Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ótrúlegt lífshlaup íslensks dvergs Í þrjátíu ár þóttist hún vera eskimói ... og komst upp með það! Inga Dóra les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! Inga Dóra Björnsdóttir mann- fræðingur segir frá ævintýra- legu lífshlaupi Ólafar, varpar ljósi á blekkingarleik hennar og hvernig hún komst upp með hann. Inga Dóra Björnsdóttir 30% afsláttur Síðustu dagar 3. sæti Ævisögur og endurminningar Félagsvísindastofnun 1. – 15. nóv. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra hefur falið bruna- málastjóra að gera úttekt á bruna- vörnum og eldvarnaeftirliti hjá aðilum með sambærilegan eða hlið- stæðan rekstur og Hringrás ehf. Ráðherra hefur einnig falið bruna- málastjóra að kanna í ljósi atvika hvort ástæða sé til að breyta lögum eða reglum um brunavarnir og eld- varnaeftirlit til þess að draga úr líkum á því að atvik eins og það sem varð í Klettagörðum endurtaki sig. Ennfremur vill ráðherra láta skoða sérstaklega hvort ástæða sé til þess að fyrirskrifa nánari samvinnu við eftirlitsaðila til þess að tryggja skil- virkni í framkvæmd laga og reglna um brunavarnir. Brunamálastjóri á við þessa at- hugun að hafa samráð við viðkom- andi yfirvöld og eftirlitsaðila. Út- tektin á að liggja fyrir eigi síðar en 16. janúar á næsta ári. Ráðherra vill úttekt í framhaldi af brunanum GEIR Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að lögregla viti ekki betur en að allir íbúar hafi yfirgefið þau hús sem reykurinn frá brunanum í Hringrás stóð helst upp á. Ekki hafi verið gerð skilyrðislaus krafa um að fólk yfirgæfi íbúðir sem voru fjær. Geir Jón segir að mest áhersla hafi verið lögð á að rýma hús við Kleppsveg frá Dalbraut niður að Laugarnesvegi. Annars staðar hafi reykjarmökkurinn verið minni. Gengið hafi verið úr skugga um að enginn væri inni í húsum sem voru á aðalhættusvæðinu. Aðspurður segir Geir Jón að lögregla hafi heimildir til að fjarlægja fólk ef bráðahætta steðji að því. Í nokkrum húsum hafi verið mikil hætta á ferð- um en þá hafi allir íbúar farið sjálf- viljugir út enda ólíft í húsunum. Enginn í húsum á aðalhættu- svæðinu TJÓN sem Íslandstryggingar, tryggingafélag Hringrásar, mun væntanlega þurfa að greiða nemur um 30 milljónum samkvæmt fyrstu athugun, að sögn Smára Ríkharðs- sonar forstöðumanns tjónasviðs fé- lagsins. Inni í skemmunni sem brann voru m.a. lyftarar, suðutæki, smágrafa og dekkjatætari. Dekkjahaugurinn var ekki vátryggður en nokkur verðmæti voru í honum. Smári hafði í gær skoðað nokkr- ar íbúðir og blokkir við Kleppsveg sem reykur barst inn í. Hann sagði eftirtektarvert hversu lítið tjón hefði orðið. 30 milljóna bótaskylt tjón MÓTTAKA brotajárns og vinnsla er hafin á nýjan leik hjá endurvinnslufyrirtækinu Hring- rás við Klettagarða eftir stórbrunann sem kom upp á lóð fyrirtækisins á mánudagskvöldið. Starfsmenn Hringrásar kepptust í gær við hreinsunarstörf á starfssvæðinu en Einar Ás- geirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þó enn of snemmt að segja neitt til um hversu miklu tjóni fyrirtækið varð fyrir í brunanum. Nokkur hundruð tonn brunnu úr 2.000–2.500 tonna haugnum Ætlað er að tvö til tvö þúsund og fimm hundruð tonn hafi verið í dekkjahaugnum sem kviknaði í, en að sögn Einars brann þó ekki nema hluti haugsins eða nokkur hundruð tonn. Slökkviliðsmönnum og öðrum starfsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldur bærist í meg- inhluta haugsins og voru stórvirkar gröfur not- aðar við að fjarlægja dekkin. Einar segir slökkviliðsmenn og aðra þá sem komu að þessu verki eiga mikinn heiður skilinn og sagðist hann vilja koma miklu þakklæti á framfæri vegna þess. Í gær hófst svo flutningur á tættum dekkjum í Sorpu, til böggunar og urðunar. Einar segir að Hringrás muni ekki taka á móti dekkjum nema þá í samráði við Heilbrigðis- og umhverf- isstofu um fyrirkomulag þess. Einar segir að- spurður að fyrirtækið ætli að halda áfram starf- semi sinni í Sundahöfn. „Við horfum björtum augum til framtíðarinnar,“ segir Einar. „Við ætlum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og munum ekki slá slöku við fyrr en við erum bún- ir að uppfylla skilyrði og gera gott betur en það. Við ætlum okkur að hafa allan aðbúnað hér eins og best verður á kosið svo eftirlitsaðilar verði ánægðir með það sem þeir sjá hér hjá okkur. Þetta er mikið áfall en þegar svo er, snýr al- vöruhópur starfsmanna bökum saman og vind- ur sér í verkin.“ Vinnsla hafin á ný hjá Hringrás „ÞÚ verður að vera alveg einbeitt- ur. Þú ert með eldinn allt í kringum í þig og mátt ekki hugsa um neitt annað en bara að horfa út um gluggann og fylgjast með því sem þú ert að gera,“ segir Alfreð Frið- geirsson, vélamaður hjá ET ehf., sem á skurðgröfu gróf út úr brenn- andi dekkjahaugnum á lóð Hring- rásar til að slökkviliðið kæmist bet- ur að eldinum. Alfreð stóð vaktina í um sólar- hring og fyrstu 11 klukkutímana fór hann vart út úr gröfunni. Líkt og fjöldi annarra starfsmanna ET mætti hann á staðinn um klukkan 22 á mánudagskvöld og hann fór þaðan ekki fyrr en sólarhring síðar, þá orðinn heldur lúinn. Alfreð og sjö aðrir starfsmenn ET gegndu lykilhlutverki í slökkvi- starfinu með því að grafa frá eld- inum og færa kraumandi brakið á annan stað þar sem endanlega var slökkt í því. Tvær stórar skurð- gröfur tættu niður hauginn og þrjár til fjórar vélskóflur voru notaðar til að flytja brakið á öruggan stað. Óspennandi útsýni Alfreð segist aldrei hafa óttast um öryggi sitt því slökkviliðið hefði séð um að sprauta á gröfuna og hann hafi í raun verið meira eða minna í vatnsbaði allan tímann. Reykjarkófið var mikið og stundum sást vart út úr gröfunni fyrir reyk, vatni og gufu. „Það var svona frekar óspennandi útsýni, ósköp lítið á köflum en inn á milli birti til. Ég stoppaði ef reykjarkófið varð of mikið og þá gusuðu þeir á eldinn. Það þýddi ekkert að fara í þetta blindandi, það hefði verið óðs manns æði,“ segir Alfreð. Á tímabili þurfti hann að nota reykköfunartæki svo honum væri óhætt inni í gröfunni. Alfreð steig fyrst inn í gröfuna um klukkan eitt aðfaranótt þriðju- dags og fór ekki frá henni, nema til að sinna brýnustu erindum, í um 11 klukkustundir þegar hann var leyst- ur af. Hann hélt síðan áfram með hléum allt fram til klukkan 10 á þriðjudagskvöld. Í gær vann Alfreð ásamt öðrum starfsmönnum að því að þrífa sót og aðra drullu af tækjunum en óhrein- indin voru föst fyrir, að hans sögn. „Þetta er ægilegur viðbjóður þetta sót, það er alveg baneitrað að ná þessu af.“ Gróf stanslaust úr brennandi haugn- um í ellefu tíma Morgunblaðið/Golli „Það var svona frekar óspennandi útsýni,“ sagði Alfreð Friðgeirsson sem tætti úr dekkjahaugnum hjá Hringrás meðan hann brann. SLÖKKVISTARFI á lóð Hring- rásar lauk formlega klukkan sex í gærmorgun og klukkan 13 tók lög- reglan í Reykjavík við stjórn á vettvangi. Um nóttina hafði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakt á staðnum og rauk öðru hvoru úr haugnum. Mikið starf er framundan við að þrífa slöngur, dælur, búninga og annað sem not- að var við slökkvistarfið en afar erfitt virðist vera að ná efnum sem mynduðust í brunanum af búnað- inum. Slökkviliðsmenn unnu í gær að því að taka saman allan þann bún- að sem notaður var. „Það er óhemjumikil og erfið vinna í þrif- um eftir, því það virðist sem fá af þeim hreinsiefnum sem við notum duga þarna á því þetta gúmmí og önnur efnasambönd sem mynduð- ust í brunanum eru ótrúlega föst á búnaðinum. Svo þarf að þrífa allan gallafatnað af mönnum. Þeir eru náttúrulega alveg eins og dregnir út úr haug,“ segir Friðrik Þor- steinsson stöðvarstjóri slökkviliðs- ins í Skógarhlíð. Þá sé viðbúið að það krefjist nokkurrar fyrirhafnar fyrir slökkviliðmenn að ná af sér lyktinni og líklega muni hún fylgja mönnum í nokkra daga. Friðrik segir erfitt að meta hversu miklu vatni, sjó og slökkvi- froðu var dælt á bálið en það sé al- veg óhætt að gera ráð fyrir að 20- 30.000 lítrum hafi verið dælt þar yfir á hverri mínútu þegar slökkvi- starf stóð sem hæst. Allur tiltækur búnaður hafi verið notaður en samt hafi verið afskaplega erfitt að ráða við eldinn. Slökkvifroðan sem notuð var á eldinn var af tveimur gerðum. Uppistaðan í annarri gerðinni eru kemísk efni, einkum sápuefni, en hin froðan er unnin úr nautgripa- blóði. Friðrik segir að hvorug tegund- in sé mengandi í sjálfu sér, þótt slík efni séu kannski ekki æskileg í miklum mæli. Erfitt að þrífa búnað- inn eftir brunann Gúmmíið ótrúlega fast á FYRIRTÆKIÐ ET ehf., sem er umsvifamikið í hvers kyns jarð- vinnu, stendur við hlið Hring- rásar og þangað leitaði Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins eftir aðstoð við að rífa niður og dreifa úr dekkjahaugnum aðfaranótt þriðjudags. Gísli Einarsson forstjóri segir að í slíkum tilvikum hiki menn ekki heldur einhendi sér í að bjarga því sem bjargað verður. Hann segir að ef vindurinn hefði ekki staðið frá húsi ET, hefði húsið, um 50 vörubílar og önnur tæki örugglega brunnið. Gísli segir að flestallir starfs- menn ET hefðu drifið sig á stað- inn þegar þeir fréttu af eldsvoð- anum til að athuga hvort þeir þyrftu að hjálpa til. Eitt að- alvandamálið í því hefði verið tregða björgunarmanna við að hleypa mönnunum um götur sem hafði verið lokað, þeir hafi ekki ætlað að trúa því að mennirnir ætluðu í vinnu. Gísli var einn þeirra sem vann við að dreifa úr haugn- um, hann og annar starfs- maður leystu þá af sem lengst af stjórnuðu gröfunum og vél- skóflunum. Gísli segir að það hafi verið skárra að vera á tækjunum heldur en að horfa á, þetta hafi virst svakalegra úr fjarlægð. „Þegar þeir fóru inn í eldinn fyrst til að byrja með stóð mér ekki á sama því þeir hurfu inn í reykjarmökk- inn. Mér létti í hvert skipti sem þeir komu út aftur,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Einar Gíslason, forstjóri ET, leysti sína menn af við slökkvistarfið. „Létti í hvert skipti sem þeir komu út“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.