Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 20
DAGLEGT LÍF
20 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk
sími 004532975530 • gsm 004528488905
Kaupmannahöfn - La Villa
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgr. gjöld á ugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna
og minibus 9 manna og rútur með/án
bílstjóra.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshver ,
Danskfolkeferie orlofshver
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk GSM símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Hráfæði er mataræði semnú er að ryðja sér tilrúms víða um lönd. Þaðer orðið talsvert vinsælt
hér á landi og að sögn Victoriu Bout-
enko er það sérfæði sem vermir ann-
að sæti á lista sem nýlega var gefinn
út í Bandaríkjunum. Í efsta sæti er
Atkins-mataræði sem margir Íslend-
ingar ættu að þekkja en á eftir hrá-
fæði kemur t.d. blóðflokkamataræði.
Victoria kom hingað til lands nú í
sumar ásamt eiginmanni og tveimur
börnum og héldu þau fjölmennt nám-
skeið þar til að fræða okkur Frónbúa
um hráfæði. Þau kalla sig Hráfæðis-
fjölskylduna og hafa haldið námskeið
um allan heim.
Hráfæði er í raun ein tegund
grænmetisfæðis því hráefnið sem
notað er kemur aðeins úr jurtaríkinu;
ávextir, grænmeti, hnetur og fræ.
Kjarninn í boðskap hráfæðisfólks er
að hrár matur sé „lifandi“ en eldaður
matur „dauður“. Þegar matur sé hit-
aður eyðileggist efnahvatar (ensím)
sem eru líkamanum bráðnauðsyn-
legir. Miðað er við að hráfæði sé alls
ekki hitað upp fyrir 48 ºC, en í upp-
skriftum hráfæðisfjölskyldunnar er
maturinn nánast ekkert hitaður.
Hráfæðisfjölskyldan hefur skrifað
nokkrar bækur um hráfæði. Í bók-
inni 12 spor til hráfæðis sem nýlega
kom út í íslenskri þýðingu, skýrir
móðirin Victoria frá þeirri kenningu
sinni að löngun í eldaðan mat sé í
raun fíkn. Í bókinni skýrir hún frá
reynslu sinni og annarra af hráfæði
og setur fram tólf spora kerfi til að
enda fíkn í eldaðan mat.
Í bókinni er kafli með ýmsum
uppskriftum sem gaman gæti verið
að prófa þótt skrefið sé ekki tekið til
fulls. Meðal annars má þar finna
uppskriftir að Portobello sveppa-
borgurum, Lifandi frönskum kart-
öflum, Möndlukryddosti, Pecankæfu,
Sólaráleggi, Kókos-
hnetudraumaköku og síðast en ekki
síst Ó-súkkulaðiköku. Að sögn fjöl-
skyldunnar elda þau sjaldnast eftir
sömu uppskrift tvisvar og hvetja fólk
til að prófa sig áfram. Þó eru nokkrar
grunnuppskriftir sem gott er að
kunna.
Nefna má Almenna uppskrift að
þykkri súpu, Almenna uppskrift að
salatsósu og Kexið hans Igors.
Victoria og þýðandinn Sigurlína
Davíðsdóttir gáfu góðfúslega leyfi til
að birta tvær uppskriftir sem eru
hverju hráfæðiseldhúsi mikilvægar.
Önnur er uppskrift að köku sem laga
má að eigin smekk, garðborgurunum
er í raun ætlað að koma í stað kjöts.
Lifandi garðborgarar
½ kg af uppáhalds hnetunum ykkar
½ kg gulrætur
1 meðalstór laukur
1 msk sætuefni (hunang, vel þrosk-
aður banani, rúsínur)
1 msk olía
1-2 msk kjúklingakrydd (eða annað
krydd)
sjávarsalt eftir smekk
2-3 msk ger (ef vill)
Malið hneturnar í matvinnsluvél.
Blandið afgangnum af hráefninu
saman við og rennið í gegnum safa-
pressu með sléttri plötu eða malið í
matvinnsluvél. Ef blandan er ekki
nógu þykk, bætið þá út í einu eða
tveim af þessum þykkingarefnum:
dilljurt, þurrkuðum hvítlauk, þurrk-
uðum lauk, þurrkaðri steinselju, geri,
psyllium trefjadufti, möluðu hörfræi.
Formið úr þessu bollur, kótelettur
eða flök, stráið svolítilli papriku út á
dálítilli stund áður en það er borið
fram.
Ath: Ef þið viljið „fiskborgara“,
bætið þá sölvum út í blönduna. Nóg
fyrir 10 manns.
Almenn kökuuppskrift
Botn
1 bolli malaðar hnetur, fræ eða korn
1 msk olía
1 msk hunang
Að eigin vali: ½ bolli saxaðir eða
maukaðir nýir ávextir eða ber eða ½
bolli þurrkaðir ávextir, lagðir í bleyti í
1-2 tíma og síðan maukaðir
1 tsk vanilla
½ tsk negull
½ bolli hrátt karobduft
hýði af 4 tangerínum, vel saxað
Blandið þessu vel saman. Ef þessi
blanda verður of þunn, bætið þá út í
hana psyllium-trefjum eða kókos-
mjöli. Formið kökubotn á flötum
diski.
Krem
½ bolli nýir eða frosnir ávextir
½ bolli hnetur (hvítar eru fallegar)
½ bolli ólífuolía
2-3 msk hunang
safi úr meðalstórri sítrónu
1 tsk vanilla
Blandið hráefnunum saman og
bætið vatni út í með teskeið ef þarf.
Dreifið þessu jafnt yfir botninn.
Skreytið með ávöxtum, berjum og
hnetum.
Skírið kökuna ykkar og kælið.
Hráköku„bakstur“: Gott er
að styðjast við almenna
kökuuppskrift og beita svo
hugarfluginu þegar kemur
að skreytingum og bragð-
bæti. Þessi kaka er skreytt
með ferskum berjum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hráfæðið útbúið: Victoria og Valya
Boutenko sýna handbrögðin á nám-
skeiði sem haldið var í sumar.
Blandaður hráfæðisdiskur: Hrá-
kexkökur, Nori rúlla (sushi), fylltir
sveppir og tómatar.
MATUR| Hráfæðisfjölskyldan neytir aðeins fæðu úr jurtaríkinu
Lifandi fæða
aps@mbl.is
Á RÖLTINU
Handhægar
lausnir
Tilbúin marinering í pokum, ákjöt, fisk og grænmeti, erhandhæg lausn sem nú er að
finna í verslunum Hagkaupa og
hentar ekki hvað síst vel í sumarbú-
staðinn eða útileguna. Varan nefnist
EZ Marinader og er kjötinu eða
grænmetinu einfaldlega stungið of-
an í pokann, sem svo er lokað, og lát-
ið marinerast þar í a.m.k. hálftíma.
Þrjár mismunandi bragðtegundir
eru í boði, Classico, ítölsk mariner-
ing með hvítlauk og kryddjurtum
sem hentar vel fyrir kjúkling, nauta-
kjöt, fisk og grænmeti; Mr. Yoshidas
Teriyaki er á asískum nótum og
hentar vel fyrir kjúkling, nautakjöt,
fisk og grænmeti, og Jack Daniels
Mesquite er hefðbundin grill-
marinering með keim af Jack Dani-
els viskíi, sem passar vel með kjúk-
lingi, nautakjöti og svínakjöti.
Kartöflusalat með sólþurrkuðum
tómötum og ólífum
Þykkvabæjarkartöflur sendu ný-
lega frá sér tvær nýjar gerðir af
kartöflusalati, annars vegar með
ólífum og sólþurrkuðum tómötum og
hins vegar með lauk og graslauk.
Það fyrrnefnda hefur þá sérstöðu að
ekki er um hefðbundið majonessalat
að ræða heldur eru áherslurnar suð-
rænar og ferskar.
Salötin passa vel með öllum mat,
sérstaklega grillmat, og njóta sín
jafn vel köld sem heit.