Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
CHILEBÚAR mótmæla hér stefnu
George W. Bush Bandaríkjaforseta
í miðborg Santiago í Chile í gær
þegar Bush og leiðtogar 20 annarra
landa komu til borgarinnar vegna
fundar Efnahagssamvinnuráðs As-
íu- og Kyrrahafsríkja (APEC) um
helgina. Til átaka kom milli lög-
reglumanna og hóps mótmælenda í
borginni í gær en tugir þúsunda
manna mótmæltu með frið-
samlegum hætti.
Reuters
Stefnu Bush mótmælt fyrir APEC-fund
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin,
WHO, mælir með nýrri meðhöndl-
un til að bjarga lífi barna sem reyn-
ast vera með HIV-veiruna í blóð-
inu, að sögn fréttavefjar BBC. HIV
veldur alnæmi. Barninu er gefið al-
gengt og ódýrt sýklalyf, co-trimox-
azole til að fyrirbyggja að það verði
alnæmissjúklingur. Um 1.300 börn
deyja á hverjum degi af völdum al-
næmis en tilraunir benda til þess að
hægt verði að fækka dauðsföllunum
verulega með lyfinu.
Lyf sem nú eru notuð gegn HIV
eru dýr og er verðið ein mikilvæg-
asta ástæða þess að þau eru ekki
notuð í fátækustu löndunum. Co-
trimoxazole er hins vegar ódýrt,
dagsskammturinn fyrir hvert barn
kostar innan við 10 bandarísk sent
eða nokkrar krónur.
Gerðar hafa verið tilraunir með
lyfið í Afríkulandinu Zambíu í 19
mánuði og benda þær til þess að
hægt verði að helminga fjölda
ótímabærra dauðsfalla vegna al-
næmis. Um 25% barna sem voru
með veiruna og fengu lyfið dó en
meðal barna sem fengu svokallaða
lyfleysu var dánartíðnin 40%. Al-
næmi veikir mótstöðuna gagnvart
ýmsum sjúkdómum eins og lungna-
bólgu og berklum. Verði barn sem
fékk nýju meðhöndlunina samt sem
áður veikt er því gefið alnæmislyf
sem tefur fyrir framþróun veikinn-
ar.
Breskir sérfræðingar önnuðust
rannsóknina í Zambíu. Áður var yf-
irleitt talið óþarft að gefa börnum
með HIV-smit lyfið nema þau
sýndu merki um að þau væru orðin
sjúk. Veiran getur stundum verið
lengi að sýkja einstaklinginn og
sumir virðast geta haft hana í blóð-
inu án þess að fá nokkurn tíma al-
næmi.
Ráðherra þróunaraðstoðar í
Bretlandi, Hilary Benn, sagði að
niðurstöðurnar væru „þáttaskil í
læknisfræðirannsóknum sem geta
bjargað lífi barna um allan heim“.
Varnir gegn HIV-smiti í börnum
Ódýrt sýklalyf
lofar góðu
Í CHILE hafa tekið gildi lög sem heimila hjóna-
skilnaði í fyrsta skipti þar í landi í 120 ár. Búist
er við mikilli holskeflu skilnaðarmála næstu vik-
ur því að áætlað er að allt að hálf milljón Chile-
búa hafi slitið samvistir án þess að geta sótt um
lögskilnað fyrr en nú.
Lögin voru samþykkt fyrir hálfu ári eftir níu
ára umræðu á þinginu og harða andstöðu kat-
ólsku kirkjunnar sem hótaði jafnvel að setja
þingmenn, sem styddu lagafrumvarpið, út af
sakramentinu.
Biðröð myndaðist í dómhúsi í Santiago á
fimmtudag þegar lögin tóku gildi. Á meðal
þeirra sem sóttu þar um skilnað var Maria Vict-
oria Torres sem kvaðst hafa orðið að þola „25
ára linnulaust ofbeldi“ af hálfu eiginmanns síns.
„Með nýju lögunum fæ ég loksins tækifæri til að
hefja nýtt líf með reisn, án ótta,“ sagði hún.
„Þetta er sögulegur dagur fyrir þjóð okkar,“
sagði Luis Bates, dómsmálaráðherra Chile.
6.000 ógildingar á ári
Fyrir gildistöku laganna þurftu þeir sem slitu
samvistir við maka sína að leita til lögmanna sem
beittu ýmsum lagalegum klækjum í því skyni að
fá dómstóla til að ógilda hjónabönd. Alls voru um
6.000 hjónabönd dæmd ógild á ári hverju, en íbú-
ar Chile eru 15,5 milljónir.
Ein af brellunum fólst í því að annað hjónanna
lýsti því yfir fyrir rétti að hjónabandið væri ólög-
legt vegna þess að makinn hefði gefið upp rangt
heimilisfang þegar þau giftu sig. Ennfremur var
oft gripið til þess ráðs að fá vitni til að skýra frá
því fyrir rétti að brúðkaupið hefði aldrei farið
fram.
Hjón sem sóttu um ógildingu þurftu oft að
greiða lögmönnunum 400.000 pesóa, sem svarar
45.000 krónum, og telst það veruleg fjárhæð í
Chile því að lágmarkslaunin þar nema aðeins
115.000 pesóum á mánuði, eða 13.000 krónum.
Sérfræðingar spá því að lögmannakostnaðurinn
verði helmingi minni í skilnaðarmálunum vegna
þess að ekki þurfi að beita þessum lagaklækjum.
Samkvæmt nýju lögunum geta hjón fengið lög-
skilnað ári eftir að þau skilja að borði og sæng,
að því tilskildu að þau samþykki bæði skilnaðinn.
Hafni annað hjónanna skilnaði er biðin þrjú ár.
Heimilt er þó að veita tafarlausan skilnað
sanni annað hjónanna að makinn hafi brugðist
hjúskaparskyldum sínum. Á meðal þess sem talið
er réttlæta tafarlausan skilnað samkvæmt lög-
unum er ofbeldi, samkynhneigð, vændi, eitur-
lyfjafíkn eða fangelsisdómur.
Lögin eru ekki gallalaus því að eiginkona sem
sætir ofbeldi af hálfu maka síns þarf að leggja
fram skriflega sönnun fyrir því. Samkvæmt op-
inberum gögnum segjast 50,4% kvenna í Chile
hafa sætt ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna.
Hjónaskilnaðir heimilaðir í Chile í fyrsta skipti í 120 ár eftir margra ára deilur
Búist við mikilli hol-
skeflu skilnaðarmála
AP
Maria Victoria Torres (til vinstri á myndinni)
táraðist í dómhúsi í Santiago þegar henni gafst
loks tækifæri til að sækja um skilnað eftir að
hafa sætt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns í 25 ár.
Hún er hér með lögmanni sínum, Julia Acevedo.
Santiago. AP, AFP.
’50,4% kvenna í Chile segjasthafa sætt ofbeldi af hálfu eig-
inmanns síns.‘
SPÆNSKIR vísindamenn hafa
fundið steingerðar beinaleifar
sem þeir telja að geti verið af
forföður mannsins og allra
mannapa, þ.á m. simpansa og
górillu. Beinin fundust á svæði í
grennd við Barcelona. Talið er
að dýrið hafi verið karlkyns,
hafi étið ávexti og verið ívið
minna en simpansi. Það hefur
nú fengið fræðiheitið Pierola-
pithecus catalaunicus.
Skýrt er frá fundinum í tíma-
ritinu Science. Leifarnar eru
óvenjuheillegar, m.a. fannst
hluti af hauskúpunni, rifjunum,
hryggnum, höndunum og fót-
unum. Ýmis einkenni beinanna
benda til þess að dýrið hafi get-
að klifrað með svipuðum hætti
og apar nútímans en verið byrj-
að að laga sig að því að bolurinn
væri uppréttur. Er um að ræða
fullkomnustu beinagrind sem
fundist hefur af apa frá svo-
nefndu Miocen-skeiði fyrir 5,5–
22 milljónum ára.
Talið er að mannapar hafi
greinst frá öðrum öpum eins og
til dæmis gibbon-öpum fyrir
11–16 milljónum ára. Spánverj-
arnir álíta að um sé að ræða apa
er hafi verið uppi eftir að þessi
skil urðu en áður en mannapar
fóru að kvíslast í órangútana,
górillur, simpansa og að sjálf-
sögðu menn.
David Begun, prófessor í
steingervingafræði við Tor-
onto-háskóla, segir fundinn
merkan vegna þess hve beinin
eru heilleg. En hann er ekki
sannfærður um að forfaðirinn,
„týndi hlekkurinn“ svonefndi
milli apa og manns, sé fundinn.
AP
Pierolapithecus catalaunicus
eins og teiknari ímyndar sér
að hann hafi litið út.
Forfaðir
apa og
manna?
RÚSSNESK stjórnvöld hafa ákveð-
ið að meirihluti í mikilvægasta fram-
leiðslufyrirtæki rússneska olíufé-
lagsins Yukos
verði seldur á
uppboði 19. des-
ember nk. í sam-
ræmi við ákvörð-
un dómstóla, að
sögn AFP-frétta-
stofunnar. Um er
að ræða fyrirtæk-
ið Yugansknefte-
gas sem annast
um 60% af allri
framleiðslu Yukos og verður skilyrð-
ið að minnst 8,65 milljarðar dollara
fáist fyrir það eða um 5.800 millj-
arðar ísl. kr.
Uppboðið þykir vera staðfesting á
þeim ásetningi stjórnar Vladímírs
Pútíns forseta að brjóta Yukos upp.
Til sölu verða 76,79% hlutafjár í
Yuganskneftegas en andvirðið mun
renna til að greiða skattaskuldir fé-
lagsins upp á milljarða dollara sem
eru í vanskilum.
„Við erum hér vitni að skipulegum
þjófnaði af hálfu ríkisstjórnar, blá-
kalt sagt, í þeim tilgangi að gera upp
pólitískt deilumál,“ sagði Steven
Theede, forstjóri Yukos, í yfirlýs-
ingu vegna uppboðsins sem birtist á
heimasíðu Yukos í gær.
Lágmarksverðið er lægra en hóf-
samasta verðmat vestrænna fjár-
festingarfyrirtækja á félaginu. Hafa
sum þeirra giskað á að verðmætið sé
allt að 20 milljarðar dollara. Fjár-
festar óttast að Yuganskneftegas
verði selt á undirverði til aðila sem
hollir eru ráðamönnum í Kreml. Á
hinn bóginn eru ekki sett nein skil-
yrði um að útlendingum sé bannað
að bjóða í fyrirtækið.
Hörð gagnrýni nefndar
Evrópuráðsins
Aðaleigandi Yukos, Mikhaíl Khod-
orkovskí, og tveir af samstarfsmönn-
um hafa setið í fangelsi síðan í októ-
ber í fyrra og eru sakaðir um fjársvik
og misnotkun á skattalögum. Laga-
og mannréttindanefnd á vegum
þingmannasamkundu Evrópuráðs-
ins í Strassborg gagnrýnir í nýrri
skýrslu rússnesk stjórnvöld harð-
lega vegna handtöku mannanna
þriggja.
Í skýrslunni segir að ríkissak-
sóknari Rússlands hafi ekki látið
duga að framfylgja lögum en hafi
einnig viljað „kippa fótunum undan
háværum, pólitískum andstæðingi
[stjórnvalda], hræða aðra auðuga
einstaklinga og ná aftur yfirráðum í
mikilvægri grein efnahagsins“.
Sagt er að þegar hugað sé að því
hvernig beitt hafi verið ógnandi að-
gerðum af hálfu lögreglunnar og al-
menningsálitið vandlega undribúið
með áróðri birtist „mynd af sam-
ræmdum árásum af hálfu ríkisvalds-
ins“. Bent er á að sakborningum hafi
ekki verið tryggð nauðsynleg lækn-
ishjálp, verjendur hafi stundum ver-
ið hindraðir í að tala við skjólstæð-
inga sína og þeir hafi ekki fengið
aðgang að dómshúsi þegar yfir-
heyrslur fóru fram. Einnig hafi skjöl
verjenda verið gerð upptæk og sam-
töl þeirra hleruð.
Stór hluti Yukos verður
seldur á uppboði fyrir jól
Nefnd Evrópuráðsins gagnrýnir
handtöku Khodorkovskís harkalega
Míkhaíl
Khodorkovskí