Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 17

Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Landsbanki Føroya Nordea and Landsbanki Føroya arrange a DKK 350 million bond loan for the Faroese government The Faroese government, Føroya Landsstýri, will issue a new bond with a nominal amount of DKK 350 million for the partly refinancing of an outstanding bond loan. The issue will be arranged by Nordea in co-operation with Landsbanki Føroya and with Føroya Banki, Føroya Sparikassi and Kaupthing Føroyar as co-managers (hereafter called the "Consortium"). The bond has the following terms: DKK 350 million 2.5% bullet notes with maturity date 24 November 2005 The notes will be issued and registered with the Iceland Stock Exchange on 24 November 2004 and an application has been filed with the Iceland Stock Exchange for admission to its official list as from that date. Settlement of the bonds will take place through the Danish VP-system. Issue price is 99.97 Copy of the prospectus is available at the website of Landsbanki Føroya: www.landsbank.fo. Documents mentioned in the prospectus are available for inspection at the registered office of Landsbanki Føroya. The above mentioned Consortium will purchase the notes and subsequently sell them to investors. Further notes may subsequently be issued under the note programme. For further information please call Mr. Christian Hyldahl, Managing Director, Nordea Markets, on +45 33 33 58 02. REIKNAÐ er með því að hagvöxtur verði mestur á Íslandi af Norður- löndunum á þessu ári, um 5½%, en minnstur í Danmörku, rúmlega 2%. Búist er við nokkuð meiri hagvexti á Norðurlöndum en á evrusvæðinu en ívið minni en meðaltal OECD-landa gefur til kynna. Einnig er gert ráð fyrir að verð- bólga verði mest hér á landi á þessu ári af Norðurlöndunum, eða 3,1%, en minnst í Finnlandi, 0,2%. Spáð er 1,2% verðbólgu í Danmörku á þessu ári og 0,5% verðbólgu bæði í Noregi og Svíþjóð. Þessar upplýsingar ásamt fleirum koma fram í nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar en fjallað er um helstu niðurstöður hennar í Vef- riti fjármálaráðuneytisins. Í norrænu efnahagsnefndinni sitja sérfræðingar frá fjármálaráðu- neytum alls staðar af á Norðurlönd- unum. Nefndin er undirnefnd nor- rænu ráðherranefndarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum og hitt- ist tvisvar á ári til að taka saman yf- irlit yfir hagstærðir á Norðurlönd- um. Minnst atvinnuleysi hér á landi Norræna efnahagsnefndin gerir ráð fyrir því að af Norðurlöndunum verði hagvöxtur einnig mestur hér á landi á næsta ári, 4,9%, og að hann verði áfram minnstur í Danmörku, 2,5%. Hins vegar reiknar nefndin með því að verðbólga aukist alls staðar á Norðurlöndunum á næsta ári. Er gert ráð fyrir að hún verði enn mest á Íslandi, eða 3,5%, og 1,6% í Danmörku, 1,8% í Finnlandi, 2,3% í Noregi og 1,6% í Svíþjóð. Spáð er að atvinnuleysi verði minnst hér á landi bæði á þessu ári og því næsta, 3,1% í ár en 2,8% á næsta ári. Mestu atvinnuleysi er hins vegar spáð í Finnlandi, 8,8% í ár og 8,5% á árinu 2005. Afkoma hins opinbera sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu er áætluð langbest í Noregi, 11,3% í ár og 9,8% á næsta ári, lökust hér á landi á þessu ári, 0,5% en lökust í Svíþjóð á því næsta, 0,6%. Þá er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs hér á landi verði 1,5% af vergri landsframleiðslu sem er næst lak- asta afkoma ríkissjóðs alls staðar á Norðurlöndunum. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að það sem einkenni núverandi uppsveiflu efnahagslífsins á Norð- urlöndum sé kröftugur vöxtur fram- leiðni vinnuafls. Mikill framleiðni- vöxtur muni að líkindum leggja töluvert af mörkum við að halda aft- ur af verðbólgunni á næstu árum. Hagvöxtur og verðbólga mest hér á landi Norræn efnahagsnefnd segir bjartar horfur um hagvöxt á Norðurlöndum alltaf á sunnudögumFERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.