Heimilistíminn - 09.11.1978, Page 14

Heimilistíminn - 09.11.1978, Page 14
Höfrungasafnið i Batumi i Grúsiu er staður, sem gestir Adzaríu-héraði fara i nokkurs konar pilagrimsferðir til að sjá. Og raunar heimamenn lika. Allir þekkja höfrungana Batúmi. Þeir eru oft i sjón- varpinu. Þeir hafa sina kennara, sina þjálfara og sinn lækni. Hvert númerið rekur annað á dagskrá höfrunganna , sifellt heyrast smellir i ljósmy ndavélunum, áhorfendurnir hópast að. En spottakorn frá situr lágvaxinn maöur. Hann situr alltaf á sama stað á áhorfendapöllunum. Maður þessi er Kemal Abdúlovits Dzinstjaradze, „höfrunga-læknirinn”. Hann fylgist af athygli með fósturbörnum sinum. bau heita Persei, Vasilisa, Inga, Masha, Maliska og Mamaska. Kemal Abdúlovits fer á hverjum morgni upp að höfrungakerjunum. Það er nóg að gera. Hann þarf að fylgjast með þvi að þeir fái nóg af c-fjörva. Þeir fá c-fjörva töflur i fiskinum sinum. Ef með þarf gefur hann þeim fjörvasprautu. Læknirinn verður að skoða dýrin nákvæmlega til þess að vita hvort þau hafa rispað sigi' leik, eða hvort Vasilisa er aftur kominn með einkennilega hvita bletti. Já, höfrungar verða lasnir eins og við manneskjurnar. beir fá kvef, ýmsa húð- sjúkdóma, bronkitis, lungnabólgu og jafnvel blóðtappa og hjartaslag. Og „höfrunga-læknirinn” er alltaf með nauð- synieg lyf við hendina, fúkkalyf, súlfalyf, ýmsar tegundir áburðar, allt eftir eðli sjúkdómsins að sjálfsögðu. Fyrir utan almennt heilsufar, ber lækn- inum einnig að fylgjast með „geðheilsu” sjúklingana. Stundum fara taugar höfrungsins i ólag. Hann framkvæmir ekki skipanir þjálfarans, verður árásar- gjarn, eða öfugt, lætur kúga sig. Kemal Abdúlovits ákveður að flytja „taugasjúkl- inginn” i sérstakt ker, spölkorn frá félögum sinum. Besta ráðið i slikum ölfelium virðist vera að „sjá hvað setur”. Dzinsjaradze ver miklum tima til rannsókna rneðfram hinum venjubundnu læknisskoðunum. Rannsóknir á lifeðlis- fræði höfrungsins og hegðun hans við ófrjálsra aðstæður gerir honum léttara fyrir að verja dýrin gegn sjúkdómum. —Og hvemig er hægt að vita hvort höfr- ungur er veikur? Til þess þarf hann að spyrja þjálfarana um hegðun þeirra, fylgjast með þvi hvort þeir taka þátt i leikjum hinna, hvort þeir hafa matarlyst, hvort þeir eru i vondu skapi og hvort þeir synda með hinum eða einir sér. Höfrungar eru eins og börnin: þeim er illa við töflur og hræddir við sprautur. En þeir þola samt betur en önnur dýr að láta lækna sig. Ba tumi. V. Parshin Fréttaritari við „Sovétskaja Adzaria”.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.