Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Bein launahækkun grunnskóla-kennara á samningstíma ný-gerðra samninga er talin um20%, lækkun kennsluskyldu hef-
ur að öllu jöfnu í för með sér um 8% hækk-
un og kostnaðaráhrif vegna viðbótarfram-
lags í lífeyrissjóð eru metin 1,23%. Er þá
tekið mið af reynslunni af því hversu stórt
hlutfall hefur notið mótframlags vegna sér-
eignasparnaðar.
Eingreiðslur sem kennarar fá, 130 þús. á
næstunni og 75 þús. kr. 1. júlí næstkomandi
til kennara í fullu starfi, eru ekki meðtaldar
í þessu kostnaðarmati. Meta má þær einar
og sér til 1,8% kostnaðarhækkunar en á
móti verður hins vegar að taka tillit til
sparnaðar sveitarfélaga vegna skerðingar
launa meðan á verkfallinu stóð, skv. upplýs-
ingum Eiríks Jónssonar, formanns Kenn-
arasambands Íslands.
Ekki ágreiningur um mat á
hækkunaráhrifum samningsins
Launanefnd sveitarfélaga hefur reiknað
út helstu hækkunaráhrif kjarasamning-
anna lið fyrir lið og gera forystumenn KÍ
ekki athugasemdir við þá útreikninga.
Almenn laun kennara hækka um 5,5% frá
1. október sl. og frá sama tíma taka gildi
launakerfisbreytingar þar sem tvö fyrstu
þrepin í launatöflu fyrir yngstu kennara eru
felld niður. Þessar breytingar eru metnar
fyrir heildina á 0,5%.
Frá og með 1. janúar nk. verður 3% al-
menn hækkun launatöflunnar og viðbótar-
framlag í lífeyrissjóð frá sama tíma er í
heild metið
taka einn
vegna eldr
metnar til 0
Sérstök
1. ágúst á
sem metin
með sama
kennslusky
3,23% hæk
um og er
semjara frá
1,5% hækk
Læ
met
Hinn 1. j
um 2,5% og
Heildarhækka
kennarasamnin
Taxtalaun grunnskólakennara hækka með nýjum kjarasamningi, ken
Líklegt er að yfirvinnugreiðslur aukist. Kostnaðarhækkun sveitarf
Í MEÐFYLGJANDI töflu er miðað við grunnlaun kennara og ekki
gert ráð fyrir kennsluyfirvinnu, sem kennarar eiga rétt á, eða annarri
uppbót. Í öllum tilvikum er gengið út frá að kennari hafi ekki bætt við
sig neinu sérstöku viðbótarnámi. Hafi þeir hins vegar bætt við sig
námi, s.s. mastersnámi, hækka þeir um rúmlega 6% í grunnlaunum.
! " #
$% &' $(
&%
&(
)(
*+(!&$%
$%$!*(,
$%-!$$*
$)&!())
!
*,-!..*
*-,!%&(
*+*!,*.
$$)!*$)
"
$%+!&*)
$$&!*&+
$$+!-&)
$,%!++&
#
$ &' Yngstu kennararnir
hækka meira en þeir eldri
Fræðsluráð Reykjavíkurætlar að láta fara framstjórnsýsluúttekt á ferli
nýgerðra kjarasamninga við
kennara, sem leiddi til þess
ófremdarástands að skólar voru
lokaðir vikum saman vegna verk-
falls kennara, eins og segir í sam-
þykkt ráðsins. Þá verður einnig
skipaður starfshópur til að fara
yfir hvernig staðið verði að náms-
framboði til nemenda sem vilji
bæta sér upp þann tíma sem tap-
aðist í verkfallinu.
Fjallað var um lok verkfallsins
á aukafundi fræðsluráðs í gær og
þar samþykkt einróma að fela
fræðslumiðstöð að gera úttekt á
samningaferlinu. Verður skipaður
hópur sérfræðinga sem greinir
kosti og galla kjaraviðræðna og á
hann að fjalla sérstaklega um
framsal valds sveitarfélaga og
kjörinna fulltrúa til launanefndar
og greina störf hennar. Verður
einnig leitað til talsmanna deil-
enda um upplýsingar og álit á
samningaferlinu og hvers vegna
svo hafi tekist til sem raun beri
vitni.
Námsframboð vegna
tapaðs námstíma
Þá var í öðru lagi samþykkt til-
laga þess efnis að að skipa starfs-
hóp til að skila tillögum um hvern-
ig staðið verði að námsframboði til
nemenda sem vilji bæta sér upp
tapaðan námstíma vegna verk-
fallsins og hvernig stutt verði við
það uppbyggingarstarf sem hafið
sé í skólunum til þess að lágmarka
neikvæð áhrif verkfallsins á skóla-
starf. Gert er ráð fyrir að starfs-
hópurinn skili af sér tillögum í
þessum efnum á fundi fræðslu-
ráðs í næsta mánuði.
Fræðsluráð samþykkti einnig
að fela fræðslustjóra að meta gildi
möguleika bókunar sem fylgir ný-
gerðum kjarasamningum um auk-
inn sveigjanleika í skólastarfi með
breyttum vinnutímaskilgreining-
um.
Stefán Jón Hafstein, formaður
fræðsluráðs sagði að það hvernig
kjaradeilan hefði gengið fyrir sig
væri í raun skipbrot fyrir alla að-
ila. Með samþykkt fræðsluráðs
um úttekt væri ekki verið að leita
að neinum sökudólgi heldur að
fara yfir ferlið. Kjaradeila af
þessu tagi væru ákveðnar hamfar-
ir í samfélaginu „og þær lausnir
sem við bjóðum upp á greinilega
virka ekki til að afstýra þeim og
þá þarf að spyrja sig gagnrýnið
hvað er það í okkar verkferli og
vinnu sem skapar þessar aðstæð-
ur,“ sagði Steán Jón.
Stjórnsýslu-
úttekt á ferli
samninga
Kostnaðarauki borgariná næsta ári vegna kjsamninga við grunnsk
kennara nemur tæpum 1,1 m
arði króna (u.þ.b. 1.060 milljón
að sögn Stefáns Jóns Hafstein,
manns fræðsluráðs Reykjaví
borgar. Áætlaður launakostn
borgarinnar í ár vegna kennar
6,6 milljarðar og verður nær
milljarðar á næsta ári samkv
nýjum kjarasamningi.
„Til samanburðar þá er útsv
hækkunin hjá okkur 730 millj
Kostna
millja
Kostnaður bo
Kennarar voru í sjö vikur í ve
Laun skólastjóra taka slaun grunnskólakennsamningi Kennarasam
arfélögin sem undirritaður v
þau hækka um 5,5% frá 1. ok
áramót og síðan eftir því sem
kennara kveður á um, síðast
2,25%.
Að sögn Hönnu S. Hjartar
Laun skó
SKATTALÆKKANIR
Undir lok níunda áratugarinsvoru tekjuskattar mun lægrien þeir hafa verið nú á annan
áratug. Þeir voru hækkaðir á ný í
þeirri djúpu efnahagskreppu sem skall
á við lok níunda áratugarins og stóð
fram á miðjan tíunda áratuginn. Þetta
var ein dýpsta kreppa sem þjóðin fór í
gegnum á 20. öldinni.
Rökin fyrir skattahækkunum
snemma á tíunda áratugnum voru ein-
faldlega að þær væru óhjákvæmilegar
vegna kreppunnar. Og það var rétt.
Þær víðtæku skattalækkanir sem
ríkisstjórnin tilkynnti í gær eru bæði
eðlilegar og sjálfsagðar. Við náðum
okkur upp úr kreppunni á seinni hluta
tíunda áratugarins og í öllum meginat-
riðum hefur ríkt hér mikil velsæld á
seinni árum.
Það má færa rök fyrir því að þessar
skattalækkanir hefðu átt að koma fyrr.
Ríkisstjórnir þessara ára tóku hins
vegar þá afstöðu að eðlilegt væri að
lækka skatta á fyrirtæki fyrst. Fyrir
því voru sterk rök. En að því hlaut að
koma að skattar á einstaklinga yrðu
lækkaðir líka.
Tvennt er eftir. Stjórnarflokkarnir
vinna enn að hugmyndum sínum um
lækkun virðisaukaskatts sem eru mik-
ilvægar vegna þess m.a. að væntan-
lega verða þær til þess að lækka mat-
vöruverð umtalsvert og minnka þann
mun sem er á verði matvæla hér og í
nágrannalöndum okkar.
En jafnframt ætti sú lækkun tekju-
skatts sem kemur til framkvæmda á
næstu árum að stuðla að því að í fram-
tíðinni verði hægt að mætast á miðri
leið með skatta af launatekjum og fjár-
magnstekjum. Það eru einfaldlega
engin rök fyrir því að þeir sem byggja
afkomu sína á fjármagnstekjum borgi
miklu lægri skatta en þeir sem byggja
afkomu sína á launatekjum.
Sá áfangi sem ríkisstjórnin hefur nú
náð á leið skattalækkana er ánægju-
efni og mun stuðla mjög að bættum
hag almennings.
STÓRAUKIN ÓPÍUMVINNSLA
Í AFGANISTAN ÁHYGGJUEFNI
Þremur árum eftir að stjórn talib-ana var steypt af stóli í Afganist-
an í kjölfar innrásar Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra er enn
langur vegur frá því að tekist hafi að
tryggja frið og stöðugleika í landinu.
Ýmislegt horfir til framfara í stærstu
borgunum, en í víðáttumiklu dreifbýl-
inu ráða stríðsherrar og vígamenn
enn lögum og lofum á stórum svæðum.
Eitt alvarlegasta vandamálið sem
blasir við stjórn forsetans Hamids
Karzais er stóraukin ópíumfram-
leiðsla og uppgangur glæpaflokkanna
sem stjórna henni. Eins og greint var
frá í Morgunblaðinu í gær sendi stofn-
un á vegum Sameinuðu þjóðanna frá
sér skýrslu á fimmtudag þar sem fram
kemur að ræktun ópíumvalmúa hefur
aukist um 64% í Afganistan frá því á
síðasta ári. Ópíumframleiðslan sjálf
hefur reyndar ekki aukist að sama
skapi, en það má þó ekki þakka að-
gerðum stjórnvalda, heldur óhag-
stæðu veðurfari og sjúkdómum. Talið
er að hún hafi numið 4.200 tonnum á
síðasta ári.
Í skýrslunni er varað við því að Afg-
anistan geti orðið að „eiturlyfjaríki“
og hvatt er til þess að Bandaríkja-
menn og aðrar aðildarþjóðir Atlants-
hafsbandalagsins grípi til aðgerða til
að stemma stigu við ópíumframleiðsl-
unni. Antonio Maria Costa, forstöðu-
maður UNODC, stofnunar SÞ sem
fjallar um fíkniefni, segir hana mikla
ógn við þá lýðræðisþróun og upp-
byggingu sem átt hefur sér stað í
landinu.
Talibanar lögðu bann við ópíum-
framleiðslu í Afganistan árið 2000 og
tókst með hörðum viðurlögum að
halda henni í lágmarki í kjölfarið en
hún tók snarlega við sér eftir fall
stjórnar þeirra fyrir þremur árum.
Innrásarherir bandamanna einbeittu
sér að því að útrýma liðsmönnum tal-
ibana og al-Qaeda og hafa ekki lagt
næga áherslu á að sporna gegn ópí-
umvinnslunni. Bráðabirgðastjórn
Afgana hefur ekki haft bolmagn til
þess. Spilling er útbreidd í lögreglu
og dómskerfi þar sem það er á annað
borð við lýði.
Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna seg-
ir að þrír fjórðu af öllu því heróíni sem
selt er í heiminum komi nú frá Afgan-
istan og 90% af því heróíni sem fer á
markað í Evrópu. Skýrsluhöfundarn-
ir segja að ópíum- og heróínvinnsla sé
nú „helsti vaxtarbroddurinn í afg-
önsku efnahagslífi“, en tekjurnar af
framleiðslunni eru sagðar hafa numið
um 60% af vergri landsframleiðslu á
síðasta ári. Hefur hún breiðst út til
allra 32 héraða landsins og talið er að
131 þúsund hektarar lands í Afganist-
an séu lagðir undir ræktun ópíum-
valmúa.
Embættismenn, lögreglumenn og
stjórnmálamenn hagnast á mútum
fyrir að láta ópíumframleiðslu og
smygl viðgangast. Örsnauðir bændur
eru neyddir með valdi til að rækta
valmúa en deila ekki gróðanum með
eiturlyfjahringunum. Þeir bera þó
meira úr býtum en með ræktun hrís-
grjóna eða korns og hafa því lítinn
hvata til að láta af framleiðslunni.
Í skýrslunni er bent á að afganska
ríkisstjórnin sé of veik til að geta tek-
ist á við þetta vandamál. Forstöðu-
maður UNODC skorar á alþjóðasam-
félagið og einkum Bandaríkin og
önnur NATO-ríki að styðja afgönsku
stjórnina með öllum ráðum í barátt-
unni gegn ópíumframleiðslunni. Þar á
meðal með neyðaraðstoð til að draga
úr örbirgð í sveitum landsins, hern-
aðaraðgerðum gegn ópíumvinnslu-
stöðvum og smygllestum, aðstoð við
að uppræta spillingu innan hersins,
lögreglunnar, héraðsyfirvalda og
dómstóla og aðstoð við að byggja upp
skilvirkt laga- og dómskerfi.
Bandaríkin og bandamenn þeirra
sem réðust inn í Afganistan haustið
2001 ættu að leggja kapp á að verða
við þessum tilmælum Sameinuðu
þjóðanna. Þau bera sannarlega
ábyrgð á því að landið verði ekki fíkni-
efnahringum og stjórnleysi að bráð.