Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningar- greinar Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVAVA HAUKSDÓTTIR, Trönuhjalla 23, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. nóvember. Hilmar Adolfsson, Anna B. Hilmarsdóttir, Páll Skúlason, Berglind H. Hilmarsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Haukur Hilmarsson, Skúli Pálsson, Ásdís Valdimarsdóttir, Hilmar R. Kristinsson, Eva Guðbjörnsdóttir, Guðni M. Kristinsson, Ósk Kristinsdóttir. Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, bróður, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, KLEMENSAR KRISTMANNSSONAR, Langholtsvegi 140, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Kristmann Klemensson, Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir, Jónína Sigurbjörg Klemensdóttir, Sveinn Haukur Klemensson. ✝ Ástvaldur AntonKristófersson fæddist í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi í A- Hún., 8. janúar 1924. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Aust- urlands á Seyðisfirði 12. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristófer Remegíus Pétursson, f. 1. okt. 1888, d. 17. mars 1955 og Jensína Ingibjörg Antons- dóttir, f. 21. júlí 1899, d. 11. okt. 1926. Ást- valdur er alinn upp hjá þremur systkinum í Engihlíð í Langadal, Sigurði, Jakobínu og Elísabetu og öldruðum foreldrum þeirra, Guð- mundi Einarssyni og Ingibjörgu Stefánsdóttur. Systkini Ástvaldar eru: Ingibjörg, f. 27. júlí 1922, d. 2. jan. 2004 og Pétur Júlíus, f. 16. nóv. 1925. Ástvaldur kvæntist 27. des. 1959 Önnu Kristínu Jóhannsdóttur, f. 30. nóv. 1940. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Ingibjörg, f. 25. apríl 1960, maki Sigmar Guðbjörnsson, börn þeirra eru Sigríður María, f. 13. maí 1986 og Anton Björn, f. 30. maí 1994. 2) Ingunn Björg, f. 7. apríl 1962, dætur hennar eru Anna Kristín, f. 4. júlí 1985, d. 25. sept 1989, Oddný Lisa, f. 23. mars 1988 og Kristín Lind, f. 24 sept. 1990. 3) Emelía, f. 7. apríl 1962, maki David Hovelsrud, f. 24. feb. 1954, börn þeirra eru Daníel Kristófer, f. 14. jan. 1993 og Mæja Kristín, f. 11. ágúst 2000. Fyrir á Emelía Ástvald Ant- on, f. 11. apríl 1982, Thelmu Rut, f. 1. okt. 1983, dóttir hennar er Emelía Birta, f. 22. apríl 2002 og Vigni Inga, f. 3. mars 1987. 4) Kristófer, f. 20. mars 1965. Ástvaldur stofnaði Vélsmiðjuna Stál á Seyðisfirði 1948 ásamt bróð- ur sínum Pétri og starfaði þar að mestu allan sinn starfsaldur. Ást- valdur sinnti á árum áður mörgum félags- og trúnaðarstörfum á Seyðisfirði og víðar. Einna hjart- fólgnast var honum að gegna störfum formanns sóknarnefndar Seyðisfjarðarkirkju á árunum 1959–1982, formennska við upp- byggingu Vonarlands, dvalar- heimilis fatlaðra á Egilsstöðum og að sitja í svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi. Útför Ástvaldar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ástvaldur Anton Kristófersson og bróðir hans voru frumkvöðlar síns tíma þegar þeir stofnuðu Vélsmiðj- una Stál á Seyðisfirði árið 1948. Þar var tekist á við fjölda verkefna, skipasmíðar, lokusmíðar, smíði á sniglum og þeir reyndu fyrir sér með fjöldaframleiðslu á hliðum fyrir sveitabæi sem eru enn í notkun og smíði á þvottavélum svo nokkuð sé nefnt. Markaðurinn þá var ekki tilbúinn fyrir allar þeirra hugmynd- irnar. Uppi voru einnig áform um að pakka inn heyi í stóra plastpoka sem átti að lofttæma til að varðveita nær- ingargildi heysins, eins og allir vita þá er svipaðri aðferð beitt í dag en útfærð á annan veg með heyrúllum. Framlag Stáls til Seyðisfjarðar hef- ur í gegnum tíðina verið umtalsvert með því að skapa fjölda starfa sem hefur framfleytt fjölda manns í bæj- arfélaginu. Með kynnum mínum af Ástvaldi kom það mér á óvart hversu líkur hugsanagangur frumkvöðla er, þar er ekki um að ræða kynslóðabil. Ég hef því getað notið þess að fara á hugarflug með tengdaföður mínum um tækni og lausnir, sem sumar hverjar eru í framleiðslu í mínu fyr- irtæki í dag. Við náðum að tengjast sérstökum böndum í gegnum sam- eiginleg áhugamál okkar á frum- kvöðlastarfsemi. Ekki er víst að allir innan fjölskyldunnar hafi notið þess að sjá og heyra til okkar í pælingum, í hinum ýmsu fjölskyldusamkomum, en það sem skipti mestu fyrir okkur var að við nutum þess. Ástvaldur var listhneigður, málaði örfáar olíumyndir og skar mikið út í við, hann hafði yndi af öllu hand- verki. Eftir hann liggja hin ýmsu út- skurðarverk sem fjölskylda hans, vinir og kunningjar munu njóta um ókomin ár. Sonur minn, Anton Björn, sagði mér einhvern tímann hversu frábært það væri að eiga afa sem gæti smíðað allt, enda hafa þeir eytt talsverðum tíma saman á verk- stæði afa hans við hinar ýmsu smíð- ar á leikföngum sem ekki er hægt að kaupa í verslunum. Ástvaldur gaf sér góðan tíma fyrir barnabörnin sín og reyndi að sinna þeim eftir getu, hann lagði rækt við að þau temdu sér kurteisi, sanngirni og öguð vinnubrögð. Hann kunni að meta það þegar börnin gerðu vel, hvort um var að ræða vinnu, tónlist, íþróttir eða skóla. Dóttir mín, Sigríð- ur María, hefur notið þess að hafa átt afa sem gaf sér tíma fyrir hana og nutu þau þess bæði þar sem kyn- slóðabil var einfaldlega ekki til stað- ar. Ástvaldur vildi að unga fólkið fyndi sig og sitt fagsvið og lagði rækt við draumana sína, þó svo það krefð- ist fórna og vinnuframlags, jafnvel í árum talið. Í veikindum tengdapabba dáðist ég að Önnu Kristínu tengdamömmu, hvernig hún tókst á við þessa þraut- argöngu, og stóð við hlið manns síns þar til yfir stóð. Börn þeirra hjóna stóðu við hlið þeirra eins og klettar. Ég sendi þeim samúðarkveðjur mín- ar, hugsanir mínar verða hjá Önnu, börnum þeirra, fjölskyldumeðlimum og vinum. Ástvaldur hefur auðgað líf okkar og mun lifa áfram hjá okkur í sínum verkum og afkomendum. Sigmar Guðbjörnsson. Ástvaldur Kristófersson, föður- bróðir minn, eða Addi eins og hann var kallaður, var einhver allra vænsti maður sem ég hef notið sam- vista við á lífsleiðinni. Hann var ann- ar í röð þriggja barna hjónanna Kristófers Péturssonar og Jensínu Antonsdóttur, sem bjuggu á Glaumbæ í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu, þegar Addi fyrst leit dagsins ljós. Hann er aðeins á þriðja aldursári þegar hann missir móður sína og systkinahópurinn tvístrast. Yngri bróðir, Pétur, þá á fyrsta ári, er sendur austur á Seyð- isfjörð, þar sem móðursystir Emelía og maður hennar Theodór Blöndal taka hann í fóstur. Nokkru síðar fór einnig systirin Ingibjörg til þeirra hjóna á Seyðisfjörð. Addi varð eftir hjá afa Kristófer í Langadalnum, en eftir missi eigin- konu hættir hann búskap í Glaumbæ. Ástvaldi var komið fyrir á nágrannabænum Engihlíð, þar sem hann var lengstum, allt til fullorðins- ára. Eftir hefðbundna skólagöngu, eins og hún gekk fyrir sig til sveita í þá tíð, fór Addi í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist stúdent þaðan. Haustið 1948 innritast hann í Háskóla Íslands og leggur stund á heimspeki, en hugur hans stóð til að fara utan og nema arkitektúr. Hér taka örlögin í tauma, því úr verður, að hann þennan fyrsta vetur í Háskólanum fer austur á Seyðis- fjörð til að hjálpa Pétri bróður sínum að endurreisa vélsmiðju sem hann hafði árið áður misst í bruna. Upp frá þessu er Seyðisfjörður hans vettvangur. Addi fór síðan að vinna í smiðjunni og gerðist lærlingur hjá bróður sín- um í vélsmíði og bóklega námið stundaði hann við Iðnskóla Seyðis- fjarðar, en hann var jafnframt kenn- ari við skólann. Upp frá þessu varð Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði hans vettvangur og ævistarf. Addi frændi var gáfumaður, af- burðanæmur, víðlesinn, hafði ríka kímnigáfu og sagði vel frá. Hann var góður smiður, af guðs náð, jafnt á tré sem járn. Hann var ekki allra en tryggur vinur og hafði einstakan há- vaðalausan hátt á að leiðbeina og koma sínu fram. Hann setti mark sitt víða á samtíð sína, á þann hátt að enginn varð var við, fyrr en hlutirnir voru gerðir. Ég bar gæfu til að vera avinnu- félagi Adda í nær 30 ár. Þar bar aldrei skugga á. Hann var með ljúf- mennsku sinni og virðingu fyrir líf- inu og tilverunni mér sönn fyrir- mynd. Fyrir það vil ég nú þakka. Eftirlifandi eiginkona er Anna Kristín Jóhannsdóttir, og börnin, uppkomin, Jóhanna, Emelía, Inga og Kristófer, kveðja kæran eigin- mann, föður og sinn besta vin og fé- laga. Allir sem þekktu Adda vita að hann á nú góða heimkomu. Guð blessi minningu hans. Theodór Blöndal. Þegar ég nú minnist Ástvaldar Kristóferssonar vinar míns kemur mér hið sama í hug og jafnan er ég hugsa til hans. Nefnilega hversu traustur maður hann hefur verið og hollur öllum þeim sem áttu eitthvað undir honum. Mér er sem ég heyri Drottin segja nú þegar ævi Ástvald- ar er öll: „Gott, þú góði og rúi þjónn, … gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Ástvaldur var fyrst trúr og hollur fjölskyldu sinni. Önnu, konu sinni, dætrunum Jóhönnu, Ingu og Emmu og honum Kristófer sem þurfti mest þeirra allra á forsjá hans að halda. Ástvaldi fórst þessi mik- ilvægi þáttur lífsins einkar fallega og stækkar hann meir í mínum augum en annað það er hann tók sér fyrir hendur. Ástvaldur var traustur bróðir Ingibjargar og jafnframt samverka- maður Péturs og var samstarf þeirra bræðra langt og mikils virði byggð og búsháttum á Seyðisfirði. Þar var hann góður borgari og vinur. En það er kirkjustarfið sem ég vil leggja mesta áherslu á í þessu skrifi. Hann var vakinn og sofinn yfir hag Seyðisfjarðarkirkju og kirkjugarðs áratugum saman. Á tíma sr. Heimis Steinssonar hófst langvinnt og ein- arðlegt endurbótastarf við kirkjuna sem Ástvaldur leiddi með góðri að- stoð fleiri manna ekki síst Garðars Eymundssonar byggingameistara. Kirkjan var þá endurnýjuð hið innra og máluð. Síðar var byggt nýtt safn- aðarheimili við kirkjuna og hún var máluð hið ytra – blá að lit. Um leið var kór kirkjunnar stækkaður og gert nýtt altari og höfðu þeir félagar forsögn og lögðu gjörva hönd að öllu. Umhverfi kirkjunnar og kirkjugarð- urinn voru mjög prýdd jafnframt þessu og er nú Seyðisfjarðarkirkja með umhverfi sínu einhver fegursta bygging í öllu landinu. Þau ár sem við áttum samleið á Seyðisfirði eignuðumst við marga góða vini sem við erum þakklát fyrir en í þeirra hópi hafa Ástvaldur og fjölskylda hans sérstakan sess. Það var dýrmætt að eiga athvarf hjá þeim. Við Auður blessum minningu Ástvaldar og biðjum Önnu og börn- um þeirra huggunar og farsældar. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Enn einn jafnaldri minn kveður jarðlífið. Húnvetningur eins og ég, alinn upp í blómlegri sveit. Enginn getur vegsamað eins og ber að alast upp meðal dýra og gróðurs. Mætti segja um þennan æskufélaga minn eins og ég kvað við ungan vin minn forðum, er var að búa sig í sumar- dvöl: Veröldin er viðmótshýr víst um Íslandsbyggðir, þar sem börn og blóm og dýr binda saman tryggðir. Ástvaldur Anton Kristófersson, sem kvaddur verður frá Seyðisfjarð- arkirkju í dag, fæddist á Glaumbæ í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann ólst að miklu leyti upp í Engi- hlíð, sem er næsti bær, hjá öldruðum hjónum, sem þar bjuggu, og síðar hjá börnum þeirra, tveimur systrum og bróður, er bjuggu saman ógift. Hann naut góðrar barnaskóla- menntunar á heimslóðum, því að húsbóndinn var barnakennari sveit- arinnar, Sigurður Einar Guðmunds- son, f. 1892. Hann féll frá með svip- legum hætti vorið 1943. Þá var Ástvaldur Anton nemandi í Mennta- skólanum á Akureyri og lauk gagn- fræðaprófi einmitt um það leyti, sem Sigurður var jarðsettur. Gat hann ekki verið viðstaddur út- för hans, og hefur honum vafalaust fallið það þungt. Ég var vetrarmað- ur í Engihlíð, er Sigurður féll frá, og var mér það bitur lífsreynsla, korn- ungum manni, en þó vitanlega mest aldinni móður hans og systrum. Ástvaldur lauk stúdentsprófi frá MA 1947. Skömmu síðar lagði hann leið sína til Seyðisfjarðar og varð meðeigandi fyrirtækis með bróður sínum. Á Seyðisfirði dvaldi hann til æviloka, kvæntist og eignaðist af- komendur. Var farsæll borgari þar. Ég gisti tvær nætur hjá Ástvaldi og konu hans veturinn 1995, er ég fylgdi bekkjarfélaga mínum úr Kennaraskólanum, honum Valgeiri Sigurðssyni, til grafar, en hann dvaldi allan sinn starfsaldur á Seyð- isfirði. Minnist ég þessara daga með mikilli ánægju, því að hjónin gerðu allt, sem þau gátu, til að gera mér líf- ið ánægjulegt. Ég kveð gamlan Langdæling og Húnvetning með þökk fyrir kynni. Aðstandendum votta ég samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. Fallinn er heiðursmaður, ráðagóð- ur og rólyndur, hugljúfur og greið- vikinn. Kynni mín af Ástvaldi Kristófers- syni hófust er ég vígðist á Seyðis- fjörð árið 1979. Hann var þá formað- ur sóknarnefndar, einnig meðhjálp- ari og hringjari. Á sama tíma vann hann að endurnýjun og stækkun kirkjunnar af einlægum áhuga og virðingu ásamt yfirsmiðnum Garðari Eymundssyni. Þeir hönnuðu og smíðuðu altari og fleira í kór kirkj- unnar af listfengi og smekkvísi. Þá var lokið gagngerum endurbótum á allri kirkjunni og þótti rétt að vígja hana á ný. Mannkostir Ástvalds, lundarfar og kærleikur hans til kirkjunnar, gerðu það að verkum, að það var einkar gott fyrir ungan prest að koma að störfum. En hlutur eig- inkonu hans, Önnu, var ekki síðri. Þau tóku okkur hjónin að sér af miklum hlýhug. Mér fannst dýrmætt að Ástvaldur lá ekki á skoðunum sínum við mig ef honum mislíkaði. Hann vildi fá guðs- orðið útlagt í prédikunarstól. Eitt sinn eftir messu, nálægt kosningum, er ég hafði rætt þjóðfélagsmálin, kom hann til mín til að færa mig úr messuskrúða, þungur á brún. Áður en það gerðist sagði hann mér um- búðalaust, að hann vildi ekki þurfa að hlusta á pólitík úr prédikunar- stóli, hana gæti hann hlustað á alla vikuna. Voru ekki fleiri orð um þetta höfð framar. Ég þakka Guði fyrir að hafa feng- ið að njóta vináttu og starfa með Ástvaldi Kristóferssyni. Eiginkonu hans Önnu Jóhannsdóttur og börn- um þeirra Jóhönnu, Ingunni, Emelíu og Kristófer, vottum við hjónin inni- legasamúð og biðjum Guð að hugga þau. Magnús Björn Björnsson. ÁSTVALDUR ANTON KRISTÓFERSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.