Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ hefur verið einstaklega bjart og fagurt veður í froststillunum síðustu daga. Landið er alhvítt og þegar ekki er ský á himni lítur landið okkar svona út séð utan úr himingeimnum, en myndin var tekin í gær úr gervitungli. Hætt er við að ekki verði jafn- bjart yfir áfram því spáð er vaxandi austanátt og hlýnandi veðri sunnanlands eftir því sem líður á daginn. Ljósmynd/NOAA/Terra Ísland í vetrarbúningi UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem bent var á að vegna logns og frosthörku í Reykjavík ætti sér stað meiri uppsöfnun mengunar- efna í Reykjavík þessa dagana en venjulega. Fólki sem er með öndun- arfæraörðugleika og öðrum sem telja sig verða fyrir óþægindum af þessum sökum var ráðlagt að halda sig sem mest innandyra í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem slík til- kynning er send út að sögn Hjalta J. Guðmundssonar hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu en hann sagði ástæð- una að hluta til vera vegna betri mæl- inga hjá stofnuninni. Hann hvatti ökumenn til að draga úr akstri eins og kostur væri og að fólk ætti ekki að láta bíla vera í lausagangi þegar frost væri mikið og logn. Mengunin var einna mest við aðalumferðaræðar borgarinnar, þ.e. við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni er útlit fyrir breytingu á veðurfari í dag og er því fastlega reiknað með því að mengunarefni í lofti minnki. Hjalti tók það hins vegar fram að ekki hefði verið um hættu- ástand að ræða fyrir fullfrískt fólk, og aðspurður sagðist hann ekki hafa heyrt af því að fólki hefði orðið meint af menguninni. 10% aukning á þremur árum Þess má geta að í nýlegri úttekt um losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum í Reykjavík kemur fram að losun hefur aukist um tæp 10% milli áranna 1999 og 2002. Fólks- bílaeign hefur einnig aukist mikið eða um 51% milli áranna 1995 og 2003 og var svo komið árið 2003 að 615 bílar voru á hverja 1.000 íbúa borgarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að Reykvíkingar hafa undanfarin ár keypt kraftmeiri bíla og að meðal- eyðsla hefur verið að aukast. Hjalti segir þetta að sjálfsögðu vera hluta af vandamálinu. Aukin loftmengun sé afleiðing aukinnar bílaeignar. Aukin loftmengun var í Reykjavíkurborg í gær sökum logns og frosthörku Fólki með öndunarfæraörðugleika ráðlagt að halda sig innandyra ÓVENJUKALT var á landinu í gær miðað við árstíma, einkum á Suð- vesturlandi. Frostið var á allmörg- um veðurathugunarstöðvum 15–20 stig í fyrrinótt og dæmi var um 23 stiga frost. Í Borgarfirði mældist t.a.m. 19 stiga frost í Stafholtsey og 18 stig voru á Hjarðarlandi í Bisk- upstungum, en á báðum þessum veð- urathugunarstöðvum hefur ekki mælst meira frost í nóvember. Á Hæli í Gnúpverjahreppi ná veð- urmælingar allt aftur til ársins 1933. Þar hefur einu sinni orðið kaldara á þessum árstíma. Í Reykjavík hefur ekki verið svo kalt þetta snemma vetrar frá því árið 1981, en síðasti sólarhringur er með þeim kaldari um árabil í nóvember. Segir í tilkynn- ingu frá Veðurstofunni að reyndar þurfi að fara yfir 100 ár aftur í tím- ann til að finna meira frost í nóv- ember en þær 15°C sem lægstar mældust í höfuðborginni í fyrrinótt. Minnsti hiti sem mælst hefur hér á landi í nóvember er -28°C í Möðrudal á Fjöllum árið 1998, en það er tals- vert frá kuldametinu í janúar frosta- veturinn mikla 1918 þegar frostið fór niður í 38 stig þá einnig í Möðrudal og eins á Grímsstöðum á Fjöllum. Óvenjukalt miðað við árstíma SLÖKKVILIÐ Stykkishólms var kallað út í gær þegar eldur varð laus um borði Hvanney SF sem er í slipp í Stykkishólmi. Skipið er til viðgerða hjá Skipavík í Stykkishólmi. Starfsmenn fyrirtækis- ins voru að logskera aftur í skuti þeg- ar eldur kom upp í klæðningu. Klæðningin er úr krossviði og þar fyr- ir innan var úrítan einangrun. Mikill reykur myndaðist, og urðu slökkvi- liðsmenn að nota reykköfunartæki við slökkvistarfið. Slökkviliðið náði fljótt að slökkva eldinn. Mikilar skemmdir urðu á skipinu að aftan og vatn fór í íbúðir sem voru fyrir neðan. Hvanney SF var nýlega seld til Ólafsvíkur og eru nýir eigendur láta gera endurbætur á skipinu áður en það heldur til veiða undir nýju nafni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Talsverðan reyk lagði frá skipinu og tjónið er talsvert mikið. Kviknaði í skipi í slippnum Stykkishólmi. Morgunblaðið. HAFSTEINN Hafsteinsson lætur af störfum sem forstjóri Landhelg- isgæslu Íslands 1. janúar næstkom- andi. Fallist hefur verið á ósk hans um tilflutning í starfi og mun hann hefja störf sem skrif- stofustjóri í utan- ríkisráðuneytinu. Hafsteinn mun á þeim vettvangi meðal annars starfa að mál- efnum er tengjast Hafréttarsamn- ingi Sameinuðu þjóðanna. Hafsteinn er hæstaréttarlögmaður og hefur verið forstjóri Landhelgisgæslu Ís- lands í rúm ellefu ár. Hann hefur sérhæft sig í sjótryggingum og haf- rétti og er löggiltur niðurjöfn- unarmaður sjótjóna. Forstjóri Land- helgisgæslunnar lætur af störfum Hafsteinn Hafsteinsson MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið fresta samræmdum prófum í 10. bekk um vikutíma vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Verða prófin haldin á tíma- bilinu 9.–18. maí en áður var gert ráð fyrir því að prófin yrðu haldin 2.–10. maí. Segir ráðuneytið að þessi ákvörð- un sé tekin í samráði við Náms- matsstofnun sem sér um fram- kvæmd prófanna. Samræmdum prófum 10. bekkjar frestað OLÍUFÉLAGIÐ, Skeljungur og OLÍS lækkuðu öll verð á bens- ínlítranum um eina króna í gær. Nú kostar bensínlítrinn 109,5 krónur í fullri þjónustu og er ódýrastur 102,7 krónur í sjálfs- afgreiðslu hjá Olíufélaginu en 102,9 í sjálfsafgreiðslu hjá hinum félögunum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Atlantsolíu verður bens- ínverð þeirra ekki lækkað að sinni. Bensínverð lækkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.