Heimilistíminn - 17.08.1978, Side 23
komu, sem Hugh hafði bæði gagnvart sjúklin-
um og starfsliðinu.
Allir söknuðu Hughs.
Barbara saknaði hans lika. Rósirnar, sem
hann hafði sent henni höfðu þegar fölnað, en
spjaldið sem hafði fylgt þeim, var vel geymt i
borðskúffunni hennar.
Hún ákvað, að hún skyldi ekki skrifa honum.
Hann skyldi fá tækifæri til þess að byrja nýtt
lif. Karlmenn voru fljótir að gleyma. Án efa
myndi Hugh ekki reynast nein undantekning
frá þeirri reglu.
Hún hafði eytt þremur kvöldum til viðbótar i
návist John Davidson, og eitt þeirra hafði hann
komið heim til hennar. Það var engan veginn
eðlilegt, að sjá hann hreiðra um sig i uppáhalds
stól Hughs. En hún var orðin vön þvi að sitja og
hlusta á hann tala um áhugamál sin.
Þegar hann nú kvaddi hana, kyssti hann
hana alltaf. Hann talaði ekki um, að sér þætti
vænt um hana. Hann talaði heldur ekki um útlit
hennar, enda þótt hún reyndi alltaf að lita sem
best út, þegar þau hittust.
í undirmeðvitundinni var henni ljóst, að John
Davidson var maður, sem hafði komist að raun
um að hann þarfnaðist þess að hafa konu i ná-
munda við sig. Hún var nokkurs konar smyrsi
á sárin eftir erfiðan vinnudag á sjúkrahúsinu.
En hún gat ekki stjórnað tilfinningum sinum,
þegar hann var nærri henni. Hann hlaut að
finna til einhvers, þegar hann kyssti hana,
finna hvernig henni leið, þegar hann hélt henni
i örmum sinum.
Þegar hann var farinn var hún bæði æst og
hamingjusöm, en svo varð hún döpur og miður
sin á eftir. Hvert ætlaði þetta að leiða hana?
Það var ekkert sem benti til þess, að John
Davidson væri að hugsa um framtið, sem þau
væru bæði þátttakendur i.
Þannig var málum komið, þegar Jennie kom
aftur á nýársdag.
Hún kom beint á sjúkrahúsið. Hún var i
rauðri kápu og berhöfðuð, en blásvart hárið
þyrlaðist um höfuð hennar. Hún virtist þreytt,
og það voru dökkir baugar undir augunum.
— Ég er komin með inflúensuna, sagði hún
óþolinmóð.
Hún mætti til vinnu þennan dag en lét sig
engu skipta hvernig hún vann verk sin og Bar-
bara varð að ávita hana.
Allt i einu fór Jennie að gráta. — Mér liður
alveg hræðilega sagði hún loks.
— Farðu úr sloppnum og ég skal aka þér
heim. Það var svo ólikt Jennie að vera áhuga-
laus um útlit sitt, að Barböru var brugðið. Hún
gaf nýju stúlkunni fyrirmæli um að taka við
stjórninni þar til hún kæmi aftur frá þvi að hafa
ekið Jennie heim i ibúðina hennar.
Þetta var heldur óaðlaðandi staður og kalt
var inni. Þegar Jennie brast svo i grát, sagð'i
Barbara ákveðin — Þú kemur heim til min og
verður þar, þar til þér er batnað kvefið. Þú lit-
ur óttalega illa út Jennie>ú ættir að vita betur
en að koma i vinnuna svona lasin.
Létta lundin sem alltaf var skammt undan
hjá Jennie, var ekki fyrir hendi i þetta sinn.
Hún lét Barböru um það að tina saman nokkra
smáhluti til þess að taka með sér en á meðan
sat hún á rúmbrikinni og beið. Svo fylgdi hún á
eftir henni út um dyrnar. Barbara lét ekki á þvi
bera að hún var farin að óttast að eitthvað
meira en kvef væri að aumingja stúlkunni.
Þegar þær voru komnar yfir i hlýja og nota-
lega ibúð Barböru virtist heldur glaðna yfir
stúlkunni. Barbara hafði komið henni i rúmið,
áður en hún yfirgaf hana, gefið henni magnyl-
töflur og könnu með isköldu vatni, sem hún
setti við hlið hennar við rúmið, og svo hafði hún
látið hitapoka við fætur hennar.
Barbara sneri aftur til sjúkrahússins, og leið
stöðugt verr og verr. Það batnaði ekki eftir þvi
sem á daginn leið. Rétt áður en loka átti búð-
inni kom John Davidson inn til þess að fá sér
kaffibolla og Barbara gekk til hans og settist
niður við borðið hjá honum.
— Hvar er Jennie? spurði hann. Þetta var
heldur óvenjuleg spurning af hans hálfu, þar
sem hann virtist aldrei taka eftir þvi, þótt ein-
hver væri fjarstaddur. í dag var hann i hrein-
um slopp i staðinn fyrir að vera alltaf i sama
velkta sloppnum. Helst leit lika út fyrir, að
hann hefði rennt greiðu i gegn um hárið.
Barbara var alltaf hálffeimin i nærveru
hans. Það var sama þótt hann væri með þenn-
an stranga svip, sem hélt svo mörgum i hæfi-
legri fjarlægð, hún hafði séð glampa i djúp-
stæðum augunum, glampa, sem hún hafði
haldið, að gæti táknað ást. Hér i búðinni fannst
henni þó, sem hann nyndi aldrei geta orðið öðru
visi en þessi strangi maður.
Hann var á allan hátt eins og hann var vanur
i dag. Hann hafði komið með læknablað með
sér, og breiddi nú úr þvi fyrir framan sig, og
hann fagnaði henni ekki, þegar hún kom.
— Mig langar til þess að tala við þig, sagði
hún.
23