Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 24
Hjartað tók að slá hraðar, og mér varð órótt
innanbrjósts. Gerum ráð fyrir, að Jason segði
satt, gerum ráð fyrir, að hann léti ekki undan
með þetta? Þá yrði farmtið min og frænku
miklu einmanalegri en ella og óöruggari. Ef
Jason segði svo frá, hvernig ástatt væri með
mig myndu allir vita hvers vegna við hefðum
farið til Kaliforniu. Þá fengju allir að vita, að
Elizabeth frænka hefði reynt að kaupa handa
mér mann. Enda þótt hún væri þá komin langt i
burtu og myndi aldrei segja eitt einast orð um
þetta við mig, myndi ég vita hversu mikið hún
ætti eftir að þjást af að hugsa um það, hvað
gamlir vinir hennar og nágrannar segðu um
hana á bak.
Jason dró úr upp úr vasa sinum.
— Það er vist tilgangslaust að eyða meiri
tima i þetta úr þvi sem komið er. Hann leit á
mig, og ég beit á vörina.
Ég átti einskis annars úrkosta en sam-
þykkja. Það var ekki einungis um sjálfa mig að
ræða — það var barnið mitt. Bam okkar Stev-
ens.
Þessi litillækkun var þungbær, og ég fann
hvernig hatrið blossaði úpp innra með mér,
þegar ég neyddist til þess að svara:
— Eins og þú vilt. Við búum þá i húsinu
ykkar.
Tiu dögum siðar varð ég eiginkona Jasons.
Athöfnin var einföld, og fór fram á heimili
prestsins. Eg neyddi sjálfa mig til þess að
ganga i gegnum þetta, án þess að falla saman,
mest vegna frænku, og ég gætti þess að láta
ekki hugann reika til baka. Ég leit ekki á brúð-
gumann á meðan á hjónavigslunni stóð, ekki
fyrr en allt var um garð gengið. Hæðnisaugna-
ráðið, sem ég bjóst við að mæta úr hörðum grá-
um augunum var þar ekki, þótt undarlegt
mætti virðast. Hann hafði fullkomna stjórn á
sér, og var jafn kuldalegur og vant var, en þó
fannst mér ég verða vör við meðaumkun i
svipnum. Meðaumkun já og kannski eitthvað
annað lika.... Ég fann til einhvers konar styrks
þess vegna.
En ef til vill hafði þetta allt verið tóm imynd-
un hjá mér. Jason var hlédrægur, þegjanda-
legur og hagaði sér eins og honum bar á meðan
á þessu hlægilega brúðkaupsferðalagi okkar til
New York stóð, en þar vorum við i tiu daga. Að
sjálfsögðu sváfum við sitt i hvoru herberginu á
hótelinu — það var látið heita, að frú Fonsell
ætti erfitt um svefn. Við eyddum dögunum að
mestu sitt i hvoru lagi, en á kvöldin borðuðum
við saman i hinum glæsilega matsal hótelsins,
og mæltum varla orð af munni. Ég grét ekki,
þrátt fyrir það að ég lægi vakandi og væri ein-
mana hverja einustu nótt. Það var eins og ég
væri steinrunnin.
Þegar vagninn ók inn á einkaveginn, sem lá
heim að stóra Fonsell-húsinu, fannst mér eins
og þessir tiu tilgangslausu dagar hefðu þó þrátt
fyrir allt verið eins konar frestur. Óttinn greip
mig, og ég vissi, að nú var nýtt lif mitt að
byrja. Eina huggun min var sú að Elizabeth
frænka var i húsinu. Við höfðum gengið svo frá,
að hún skyldi loka húsi sinu, taka með sér það
sem henni var kærast og flytja inn hjá Fonsell-
fólkinu.
Og Jason hafði heitið mér þvi, að Annabelle
Clysson skyldi burtu úr húsinu, þegar ég kæmi
þangað. Hann hafði ráðið aðra ráðskonu i stað-
inn.
Vagninn nam staðar fyrir framan breiðar
tröppurnar. Þegar við gengum upp tröppurnar
opnaði kona, klædd i bláan bómullarkjól og
með hvita svuntu, dyrnar.
— Goðan daginn, frú Burlow.
— Góðan daginn, Herra Jason. Munnurinn
var samanherptur . 1 augunum var illskulegur
undirferilsglampi, sem oft má sjá i augum
fólks, sem orðið hefur fyrir vonbrigðum i lifinu.
Hún neyddi sig til þess að brosa þegar hún
heilsaði mér.
— Þetta er frú Fonsell.
Þegar við vorum komin inn i anddyrið sneri
Jason sér að mér.
— Þú villt áreiðanlega hvila þig svolitið
núna. Ég ætla að fara og heilsa pabba. Hann
rétti ráðskonunni töskuna mina.
— Viltu vera svo góð að visa frú Fonsell til
herbergis hennar.
Ég fylgdi á hæla frú Burlow upp stigann.
— Hvar er frænka min? spurði ég og reyndi
að losna við kökkinn, sem sat i hálsinum á mér.
— Hún lagði sig. Hún leit út undan sér á mig.
Hún fékk herbergi frú Fonsell, á fyrstu hæð-
inni. Það snýr út i garðinn.
Herbergi dánu konunnar... Frænka var ekki
hjátrúarfull.Þegar við vorum komnar upp á
aðra hæð gekk frú Burlow að dyrunum, sem
voru fjærst i ganginum.
— Hr. Jason sagði, að frúin ætti að hafa þetta
herbergi.
Þetta var mjög skemmtilegt herbergi, með
stóru rúmi og fallegri sporöskjulagaðri mottu á
1 Framhald
24