Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 31 FLESTIR stjórnmálaflokkar byggja stefnu sína á hugsjónum og setja sér markmið um almannahagsmuni. Þekkt er að róttæk hægri stefna vill að ein- staklingurinn hafi fullt frelsi til alls, nánast auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Sá sterki skal ráða og allir hlutir skuli einkareknir. Róttæk vinstri stefna bannar allt frelsi einstaklingsins. „Flokkurinn“ skal ráða og honum ráða einstaka valdhafar. Þessir öfgaflokkar ná engum ár- angri í lýðræðisríkjum og drepa manndóminn þar sem þeir ráða. Stjórn- málaflokkum vegnar jafn- an best og þjóðfélögunum einnig ef stefnan er smíðuð úr því besta úr hægri og vinstri pólitík, þ.e. öfg- arnar sniðnar af. Hér á landi hefur miðjustefna verið ríkjandi nánast alla síðustu öld með miklum ár- angri fyrir þjóðfélagið. Góð miðjustefna byggist á því að virkja framtak ein- staklinganna og tillögur þeirra, gefa þeim frelsi til athafna en jafnframt að byggja öflugt öryggisnet úr vinstri stefnu og félagshyggju, þar sem ekki síst jafnræði allra til heilbrigðisþjón- ustu og jafnræði til mennta er sett á oddinn. Ennfremur er skattapólitík beitt til jöfnunar, tekjuskattur er jöfn- unartæki og barnabætur greiddar af ríkinu til foreldra barna. Því er þetta hér rifjað upp, að Fram- sóknarflokkurinn ber skýrasta miðju- stefnu íslenskra flokka og hefur setið í samsteypustjórnum þar sem að hafa komið flokkar til hægri og vinstri. Hlut- verk Framsóknarflokksins hefur því verið að sníða öfgarnar af róttækum stefnumálum hinna flokkanna og halda á lofti þeim atriðum og gildum sem ís- lensk þjóð hefur byggt á og telur best. Niðurstaðan er sú að Ísland er eitt fremsta ríki veraldar hvað jafnræði og lífskjör varðar. Framsóknarflokkurinn hefur ekki þurft í 88 ára sögu sinni að skipta um nafn eða kennitölu, hann getur með sanni sagt stefnu sína hafa virkað vel. Ísland er talið í hópi þeirra ríkja sem býr við best lífskjör og mikinn uppgang síðustu 10 árin. Lýðveldistíminn er nán- ast samfelld sigurganga, þó draga verði frá nokkur kreppuár og ótrúlega erf- iðleika í glímu við verð- bólgu allt til ársins 1991, að þjóðarsátt náðist í rík- isstjórn Steingríms Her- mannssonar. Framsókn- arflokkurinn hefur eðlilega þróast og breyst í gegnum áratugi eins og svo margt annað í þjóð- félaginu. Það hafa einnig hinir stjórnmálaflokk- arnir gert. Vinstri flokkar síðustu aldar heyra allir sögunni til og nýjar hreyfingar hafa risið á grunni þeirra. Sumir þeirra byggðu stefnu og höfðu ofurtrú á því kerfi sem beðið hefur skip- brot í fyrrum austantjaldslöndum Evr- ópu. Oft verð ég þess áróðurs var, bæði af hægri og vinstri mönnum, að það sé ekki stjórnmálaskoðun að aðhyllast Framsóknarflokkinn. Ennfremur verð ég þess var að heilar stéttir eru beittar þeim áróðri að Framsóknarflokkurinn sé ekki þeirra flokkur. Sterkasti streng- urinn í verkum flokksins og stefnu er þó að þora í baráttu fyrir framkvæmdum, sem skila fólkinu í landinu aukinni hag- sæld. Atvinna og kraftur atvinnulífs er eldurinn í arni þjóðfélagsins. Á þeim krafti ræðst hvernig búið er að sjúkum, öldruðum og allri samhjálp í þjóðfélag- inu, hvað er til skiptanna og getu þjóð- arinnar til samhjálpar. Eitt er víst að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa lífskjör batnað til muna. Laun hafa hækkað að raungildi um 50% og félagshyggjan verið rétt af með þeim hætti, að til heil- brigðismála fara nú 123 milljarðar í stað 46 milljarða á árinu 1995. Málefni öryrkja og aldraðra hafa einnig verið tekin til endurskoðunar með þeirri málalyktan að sú sáttagjörð sem heilbrigðisráðherra beitti sér fyrir hefur bætt lífskjör þessara hópa veru- lega. Beinn stuðningur við barna- fjölskyldur er að hækka verulega með hækkun barnabóta, þá er ljóst að tekju- skattur mun lækka um 4 prósentustig í áföngum á kjörtímabilinu, sem er sá skattur, sem unga fólkið með námslán á bakinu munar mest um. Ekki má gleyma lækkun endurgreiðsluhlutfalls námslána um eitt prósentustig eða úr 4,75% af tekjum lánþega í 3,75%. Er ekki rétt að spyrja, hvort það sé ekki ný hugsun, umbyltingin og þrótturinn í at- vinnulífinu sem valdi þessari þróun. Hitt muna allir, að stjórnarandstaðan hefur barist gegn flestu því sem skiptir mestu í þessari þróun. Að brjóta heilann um pólitík Eftir Guðna Ágústsson ’Hlutverk Framsókn-arflokksins hefur því ver- ið að sníða öfgarnar af róttækum stefnumálum hinna flokkanna og halda á lofti þeim atriðum og gildum sem íslensk þjóð hefur byggt á og telur best.‘ Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. FORYSTUMENN ríkisstjórn- arinnar gerðu sig seka um mikil mis- tök í utanríkismálum þegar þeir ákváðu í mars 2003 að setja Ísland á lista hinna ,,staðföstu“ þjóða og veita innrásinni í Írak þannig pólitískan og siðferðilegan stuðning. Mistök sem geta orðið ís- lenskri þjóð dýrkeypt og verða ekki leiðrétt nema nafn hennar verði tekið af listanum. Sjálfsmynd okkar og ímynd á alþjóðavettvangi hefur orðið fyrir álits- hnekki sem mun fylgja okkur um ókomin ár nema þessi mistök verði leiðrétt. Kjarni þessarar sjálfs- myndar hefur verið vopn- leysi þjóðarinnar um aldir og órofa samstaða um að við tækjum aldrei þátt í því að segja annarri þjóð stríð á hend- ur. Hinn 18. mars 2003 ákváðu tveir menn, Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, upp á sitt eindæmi og án samráðs við þing eða þjóð að breyta þessari mynd. Ástæðan sem hægt var að sameinast um Það vantaði ekki réttlætingar. Þær voru sóttar til Bush og Blair og voru þær helstar að Saddam Hussein réði yfir gereyðingarvopnum, hann væri ill- menni sem hefði drepið og kvalið eigin þegna og aðgerðin væri liður í stríðinu á hendur hryðjuverkamönnum. Það er rétt að Saddam er illmenni sem er ábyrgur fyrir marvíslegum voðaverkum. En það er margur fant- urinn við völd og yrði víða eyðilegt um að litast ef farið væri gegn þeim öllum með báli og brandi. Kenningar um ger- eyðingarvopnaeign Saddams voru hins vegar beinlínis rangar og margt bendir til að bæði ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi vitað að svo var. Þannig sagði Paul Wolfowitz, aðstoð- arvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í viðtali sem birtist við hann tveimur mánuðum eftir innrásina, að menn hefðu komið sér saman um eina ástæðu, gereyðingarvopnin, af ,,stjórn- kerfislegum ástæðum … vegna þess að það var eina ástæðan sem allir gátu verið sammála um“. Það kom samt ekki í veg fyrir að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, með Svíann Hans Blix í broddi fylkingar, væru hæddir og smáðir af for- mælendum innrás- arinnar fyrir að finna ekki þau gereyðing- arvopn sem ekki voru til. Haukar í horni Heimatilbúnu rökin, og líklega þau sem réðu úr- slitum um stuðning for- sætisráðherra og utan- ríkisráðherra, voru svo þau að í þessu máli ættu Íslendingar að standa með bandarískum stjórnvöld- um sem hefðu sýnt þeim vináttu og tryggð í 50 ára varnarsamstarfi. Þetta kom m.a. fram á fundi sem Halldór Ás- grímsson, þáverandi utanrík- isráðherra, átti með stúdentum í Há- skóla Íslands hinn 26. mars á síðasta ári. Sömu rök voru sett fram í rit- stjórnargreinum Mbl. á þessum tíma. Viðræður um varnarmál við banda- rísk stjórnvöld voru yfirvofandi og greinilega talið mikilvægt að þau fengju skýr skilaboð um að á Íslandi ættu þau hauka í horni. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lögðu sjálfsmynd og siðferðisvitund Íslendinga undir og það hlýtur því að hafa verið eins og blaut tuska framan í þá þegar banda- ríski sendiherrann tilkynnti forsætis- ráðherra þann 2. maí 2003, hálfum mánuði fyrir kosningar, að flugvélar Bandaríkjamanna yrðu fluttar úr landi mánuði síðar. Ráðherrarnir ákváðu enda að þegja um þessa háðung fram yfir kosningar en allar götur síðan hafa þeir ýmist beitt fortölum eða hótunum til að reyna að tryggja að þoturnar fjórar sem eru í Keflavík fái að vera þar áfram og þeir hafi þann árangur af erfiði sínu í Íraksmálinu. Á vorþingi Samfylkingarinnar 4. apríl 2003 lagði ég til að við létum það verða eitt okkar fyrsta verk, ef við kæmumst í ríkisstjórn, að taka Ísland út af lista ,,hinna staðföstu þjóða“. Margir andstæðingar Samfylking- arinnar urðu til að hneykslast á þessari yfirlýsingu og Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokksins, taldi að afstaða Samfylkingarinnar gæti veikt stöðu Íslands í viðræðum um varn- arsamninginn. Mbl. sagði þessa yfirlýs- ingu mína mjög vanhugsaða enda hefð- um við Íslendingar ,,á undanförnum vikum styrkt stöðu okkar í alþjóðlegum samskiptum“ – hvað svo sem átt var við með því. Taldi blaðið slíka yfirlýsingu frá forystumanni næststærsta flokks landsins ekki traustvekjandi og til marks um ,,staðfestuleysi“ í utanrík- ismálum. Ríkisstjórnin kallar sig staðfasta en í afstöðunni til innrásarinnar í Írak var hún of ístöðulaus til þess að láta hin sið- rænu gildi ráða. Hún studdist ekki við siðferðiskennd íslensks almennings sem segir að vináttu, þó dýrmæt sé, megi ekki kaupa hvaða verði sem er. Hún telur sig trausta en á einum morgni fórnuðu forsvarsmenn hennar aldagamalli sjálfsmynd og sérstöðu Ís- lendinga á alþjóðavettvangi. Hún held- ur að hún sé að gæta hagsmuna Íslands en er svo skammsýn að hún fórnar þeirri auðlegð og þeim framtíðarhag sem við Íslendingar höfum af ímynd Ís- lands sem landi friðsældar og frið- semdar. Og nú kann einhver að spyrja: en hvað um varnarhagsmuni Íslands, skipta þeir engu máli? Því er til að svara að þeir gera það vissulega en það er sjálfstætt úrlausnarefni að leggja mat á hverjir þeir eru og hvernig þeim verði best fyrir komið. Það er efni í aðra grein. Afdrifarík mistök í utanríkismálum Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’Sjálfsmynd okkar ogímynd á alþjóðavettvangi hefur orðið fyrir álits- hnekki sem mun fylgja okkur um ókomin ár nema þessi mistök verði leiðrétt.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. ð til 1,23% hækkunar. 1. janúar nig gildi launakerfisbreytingar ri kennara sem að jafnaði eru 0,75% hækkunar. launakerfisbreyting tekur gildi næsta ári vegna ábyrgðarstarfa n er til 1,5% hækkunar. Frá og a tíma tekur gildi lækkun á yldu og er sú breyting metin til kkunar og hækkun sem samið var umfram miðlunartillögu sátta- á og með 1. ágúst nk. er metin til kunar. ækkun kennsluskyldu tin til 3,35% hækkunar janúar 2006 hækka almenn laun g 1. janúar 2007 hækka laun aftur um 2,25%. Hinn 1. ágúst 2007 tekur gildi vinnutímabreyting þegar almenn kennslu- skylda er lækkuð úr 27 í 26 kennslustundir og undirbúningstími kennara eykst. Sú kennsluskyldulækkun er í heildina metin til 3,35% hækkunar. Loks verður svo 2,25% almenn launa- hækkun 1. janúar 2008. Samtals er því talið að uppsöfnuð hækk- unaráhrif kjarasamninga sveitarfélaga og grunnskólakennara á samningstímabilinu verði 31,19%, að frátöldum eingreiðslunum eins og áður segir. Ekki hefur verið reiknað með kostnaðar- auka vegna yfirvinnugreiðslna á þessu tímabili í þessari samantekt, en lækkun kennsluskyldunnar er til þess fallin að auka yfirvinnugreiðslur kennara. anir vegna nga 31,19% nnsluskylda þeirra lækkar og lífeyrisréttindi aukast. félaganna vegna samningsins er metin á yfir 30%. nnar jara- kóla- millj- num), , for- íkur- aður ra er rri 8 væmt vars- jónir og fasteignaskatturinn gefur í aðra hönd á bilinu 130 til 150 milljónir þannig að þetta er í kringum 900 milljónir króna sem við fáum þar inn,“ segir Stefán Jón. Óvíst sé á þessari stundu hvert viðbótarfjár- magn verði sótt, en sumt af því muni skila sér aftur inn í útsvari. Að sögn Stefáns Jóns er eftir að sjá hvað aðrir kjarasamningar fela í sér. Borgarráði var í fyrradag kynntur áætlaður útsvarsstofn og þær forsendur sem þar liggja að baki. „Því miður er atvinnuleysi ekki að minnka jafnmikið og von- ast var til. Fjárhagsáætlun í jafnvægi Við ætluðum okkur hins vegar og gerum það, að skila fjárhags- áætlun næsta árs í jafnvægi að óbreyttu, þ.e. fyrir utan kjara- samningana, útsvarshækkunina og fasteignaskattana sem koma sem liður á móti. En hvar við sækjum viðbótarfjármagnið, það er svo annað mál,“ segir hann. aður eykst um 1,1 arð kr. árið 2005 orgarinnar verður nærri 8 milljarðar Morgunblaðið/Golli erkfalli, en samningur þeirra felur í sér yfir 30% kostnaðarhækkun. sömu breytingum og nara samkvæmt kjara- mbandsins við sveit- var í vikunni. Þ.e.a.s. któber sl. og 3,0% um m samningur við t í janúar 2008, um rdóttur, formanns Skólastjórafélags Íslands, eru laun skólastjóra í dag á bilinu 236.454–449.866 kr. (þ.e. hæstu mögulegu laun miðað við tvo viðbótarflokka af sérstökum ástæðum). Laun skólastjóra taka mið af fjölda nemenda í skóla og eru ekki t.a.m. lífaldurstengd. Lægstu launin eru greidd skólastjórum þar sem eru færri en 33 börn í skóla og hæstu launin fá þeir sem stjórna skóla með 700 börnum eða fleiri. ólastjóra eru 236–449.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.