Morgunblaðið - 02.09.2004, Side 2

Morgunblaðið - 02.09.2004, Side 2
FIMM lög eftir íslenska lista- menn verða í bandarísku kvik- myndinni Wicker Park. Myndin er rómantísk- ur sálfræði- tryllir, byggð- ur á frönsku myndinni L’Apparte- ment, með leikurunum Josh Hartnett (Black Hawk Down, The Virgin Suic- ides), Rose Byrne (Troy) og Diane Kruger (Troy) og verður hún frumsýnd hér á landi 17. september nk. Í myndinni eru fimm lög eftir íslenska lista- menn, tvö þeirra á rafpoppsveit- in múm en þrjú þeirra á Jóhann Jóhannsson og koma þau öll af plötunni Englabörnum, sem inniheldur lög úr samnefndu leikriti Hávars Sigurjónssonar. Jóhann á einnig tónlistina við myndina Dís sem frumsýnd verður á morgun.  Með tónlist/46 Á lög í banda- rískri bíó- mynd Jóhann Jóhannsson FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Erlent 11/12 Minningar 32/36 Höfuðborgin 16 Skák 41 Akureyri 16 Bréf 29 Suðurnes 18 Kirkjustarf 41 Landið 18 Dagbók 40/42 Neytendur 20/23 Fólk 45/49 Listir 43/44 Bíó 45/49 Umræðan 28/31 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #         $         %&' ( )***                MINNINGARSAFN Halldórs Lax- ness á Gljúfrasteini verður opnað um helgina og í gær var unnið að því að leggja síðustu hönd á undirbún- ing opnunarinnar. Safnið verður formlega opnað á laugardag klukkan 14 og verður síðan opið almenningi daginn eftir, sunnudag, frá klukkan 10–17. Það verður einnig daglegur afgreiðslutími safnsins í vetur en það verður opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 10–17. Morgunblaðið/Kristinn Minningarsafn Halldórs Lax- ness verður opnað um helgina STJÓRN Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ákveðið að lækka vexti af sjóðfélaga- lánum úr 4,83% í 4,33% og nær breytingin bæði til nýrri og eldri lána. Við ákvörðun vaxta var tekið mið af ávöxtunarkröfu Íbúðabréfa eins og hún var í lok ágústmánaðar að viðbættu 60 punkta álagi. Einnig var ákveðið að lengja hámarkslánstíma úr þrjátíu í fjörutíu ár. Þá hefur hámarksveðsetning sem hlutfall af verðmati eigna verið hækkuð úr 55% í 65%. Nær öll lán bera nú 4,33% vexti Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir vexti á lánum sjóðsins hafa fylgt ávöxtunar- kröfu á bréfum Íbúðalánsjóðs þannig að ekki sé verið að gera neina grundvallarbreytingu á vaxta- stefnunni. „Við teljum að þetta sé góður kostur fyrir sjóðfélaga og ágætis ávöxtun fyrir sjóðinn.“ Haukur segir lán sjóðsins lengi hafa verið með breytilegum vöxtum þannig að reglan hafi verið að vaxtabreytingar hafi tekið til eldri lána. Langflest lán sjóðsins hafi verið með 4,83% breytilega vexti og þeir lækki nú í 4,33%. Nokkur gömul lán, sem séu tiltölulega lítill hluti útlána, séu með föstum vöxtum. „Þeim sem eru með slík lán verður sent bréf og þeim boðið að breyta í breytilega vexti og setja þá í 4,33%,“ segir Haukur. Hægt að greiða lánin upp án kostnaðar Haukur segir að til þessa hafi sjóðfélagar getað tekið lán frá fimm árum og upp í 30 ár, alveg frjálst eftir vali hvers og eins. Þetta svigrúm verði nú aukið í 40 ár. Um veðhlutfallið segir Haukur að áður hafi verið miðað við 65% af fasteignamati eða 55% af verðmati fasteignasala. „Við munum áfram miða við 65% af fasteignamatinu en nú tökum við mið af allt að 65% af verðmati fasteignasala.“ Í tilkynningu LSR er vakin athygli á því að láns- tími sjóðfélagalána LSR sé mjög sveigjanlegur samanborið við marga aðra kosti sem í boði eru. „Þeir sem þegar hafa tekið lán hjá LSR geta því óskað eftir lengingu á greiðslutíma lána sinna og lækkað þar með greiðslubyrði þeirra. Einnig er ávallt heimilt að greiða lán upp að hluta eða öllu leyti án kostnaðar. Þar sem engin almenn fjár- hæðamörk eru á sjóðfélagalánum LSR takmark- ast lánsfjárhæð einungis af greiðslugetu lántak- anda og því veði sem lagt er fram til tryggingar. Hins vegar er ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt,“ segir í tilkynningunni. LSR lækkar vexti og lengir lánstíma útlána LÖGREGLAN í Hafnarfirði fór í gær fram á gæsluvarðhald til 15. október yfir hálfþrítugum manni sem hjó mann ítrekað með öxi í höf- uðið á veitingastað í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Héraðsdómari tók sér frest til klukkan 11 í dag til að kveða upp úrskurð. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni kom maðurinn inn á veit- ingastaðinn A. Hansen um klukkan 22.30 og vatt sér að manni sem var staddur á annarri hæð hússins og hjó hann í andlitið. Maðurinn höfuð- kúpubrotnaði við árásina og fékk slæman skurð í andlit en var þó ekki í lífshættu. Þegar árásarmaðurinn reiddi öxina til höggs skall hún í höf- uð manns sem stóð fyrir aftan hann. Sá slasaðist nokkuð og var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim fljót- lega. Árásarmaðurinn, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, var hand- tekinn ásamt sambýliskonu sinni í heimahúsi í Hafnarfirði stuttu síðar. Sakborningarnir og vitni voru yfir- heyrð fram á kvöld. Auk þess var leitað í íbúð fólksins og í bílum sem það hefur til afnota. Öxin, sem talið er að hafi verið notuð við árásina, fannst, en hún hafði verið falin á heimili þeirra. Síðdegis var maðurinn færður fyr- ir Héraðsdóm Reykjaness en kon- unni var sleppt í gærkvöldi. Öxi fannst á heimili árásar- mannsins Farið fram á gæsluvarðhald til 15. október MARGUR íslenskur athafnamað- urinn hefði án efa viljað vera í sporum ungmennanna úr Vest- mannaeyjum sem urðu á vegi blaðamanns hins virta bandaríska viðskiptadagblaðs Wall Street Journal fyrr í þessum mánuði og lentu fyrir vikið á forsíðu blaðsins í gær. Gera ekki greinarmun á tungli og rafljósum Forsíðugreinin er nokkuð ítar- leg og segir af viðkynnum blaða- manns og hóps ungmenna úr Eyj- um sem voru í óðaönn að fanga lundapysjur. Fyrirsögnin er á þessa leið: „Á kvöldin fara krakk- ar á Íslandi út að fanga lundapysj- ur“. Blaðamaður segir frá þeirri hefð Eyjamanna að fanga lunda- pysjur sem leita í ljósin úr þéttbýl- inu í ágústmánuði. Fuglarnir geri ekki greinarmun á tunglinu og ljósunum í bænum og stefni þang- að og megi finna á víð og dreif um bæinn. Æskulýður bæjarins hafi mann fram af manni átt þátt í að fanga fuglinn og sleppa honum síðan út á sjó. Með greininni er birt ljósmynd af tveimur barnanna, Arnari Gústafssyni og Árnýju Ósvaldsdóttur. Sagt er ítarlega frá viðureign barnanna við fuglinn nótt eina í ágústmánuði í fylgd með föður tveggja drengja úr hópnum. Einnig er í greininni greint lauslega frá sögu byggðar í Vest- mannaeyjum og minnst á Tyrkja- ránið og eldgosið í Heimaey. Lundapysjufang- arar á forsíðu Wall Street Journal 700 BOÐSGESTIR Safnahús Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu var opnað í gær eftir gagngerar endurbætur á húsinu sem staðið hafa frá árinu 1997. Við- staddir voru um 700 boðsgestir, þ.á m. fjöldi erlendra gesta og þjóð- minjaverðir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. „Vonaði að þetta væri þyrla" „Björgunin var engu lík. Ég velt- ist um í sjónum og hélt í frænda minn þegar mér varð litið upp. Fyrst hélt ég að ég sæi fugl en svo sá ég að þetta var þyrla. Hvað ég vonaði að þetta væri þyrla sem væri að leita að mér,“ sagði Kristian Maple, 17 ára Kanadamaður, en hann komst lífs af þegar skútan Silver sökk út af Faxa- flóa á mánudag. Gleypti kókaín 23 ára gamall Lithái hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæslu- varðhald vegna tilraunar til að smygla um 300 grömmum af kókaíni til landsins. Fíkniefnin voru í um 70 pakkningum sem hann hafði gleypt. Gíslataka í N-Ossetíu Mikil spenna var við grunnskóla í smábæ í rússneska sjálfsstjórn- arlýðveldinu Norður-Ossetíu í gær en þar hélt hópur vopnaðra Tétsena meira en 200 manns í gíslingu. Kröfðust ræningjarnir þess að fé- lagar þeirra, sem nú eru í fangelsi vegna hryðjuverka, fengju frelsi. Hert gæsla í New York Öryggisgæsla var hert mjög í New York í gær vegna flokksþings repúblikana en George W. Bush for- seti mun taka formlega við útnefn- ingu flokksins í dag. Arnold Schwarzenegger var ákaft fagnað er hann ávarpaði þingið á þriðjudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.