Morgunblaðið - 20.11.2004, Side 56

Morgunblaðið - 20.11.2004, Side 56
56 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Sýnd kl. 6 og 10.Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4 . Ísl tal. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára Sama Bridget. Glæný dagbók. Frá spennumyndaleikstjóranum, Renny Harlin kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki!Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki! Walt disney Sýnd kl. 3 og 8. Ísl. texti. Við gluggann hennar sýnd kl. 3. Undir stjörnuhimni sýnd kl. 5.30. Jargo sýnd kl. 8. Enskur texti Heimsins tregafyllsta tónlist sýnd kl. 10. enskt tal Sýnd kl. 3, 5.45, 8.15 og 10.30. ANGELINA Jolie segir að sig langi ákaflega mikið til að fá hlutverk í næstu James Bond-mynd. Mun hún vera í viðræðum við framleiðendur mynd- arinnar um að fá ósk sína um að verða Bond-stúlka uppfyllta. „Alla mína ævi hefur mig langað að leika vonda kall- inn í Bond-mynd,“ segir Angelina. Einnig greinir Angelina frá því að hún hafi orðið að hugga son sinn, Maddox, þegar hún fór með hann að sjá nýjustu myndina sína, Alexander. Maddox hafi orðið skelfingu lostinn þegar hann sá mömmu sína á kvikmyndatjaldinu. Jolie vill Bond UM 100 manns, helmingurinn frá bandarísku sjónvarpsfyrirtækj- unum CBS og Jerry Bruckheimer Productions og hinn helmingurinn frá íslenska fyrirtækinu Pegasus, kom að gerð upphafsþáttarins í þáttaröðinni Kapphlaupinu mikla (Amazing Race) þegar hann var tekinn upp hér á landi í sumar. Talið er að 11–12 milljónir Banda- ríkjamanna hafi horft á þáttinn þegar hann var frumsýndur í fyrrakvöld. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðsl- unni og voru starfsmenn Pegasus krafðir um algjöra þagmælsku frá því samið var um að taka þáttinn upp hér á landi í apríl og þar til tökur fóru fram í ágúst. Í þætt- inum takast nokkrir keppendur, tveir og tveir saman, á við ýmsar þrautir og berst leikurinn víða um heim. Vegleg peningaverðlaun eru í boði fyrir þá sem fyrstir koma í mark. Stöð 2 hefur sýnt þættina hér á landi við talsverðar vinsæld- ir. Mikill undirbúningur Einar Sveinn Þórðarson mark- aðsstjóri Pegasus segir að mikið hafi gengið á við undirbúning og tökur enda atburðarásin í þætt- inum hröð og oftast ófyrirséð. Mik- ið hafi verið að gerast á mörgum stöðum í einu. Undirbúningurinn varð því að vera vandaður og segir Einar að hann hafi í raun staðið frá því í apríl. Síðustu tvær vikurnar áður en bandaríska sjónvarpsliðið kom til landsins hafi um 50 manns unnið að þessu verkefni hjá fyr- irtækinu og síðan hafi u.þ.b. jafn- margir Bandaríkjamenn bæst við. Sjónvarpsþátturinn var tekinn upp á þremur dögum í ágúst og spurðust þá fyrst út fréttir um að taka ætti þáttinn upp hér á landi. Í fjölmiðlum var m.a. sagt frá því að keppendur hafi, í mikilli geðshrær- ingu og óðagoti, spurt til vegar við Vesturlandsveg. Einar vill koma sérstökum þökk- um á framfæri til Péturs Ósk- arssonar hjá viðskiptaþjónustu ut- anríkisráðuneytisins sem vann náið með Pegasus að því að ná samn- ingum. Icelandair, Iceland Nat- urally og Toyota-umboðið á Íslandi hafi styrkt gerð þáttarins veru- lega. Forráðamenn Bláa lónsins hafi einnig verið mjög hjálplegir. Þá hafi ákvæði um að erlendir kvikmyndaframleiðendur fái 12% framleiðslukostnaðar end- urgreiddan skipt miklu máli, Ís- land sé dýrt land og sjónvarpsfyr- irtæki reyni hvað þau geti til að halda kostnaði í lágmarki. Einar bætir við að Bandaríkja- mennirnir hafi verið afar ánægðir með hvernig til tókst og að þetta góða orðspor muni vonandi skila sér í fleiri sambærilegum verk- efnum. Sjónvarp | Kapphlaupið mikla tekið upp í samvinnu við Pegasus Um 100 manns komu að gerð þáttarins Keppendur í Kapphlaupinu mikla á hlaupum að Bláa lóninu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.