Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 33
UMRÆÐAN
2 FYRIR 1
Frábært tilboð á miðum í sæti.
Aðeins 5.400 kr. fyrir 2 miða.
Frjálst sætaval
Miðasala á helstu Essostöðvum
HÉR Á landi höfum við félagslegt
heilbrigðiskerfi svipað
og á Norðurlöndum,
Bretlandi og í Kanada.
Kerfið er mestmegnis
fjármagnað af hinu op-
inbera sem á tæki og
aðstöðu að mestu. Þó
er takmarkaður einka-
rekstur heimill og þá
bera sjúklingar kostn-
aðarauka af honum.
Notendur heilbrigð-
iskerfisins hafa hingað
til haft lítinn kostnað af
þjónustunni og mark-
miðið hefur verið að
tryggja jafnan aðgang
allra óháð efnahag. Um þetta heil-
brigðiskerfi ríkir almenn sátt í land-
inu.
Sífellt er þó deilt á kerfið fyrir það
hversu dýrt það er. Heildarkostn-
aður við heilbrigðis- og trygginga-
mál nemur 42% af útgjöldum rík-
isins en til samanburðar má nefna að
menntamál nema um 12% af heildar-
útgjöldum.
Kröfur um skilvirkni og skýra
framtíðarsýn eru eðlilegar þegar svo
miklir fjármunir eru í húfi. En þegar
rætt er um háan kostn-
að hér á landi má ekki
gleymast að við höldum
hér uppi háþróuðu heil-
brigðiskerfi – raunar á
heimsmælikvarða – í
mjög fámennu sam-
félagi.
Hlutur sjúklinga
aukinn
Skortur á fjármagni
krefst forgangsröðunar
til að fjármagn nýtist
sem best. Skortur á
fjármagni eykur einnig
þrýsting á að sjúkling-
ar taki meiri þátt í kostnaði. Í því
sambandi eru uppi hugmyndir um
hækkun þjónustugjalda og að taka
upp einhvers konar notendagjöld.
En hvaða áhrif hefur það? Því miður
hafa komið í ljós bein tengsl milli
kostnaðar og þess að fólk frestar því
að leita sér lækninga. Því meiri
kostnaður og því lægri tekjur ein-
staklings eða fjölskyldu, því meiri
hætta er á að læknisheimsókn verði
frestað.
Slíkt hefur að sjálfsögðu neikvæð
áhrif á heilsufar.
Á þingi Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hinn 5. nóv. sl. kom
skýrt fram hjá hjúkrunarfræðingum
á heilsugæslustöðvum að tekjur
virðast hafa mikil áhrif á komur.
Sjúklingar reyna að koma fyrir kl. 17
af því það er ódýrara og álag eykst
strax eftir mánaðamót en minnkar
aftur þegar líður á mánuðinn.
Útgjöld hafa áhrif á aðgengi
Frestun eða niðurfelling læknisþjón-
ustu eykst með aukinni út-
gjaldabyrði. Það leiðir aftur til þess
að unnt er að draga úr eftirspurn
eftir heilbrigðisþjónustu með því að
auka hlutdeild sjúklinga. En hvað
hefur sú leið í för með sér?
Dr. Rúnar Vilhjálmsson o.fl.
gerðu könnun á því árið 2001 hvaða
hópar það væru sem bæru mestar
byrðar af kostnaði í heilbrigðiskerf-
inu. Mest reyndist byrðin meðal
þessara hópa: Kvenna, aldraðra,
atvinnulausra, lágtekjufjölskyldna,
langveikra og líkamlega fatlaðra.
Þetta eru þeir hópar sem bera mest-
ar byrðar núna – og er ekki á bæt-
andi. Aukin kostnaðarhlutdeild not-
enda heilbrigðiskerfisins er því
líkleg til að leiða til þess að þeir sem
hafa minnst á milli handanna borgi
hlutfallslega mest fyrir kerfið.
Hækkanir ákveðnar
án samráðs
Á meðfylgjandi línuriti má sjá að
kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur
aukist, sérstaklega frá árinu 1996 til
2002 (Heimild OECD).
Ég vil vekja sérstaka athygli á því
að sú þróun sem lýst hefur verið hér
að framan, þ.e. hækkun gjalda og
þar með hækkun á kostnaðarhlut-
deild sjúklinga,er stefnumótun án
samráðs eða samræðu í þjóðfélag-
inu. Nauðsynlegt er að opin umræða
fari fram í samfélaginu um stefnu-
mótun í þessum mikilvæga mála-
flokki, sérstaklega ef til stendur að
sveigja af þeirri leið sem þjóðarsátt
hefur hingað til verið um; félagslegt
heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar
bera sem minnstan kostnað.
Leiðir að markvissara kerfi
Hægt er að leita ýmissa annarra
leiða til þess að gera heilbrigð-
iskerfið skilvirkara en að auka
kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Brýnt
er að vísa eða stýra sjúklingum bet-
ur um kerfið. Þá er brýnt að efla
heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað
sjúklinga vegna þess að hún er miklu
ódýrari kostur en spítali. Verið er að
gera stórátak í því að kostn-
aðargreina alla starfsemi Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss og er það af-
ar mikilvægt til að efla skilvirkni og
markvisst starf. Bráðlega verður
hægt að kostnaðargreina öll verk og
lyf sömuleiðis. Einnig er mjög mik-
ilvægt að skilgreina betur hlutverka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga og
skiptingu verkefna innbyrðis milli
ráðuneyta.
Markvissara heilbrigðiskerfi get-
ur nefnilega verið önnur leið til
sparnaðar en eingöngu að forgangs-
raða.
Að lokum vil ég ítreka að mik-
ilvægast er að reisn og réttindi sjúk-
linga verði ávallt í fyrirrúmi við
ákvarðanatöku og að þjóðin standi
sameiginlega vörð um eitt besta heil-
brigðiskerfi í heimi, hér eftir sem
hingað til.
Aukin
kostnaðarhlut-
deild sjúklinga
Margrét K. Sverrisdóttir
fjallar um heilbrigðiskerfið
’Markvissara heilbrigð-iskerfi getur nefnilega
verið önnur leið til
sparnaðar en eingöngu
að forgangsraða.‘
Margrét
K. Sverrisdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins
og fulltrúi í stjórnarnefnd
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað-
reynd að stúlkan á um sárt að
binda má ekki valda því að rang-
ar fullyrðingar hennar verði að
viðteknum sannindum.“
Ólafur F. Magnússon: „Sigur-
inn í Eyjabakkamálinu sýnir að
umhverfisverndarsinnar á Ís-
landi geta náð miklum árangri
með hugrekki og þverpólitískri
samstöðu.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu
og góðu“ kennsluaðferðirnar?
Eða viljum við að námið reyni á
og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og
sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerðar-
menn til að lesa sjómannalögin,
vinnulöggjöfina og kjarasamn-
ingana.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í
Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða
„sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimildir
fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland Bisk-
upstungna- og Svínavatns-
hreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nemend-
ur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Fjölbreytt myndaval
HÚSASKILTI
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
18. nóvember er
síðasti pöntunar-
dagur fyrir jól
4
Síðasti
pöntunardagur
fyrir jól
13. nóvember
FRAMTÍÐARHÓPUR Samfylk-
ingar kom meðal annars með eft-
irfarandi hugmynd að
kerfisbreytingu í
skattamálum, sem
kynnt var um síðustu
helgi.
Lífeyrissgreiðslur
undir 150.000 kr. á
einstakling á mánuði
og 300.000 kr. fyrir
hjón verða skatt-
lagðar sem fjár-
magnstekjur sem
þýðir umtalsverða
lækkun skatta fyrir
þorra lífeyrisþega.
Þetta er mikið bar-
áttumál lífeyrisþega
og þar sem stór hluti
lífeyrisgreiðslna er
vegna fjármagns-
tekna er þessi breyt-
ing eðlileg og réttlát.
Þarna er í fyrsta
skipti svo ég viti til
sett á blað eitt helsta
baráttumál eldri
borgara og um leið
er verið að taka á
einu mesta óréttlæti í málefnum
eldri borgara þessa lands.
Vissulega er það eðlilegt að slík
kerfisbreyting kom fyrst fram í al-
vöru hjá Samfylkingunni, eina al-
vöruflokki jafnaðarmanna á Ís-
landi.
En betur má ef duga skal, það
þarf að vinna þessu máli braut-
argengi til framkvæmdar. Vonandi
tekst Samfylkingunni
að fá sem flesta hugs-
andi, jákvæða alþing-
ismenn til að koma
þessari hugmynd
ásamt ýmsum öðrum
góðum málum á fram-
kvæmdastig.
Annað mál sem þarf
vissulega að fylgja eft-
ir er lækkun á virð-
isaukaskatti á lyf, sem
nú er 24% við vitum
það, að helstu kaup-
endur lyfja eru eldri
borgarar, barnafólkið
og öryrkjar. Þessum
virðisaukaskatti þarf
að breyta og það sem
fyrst. Það er vissulega
umhugsunarvert af
hverju ekki hefur enn
tekist að koma breyt-
ingum á virðisauka á
lyfjum á alvarlegt um-
ræðustig, hvað veldur?
Er það skortur á
vilja stjórnmálaflokka
eða bara athugunarleysi?
Réttlætismál
eldri borgara
Jón Kr. Óskarsson fjallar
um málefni aldraðra
Jón Kr. Óskarsson
’En betur má ef duga skal,
það þarf að
vinna þessu
máli braut-
argengi til fram-
kvæmdar. ‘
Höfundur er varaþingmaður Sam-
fylkingar í Suðvesturkjördæmi.