Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 20
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hvergerðingar höfðu frumkvæðið að því að boða til fundar um sameiningarmál í vikunni, svona til að viðra sængurfötin áður en til þess kæmi að sveitarfélögin gengju mögulega í eina sæng. Það stend- ur fyrir dyrum að kjósa í mars 2005 um sameiningu Stór-Árborgarsvæðisins í neðanverðri Árnessýslu og fá fram sveit- arfélag með 10.400 íbúa. Það var ekki margt á fundinum, mest sveitarstjórn- armenn, núverandi og fyrrverandi og nokkrir áhugasamir til viðbótar. Í um- ræðum kom greinilega fram að lítið traust ríkir gagnvart því sem ríkisvaldið segir um möguleg verkefni og tekjur sem fylgja myndu. Svo kom auðvitað fram að hver hugsar um sitt því enginn vill missa það sem hann hefur en þó voru nokkrir sem töldu að sameinuð yrði stórsveitarstjórnin sterkari út á við en allir vildu skoða vel hvernig það sneri að fólkinu. Sumir vildu verða enn sterkari og sameina alla Árnes- sýslu og við það kinkuðu margir kolli. Athygli vakti að það voru bara karlar sem höfðu framsögu.    „Skólinn er hjarta litlu sveitahrepp- anna,“ sagði einn oddvitinn og vilja þeir standa vörð um Flóaskólann sinn sem þeir eru nýbúnir að koma á fót eftir sam- einingu þriggja skóla. Guðmundur Stef- ánsson, oddviti Hraungerðishrepps, benti á að ríkið ætti bara að gefa útsvarsálagn- inguna frjálsa en vera ekki að skammta úr sínum kreppta hnefa. Við þetta litu menn hver á annan og sögðu með aug- unum, „ja, því ekki það.“ Guðmundur setti fram vísu um sameininguna: Á því sé ég engan hæng, aukast myndi róin, ef að fara’í eina sæng, Ölfusið og Fóinn.    Bæjarfélagið og kaupmenn kveiktu jóla- ljósin á Selfossi á fimmtudag. Mikil um- ferð var í miðbænum og verslun drjúg, kaupmenn brostu, voru kvikir á fæti og klárir í komandi jólaverslun. Svolítill undrunarsvipur kom á börnin þegar farið var að syngja jólalög, þeim fannst eins og mörgum það dálítið snemmt en allir fögn- uðu tilbreytingunni. Úr bæjar- lífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Margir for-vitnilegir við-burðir hafa ver- ið kynntir til sögunnar á Dögum myrkurs sem lýkur á Austurlandi á morgun, sunnudag. Dag- ar myrkurs eru árleg há- tíð sem æ fleiri eystra taka þátt í af lífi og sál og kennir vægast sagt ýmissa grasa í dag- skrárliðum allt frá Vopnafirði niður á Djúpavog. Seyðfirðingar efndu til Afturgöngu í gær og slökktu á öllum ljósum í bænum. Enduðu svo í hryllingsbíói í Herðubreið. Leik- skólabörn á Héraði léku sér með vasaljós í morg- unrökkrinu, síldarveisla var haldin í Löngubúð á Djúpavogi og Norðfirð- ingar slökuðu á í sund- lauginni í gærkvöld. Hátíðin heldur áfram og má fá upplýsingar um viðburðina á vefnum www.east.is. Dagar myrkurs Starfsmenn Nýsköp-unarsjóðs fóru ínokkurs konar kveðjuheimsókn í Bláa lónið í gær. Tilefnið var að sjóðurinn sem tók þátt í uppbyggingu fyr- irtækisins hefur nú selt hlut sinn til eign- arhaldsfélags í eigu stjórnenda og Hitaveitu Suðurnesja hf. Myndin var tekin á brúnni, áður en hópurinn skellti sér í lónið. Grímur Sæmund- sen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, er lengst til hægri, þá Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköp- unarsjóðs, Snorri Pét- ursson, Gísli Benediktsson, Jón Stein- dór Valdimarsson, stjórnarformaður Ný- sköpunarsjóðs, Smári Þórarinsson og Finnur Árnason. Kveðja Bláa lónið Rúnar Kristjánssonfylgdist með um-ræðum í þinginu og fannst ræður sumra í þynnra lagi. Hann orti: Skapa flækjufellingar, fárs og vanda stellingar, huga og sál til hrellingar heiladauðar kellingar! Rúnar veltir líka fyrir sér samskiptaleiðum ungu kynslóðarinnar, – og til hvers sé leitað, símað, þegar eitthvað bjáti á … Þó að sitthvað ami að einhver mun á vísum stað. Sjáið hver er sífelld stoð Sendið Mömmu skilaboð! Í Lífinu á Sigló eru birt- ar vísur eftir tvo menn sem fara gjarnan í göngu- túr eftir ströndinni. Annar er Baldur Þór Bóasson: Ennþá virðist, kallinn kúl konu sinni, fengur bráðgreindur og bjútifúl og bragðar það, ekki lengur. Sigurður Friðriksson: Alla tíð frá æsku var ekki byggt á sandi maðurinn eins og múví-star mágúll sjarmerandi. Samskipti pebl@mbl.is Mýrdalur | Kuldalegt er í Mýr- dalnum þessa dagana, snjóföl yfir öllu og töluvert frost. Inni á Höfðabrekkuheiðum, í svoköll- uðum Lambaskörðum, er þetta myndarlega höfuð sem ber við himin og oftast kallað Tótanef. Göngufólki sem þar var á ferð sýndist karlinn hafa kvefast í kuldanum og vildi rétta honum hjálparhönd. Einn dró fram klút til að snýta Tóta tröllkarli. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tóti tröllkarl kvefaður Kuldi Borgarfjörður | Margt mælir með því að þrír grunnskólar verði reknir í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, og fækki þar með um tvo, verði sveitarfélögin á svæðinu samein- uðu í eitt eins og til stendur að greiða at- kvæði um. Kemur þetta fram í niðurstöð- um úttektar sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur gert fyrir sameiningarnefnd heimamanna. Unnið er að undirbúningi atkvæða- greiðslu um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Skorradalshrepps og Kolbeinsstaða- hrepps. Nemendur úr þessum sveitar- félögum sækja nú fimm skóla. Fram kem- ur í skýrslunni að kostnaður við fræðslumál sé mikill og fari vaxandi. Telja þeir að margt bendi til að þrír skól- ar verði á svæðinu í næstu framtíð, Grunn- skólinn í Borgarnesi, Kleppjárnsreykja- skóli og Varmalandsskóli. Skólasel frá Varmalandsskóla verði í Laugargerðis- skóla en börn frá Hvanneyri sem nú sækja Andakílsskóla myndu fara í Borgarnes. Telja höfundur að með þessu yrði hægt að spara sem nemur öllum kennslukostnaði við Andakílsskóla enda myndi breytingin ekki hafa í för með sér fjölgun deilda í hin- um skólunum. Þá er þeirri hugmynd velt upp að sameina rekstur Varmalands-, Kleppjárnsreykja- og Laugargerðisskóla með einum skólastjóra. Þrír skólar í stað fimm Austur-Húnavatnssýsla | Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitahreppa í Austur-Húnavatnssýslu í dag. Einnig verður kosið um sameiningu fjögurra hreppa í Borgarfirði, sunnan Skarðsheið- ar. Í hreppunum fjórum í Austur-Húna- vatnssýslu eru samtals rösklega 400 íbúar og eru 289 á kjörskrá. Hrepparnir eru Ból- staðarhlíðarhreppur, Sveinsstaðahreppur, Svínavatnshreppur og Torfalækjarhrepp- ur. Samstarfsnefnd heimamanna hefur kynnt íbúunum tillögur sínar með kynn- ingarbæklingi og á kynningarfundum, að því er fram kemur í tilkynningu frá sam- einingarnefnd. Kosið verður í Húnavallaskóla, Dals- mynni, Húnaveri og Steinkoti. Kosið um sameiningu í Húnaþingi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.