Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
tækja og brýnast er talið að slíta
tengsl milli Landsvirkjunar og Orku-
veitu Reykjavíkur.
Hópurinn var settur á laggirnar í
tilefni nýrra raforkulaga og var falið
að skoða hvernig mætti best hrinda
úr vör markaðsvæðingu raforku-
kerfisins á Íslandi. Tilskipun ESB
um sameiginlegan innri markað raf-
orku mælir fyrir um innleiðingu
samkepppni í áföngum. Ísland hefur
með nýjum raforkulögum frá 1. júlí
2003 innleitt þessa tilskipun og nú
þegar hefur verið innleidd sam-
keppni um stórnotendur, þá sem
nota meira en 100 gígavattstundir á
ári. Frá og með 1. janúar 2005 geta
þeir sem eru aflmældir og nota meira
afl en 100 kílóvött valið sér orkusala
og frá ársbyrjun 2007 verður öllum
EÐLILEGT er að hið opinbera
dragi sig úr rekstri raforkukerfisins
og sé ekki í samkeppni við einkaaðila
á þeim markaði. Með aðkomu hins
opinbera er samkeppnisstaðan
skekkt og einkaaðilar þar með lattir
til þátttöku. Takist vel til með mark-
aðsvæðinguna hér á landi stuðlar
hún að ávinningi fyrir þjóðfélagið í
heild sinni en þar með er ekki sjálf-
gefið að allir hópar orkunotenda
njóti ávinningsins í sama mæli.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu Verslunarráðs
Íslands um markaðsvæðingu raf-
orkukerfisins, sem kynnt verður á
fundi í dag. Í skýrslunni er m.a. lagt
til að orkufyrirtækin verði hluta-
félagavædd og þau skráð á markað.
Rjúfa þurfi eignatengsl milli fyrir-
Í skýrslunni segir að raforkuiðn-
aðurinn hér á landi hafi náð árangri.
Möguleikar til ávinnings af markaðs-
væðingunni kunni hins vegar að vera
eitthvað takmarkaðri hér en þeir
hafa verið sums staðar annars staðar
við upphaf markaðsvæðingar. „Hins
vegar eru litlar líkur á öðru en að
með markvissum framhaldsaðgerð-
um stjórnvalda verði hægt að njóta
ávaxta af aukinni samkeppni og að-
komu einkaaðila að markaðnum.
Eðli raforkugeirans er þó þannig að
ávaxtanna er fyrst og fremst að
vænta þegar til lengri tíma er litið.“
Bandaríkjunum. Engu að síður sé
mikilvægt að hafa í huga að flutn-
ingskerfið hérlendis sé víða veikt og í
því séu flöskuhálsar sem mjög dýrt
geti orðið að fjarlægja. Á meginlandi
Evrópu hafi flöskuhálsar í flutnings-
kerfum dregið úr ávinningi af mark-
aðsvæðingu raforkukerfisins. Þá sé
vert að hafa í huga að flutningskostn-
aður sé hærri hér á landi en víðast
erlendis, sem skýrist af stærð lands-
ins og fámenni. Kostnaður við flutn-
ing og dreifingu sé nú um 50–60% af
orkureikningi landsmanna en um sé
að ræða kostnað sem verði í einka-
leyfisstarfsemi undir verðlagseftir-
liti Orkustofnunar. Telur orkuhópur-
inn að einhver kostnaðarauki sé
líklegur við markaðsvæðinguna, að-
allega vegna mælinga og uppgjörs.
raforkunotendum heimilt að gera
slíkt hið sama.
Starfshópur Verslunarráðs var
skipaður Páli Harðarsyni frá Kaup-
höll Íslands, sem var formaður, Ei-
ríki Briem, Rarik, Jóni Ingimars-
syni, Íslandsbanka, Júlíusi Jónssyni,
Hitaveitu Suðurnesja, Ragnari Guð-
mundssyni, Norðuráli, og Stefáni
Péturssyni frá Landsvirkjun. Með
hópnum störfuðu einnig Þór Sigfús-
son, framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs, og Sigríður Á. Andersen, lög-
fræðingur hjá ráðinu.
Flutningskerfið veikt
Hópurinn telur enga ástæðu til
þess að fyrra bragði að reikna með
svipuðum vandamálum hér á landi
og upp hafa komið í raforkumálum í
Skýrsla Verslunarráðs um markaðsvæðingu raforkukerfisins verður kynnt í dag
Eðlilegt að hið opinbera dragi
sig úr rekstri í orkugeiranum
Morgunblaðið/Golli
FORSVARSMENN Kaupfélags
Skagfirðinga (KS) ákváðu í fyrradag
að selja tæplega 35% stofnfjárhlut í
eigu fyrirtækja KS í Sparisjóði Hóla-
hrepps. Kaupendurnir voru stjórn-
endur KS, eiginkonur þeirra ásamt
Sparisjóði Ólafsfjarðar og Sparisjóði
Mýrasýslu, sem keyptu 5% hvor.
Þannig var komið í veg fyrir að eign-
arhlutur KS og tengdra aðila jafngilti
aðeins 5% atkvæða á fundi stofnfjár-
eigenda í gær, eins og lög um fjár-
málafyrirtæki segja til um. Gömlu
stofnfjáreigendurnir eru mjög ósátt-
ir við framgöngu stjórnenda KS í
þessu máli.
Fundurinn í gær var haldinn á
Sauðárkróki. Samþykkt var að
breyta nafni Sparisjóðs Hólahrepps í
Sparisjóð Skagafjarðar og auka
stofnfé úr 22 milljónum króna í 88
milljónir. Jafnframt var kosin ný
stjórn þar sem gömlu stofnfjáreig-
endurnir náðu einum manni inn í
fimm manna stjórn.
Valgeir Bjarnason, sem átti sæti í
stjórninni fyrir gömlu stofnfjáreig-
endurna, segir framgöngu kaup-
félagsmanna vera siðlausa. Hans fólk
sé að láta lögfræðing athuga hvort
þessar aðferðir standist lög. Nú sé
ljóst að fulltrúar KS hafi kastað
gömlu stofnfjáreigendunum út og yf-
irtekið sparisjóðinn. Þetta sé sam-
bærilegt því þegar KB banki ætlaði
að taka SPRON yfir nema nú spili
Samband íslenskra sparisjóða með
þeim sem taki sparisjóðinn yfir.
Kaupfélag Skagfirðinga reki alla
þjónustu á Sauðárkróki og nú hafi
það einnig tekið fjármálaþjónustuna
yfir. Fólk fái hvergi skjól fyrir yf-
irgangi þess. Fundur stofnfjáreig-
enda í gær sýni það.
Efla sparisjóðinn
Þórólfur Gíslason, kaupfélags-
stjóri KS, harmar að reynt sé að gera
málefni sparisjóðsins og aðkomu
stjórnenda Kaupfélags Skagfirðinga
tortryggilega. Allir séu sammála um
að efla þurfi sparisjóðinn svo hann
geti þróast á lánamarkaði í sam-
keppni við aðrar peningastofnanir.
Vilji sé til þess að byggja upp stofnun
í héraði sem sé valkostur við aðrar
fjármálastofnanir. Þess vegna hafi
verið tekin ákvörðun um að hækka
stofnfé, sem núverandi stofnfjáreig-
endum standi til boða. „Menn eru að
taka höndum saman að byggja hér
upp sparisjóð sem getur þróast með
hagsmuni þessa héraðs að leiðarljósi.
Það er ekkert annað sem liggur á bak
við þetta.“
Nýja stjórn skipa þeir Sigurjón
Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri,
Jón Eðvald Friðriksson fram-
kvæmdastjóri, Magnús Brandsson
sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði og Gísli
Kjartansson sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Mýrasýslu. Sverrir Magnússon
situr í stjórninni fyrir hönd gömlu
stofnfjáreigendanna. Um 72% at-
kvæða féllu aðilum tengdum KS í vil
og 28% atkvæða gömlu stofnfjáreig-
endunum. Valgeir segir að mun fleiri
einstaklingar séu að baki þessum
28% því margir eigi lítið stofnfé. Þór-
ólfur segir að að þessar tölur sýni
vilja margra til að efla sparisjóðinn
undir nýju nafni, sem höfði til hér-
aðsins í heild. Um þetta hafi verið
ágæt samstaða og hann trúir því að
svo verði áfram. Grundvöllur þessa
starfs hafi verið breikkaður með að-
komu annarra sparisjóða. Meðal
annars þess vegna hafi stofnfé dótt-
urfélaga KS verið selt.
Snýst ekki um KS
Þórólfur segir um tiltölulega litla
peningastofnun að ræða. Menn séu
að horfa á möguleika á heimamark-
aði. Aðspurður hvort KS sé ekki að
verða of fyrirferðarmikið í Skagafirði
segir hann KS hafa metnað fyrir því
að vera með öfluga starfsemi og góð-
an rekstur til hagsbóta fyrir héraðið.
Þetta sparisjóðsmál snúist ekkert
um Kaupfélag Skagfirðinga.
Sparisjóður Hólahrepps var upp-
haflega stofnaður um eða upp úr
1905. Hann var með starfsemi í Hóla-
hreppi sem sameinaður hefur verið
öðrum í sveitarfélagið Skagafjörð.
Fyrir nokkrum árum hóf hann í sam-
vinnu við Kaupfélag Skagfirðinga að
innheimta afborganir af lánum
Íbúðalánasjóðs. Stofnfé var aukið á
árunum 2000 og 2001 og eignuðust þá
fjögur dótturfélög Kaupfélags Skag-
firðinga tæplega 40% hlut auk þess
sem stjórnendur þessara félaga eign-
uðust 8–9%.
„Það má líkja þessu við að bjóða
gesti velkomna í heimsókn. Eftir
nokkra dvöl er ljóst að þeir eru sestir
upp á þig og á endanum reka þeir þig
út,“ segir Valgeir um samstarf gömlu
stofnfjáreigendanna við forsvars-
menn Kaupfélags Skagfirðinga.
Ákveðið að breyta nafni Sparisjóðs
Hólahrepps og auka stofnfé
Segja KS hafa
tekið spari-
sjóðinn yfir
EFNT verður til jólatónleika til styrktar krabbameins-
sjúkum börnum í Hallgrímskirkju á laugardag kl. 16.
Einsöngvarar eru Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Birgitta Haukdal og Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson.
Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Kjalnesinga
syngja líka á tónleikunum undir stjórn Árna Harð-
arsonar. Að auki mun kór með fjörutíu börnum taka
undir í síðustu fimm lögunum og tólf manna strengja-
sveit og þriggja manna blásarasveit frá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands leikur ásamt hljómsveit Kjartans
Valdimarssonar.
Á myndinni taka Kristján Jóhannsson og Sigrún
Hjálmtýsdóttir lagið saman.
Morgunblaðið/Jim Smart
Syngja á styrktartónleikum