á árinu 1930. Margt bendir til að þróun eigi sér ekki stað á öliurn sviðum samtimis. Enn er það þannig, að færri fá menntun i lágstéttum og færri stúlkur en drengir. Enn er það lika þannig, að drengir i lágstéttum hjálpa litið sem ekkert til við heimilis- verkin. Þó okkur finnist það merki um frjáls- lyndi og miklar framfarir að sjá karl- mann aka barnavagni eða með svuntu i eldhúsinu, erum við enn ekki laus við 1930. Það er gaman að skoöa árið 1930 á þessu ári, ekki sizt végna þeirra mörgu hluta, sem eru alveg eins nú og þá. HVAÐ VEIZTU 1. llvað hétu synir Nóa? 2. Svastika er gamalt, indverskt tákn, sem við þekkjum betur undir öðru nafni. Hvcrju? 3. Var Róbinson Krúsó raunveruiega tii? 4. Nefnið fjögur lönd þar sem eru heitir hverir. 5. Hvar er Waterloo? 6. Hvað er langt i loftlinu frá Spitz- bcrgen til Svalbaröa? 7. Hvar er aldrei vestanvindur? 8. Hvað varð um Quisling eftir strið- iö? 9. Hvernig ferðast sá sem notar hesta postulanna? 10. Hvað er merkilegt viö árið 1961? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. — Var þetta bréf nægilega sterkt orðað sem hótun? — Þetta er bara olia. 24

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.