Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 18.01.1979, Qupperneq 25

Heimilistíminn - 18.01.1979, Qupperneq 25
Svona leit htín Louise litla þegar mynd var tekin af'henni. áreihanlega stækkaö mikiö og siðan þessi mynd var tekin. „Tilraunaglasa- bamið” dafnar vel Húsið númer fjögur við Hassell Drive i ensku hafnar- borginni Bristol er ósköp venjulegt hvitt raðhús. Það er þó ekkert venjulegt við barnið Louise Joy Brown, sem fædd- ist fyrir hálfu ári og býr nú i þessu húsi. Engin prinsessa hefur nokkurn tima fengið aðrar eins viðtökur og þessi litla stúlka, eða vakið jafnó- skipta athygli um allan heim, og jafnmikið umtal. Louise er nefnilega fyrsta „glasabarn- ið” i heiminum. Það var farið að skrifa æsifregnir um Louise löngu áður en hún fæddist. Hinir visindalegu guðfeður hennar, læknarnir Patrick Steptoe, 65 ára gamall og Robert Edwards, 52 ára, aðstoðuðu við tilkomu hennar. Þeim tókst að framkvæma getn- að i tilraunaglasi. Eggiö úr eggjastokk móöur hennar, Lesley, sem er 31 árs göm- ul, náði aöfrjóvgast af sæði föðurins, Gil- berts John Brown, sem er 38 ára gamall vörubilstjóri. Frjóvgunin átti sér stað i tilraunaglasinuog tveimuroghálfum sól- arhring siðar var hinu frjóvgaöa eggi komið fyrir i legi móöurinnar. , Starfsbræður Steptoe ásökuðu hann um að halda leyndum verkum sinum, og aðrir rifust yfir þvi, að hann skyldi ekki leyfa móðurinni að eiga barnið á venjulegan hátt, heldur taka þaö með keisaraskurði. Steptoe sagði, að Lesley Brown hefði ver- iö með blóðeitrun, og þess vegna hefði verið nauösynlegt að taka barniö með keisaraskuröi. Sumir vildu þó halda þvi fram, aö hann hefði beitt keisaraskuröin- um I þágu læknavisindanna. t kvikmynd, sem tekin var af fæöing- unni, sýnir læknirinn mjög nákvæmlega, að eggjaleiðarar frú Brown hafa verið teknir íburtu, en það mun hafa verið gert til þess að koma f veg fyrir að fólk færi að imynda sér slðar, að ef til vill hefði getn- aðurinn átt sér stað meö venjulegum hætti. En allur æsingurinn og óróinn er löngu horfinn I húsinu viö Hasseli Drive. Stór- vaxni maöurinn, sem lengi vel gætti húss Browne-fjölskyldunnar til þess að sjá til þess að enginn gæti náð I fréttir af barn- inu, en þessar fréttir hafði Associated Newspapers Group tryggt sér fyrir 600 þúsund dollara, er horfinn. Browne-hjónin eru búin að kaupa sér nýjan bil og hafa lagfærthitt og þetta Ihúsinu, sem lagfær- ingar þurfti Tneð. Þau eru llka búin aö kaupa sér nýtt rúm og teppi á ganginn. Aörar breytingar hafa ekki átt sér staö. John er aftur farinn að vinna og nú hafa nágrannarnir meira að segja fengið aö iita á litlu stúlkuna, sem hefur þyngzt mikiö, siðan hún fæddist, en þá var hún tæpar 12 merkur. — Hún verður bara venjuleg lítil stúlka, segir frú Brown. Og faðir hennar vill að hún verði sem allra iikust hálfsystur sinni Sharon, sem nú er komin á táningaaldur, og er farin að vinna sér inn peninga meö þviað afgreiða I matvöruverzlun skammt frá heimilinu. — Ég vona bara, að þegar hún veröur komin á þann aldur að þurfa að fara i skóla, verði komin hundruö ef ekki þúsundir barna, sem getin hafa verið á sama hátt og hún. Liklega á foreldrun- um eftiraðveröaað þessari ósk sinni, þar sem boðuð hefur veriö fæöing nokkurra tilraunaglasabarna, og ákveöiðhefur ver- iöað opna „tilraunaglasabarnadeildir” á sjúkrahúsum bæöi i Englandi og i Norfolk i Virginiu I Bandarikjunum á þessu ári. Þfb 25 t

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.