Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 39
MINNINGAR
ég þær minningar með mér. Það er
sárt að kveðja þig, kæri vinur, þú
áttir svo mikið að gefa og svo mikið
til að lifa fyrir en hugur okkar Guð-
rúnar er hjá þér og fjölskyldu þinni
sem hefur misst svo mikið.
Góður guð vaki yfir þér, Rósa mín,
og börnunum ykkar og veiti ykkur
styrk. Foreldrum og systkinum
Bjarka sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á þessari sorg-
arstundu.
Grétar Eggertsson.
Ég heyrði Jesú himneskt orð,
„kom hvíld ég veiti þér
þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt
því halla að brjósti mér“.
(S.T.)
Vinur okkar og skipsfélagi, Bjarki
Heiðar Haraldsson, er látinn langt
fyrir aldur fram. Einn af mörgum
sem krabbamein leggur að velli í
blóma lífsins. Engan okkar grunaði
fyrir rúmu ári þegar hann veiktist að
svo myndi fara. Það virtist alveg úti-
lokað með Bjarka, svona ungan og
hraustan mann, það kom hreinlega
ekki annað til greina en honum batn-
aði að manni fannst. En dauðinn fer
ekki í manngreinarálit og „sláttu-
maðurinn slyngi“, slær allt hvað fyr-
ir er.
Bjarki var glaðlyndur og góður fé-
lagi á hverju sem gekk. Hraust-
menni að burðum, duglegur og
kappsamur til vinnu. Hann hafði
góðan húmor og var hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi. Áhuga-
mál hans voru einkum veiðiskapur,
bæði stangveiðar og skotveiðar.
Hann var glöggur og laginn veiði-
maður og hafði þessa þolinmæði til
að bera sem veiðimönnum er nauð-
synleg til að ná árangri. Veiðisögur
sagði hann stundum um borð, ekki
til að upphefja sjálfan sig, heldur
fjölluðu þessar sögur oftast um ýmis
atvik sem höfðu hent hann sjálfan
við veiðiskap þegar eitthvað fór úr-
skeiðis. Þannig sá hann spaugilegu
hliðina á sínum mistökum manna
best og gat hlegið dátt að sjálfum
sér.
Veikindum sínum tók Bjarki af
fullkomnu æðruleysi að því er virt-
ist, ræddi um þau blátt áfram og
aldrei að finna neinn beyg í honum.
Er það nokkur huggun harmi gegn
þegar menn halda mannlegri reisn
til enda í svo erfiðum veikindum og
bera höfuðið hátt allt til endalok-
anna. Við skipsfélagar Bjarka mun-
um hann einungis eins og hann var, í
fullu fjöri, hressan og kátan í starfi
og í leik.
Rósu Dóru, börnunum og fjöl-
skyldum þeirra á Sauðárkróki og
Hvammstanga sendum við innilegar
samúðarkveðjur
Drottinn, gef þú dánum ró og hin-
um líkn sem lifa.
Áhöfnin á Málmey SK1.
Erfitt er að koma orðum að þeim
aragrúa minninga sem koma upp í
hugann við fráfall góðs vinar. Bjarki,
sem átt hafði við erfið veikindi að
stríða um nokkurt skeið, lést á Sauð-
árkróki daginn áður en við gömlu fé-
lagarnir hans þrír, sem búum í út-
löndum, náðum að koma til Íslands
að hitta hann í hinsta sinn.
Okkur verður orða vant þegar vin-
ur fellur frá löngu fyrir aldur fram,
löngu áður en sanngjarnt væri að
segja að ,,tíminn væri kominn“. Allt
hefur sinn tilgang en engu að síður
reynist okkur erfitt að skilja hvers
vegna ungur maður er kallaður á
brott frá eiginkonu og fjórum börn-
um.
Minningarnar um vin okkar
Bjarka eru margvíslegar. Við ólumst
upp saman á Hvammstanga, en
héldum síðan hver sína leið þegar
við uxum úr grasi. Tækifærin til
samvista urðu færri því allir helltum
við okkur út í lífið, undirbjuggum
framtíðina og sköpuðum okkur
starfsvettvang og heimili, hver í sínu
landi. Þegar við hittumst, hins veg-
ar, var eins og tíminn hefði staðið í
stað. Þótt við ættum að teljast vaxn-
ir úr grasi duttum við strax inn í
stráksskap æskuáranna, héldum
áfram góðlátlegum metingi um hver
hefði verið bestur í fótbolta, hver
bestur í sundi eða frjálsum íþróttum,
að ekki sé nú talað um hver hefði
verið sterkastur. Niðurstaðan var
reyndar alltaf sú sama, við vorum
betri sundmenn, en Bjarki skaraði
fram úr í frjálsum íþróttum og setti
meira að segja met í sínum greinum.
Nándin við að alast upp í þorpi á
landsbyggðinni hverfur aldrei þótt
landfræðilegar fjarlægðir fækki
samverustundunum. Æskuheimilin
okkar á Hvammstanga voru ætíð op-
in strákaskaranum, fyrst sem vett-
vangur leikja lítilla drengja, síðan
leyndardómsfullra funda inni í her-
bergi, bannaðir fullorðnum, þar sem
háfleygar áætlanir voru gerðar um
framtíðina, hlustað á poppmúsík og
að sjálfsögðu talað um stelpurnar
þegar við gerðum okkur grein fyrir
því að þær væru alls ekki eins
ómögulegar og við héldum þegar við
vorum litlir.
Við færum Rósu Dóru og börn-
unum, foreldrum Bjarka heitins,
Haraldi og Báru og systkinum hans,
innilegar samúðarkveðjur frá Nor-
egi og Danmörku, og biðjum góðan
Guð að styrkja þau.
Björgvin Ingi, Hrafn
og Magnús Ýmir.
Minningar liðinna stunda birtast
sem myndir. Eins og gerst hafi í gær
renna í gegnum hugann þær stundir
sem ég átti með Bjarka á íþrótta-
sviðinu og sem nemanda við Grunn-
skólann á Hvammstanga.
„Hvad spiser börnene i Island?“
spurði einn Daninn þegar Bjarki, 12
ára gamall, gerði sér lítið fyrir og
sigraði jafnaldra sína frá Norður-
Evrópu á Andrésar Andarleikum í
Hróarskeldu í kúluvarpi og 800 m
hlaupi.
Kæri vinur. Þú varst stór og
sterkur og jafnvígur til margra
íþróttagreina. Þær stundir sem við
áttum saman heima á Hvamms-
tanga, á ferðum á íþróttamót vítt og
breitt um landið og til útlanda voru
gefandi. Heimabyggðin fór ekki var-
hluta af góðu gengi þínu. Það fyllti
alla bjartsýni og trú á að lítið sam-
félag úti á landsbyggðinni gæti líka
átt afreksfólk í íþróttum. Sigrarnir
voru margir og sætir. En lífið er
ekki alltaf dans á rósum. Það mætir
manni líka mótlæti og sumt verður
ekki sigrað. Því hefur þú nú fengið
að kynnast, kæri vinur.
Hafðu þökk fyrir góðar, eftir-
minnilegar og skemmtilegar stund-
ir.
Eiginkonu, börnum, foreldrum,
systkinum og öðrum ættingjum
sendum við okkar bestu kveðju.
Megi minning um góðan dreng
hjálpa ykkur á þessari stundu.
Flemming Jessen og fjölskylda.
Í örfáum orðum viljum við í
Göngufélaginu Brynjólfi votta þér
virðingu okkar og aðstandendum
þínum okkar dýpstu samúð á þessari
stundu.
Göngufélagið Brynjólfur varð til í
félagsskap ungra manna á Hvamms-
tanga árið 1988 og markmið félags-
ins er fjárrekstur á Vatnsnesfjalli á
hverju hausti. Félagið hefur vaxið og
dafnað á þessum 16 árum sem liðin
eru frá stofnun þess og í dag skipar
það stóran sess í lífi okkar allra. Í
dag er sorg í hjarta okkar er Bjarki,
sem frá upphafi hefur verið formað-
ur félagsins og sá sem hefur leitt
hópinn, er fallinn frá.
Vinskapur sá sem hefur myndast
meðal félagsmanna hefur vaxið með
hverju árinu sem líður og tilhlökk-
unin er nær dregur hausti eykst með
árunum og átti Bjarki stóran þátt í
þeirri tilhlökkun. Hann var sá aðili
sem hélt mönnum við efnið og oftar
en ekki var byrjað að hafa samband
við félagsmenn í júlíbyrjun til að láta
vita hvenær göngur yrðu og hvort
öruggt væri að menn skiluðu sér
ekki á aðalfund þá um haustið.
Við fráfall þitt fara minningarnar
að verða dýrmætar og af þeim eig-
um við nóg, minning um góðan vin
og félaga lifir með okkur. Hvernig
þú ákvaðst að takast á við veikindi
þín lýsa þér líklega best og hvern
hefði órað fyrir því er þú fékkst þína
sjúkdómsgreiningu fyrir rúmu ári að
þú hefðir átt eftir að fara með okkur
tvisvar í göngur ásamt mörgum
fleiri góðum stundum sem við áttum
saman. Þetta voru ekki létt átök og
tóku þau sinn toll af þér en hugur
þinn var skýr og markmiðin voru
ljós. Með jákvæðni og kraft að leið-
arljósi var tekist á við erfiðan sjúk-
dóm og leit sú barátta vel út lengi
framan af en að lokum var ljóst að
hverju stefndi.
Við þökkum fyrir að fá að hafa
orðið þess heiðurs aðnjótandi að telj-
ast til vina þinna og hugur okkar er
hjá Rósu og börnunum þínum sem
hafa nú misst eiginmann, föður og
sinn besta vin.
Við munum hlúa að minningunni
um góðan dreng og einstakan félaga
og biðjum góðan guð að umvefja þig
og vaka yfir fjölskyldu þinni.
Göngufélagið Brynjólfur.
Elsku Bjarki minn, það er svo erf-
itt að kveðja þig og sætta sig við að
þú þurfir að fara frá konu og börn-
um svona fljótt. Ég minnist þess
þegar ég var á heimili foreldra þinna
þegar þú varst lítill drengur, hvað
þú varst fallegt barn með þitt ljósa
hár og bjarta brosið. Þegar ég var að
passa þig þá var það ekki nema einn
leikur sem kom til greina, það var að
sparka bolta og gerðum við mikið af
því. Þú vildir helst vera með stóru
strákunum í fótbolta en þeir voru
mjög góðir við þig og þú fékkst alltaf
að spila með. Þú varst mjög dugleg-
ur í íþróttum og það var gaman að
fylgjast með þér, samt hafði fótbolt-
inn alltaf forgang.
Það var góð vinátta milli þín og
elstu dóttur minnar og þegar þú
fórst að fara að heiman þá hringdir
þú oft til að tala við „frænku“. Það
var alltaf svo gott að heyra röddina
þína jafnvel þó þú vektir mig stund-
um upp að næturlagi. Svo kynntist
þú Rósu Dóru þinni og mér fannst
alltaf að þið ættuð svo vel saman. Ég
á fallega minningu frá síðasta ætt-
armóti þar sem þið voruð með börn-
in ykkar. Í heimsóknum mínum til
þín á sjúkrahúsið síðasta ár ræddum
við oft margt og ég lærði mikið af
þér og þínum góðu gildum. Við sem
þekkjum þig eigum dýrmæta perlu,
minningu um góðan dreng, hún
verður ekki frá okkur tekin.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Bjarki minn, hafðu þökk
fyrir allt og Guð geymi þig.
Rósa Dóra, Sigríður Heiða, Har-
aldur Viðar, Hólmar Sindri, Karen
Ýr, Bára, Halli og fjölskylda. Guð
varðveiti ykkur og styrki.
Hanna Garðarsdóttir.
Í morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veist nú, í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna
(Hannes Pétursson.)
Bjarki, minn kæri vinur, er fallinn
frá allt of snemma. Ég man fyrst eft-
ir Bjarka þegar hann var sex ára
gamall, þá nýfluttur á Garðaveginn.
Strákar á öllum aldri léku sér saman
í fótbolta frá morgni til kvölds og
Bjarki varð strax einn af hópnum
enda stór eftir aldri og snaggaraleg-
ur strákur. Það var snemma ljóst að
Bjarki var efni í góðan íþróttamann
og hann hafði mikið keppnisskap.
Hann setti allmörg Íslandsmet í sín-
um aldursflokki í frjálsum íþróttum
og stendur Íslandsmet hans í 800
metra hlaupi í strákaflokki enn sem
hann setti árið 1981. Við Bjarki unn-
um saman nokkur sumur í Mjólk-
urstöðinni á Hvammstanga og það
var oft fjör hjá strákahópnum sem
þar starfaði. Milli þess sem var unn-
ið var endalaust grín í gangi og var
Bjarki þar fremstur meðal jafningja.
Við stofnuðum Göngufélagið Brynj-
ólf sem hefur samviskusamlega
sinnt smölun á Vatnsnesi á hverju
ári síðan 1988. Bjarki var formaður
félagsins frá fyrsta degi og naut sín
vel í því starfi. Þessi frábæri fé-
lagsskapur hefur notað smalaferð-
irnar sem góða ástæðu til að
skemmta sér saman. Við félagar fór-
um oft saman í veiðiferðir og Bjarki
var alltaf ótrúlega bjartsýnn áður en
lagt var af stað. Ég man eftir slíkri
ferð þar sem við lögðum af stað um
fjögurleytið að nóttu og fórum um
allt Vatnsnesið í leit að gæsum. Til
að gera langa sögu stutta þá endaði
með því að við komum heim, þreyttir
og svangir, þar sem allt hafði farið
úrskeiðis sem hugsast gat. Það vant-
aði svo ekki bjartsýnina í Bjarka
þegar næst var haldið af stað og
hann hlustaði ekki á einhverjar úr-
tölur.
Bjarki var góður húmoristi og
hafði þannig frásagnargáfu að oftar
en ekki veltust viðstaddir um af
hlátri. Hann átti það til að vera stríð-
inn og gat platað mann upp úr skón-
um á augabragði með ótrúlegustu
sögum án þess að sýna nein svip-
brigði, sem hann leiðrétti svo eftir
smátíma og hafði gaman af.
Bjarki fór í Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki og kynntist þar Rósu
Dóru sem varð seinna eiginkona
hans. Rósa Dóra féll strax vel inn í
vinahópinn enda ljúf í lund. Þau
bjuggu sér heimili á Króknum og
eignuðust þrjú myndarleg börn.
Í ágúst á síðasta ári greinist hann
með krabbamein og ljóst var að bar-
áttan yrði erfið. Í því stríði komu
berlega í ljós mannkostir hans, jafn-
aðargeð og æðruleysi en hann bar
sig ávallt vel og gerði sem minnst úr
veikindum sínum.
Fyrr á árinu varð ég fertugur og
þá komu Bjarki og Grétar vinur okk-
ar og heiðruðu mig með nærveru
sinni. Við áttum góða stund saman,
rifjuðum upp bernskubrekin og sötr-
uðum rauðvín. Í minningunni mun
þetta kvöld alltaf verða mér kært.
Á stundu sem þessari er orðið
óréttlæti það orð sem kemur sterkt
upp í hugann.
Óréttlæti yfir því að Bjarki fékk
ekki að vera lengur á meðal okkar,
hjá Rósu Dóru sem hann unni svo
heitt og börnunum sínum sem hann
var svo stoltur af.
En minningin um góðan og
skemmtilegan vin mun lifa áfram í
hugum okkar sem þekktum Bjarka
og þær minningar eru okkar fjár-
sjóður.
Með miklum trega kveð ég vin
minn Bjarka og sendi Rósu Dóru,
Sigríði Heiðu, Haraldi Viðari, Hólm-
ari Sindra, Karen Ýri, Halla og
Báru, Hrannari, Borghildi, Fjólu og
Garðari og öllum þeim sem eiga um
sárt að binda mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi allar góðar vættir
vaka yfir þeim.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar.
Ragnar Karl Ingason.
Mig langar með fáum orðum og
minningarbrotum að senda þér mína
hinstu kveðju. Það er mér eins og
öllum sem þig þekktu ólýsanlega
erfitt og sárt að þurfa að sættast við
þá staðreynd að þú sért farinn frá
okkur að eilífu. Það er svo óréttlátt
og vægðarlaust hvernig örlögin geta
verið og maður stendur uppi ráð-
þrota og hjálparvana gegn slíku.
Ótal minningar koma upp í hug-
ann þegar ég lít til baka og við höf-
um brallað margt saman. Ég man
eftir þér sem unglingi; bráðþroska,
mikill íþrótta- og keppnismaður. Í
frjálsum íþróttum settirðu hvert Ís-
landsmetið á fætur öðru og ef ekki
hefði verið fyrir meiðsl hefðir þú lík-
legast náð alla leið á þessu sviði. Við
kynntumst fyrir alvöru í gegnum
fótboltann þegar við lékum í knatt-
spyrnuliði Kormáks og unnum þar
dyggilega saman ásamt mörgum
öðrum. Þetta voru skemmtileg ár og
mikil samheldni í hópnum. Keppn-
isferðirnar voru líflegar og oftast
varst þú miðpunktur og hrókur alls
fagnaðar. Geislaðir af gleði og ærsla-
skap svo aðrir smituðust í kring.
Okkur varð vel til vina og sú vinátta
hefur haldist alla tíð, þótt við höfum
oft búið langt frá hvorum öðrum.
Áhugamál okkar lágu saman á
mörgum sviðum, hvort sem voru
íþróttir, stangveiði, skotveiði, hesta-
mennska eða annað. Og þegar
hausta tók byrjaði árviss spenningur
og undirbúningur eins mesta áhuga-
efnis þíns en það var göngur á
Vatnsnesi. Ég var svo heppinn að fá
að koma inn í Göngufélagið Brynjólf
sem þú stýrðir af röggsemi og áttum
við þar margar góðar stundir. Þarna
naust þú þín virkilega, hraustmenni,
kraftmikill, hress og skemmtilegur.
Sannur víkingur.
Eftir að þú greindist með þennan
illvíga sjúkdóm kynntist ég þér enn
betur og þá kom virkilega fram þinn
sterki karakter.
Þú sýndir mikinn styrk og barðist
hetjulega gegn sjúkdómnum, kvart-
aðir ekki og huggaðir aðra í kringum
þig þegar vinir þínir og fjölskylda
áttu bágt. Jákvæður, en samt raun-
sær á stöðuna og reyndir að styrkja
og undirbúa fjölskylduna eins vel og
hægt var ef illa færi. Tel ég að fjöl-
skylda þín búi að því til frambúðar.
Þær eru margar góðu minning-
arnar um þig, sannan vin og traust-
an, sem ég mun geyma innra með
mér um alla ævi. Ég þakka fyrir
þann tíma sem ég fékk að þekkja
þig, Bjarki, og líf mitt er ríkara eftir
þau kynni. Guð geymi þig og varð-
veiti.
Rósu, börnum og fjölskyldu
Bjarka vottum við okkar dýpstu
samúð. Guð gefi ykkur styrk til að
takast á við þessa djúpu sorg.
Geir Karlsson og fjölskylda.
Kæri vinur. Þegar ég hugsa um að
ég sé búinn að missa góðan vin sem
var mér traustur og tryggur í einu
og öllu er stórt skarð í hjarta mínu
sem aldrei verður fyllt. Við kynnt-
umst ekki fyrr en ég flutti til
Hvammstanga þegar ég var 11 ára,
en við vorum reyndar búnir að mæt-
ast á íþróttamótum þar sem þú varst
alltaf fremstur meðal jafningja.
Þegar ég lít til baka eru þau ár
sem ég minnist mest þegar við vor-
um saman alla daga eftir að þú
komst heim úr skólanum frá Egils-
stöðum eftir að hafa meiðst og
reyndi ég að gera þér glaðan dag
með því að koma heim til þín flesta
daga eftir skóla hjá mér. Það verður
að segjast eins og er að ég var orð-
inn eins og einn af fjölskyldu þinni
um tíma og var mér sagt að haga
mér eins og heima hjá mér. Mamma
þín og pabbi voru ekki neitt að kippa
sér upp við það þó ég væri sofnaður
undir teppi, enda fannst mér fjöl-
skylda þín vera alveg frábær, sem
hún er enn í dag.
Á þessum árum er margt sem er í
minningu minni sem tengist þér á
einhvern hátt og er ég afar þakk-
látur fyrir að hafa fengið að vera
með þér þann tíma sem við áttum.
Núna seinni ár höfum við verið tölu-
vert langt frá hvor öðrum að und-
anskildum tveimur árum á Króknum
þar sem við bjuggum nánast hlið við
hlið og ekki var að spyrja að því, þú
varst alltaf hress og kátur þegar þú
komst heim af sjónum til að fá að
vera með fjölskyldu þinni sem þú
getur verið stoltur af.
Elsku Bjarki, þegar ég sit hér og
reyni að rifja upp okkar tíma er
kannski margt sem ég vildi segja, en
kannski er best að muna þig eins og
þú varst, hress og skemmtilegur.
Eins og fram hefur komið er ég
stoltur af því að hafa fengið að vera
með þér þann tíma sem við áttum
saman og því miður þurftir þú að yf-
irgefa þetta líf allt of fljótt eftir
mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Megi góður guð ávallt fylgja þér.
Elsku Rósa, ég og mín fjölskylda
sendum þér og börnum þínum okkar
innilegustu samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum. Einnig viljum við
votta Báru, Halla, Hrannari og
Boggu samúð okkar.
Kveðja.
Hörður.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta