Morgunblaðið - 20.11.2004, Side 29

Morgunblaðið - 20.11.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 29 UMRÆÐAN UNDANFARIN ár hefur mikið verið talað um útflutning á íslensku lambakjöti. Margir hafa verið kall- aðir til, margar aðferðir hafa verið reyndar en oftar en ekki hefur af- raksturinn verið lítill. Nú síðustu ár hefur hins vegar birt yfir markaðsstarfi í Banda- ríkjunum og Evrópu þannig að ástæða er til bjartsýni. Undirrit- aður fékk nú á haust- dögum tækifæri til að kynna sér og taka þátt í markaðsstarfi Áforms í Bandaríkj- unum. Tilgangur ferð- arinnar var tvíþættur: Að sitja fund um fram- leiðslu á lambakjöti í Texas og að kynna okkar ágæta lamb fyrir bandarískum neyt- endum. Whole Foods Market Íslenska lambakjötið er selt í versl- anakeðjunni Whole Foods Market. Verslanirnar hafa mikla sérstöðu hvað varðar öryggi þess hráefnis sem þær versla með. Lögð er áhersla á náttúrulegt/lífrænt hrá- efni sem framleitt er í sátt við nátt- úruna án hormóna og lyfja auk þess sem velferð dýranna skiptir miklu máli. Gæðastýring á Íslandi vekur athygli í Bandaríkjunum Til fundar í Austin, Texas, voru boð- aðir fulltrúar framleiðanda frá Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og Íslandi, yfirmenn WFM úr hinum ýmsu fylkjum Bandaríkjanna og dýraverndarsinnar. Hlutverk fund- arins var smíði reglugerðar um vel- ferð dýra „Animal Compassionate / sheep standards“. Hugsunin á bak við setningu reglu- gerðar um velferð fjár- ins, sem framleiðslan byggist á, er sú að búa til ákveðin viðmið þannig að við- skiptavinir verslunar- innar getið gengið að því vísu að það kjöt sem búðin selur komi frá búum, sem uppfylli kröfur um aðbúnað og velferð búfjár. Þegar á heildina er litið komu Íslendingar vel út á þessum fundi. Hér á landi er nýsett reglugerð um aðbúnað búfjár og það sem var að- altromp okkar á þessum fundi var gæðastýring í íslenskri sauð- fjárrækt, sem vakti gríðarlega at- hygli og segir okkur það að með setningu gæðastýringar voru ís- lenskir bændur á réttri leið. Kynningar í verslunum Frá Texas lá leiðin til Baltimore og Washington en þar tóku við kynn- ingar í verslunum Whole Foods. Hinn landsfrægi meistarakokkur Siggi Hall eldaði innanlærisvöðva á sinn einstaka hátt sem skorinn var í þunnar sneiðar og fólki boðið að bragða á. Af þeim þúsundum sem smökkuðu þessa fjóra daga var að- eins einn sem sagði að sér líkaði ekki. Hins vegar var mikið af fólki sem sagðist ekki borða lamb en lét þó til leiðast og margir yfirgáfu kynningarbásinn með lambakjöt undir hendinni. Söluaukning var greinileg meðan kynningarnar fóru fram og það sem kom á óvart var að enginn talaði um verðlagninguna, sem er Íslendingum hagstæð, en al- gengari voru spurningar um velferð dýrsins meðan það var á lífi. Ástæða er til minnast örlítið á hlut Sigurðar L. Hall meist- arakokks við kynningar á íslenskum landbúnaðarvörum erlendis. Með léttleika sínum og ljúfu fasi hefur hann einstakt lag á því að ná til fólks og koma því í skilning um gæði framleiðslunnar og sérstöðu Íslendinga fram yfir allar aðrar þjóðir veraldar. Hvar sem hann fer notar hann tækifærið til kynna ís- lenskt hráefni svo eftir er tekið. Þar fer maður sem hefur gert mikið fyr- ir íslenska matvöruframleiðendur. Markaðssetning í Bandaríkjunum Margir hafa haft skoðun á því hvort rétt sé staðið að þessum útflutningi og skemmst er að minnast ummæla iðnaðar- og viðskiptaráðherra og aðstoðarmanns hennar á heimasíð- um sínum nú síðasta vor en þar lýstu þau vanþóknun sinni í garð Áforms. Það er hins vegar enginn vafi í huga þess sem þetta ritar að þarna sé vel að málum staðið. Hug- myndafræðin sem liggur á bak við markaðsstarfið í Bandaríkjunum er mjög skynsamleg, þ.e. að einbeita sér að verslunum sem selja lúx- usvörur undir merkjum hreinleika og hollustu á tiltölulega háu verði. Áform, með Baldvin Jónsson í for- svari, hefur áorkað mjög miklu á þeim fjórum árum sem þetta hefur staðið yfir og er nærtækast að nefna Íslendingadaginn sem haldinn var í New York í byrjun nóvember þar sem Íslendingar og lambakjötið fengu gríðarlega umfjöllun í fjöl- miðlum vestanhafs og salan fimm- faldaðist meðan á hátíðinni stóð. Fyrirtækið Norðlenska á Húsa- vík hefur séð alfarið um útflutning- inn. Þar hefur orðið til gríðarleg reynsla og þekking síðan starfið hófst. Framtíðin Til þess að hægt verði að halda þessari markaðssetningu áfram verða menn að hafa trú á því sem verið er að gera. Til að ná fram aukningu er þörf á meira fjármagni til markaðsstarfs. Reynslan sýnir okkur svo ekki verður um villst að íslenska lambakjötið er eftirsókn- arverð vara. Við bændur verðum líka að líta í eigin barm. Lömb þurfa að koma fyrr til slátrunar svo hægt sé að lengja sölutímann á fersku kjöti. Þá mega bændur hvergi slaka á í rækt- unarstarfi því huga verður að auk- inni holdfyllingu og minni fitu. Það vita þeir sem til þekkja að markaðir eru ekki unnir á einni nóttu. Þess vegna er mikilvægt að sýna þolinmæði. Menn þurfa að standa vörð um verkefnið Áform og tryggja að áfram verði haldið á sömu braut. Það mun verða íslensk- um sauðfjárbændum til heilla. Íslenskt lambakjöt í Bandaríkjunum S. Sindri Sigurgeirsson fjallar um sölu lambakjöts ’Menn þurfa að standavörð um verkefnið Áform og tryggja að áfram verði haldið á sömu braut. Það mun verða íslenskum sauð- fjárbændum til heilla.‘ S. Sindri Sigurgeirsson Höfundur er sauðfjárbóndi í Bakkakoti í Borgarbyggð. RÖNG mynd birtist með grein Bjarna Jónssonar, sem bar fyr- irsögnina: „Kirkjan og samkyn- hneigðir“ í Morgunblaðinu síð- astliðinn miðvikudag og var sú myndbirting leiðrétt í blaðinu daginn eftir. Með greininni birtist mynd af Bjarna Jóns- syni, sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði, sem ritaði grein í Morgunblaðið 12. nóvember sl. Sú grein bar fyrirsögnina: „Náttúra og menning í heima- byggð á erindi inn í skólastarf- ið.“ Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. Röng mynd Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.