Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 11
FRÉTTIR
Stórsöngvarinn Harry Bela-fonte, sem starfað hefur semvelgjörðarsendiherra UNI-CEF í næstum tvo áratugi,
kom til landsins í gær. Tilgangur
heimsóknar hans er að minnast 15
ára afmælis Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna og vekja athygli á
heimsforeldraátaki UNICEF á Ís-
landi. Var Belafonte viðstaddur þeg-
ar jólakortasölu UNICEF var hleypt
af stokkunum í Miðstöð Sameinuðu
þjóðanna í Reykjavík í gær og í dag
opnar hann ljósmyndasýningu um
UNICEF í Smáralind kl. 15.30 og eru
allir landsmenn velkomnir á opn-
unina. Á sýningunni gefur að líta
myndir úr starfi UNICEF frá öllum
heimsálfum.
Belafonte á að baki langan og far-
sælan feril sem söngvari, leikari og
framleiðandi. Hann fæddist í Harlem
í New York árið 1927, en fluttist fljót-
lega til fæðingarlands móður sinnar,
Jamaica, þar sem hann komst í kynni
við þá þjóðlegu tónlist sem varð hans
helsta einkenni á söngferlinum.
Þriðja plata hans, Calypso, varð
fyrsta plata sögunnar til að seljast í
meira en milljón eintökum. Belafonte
átti um fimm áratuga ferill í Holly-
wood þar sem hann varð m.a. fyrsti
blökkumaðurinn til að vinna til
Emmy-verðlaunanna.
Aðspurður segist Belafonte ekki
ætla sér að taka lagið hérlendis, enda
hafi hann hætt að syngja fyrir rúm-
um fimmtán árum, bæði sökum þess
að hann vildi hætta á toppnum en
ekki síður af því honum mislíkar
hvernig stórfyrirækin í skemmtiiðn-
aðnum voru bókstaflega að leggja
listirnar undir sig. Um svipað leyti og
Belafonte lagði sönginn á hilluna hóf
hann að starfa fyrir UNICEF, en
Belafonte er einn af virkustu vel-
gjörðarsendiherrum UNICEF og
segist verja tveimur þriðju hluta árs-
ins til að ferðast um heiminn í starfi
sínu fyrir samtökin. Á umliðnum ár-
um hefur hann heimsótt verkefni
UNICEF víðs vegar um heim, m.a.
Senegal, Rúanda, Kenýa og Suður-
Afríku. Hann hefur einkum einbeitt
sér fyrir réttindum barna á heimsvísu
og tekið þátt í verkefnum sem snúa
að alnæmi, skrásetningu barna og
aukinni menntun.
Að viðhalda manngæskunni
Inntur eftir því hvernig starf hans
með UNICEF hafi byrjað fyrir um
átján árum svarar Belafonte því til að
hann hafi alla ævi verið afar sam-
félagslega og pólitískt þenkjandi og
fundist mikilvægt að berjast fyrir
bættum heimi. „Árið 1985 fór ég í
ferðalag til Afríku og sá með eigin
augum það hörmungarástand sem
þar ríkti. Það sló mig hvað af-
skiptaleysi og tómlæti heimsins
gagnvart vandanum í Afríku var al-
gjört og mér varð ljóst að mér bæri
siðferðileg skylda til að gera allt sem í
mínu valdi stæði til að takast á við
hluta vandans og sjá hvað ég gæti
gert til að hafa áhrif til góðs. Þannig
kviknaði hugmyndin að „We are the
world“ og fékk ég á fimmta tug lista-
manna til að vinna að upptöku lagsins
með mér,“ segir Belafonte og raular
strófu úr laginu.
Sem kunnugt er sló lagið í gegn og
segist Belafonte í framhaldinu hafa
ferðast nokkuð til Afríku með varn-
ing og einnig til að fylgjast með því
hvernig söfnunarfénu væri varið. Í
tengslum við þetta starf sitt komst
hann í kynni við yfirmann UNICEF,
Jim Grant, sem bauð honum að verða
meðlimur UNICEF-fjölskyldunnar
og starfa sem velgjörðarsendiherra á
vegum samtakanna. „Þetta hefur ver-
ið einstaklega gefandi og skemmti-
legt starf í nærri tvo áratugi þar sem
ég hef lagt mig fram um að ferðast til
þeirra staða heimsins þar sem
ástandið er verst, ekki síst til þess að
geta upplýst þá ráðamenn sem ég
hitti síðan um það hvernig raunveru-
legt ástand mála er.“
Spurður hvort margt hafi breyst í
heiminum á þeim tíma sem hann hef-
ur unnið fyrir UNICEF hugsar Bela-
fonte sig vel um og segir svo: „Það
væri ósanngjarnt af mér að segja að
það hefði ekki ýmislegt breyst á þess-
um átján árum. Lykilorðið er hins
vegar „ýmislegt“, því það merkir að
enn er af nógu að taka í starfinu. Við
glímum ennþá við mikinn fjölda al-
þjóðlegra vandamála sem alls ekki
hefur verið sinnt sem skyldi.“
Siðferðileg og
samfélagsleg skylda
Að sögn Belafonte er eitt mark-
miða hans með heimsókn sinni til Ís-
lands að vekja athygli bæði yfirvalda
og almennings á því hvað þeir geti
lagt af mörkum til að bæta ástand
mála í heiminum. Hann hefur greini-
lega kynnt sér stöðu og afkomu Ís-
lands afar vel og veit að hér er nánast
ekkert ólæsi og dánartíðni ungbarna
er með því lægsta sem gerist í heim-
inum. „Þið búið við öryggi og velsæld,
efnahagsstaða ykkar er afar björt og
mikil uppbygging hér t.d. í tengslum
við orkuiðnaðinn sem þýðir að þið
getið hagnast enn meir í framtíðinni.
Þá vaknar upp sú spurning hvernig
þið munið takast á við það. Munið þið,
líkt og svo margar aðrar þjóðir sem
njóta hagsældar, tapa manngæsku
ykkar eða mun ykkur takast að varð-
veita hana? Verðið þið meðvituð um
það, um leið og þið verðið ríkari sem
þjóð, hversu margar þjóðir heims eru
fátækar og finnst ykkur þá að ykkur
beri siðferðileg og samfélagsleg
skylda til að gera eitthvað í málunum,
þ.e. hjálpa öðrum?“ spyr Belafonte.
Harry Belafonte heimsækir UNICEF á 15 ára afmæli Barnasáttmála SÞ
Bar skylda til
að gera eitt-
hvað í málunum
Morgunblaðið/Sverrir
Aðspurður segir Harry Belafonte eitt aðalmarkmið sitt með heimsókn
sinni til Íslands nú vera að vekja athygli bæði yfirvalda og almennings á því
hvað þeir geti lagt af mörkum til að bæta ástand mála í heiminum. Bela-
fonte opnar ljósmyndasýningu um UNICEF í Smáralind kl. 15.30 í dag.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt rúmlega þrítugan karl-
mann í 5 mánaða fangelsi fyrir
íkveikju í kjallara fjölbýlishúss í
Breiðholti að næturlagi í mars í
fyrra. Að mati dómsins var brotið
stórlega vítavert en fullnustu refs-
ingarinnar var frestað um þrjú ár og
fellur hún niður að þeim tíma liðnum
haldi maðurinn skilorðið.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
hafa hellt eldfimu lími á nokkrar
hurðir að geymslum á geymslugangi
í kjallara fjölbýlishússins og lagt eld
að. Afleiðingarnar urðu þær að eldur
læsti sig í hurð á einni geymslunni og
olli skemmdum á henni og geymsl-
unni og reyk- og sótskemmdum á
öðrum geymslum á ganginum og
munum sem í þeim voru.
Alls kröfðust tryggingafélög að
maðurinn yrði dæmdur til að borga
1,4 milljónir í bætur sem þau
greiddu vegna þess tjóns sem hann
olli. Aðeins var fallist á kröfur eins
þeirra – rúmar 333 þúsund krónur –
þar sem þær voru studdar gögnum
og rökum, eins og í dómi segir.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
dæmdi málið. Verjandi ákærða var
Lilja Tryggvadóttir hdl. og sækjandi
Jóhann Hauksson, fulltrúi lögreglu-
stjórans í Reykjavík.
Fimm mánaða fangelsi fyrir íkveikju
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Kringlunni - sími 568 1822.
ULLARFATNAÐUR
Mjúk 100% ull
sem má þvo í þvottavél.
Samfellur, síðermabolir og buxur.
Verð kr. 2.400. Stærðir 62-152 cm.
Litir: Rautt og blátt.
Tvær verslanir
fullar af vörum
p
re
n
tl
is
t
www.tk.is
Jólastjarnan 2004
frá Swarovski.
Takmarkað magn.
Einstakir Swarovski
skartgripir og úr
á góðu verði!
Það er toppurinn að vera í teinóttu
Flott jólaföt á stráka
Ps. Mikið úrval af jólakjólum
Opið laugardag frá kl. 10-18
Laugavegi 51, sími 552 2201