Heimilistíminn - 06.10.1977, Qupperneq 4
Evrópa vin í eyði-
mörk flóttafólksins
Evrópa er eiginlega nokkurs kon-
ar vin i eyðimörkinni fyrir flótta-
fólk, og það drifur nú að hvaðanæva
að úrheiminum. Stór hluti hinna 12-
14milljóna flóttamanna f heiminum
hefur nú lagt þangað leið sina.
Flóttamennirnir koma frá Suður-
Ameriku, Asiu og Afriku, þar sem
órói, blóðsúthellingar og valdarán
verða þess valdandi, að miiljónir
manna flýja heimili sin árlega. Þetta
eru hinir nýju innflytjendur til álfu
okkar.
Flóttamaðurinn i Evrópu er að flýja
frá austri til vesturs. Það eru her-
mennirnir, sem brjóta sér leið í gegn-
um gaddavirsgirðingarnar við
Berlinarmúrinn, visindamennirnir af
Gyðingaættum, sem fá með miklum
erfiðismunum að yfirgefa Sovétrikin
eða tékknesku stúdentarnir, sem kom-
ast til Austurrikis gegnum skógana,
sem skilja að löndin tvö.
Það gerist enn, að fólk flýr yfir
landamærin i Evrópu, en flóttamenn-
irnir frá Austur-Evrópu er þó minnk-
andi hluti þeirra 500 þúsund flótta-
manna, sem nú eru i Evrópu. Nú eru
lika Austur-Evrópulönd eins og
Rúmenia, Sovétrikin og Austur-
Þýzkaland farin aö taka á móti vax-
andi fjölda flóttamanna frá Suður-
Ameriku.
Flóttamannastraumurinn frá
þriðja heiminum, ekki slzt frá Chile,
Argentinu og Brasillu, hefur orðið
vandamál I allri Evrópu, þar með
talið í Austantjaldslöndunum.
Þess vegna var það, að Sovétrikin
fóru að taka þátt i ráðstefnum, sem
fjallað hafa um reglur sem gilda eiga
um pólitiska fióttamenn og réttindi
þeirra.
Ein slik ráðstefna var haidin i Genf,
og lauk henni i febrúar i vetur. Ráð-
stefnan var haldin á vegum Samein-
uðu þjóðanna, og þvi miöur varð
árangurinn heldur rýr. Þau 92 rfki,
sem þátt tóku í ráðstefnunni, mörg
hver blóðug einræðisriki, gátu ekki
komið sér saman um ráð, sem skyldi
veita pólitiskum flóttamönnum ákveð-
in réttindi til pólitisks hælis.
Þessi réttur um pólitiskt hæli er al-
varlegt og óleyst vandamál margra
hinna nýju flóttamanna i Evrópu. Hin-
ir „hefðbundnu” flóttamenn frá austri
til vesturshafa sjaldan lent i nokkrum
vandræðum með að sannfæra yfirvöld
i Vestur-Evrópulöndunum um, að þeir
séu I raun og veru pólitiskir flótta-
menn sem rétt eiga á þvi að byrja nýtt
lif i nýja landinu.
En 1 sumum tilfellum getur verið
erfitt fyrir fólk, sem kemur til nýs
lands, sem er mjög ólíkt þvi landi,
sem það kemur frá, að sanna, og
sannfæra yfirvöld um, að það hafi
verið ofsótt i heimalandi sinu.
Svo að segja öll lönd i Evrópu taka á
móti flóttamönnunum frá Suður Ame-
riku. Flest löndin taka þó aðeins við
vissum fjölda árlega. Frakkland og
Vestur-Þýzkaland leyfa flestum flótta-
mönnum að flytjast til sin.
Þá hefurFrakkland, og önnur lönd i
Evrópu, einnig opnað landamæri sin
fyrir um 10 þúsund flóttamönnum frá
Indó-Kina, og England hefur veitt um
50 þúsund Asiubúum landvistarleyfi,
fólki, sem Amin rak frá Uganda.
En jafnframt þessum mikla flótta-
mannastraumi, sem streymdi til
Evrópu á sjöunda áratugnum eru aðr-
ir minni straumar flóttamanna, sem
engar ákveðnar reglur gilda um, og
ekki er tekið á móti með opnum örm-
um eftir að þeir hafa komizt inn i
flóttamannavinina, sem Evrópa er
orðin að.
Það eru þeir, sem flýja léleg llfs-
kjör. Stundum hefur þetta fólk
neyðzt til þess að greiða mann-
smyglurum allar eigur slnar til þess
eins að fá þá til þess að koma sér til
Evrópu. Margir þessara manna
geta ekki farið til yfirvaldanna og
sagt, með von um, að þeim vcröi
trúað, að þeir séu ofsóttir.
Evrópulöndin hafa enn ekki getað
komið sér saman um, hvaða aðferðum
skalbeita við þetta fólk. Það fær nokk-
urs konar „biðstööu”, sem veitir þvi
rétt til þess að dveljast i landinu
skamma hrið, og ákveðna tryggingu
þess, að það verði ekki sent aftur til
baka, og ef vel lætur fær það út-
lendingavegabréf. Þetta fólk nýtur
sjaldnast þeirra réttinda, sem pólit-
iskir flóttamenn njóta.
Hin bitra reynsla margra þessara
flóttamanna, sem ef til vill hafa búið
við margra ára ofsóknir og áhyggjur,
er sú, að Evrópa er þeim algjörlega
lokuð.
GYÐ-
INGAR
Við erum stödd á flóa-
markaðinum i Róm, og það er
sunnudagsmorgunn. Fjöldi
fólks er hér á ferð, og fólkið
ryður sér braut um borgar-
hliðið Porta Portese.
Þarna eru óendanlegar raðir söluborða
með alls konar varningi, en þó rekumst
við á borð, sem eru nokkuð öðru visi en
hin. Þar má ? sjá grammófónplötur i
haugum, og textinn á plötunum er á rúss-
nesku. Konurnar bjóða þarna hálsfestar
úr rauðum kóröllum, og enn aðrar bjóða
okkur til kaups rússnesku trébrúðurnar,
sem flestir kannast við, og svo má sjá
dýrgripi úr dýrgripaskrinum fjölskyld-
unnar.
Róm er viðkomustaður
Það verur stöðugt aigengara að rekast
á hópa rússneskra útflytjenda á götum
Rómar. Róm er nokkurs konar viðkomu-
staður þeirra, á langri leið, biðstofa.
Þetta fólk þarf að biða stundum mánuði,
stundum allt upp i ár i Róm, og á meðan
það biður þar eftir vegabréfsáritun er
ekki um annað aðræða, en reyna að halda
einhvern veginn i sér lifinu, og þá er oftast
gripið til þess ráðs að selja það, sem þetta
fólk hefur haft með sér frá Sovétrikjun-
um.
Flestir útflytjendurnir rússnesku búa i
úthverfum Rómar, aðallega i Ostia, við
sjóinn, en þar er húsaleiga mjög lág. Það
er aðeins töluð rússneska i sumum vögn-
unum i neðanjarðarlestinni á leið inn til
borgarinnar á morgnana.
Það að vera flóttamaður, er að hafa á
sér nokkurs konar stimpil. A þvi augna-
bliki, sem flóttafólkið yfirgefur Sovét-
rfkin, tapar það rfkisborgararétti sln-
um þar. Það þýðir, að samkvæmt al-
þjóðalögum er þetta fólk rlkisfangs-
laust flóttafólk.
En það getur nú lika haft sina kosti, eins
ogviðeigum eftir að heyra hér siðar.
Meðal hinna mörgu, sem staddir eru
hér á flóamarkaðinum hittum við Lev
(þetta er reyndar ekki hans rétta nafn),
Flest þetta fólk á ættingja heima i gamla
landinu. Þaðóttast þvi, að þeim verði gert
mein, ef það segir eitthvað, sem ekki fell-
ur i kramið, um það sem á undan er geng-
iðheima i Sovétrikjunum. Enginn vill láta
taka af sér mynd, né heldur segja til
nafns. Fólkið segir ekki sögu sina nema
þessum skilyrðum sé fullnægt.
4