Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 25 LISTIR Í fyrrakvöld var frumsýning í Playhouse leikhúsinu í London á Rómeó og Júlíu í uppfærslu íslenska leik- hópsins Vesturports. Skemmst er að minnast góðs gengis sýningarinnar þegar hún var fyrst sett upp í Young Vic leikhúsinu í London í fyrra. Strax í gærmorgun birtust fyrstu dómar um sýninguna í Playhouse, og virðast á einn veg: skrýtin sýning, en frábær. Gagnrýn- andi Times, Benedict Nightingale kemst svo að orði: „Að Rómeó og Júlía komi frá Ís- landi virðist jafn fráleitt og að Snæ- drottningin komi frá hitabeltinu og að Brandur Ibsens sé settur upp í Sahara eyðimörkinni. Þaðan getum við varla vænst þess dramatíska hita sem Verónaborg og brennheitur harmleikur Shake- speares kallar á. Þetta héldum við að minnsta kosti þegar ensk uppfærsla Vesturports var frumsýnd í Young Vic á síðasta ári. En við höfðum jafn rangt fyrir okkur og hugsast gat. Og hver sá sem mætir með slíka fordóma í far- teskinu á enduruppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar á sirkusstíl- færðu verkinu í Playhouse leikhús- inu nú, mun hafa jafn rangt fyrir sér. Hreinstefnumaðurinn í mér hafn- ar því eðlilega að Rómeó sé svo bók- staflega uppfyrir haus ástfanginn að hann svipti Júlíu um loftin, hangandi öfugur í ljósakrónum Kapúlett fjöl- skyldunnar og fljúgi svo á vír yfir sviðið til að segja henni „Ég sveif á léttum vængjum ástarinnar og henni tálmar enginn múr.“ (H.H.). Mitt umburðarlyndara sjálf, minnist þess að Young Vic leikhús- inu var frá upphafi ætlað að höfða til yngri áhorfenda meðan þeir mið- aldra sæktu frekar Old Vic, og þótt Playhouse leikhúsið henti trúðs- látum á fjölleikasýningu Íslending- anna síður, dáist það þrátt fyrir allt að hvínandi frumleika þeirra. Pétur, íklæddur skyrtu úr fán- anum, bregður sér einnig í hlutverk kórsins, og notar þá tækifærið óspart til að gorta af sínu þjóðlega hvalmeti og hæðast að okkur fyrir ljótleika breskra kvenna; – það er erfitt að ímynda sér þetta sem harm- leik. Og þegar Ólafur Darri kjagar áfram í hlutverki fóstrunnar, eins og risavaxin, skeggjuð dragdrotting með gúmmíbrjóst, þá fær maður á tilfinninguna að verið sé að vinna að framhaldinu: Áfram Kapúlett. En er þetta svo hræðilegt? Eins og ég hef áður haldið fram, má auð- veldlega flokka Rómeó og Júlíu sem rómantískan gamanleik, sem er feykt út af sinni braut fyrir einskæra óheppni. Satt er það, að gamanið hefur sjaldan eða jafnvel aldrei, verið jafn grátt. París í túlkun Erlendar Eiríkssonar er til dæmis hræðilegur dægurlagasöngvari, sem arkar um í hvítum jakkafötum með silfraða boðunga í grænni pífulagðri skyrtu kyrjandi: Oh, What a Beautiful Morning. Ingvar Sigurðsson er Kapúlett, og virðist fullur áhuga um hvatvíslegt hjónaband Júlíu; aðallega til þess að losna undan óþolandi frekjunni í biðilsfíflinu. Það er alltaf nokkuð um stytting- ar á þessu verki, og þeim virðist fjölga eftir því sem á þessa sýningu líður. Það líða vart nema um 15 mín- útur frá því að Rómeó yfirgefur Ver- ónu, þar til kórinn kyrjar söng sinn um að aldrei áður hafi verið sögð saga slíkra hörmunga; – og þá er lyfjabyrlarinn ekki enn kominn til skjalanna, París ennþá lifandi og Kapúlett enn ósáttur við Montag. Þetta er prísinn sem greiða þarf fyr- ir skræpóttar stælskyrtur, heljar- stökk afturábak og loftfimleika. Vissulega sjáum við þó líka alvar- legu hliðarnar á hinum flotta og fljúgandi Rómeó Garðars og tilfinn- ingaheitri Júlíu Nínu Daggar Filipp- usdóttur, sem jafnan flýgur inn á sviðið í hring sem minnir á mánann. Þegar leikurinn gerist hvað tryllt- astur gleyma elskendurnir enskunni og atlotin umhverfast yfir á íslensku. Og þau skilja, og þau deyja fagur- lega, flækt hangandi í hvítum tjöld- um; í annað sinn með líka dauðra Kapúletta hangandi á hvolfi í bak- sýn. Kenjótt? Já. Áhrifamikið og jafn- vel svolítið hjartnæmt? Annað já.“ Heltekinn af sársauka fyrstu kynferðislegu ástríðunnar Evening Standard lét ekki sitt eft- ir liggja með dómi sem birtist strax í gær. Þar segir gagnrýnandinn Nicholas de Jongh meðal annars: „Fyrir alla þá sem eru orðnir hundleiðir á ófrumlegum dauðdaga Rómeós og Júlíu, er þessi undra- verða loftfimleikasýning frá Íslandi, með elskendur hangandi í rólum og silkireipum, örvandi yndisleiki. [...] Leikstjórinn, Gísli Örn Garðarsson, sem jafnframt leikur Rómeó, hefur ratað á stórkostlega viðeigandi leik- hússaðferð til að tjá þá tilfinningu að verða heltekinn af sársauka fyrstu kynferðislegu ástríðunnar. Þegar hinn kynþokkafulli og kraftmikili Rómeó Gísla Arnar flýtur um loftið í átt að svölum hinnar djörfu og þroskuðu Júlíu Nínu Daggar Fil- ippusdóttur; – ellegar þegar atlot þeirra tvinnast saman við silkireipin, þá er leikstjórinn um leið að fanga stoltið, hættuna og falska frelsis- tilfinninguna sem ástarguðinn blind- ar fórnarlömb sín með. Í frábærri lokasenunni hanga leikararnir á hvolfi í reipunum sem lík. Hið sama á við um Rómeó – lík- ami hans hangir í viðjum hvíts silki- vefjar, eins dauðaleg endurtekning á fyrsta ástarfundi elskendanna. Það truflar uppfærslu Gísla Arnar á hraustlegri ensku, sem stundum umhverfist í íslensku, hve ofhlaðin gríni hún er. Átök Montaga og Kapúletta sem leiða til dauða Mer- kútsíós sem Björn Hlynur Haralds- son leggur mikla hnyttni í; fær furðu lítið vægi í sparkboxi og loftfimleik- arólum. Skeggjuð dragdrottning sem fóstra; París, sem er gerður að næturklúbbasöngvara, og Pétur sem gerður er að tjaldsiðameistara trufla flæði ljóðrænu loftfimleikanna sem gera leikgerð Gísla Arnar Garðars- sonar annars skringilega heillandi.“ Leikhús | Rómeó og Júlía frá Vesturporti vekja lukku hjá gagnrýnendum blaða í London Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Atlot í lausu lofti. Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum Júlíu og Rómeós. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dorrit Moussaieff, Gísli Örn Garðarsson og Björgólfur Thor Björgólfsson gleðjast að lokinni frumsýningu í Playhouse-leikhúsinu í fyrrakvöld. Skringilega heillandi sýning NÍU myndlistarmenn opna sýningu undir heitinu Illgresi í Galleríi Tukt í Hinu húsinu í dag. Sýningin á sér svokallað manifesto, en það er: „Ill- gresi er svar alþýðunnar við elít- unni.“ Að sögn Þuríðar Helgu Kristjáns- dóttur, annars sýningarstjóra sýn- ingarinnar og eins af þátttakend- um, felst engin reiði í yfirlýsing- unni þó að skarplega orðuð sé. „Það var reyndar ekki ég sem samdi þessa yfirlýsingu,“ segir hún. „Þetta er auðvitað grín að vissu leyti, en við sem tökum þátt í sýn- ingunni Illgresi erum sem sagt ekki hluti af þessari „elítu“, og erum nokkur í hópnum sem eigum það sameiginlegt að hafa verið hafnað af grasrótarsýningunni í Nýlista- safninu. Þá ákváðum við bara að finna okkur vettvang sjálf, og setja saman sýninguna Illgresi.“ Þuríður Helga segir listamenn- ina níu vera mjög ólíka í vinnu- brögðum, og á sýningunni gefi að líta alla miðla, allt frá myndböndum til skúlptúra. Þá varð yfirskrift sýn- ingarinnar, Illgresi, útgangspunkt- ur nokkurra listamanna á sýning- unni. „Ég nota það til dæmis sjálf, en það var alls engin skylda. Hver og einn getur túlkað hugtakið á sinn hátt,“ segir Þuríður Helga. Hún segist telja að „elítan“ sé mjög sterk í íslenskum myndlistar- heimi, þó að það sé enginn löstur að tilheyra henni ekki. „Við sköpum okkur bara okkar eigin tækifæri,“ segir hún að lokum. Myndlistarmennirnir níu eru: Tinna Ævarsdóttir, Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir, Steinþór Carl Karlsson, Þuríður Helga Kristjáns- dóttir, Tinna Kvaran, Guðlaugur Jón Árnason, Þrándur Þórarinsson, Heiða Harðardóttir og Edda Ýr Garðarsdóttir. Myndlist | Níu myndlistarmenn sýna í Galleríi Tukt Alþýðan svarar fyrir sig Morgunblaðið/Kristinn Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er meðal sýnenda í Galleríi Tukt. Sýningin Illgresi í Galleríi Tukt er opin alla virka daga á hefðbundn- um skrifstofutíma. TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar stendur fyrir tónleikum í Deiglunni í dag kl. 16, en hér er um að ræða aðra tónleikana í tónleikaröðinni „Laugardagur í Listagili“ sem hóf göngu sína í haust. Þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanó- leikari munu á tónleikunum leika fjölbreytta og skemmtilega dagskrá við allra hæfi. Flutt verða þekkt ís- lensk sönglög og ljóð eftir Schubert, Grieg, Kurt Weill o.fl. Hallveig Rúnarsdóttir lauk námi frá Guildhall School of Music and Drama árið 2001. Hún hefur komið víða fram bæði hérlendis og erlend- is. Hún hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir söng sinn, nú síðast á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Árni Heimir Ingólfsson píanóleik- ari lauk námi frá Oberlin Conserv- atory of Music. Þá lauk hann dokt- orsnámi í tónvísindum frá Harvard árið 2003. Árni hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Auk þess að vera virkur píanóleikari kennir hann tónlistarfræði við Listaháskóla Ís- lands. Laugardagur í Listagili Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við Félag íslenskra tónlistar- manna. Miðaverð er kr. 1.500 kr. Morgunblaðið/Sverrir Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og Hallveig Rúnarsdóttir söngkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.