Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÞÓTT hann rigni, þótt hann blási, ég skemmti mér, gæti verið markmið þessara klyfjuðu ferðamanna sem urðu á vegi ljós- myndara Morgunblaðsins við Umferðar- miðstöðina í Vatnsmýrinni í gær og áttu fullt í fangi með að komast leiðar sinnar í rokinu og rigningunni. Kannski hafa þeir ætlað að freista gæf- unnar, stökkva upp í rútu og vita hvort veðurguðirnir yrðu þeim betri í öðrum landshlutum. Mesta ferðahelgi sumarsins, verslunar- mannahelgin, er gengin í garð og því marg- ir á faraldsfæti. Veðurstofan spáir suðlæg- um áttum og að vætusamt verði um helgina á sunnanverðu landinu. Á norðan- og norð- austanverðu landinu verður þurrt að kalla, en hætt við vætu á sunnudag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum að sögn lögreglu í bænum. Lagt hef- ur verið hald á um 60 grömm af amfeta- míni, 12 e-töflur og eitthvað af kannabisefnum./4 Morgunblaðið/Kristinn Þótt hann rigni, þótt hann blási … FÆRST hefur í vöxt síðustu ár að leitað sé eftir úrskurði sýslumanns vegna umgengnismála eftir skilnað. Úrskurðir sýslumannsins í Reykja- vík í þessum efnum voru 17 á síðasta ári en aðeins fimm árið 1997. Um- gengnismálum sem koma inn á borð sýslumanns fjölgaði á sama tíma úr 103 í 164 hjá sama embætti, þrátt fyrir að jafnmörg lögskilnaðarvott- orð hafi verið gefin út á þessum tveimur árum (279). Morgunblaðið ræddi við föður sem hefur barist fyrir því und- anfarin rúm þrjú ár að fá reglulega umgengni við börnin sín tvö. „Það er verið að brjóta mannréttindi bæði á mér og börnunum mínum,“ segir faðirinn. Maðurinn skildi eftir ára- tugar hjónaband á árinu 2001. Eftir að skilnaður gekk í gegn tæpu ári síðar var enn ekki búið að koma því á að hann fengi umgengni við börn- in. Réttlaus á meðan úrskurðar er beðið Faðirinn fékk fyrst úrskurð um umgengni ríflega ári eftir skilnað en hafði í millitíðinni lítið fengið að um- gangast börn sín. Hann tjáir blaða- manni að fyrstu vikurnar eftir sam- búðarslit hafi umgengni verið eðlileg en eiginkonan fyrrverandi hafi svo neitað honum um umgengni þegar skilnaðurinn var í vinnslu. Að sögn hans kom það verulega á óvart hversu lengi umgengnismál virðast velkjast í kerfinu. „Frá því ég fór til sýslumanns stuttu eftir skilnaðinn tók tæpt ár að fá úrskurð um að ég fengi umgengni við börnin mín.“ Móðirin kærði úrskurð sýslu- manns og tæpu ári eftir þá kæru kom annar úrskurður frá dóms- málaráðuneyti þess efnis að viðmæl- andi blaðamanns skyldi fá að um- gangast börn sín. „Það er lýti á kerfinu hvað þetta hefur tekið lang- an tíma. Þetta er þrjátíu ára gamalt kerfi sem verið er að vinna eftir. Eins og kerfið er núna þá höndlar það bara ljúf mál, ekki svona erfið mál.“ Hann telur það gagnrýnivert að þrátt fyrir að tveir samhljóða úr- skurðir hafi legið fyrir, annars vegar frá sýslumanni og hins vegar frá ráðuneytinu, séu lítil úrræði til að framfylgja þessum úrskurðum. Sýslumaður komst að þeirri nið- urstöðu í fyrra að móðirin hindraði föðurinn í því að hitta börn sín og dæmdi hana til að greiða dagsektir vegna vanefnda á umgengni. Að sögn föðurins voru þær sektir þó aldrei innheimtar, eða urðu þær til þess að hann fengi að umgangast börn sín. Hann ákvað að gefast ekki upp heldur leita nýs úrskurðar um dagsektir sem fékkst fyrr á árinu. Þar með hafði faðirinn í hönd- unum tvo úrskurði, annan frá sýslu- manni og hinn frá dómsmálaráðu- neyti, um að hann ætti rétt á umgengni við börn sín og einnig tvo úrskurði um að móðirin skyldi virða umgengnina en ella greiða sektir til ríkissjóðs. Hann segir það þó ekki virðast hafa breytt miklu. Fyrir skömmu hnekkti svo dóms- málaráðuneytið fyrri dagsektaúr- skurðinum að ósk móðurinnar. Að sögn föðurins, sem hitti eldra barnið sitt síðast fyrir tveimur árum og yngra barnið síðast í vor, voru þar með öll vopn slegin úr höndum hans. Kerfið ræður ekki við erfið umgengnismál Faðir sem ekki nýtur umgengni við börnin sín er ósáttur við það hversu langan tíma mál hans hefur tekið 1  * 3" 2 "%"%   V V V V V  V  V          %  & %% & % &  .6   7&,   )889:  Fréttaskýring/8 FORMLEGRI leit að hópi Frakka var hætt í gær en óljóst neyðarkall barst klukkan 10.35 í fyrradag um að Frakkarnir væru illa staddir vegna matareitrunar. Sá sem kallaði eftir hjálp var karlmaður sem talaði íslensku en ekkert fékkst upp um staðsetningu hópsins eða nafn þess sem kallaði eftir hjálp. Þrátt fyrir mikla leit hefur hvorki heyrst né sést til hópsins og enginn virðist kannast við þennan tiltekna hóp. Heildarkostnaður vegna leitarinnar liggur ekki fyrir. Aðeins leitarflug þyrlu Landhelg- isgæslunnar kostaði a.m.k. 750.000 krónur. Grunur leikur á að um gabb sé að ræða og að sögn Jónínu Sigurðardóttur, aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, þykir það vera grafalvarlegt mál ef einhver hefur tekið upp á því gera sér að leik að gabba fólk með þessum hætti. „Við göngum ekki út frá því að þetta sé gabb. Öll okkar vinna snýst um það að þetta sé á rökum reist og höfum mið- að alla leitina út frá því. En ef um gabb er að ræða [...] þá er það náttúrlega refsivert athæfi og það er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Jónína. Hún segir að það fari eftir eðli málsins hvernig tekið sé á slíkum lögbrotum en í flest- um tilvikum sé um fjársektir að ræða. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur að vera úti með bæði þyrluna og yfir 120 hjálparsveitarmenn og allt lögregluliðið á suðvesturhorninu má segja, og alveg austur fyrir og norður.“ Jónína segist ekki vita nákvæmlega hver kostnaðurinn við leitina sé og að það sé ekki hægt að hugsa út í það fyrr en allt sé yfirstaðið. Mestur kostnaður fari þó í að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og þykir henni það mjög slæmt ef verið er að sóa tíma hennar í leit að óþörfu. Sérstaklega ef slys ætti sér stað annars staðar á landinu og þörf væri á þyrlunni þar. Fimm klukkutíma flug Að sögn Benónýs Ásgrímssonar, yfirflug- stjóra hjá Landhelgisgæslunni, var þyrlunni flogið í um fimm klukkustundir vegna leitar- innar í fyrradag. Miðað sé við að hver klukku- stund sem þyrlan er á flugi kosti 150.000 krón- ur og hefur leitarflugið því ekki kostað minna en 750.000 krónur. Gabb er grafalvarlegt mál Kostnaður við þyrluflug um 750.000 krónur ÁRIÐ 1974 átti Ingi Þorleifur Bjarnason, sem þá var gagnfræðaskólanemi, síðasta viðtalið við Ásmund Sveinsson sem vitað er til að farið hafi fram. Viðtalið birtist að hluta í bekkjarblaði en nú þrjátíu árum síðar kemur það í fyrsta skipti í heild sinni fyrir almenningssjónir í Lesbók. Í viðtalinu ræðir Ásmundur um viðhorf sín til listarinnar og áhrifavalda sína en hann lætur einnig gamminn geisa um ýmis þjóðþrifamál sem sum hver eru jafnvel enn ofarlega á baugi, svo sem eins og skipulagsmál í Reykjavík. Hann segir ýmislegt skemmtilegt við nýju ein- býlishúsin sem rísa um borgina en segir að „við verðum líka að fara að læra hvernig við byggj- um bæi. Það er mest aðkallandi núna. Að það sé auðvelt að komast um þá og eins að þeir séu list- rænir og skemmtilegir og líka fyrir börnin. Það eru ekki bara berrassaðar stelpur, heldur á all- ur heimurinn að vera listrænn. Mér finnst að Íslendingar séu að átta sig á þessu,“ segir Ás- mundur og bætir við að þróun borgarinnar hafi verið „helst til mikið villt“. Hann telur borg- arbúa einnig byggja of þétt, þeir hafi ekki gert ráð fyrir þessum óhemjufjölda bíla. „En það getur verið að við hverfum frá bílunum og för- um að draga mannverurnar á vírum! En við höfum bílana núna og verðum einhvern veginn að reyna að leysa vandræðin með þá.“ Bæir séu listrænir og skemmtilegir  Sjón er/Lesbók Ásmundur Sveinsson MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 3. ágúst ásamt Fasteigna- blaði Morgunblaðsins. Fréttaþjónusta verður alla helgina á mbl.is og og er hægt að koma ábendingum um fréttir á fram- færi í netfangið netfrett@mbl.is. Áskriftardeild blaðsins verður opin í dag, laugardag, frá klukkan 6 til 14. Sími hennar er 569 1122. Áskriftardeildin er lokuð sunnudag og mánudag en verður opnuð aftur kl. 6 á þriðjudag. Auglýsingadeild blaðsins verður lokuð laugardag og sunnudag. Opið verður fyr- ir tilkynningar mánudag frá kl. 13 til 16. Skiptiborð Morgunblaðsins er lokað laugardag og sunnudag en opið á mánu- dag frá kl. 13 til 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.