Heimilistíminn - 06.10.1977, Side 22

Heimilistíminn - 06.10.1977, Side 22
4 Berit Brænne: Þýðing: Sigurður Gunnarsson: Sagan um Tota og systkin hans að, þó að hún hefði áreiðanlega viljað segja frá öllu því, sem hún hafði reynt i þessari furðulegu ferð. ,,Ég held að ég skilji það, sem þú átt við”, sagði pabbi. ,,Þú lagðir af stað að heiman, góðri stund á eftir okkur, og ætlaðir að reyna að finna slóðina okkar, en svo villtist þú alveg eins og við”. „Heldurðu að Pila hafi líka lent i snjóflóðinu?” spurði Tóti. ,,Það er nú nokkuð óráðin gáta”,, ,,en hitt er vist, að hvassviðrið og hriðarkófið hefur leikið hana grátt. Þegar þau höfðu að lokum náð öllum snjón- um úr feldi Pilu, tók pabbi þurra vettlinga og nuddaði feld hennar nokkra stund. Hún bar sig enn illa og virtist tæpast geta hreyft sig. En þegar hún hafði lapið mjólk úr bolla, sem Bogga færði henni, hresstist hún að mun, og þó einkum eftir að pabbi hafði haldið henni um stund i fangi sér og nuddað hana vel á ný. ,,Ætli þú getir ekki staðið núna, Pila litla?” sagði hann brosleitur. Jú, nú gat hún einmitt staðið. Svo hristi hún sig myndarlega og gekk fáein skref. Þvi næst

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.