Morgunblaðið - 07.08.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.08.2004, Qupperneq 28
28 A LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA STRAX í anddyrinu áttar maður sig á því að þessi gististaður er öðruvísi því það er eins og verið sé að koma inn á notalegt heimili. Það er auðséð að hótelstjórinn, hún María Gastaldo, hefur græna fing- ur því blómum hefur verið komið fyrir víða og alls kyns heim- ilisskrauti. Allt er hreint og í borð- stofunni eru handmálaðar súlur, myndir á veggjum og borð fallega dúkuð. La Parigina er hótel sem er rekið af ítalskri fjölskyldu miðsvæðis í bænum Lignano Sabbiadoro á Ítal- íu. María, sem er hótelstjórinn og húsmóðirin á staðnum, þrífur, eld- ar, stjórnar og sér til þess að allt sé eins og það á að vera og svo að- stoðar dóttir hennar eftir þörfum og starfsfólk sem hún ræður til sín yfir sumartímann. Gestir hennar eru aðallega Ítalir og Þjóðverjar en hún segir að af og til slæðist til hennar Íslendingar og henni finnst gott að fá þá í heim- sókn. Hótelherbergin eru þrjátíu, þau eru með baði en einnig leigir María út tvær íbúðir sem rúma þá fjöl- skyldur. Gestir hafa aðgang að sól- hlífum á ströndinni og búnings- aðstöðu en yfirleitt þarf fólk að borga sérstaklega fyrir slíkt. Þá stendur gestum til boða að vera í fullu ítölsku fæði hjá frúnni eða hálfu fæði og svo getur fólk einnig valið þann möguleika að vera bara í morgunmat eða sjá um allan mat sjálft. María stússast sjálf í elda- mennskunni og svo starfar mat- reiðslumaður hjá henni líka. Verðið er nokkuð sanngjarnt því þetta er einnar stjörnu hótel sem virðist í fyrstu alveg furðulegt. Hún upplýsir hinsvegar að það sé ein- ungis til málamynda því ef hún fái fleiri stjörnur þurfi hún að borga hærri gjöld og hækka verðið til gesta sinna og það er hún ekki áfjáð í að gera.  GISTING|Lítið hótel miðsvæðis í Lignano Sabbiadoro Heimilislegt: Í borðstofunni ræður ríkjum María Gastaldo og lokkar fram ítalska rétti fyrir gesti sína. Ítalskur matur hjá frúnni Hótel La Paragina Viale Miramare 12-14 33054 Lignano Sabbiadoro Ítalía Sími: 0432 785922 Fax: 0431 71 357 Í sumar kostar herbergi með fullu fæði frá 38 evrum og upp í 52 evr- ur á dag fyrir manninn en það samsvarar frá 3.300 krónum upp í 4.500 krónur. Herbergi með morgunverði kostar frá 32 evrum og upp í 40 evrur eða frá 2.800 og upp í tæplega 3.500 krónur. Börn fá helmingsafslátt fram að sex ára aldri og 20% afslátt frá sex til tíu ára aldurs. gudbjorg@mbl.is Morgunblaðið/GRG SNÆFELLSNESINU eru gerð ít- arleg skil á fjórum kortum sem Reynir Ingibjartsson gaf út nú á dögunum. Svæðunum er skipt nið- ur á þremur kortum sem sýna ysta hluta nessins, miðhlutann og svo þann innsta, sem og einu korti er sýnir Snæfellsnesið í heild sinni. Akvegum, göngu- og reiðleiðum, sem og örnefnum, eyðibýlum og sögulegum slóðum eru meðal þess fjölmarga sem þarna eru gerð skil, en aftan á hverju korti er að finna ítarlega leiðarlýsingu þar sem drepið er á áhugaverðum áfanga- stöðum á því svæði sem um ræðir. Reynir hefur sjálfur gert víðreist um Snæfellsnesið og má því segja að vinnan við kortagerðina hafi haf- ist fyrir um 13 árum er hann byrj- aði að ganga um nesið. Að sögn Reynis má víða finna villur og rangnefni á kortum og í hand- bókum og spannst vinnan við kort- in út frá vilja til að leiðrétta þær villur og varðveita gömul örnefni og staðarnöfn. „Það má segja að vinnan að baki kortunum jafngildi tveggja til þriggja ára fullri vinnu,“ segir Reynir sem lagðist í ítarlega rannsóknarvinnu til að hafa upplýs- ingarnar á hverju korti sem ná- kvæmastar. Kortum fyrir hvern hluta Snæ- fellsnessins fyrir sig er dreift ókeypis á viðkomandi svæði, en annars er hægt að kaupa kortin í heildarpakka sem nefnist Snæfells- nesið eins og það leggur sig hjá ferðamanna- og þjónustu- miðstöðvum á Snæfellsnesi og höf- uðborgarsvæðinu.  KORT Snæfellsnesið eins og það leggur sig Morgunblaðið/RAX Kirkjufell: Á Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.