Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 13
gan Pabbi tekur til sinna ÞEIR gengu vandlega frá veiöistöngun- um i skiírnum og sköfu leðjuna af sandölunum. Síðan athuguðu þeir hvor annan gaumgæfilega. — ÞU ert i lagi, sagði Dick og burstaði nokkur grasstrá af afturenda bróður slns. — Hvað með mig? — Stórfinn, sagði Don. — Agætis hug- mynd, þetta með að setja blek á fjngurna. Þá litur Ut fyrir að við höfum verið i skólanum. Dick brosti ánægður. — Já, það eru smáatriðin, sem skipta máli, ekki satt? sagði hann. Með lotningarfullum svip virtu bræðurnir fyrir sér silunginn, sem lá opinmynntur á undirlagi Ur tjarnarsefi. — Stór, ekki satt? Að minnsta kosti fimm pund. — Mmmjaa......ekki alveg, held ég. En næstum þvi, kannske. — En Dick, hvernig eigum við að skýra að við fengum hann? — Við segjum bara að einhver hafi gefið okkur hann, maður sem átti leið framhjá. En hvað eigum við að segja kennslu- konunni á morgun? — Að við höfðum borðað eitthvað sem við veiktumst af. — Eigum við ekki heldur að segja, að við höfum fengið gallsteinakast. Það kall- ar frU Nelson það alltaf. — Jemina, áttu við? sagði Dick og þeir hikstuðu af hlátri. — Jemina! Er hægt að heita svona nafni? — Hættu, hrópaði Don og hélt um mag- ann. — Ekki láta mig hlæja svona, ég fæ verki. Þeir höfðu þekkt frU Nelson alla sina ævi. HUn koin daglega til að elda matinn Ðg taka til i hUsinu, en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum, að þeir komust að þvi hvert skirnarnafn hennar var. — Heldurðu, að við getum farið inn nUna? spurði Dick og gægðist varlega Ut ráða Don og Dick vildu ekki skrópa í skólanum til að hjálpa til við uppskeruna. Þeir vissu, að þeir fengju skammir. Það varð faðir þeirra að reyna, því hann lenti í eldlinunni. um agnarlitinn gluggann á skúrnum. — Mikið vildi ég að pabbi gæfi okkur Ur. Það er svo erfitt, að geta sér til um hvað klukkan er. — Við getum áreiðanlega farið núna, þvi klukkan var meira en tvö, þegar við lögðum af stað frá tjörninni. — Jæja þá. En hver á að bera fiskinn? — Þú veiddir hann, svo það er ekki nema réttlátt, að. — En ég bar hann alla leiðina. NU er komið að þér. — Er það nU sanngirni. ö, hvað hann er þungur. Við verðum að biðja frU Nelson að vigta hann fyrir okkur. Dick opnaði rifu á dyrnar. — Allt í lagi, sagði hann. — Og mundu nú að vera eðli- legur. Við verðum að vera nákvæmlega eins og við erum vanir. Þeir tróðu sér gegn um limgerðið og gengu gegn um stóra ávaxtagarðinn. Dick greip tvær indælis plómur og svo héldu þeir áfram upp að hUsinu. NU var ekkert sem gat komið upp um að þeir hefðu ekki verið i skólanum eins og venjulega — nema auðvitað silungurinn. En skýring þeirra var ágæt, eða það fannst þeim, að minnsta kosti. — RUmlega þrjú pund, þéttur og góður, sagði frUNelson og horfði á silunginn, þar sem hann lá á eldhUsbekknum. — Og þið fenguð hann á heimleiðinni, segið þið. Hugsa sér....almáttugur! Augnaráðið, sem hUn sendi þeim var rannsakandi, en andlitið sviplaust að venju. Þegar faðir þeirra kom heim um sex- leytið til að borða, var honum sagt frá silungnum góða. Hann starði'undrandi á synina. — Var ykkur gefinn hann? Hver gerði það? Albert gamli? — Nei, ég held, að það hafi verið ferða- maður, svaraði Dick fljótmæltur. — Hann var að minnsta kosti i frii. Einn þeirra sem búa i húsvögnunum niðri á sléttunni. — Þannig, já, sagði faðirinn og hló hjartanlega. — Þessir ferðamenn taka upp á undarlegustu hlutum. — Honum finnst silungur liklega ekki góður matur, en við hér erum á annarri skoðun, ekki satt? Sjóddu hann svolitið með lárviðar- blaði og steinseljubrUsk og þá er hann kóngafæða. Sammála, frU Nelson? — HUn heitir Jemina, tautaöi Dick og þar með gátu hann og tviburabróðir hans ekki haldið niðri i sér hlátrinum. — Þetta er nóg, sagði faðirinn i ströng- um tón. — Verið kurteisir, ef það er ekki til of mikils ætlazt. En frú Nelson, sem var önnum kafin við matseldina, virtist ekki taka eftir þessu. HUn notaði sina eigin aðferð við tvibur- ana. — Gjörðu svo vel, Richard Godfrey, sagði hún og setti diskinn fyrir framan hann. — Og hérna, Donald Alexander. Dick leit gremjulega á hana. — Er nokkuð athugavert við nafnið Richard Godfrey? spurði hann æstur. — Hef ég sagt, að það væri? spurði frú Nelson sakleysislega. — Og heldur ekki Donald Alexander! — Nei, ágætis nafn. Ég er alveg sam- mála. — Það var pabbi, sem fann upp á þess- um nöfnum og hvað með það? Dick kerrti hnakkann. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.