Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 11
Popp-kornið
ÞÆR ERU GLÆSILEGAR
STÚLKURNAR t HOT
Lagið The Angel In Your
Arms This Morning glumdi i
flestum útvarpsstöðvum i
Bandarikjunum siðast liðið
sumar. Eftir að lagið hafði
verið sungið og gefið út á
plötu með spænskum texta
fór það að heyrast jafnoft i
suður-ameriskum stöðvum
og stöðvum fyrir spænsku-
mælandi áheyrendur. Og
hverjir voru það svo sem
fluttu þetta vinsæla lag?^
Það var trió Hot og i því
voru þrjár konur, hver með
sinn litarhátt.
Sumir vilja halda þvf fram, að Hot
sé einhvers staöar mitt á milli ABBA
og Three Degrees, en aðrir segja að
stúlkurnar þrjár séu jafnvel eitthvaö
ennmeira. Söngstill stúlknanna i Hot
er ekki sllkur að hann hafi enn náð að
afla þeim vinsælda utan Bandarikj-
anna en hver veit hvað á eftir að verða
i framtiðinni.
Samsetning þessa triós er þrátt fyrir
allt mjög alþjóöleg og blöndunin
skemmtileg. Stúlkurnar erusvo ólikar
I útliti og hvað skapgerö snertir að
mörg blaöaviðtölin, sem höfð hafa,
verið við þær, hafa endað sem algjör
martröðfyrkr blaðamennina sem þau
hafa tekið.
Gwen Owens er svertingi og upp-
runninn I Detroit.Þar hefur hún meöal
annars sungið með Stevie Wonder óg
Marvin Gaye. Einnig hefur Gwen
komið fram með José Feliciano, svo
hún þekkir nokkuð til suður-ameriska
taktsins. Næst má svo nefna Juanitu
Curiel sem er mexikönsk feguröardls.
Hún söng eitt sinn meö suöur-amerisk-
um jazz-hljómsveitum f Las Vegas
áður en hún stofnaði Hot með stöllum
slnum.
Sú þriðja er Cathy Carson,sú hvlta I
hópnum. Hún hefur minnst komiö'
fram sem söngkona af þessum þremur
stúlkum, enda var hún ljósmynda-
fyrirsæta áöur en hún settist viö pianó-
ið og fór að fá áhuga á skemmti-
iðnaðinum.
Fyrsta stóra plata Hot náöi strax
miklum vinsældum I diskótekunum^en
trióiö vill heldur láta nefna sig I sam-
bandi við „rhythm & blues” en diskó-
tekin, hvað sem á eftir að verða um
þessar þr jár mjög svo geðslegu stúlk-
ur í framtlöinni. Þfb