Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MEIRIHLUTI fjárlaganefnd-
ar hefur lagt fram breytingar-
tillögur við fjárlagafrumvarpið
sem gerir ráð fyrir 1.741 milljón
króna útgjaldaaukningu miðað
við frumvarp til fjárlaga sem
lagt var fram í október sl.
Samkvæmt endurskoðaðri
tekjuáætlun efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytis er gert ráð
fyrir að tekjur ríkisins verði um
306,4 milljarðar kr. sem er 575
milljónum meira en ráð var fyr-
ir gert í frumvarpinu og að tekjujöfnuður eða tekju-
afgangur fjárlaga nemi rúmum 10 milljörðum og
lækki um tæpa 1,2 milljarða frá frumvarpinu.
Kostnaður vegna heimssýningar
í Japan 57 milljónir kr.
Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins,
þ.m.t. Alþingi, verði aukin um 58,7 milljónir króna.
Til menntamálaráðuneytis er lagt til að framlög
verði aukin um 731,5 milljónir og munar mestu um
300 milljóna króna hækkun á framlögum til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna þar sem árleg endur-
greiðsla af námslánum lækkar
úr 4,75% af útsvarstekjum lán-
taka í 3,75%. Þá fær Húsafrið-
unarsjóður skv. þessu um 96
milljónir króna sem nýta á til
verkefna tengdum endurbótum
á gömlum húsum vítt og breitt
um landið.
Framlög til utanríkisráðu-
neytisins verða aukin um 242
milljónir króna skv. tillögunni.
Þar af nemur framlag Íslands
til heimssýningarinnar í Aichi í
Japan á næsta ári 57 milljónum og aukin framlög
vegna þróunaraðstoðar 22 mkr.
Landbúnaðarráðuneytið fær 58 milljónir til við-
bótar á fjárlögum og rennur stærsti einstaki hlut-
inn, 25 milljónir króna, til þróunarverkefnis í
hrossarækt og hestamennsku sem ætlað er að efla
markaðssókn og ræktun íslenska hestsins, skv. til-
lögunum.
Lagt er til að fjárheimildir dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins verði auknar um 47,3 mkr., þar af fari
19,5 milljónir til vinnslu og endurskoðunar við-
bragðsáætlana vegna hugsanlegs goss í Mýrdals-
eða Eyjafjallajökli. Þá fær Landhelgisgæslan sam-
kvæmt þessu 7 milljónir vegna endurnýjunar samn-
ings um þjónustu þyrlulækna en Landspítali – há-
skólasjúkrahús sagði upp samkomulagi við
dómsmálaráðuneytið, m.a. um umsjón og stjórn
þyrluvaktar lækna, í upphafi árs.
480 milljónir í Fæðingarorlofssjóð
Félagsmálaráðuneytið fær 587 milljónir króna
samkvæmt tillögum meirihlutans, en af þeim renna
480 milljónir til Fæðingarorlofssjóðs og 45 milljónir
til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið fær samtals rúmar 56
milljónir króna til viðbótar samkvæmt tillögunum,
og fjármálaráðuneytið rúmar 237 milljónir en þar af
nema barnabætur 170 milljónum króna.
Umhverfisráðuneytið fær 119 milljónir, þar af er
gerð tillagna um tímabundna 25 mkr. fjárveitingu
til þriggja ára til uppbyggingar á miðstöðvum í
þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og þjóðgarðinum
Snæfellsjökli. Af auknum fjárheimildum annarra
ráðuneyta er lagt til að iðnaðarráðuneytið fái 53
milljónir, samgönguráðuneytið 16,8, viðskiptaráðu-
neytið 5 milljónir og sjávarútvegsráðuneytið 3 millj-
ónir.
Breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir aukningu útgjalda
Aukast um 1,7 milljarða
ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst
klukkan 10:30 í dag, þar sem meðal
annars verður rædd breytingartil-
laga við frumvarp til fjárlaga.
ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu
fréttar af þingfundi á Alþingi á
mánudag að sagt var að enginn
þingmaður Framsóknarflokks hefði
kvatt sér hljóðs þegar rætt var um
hækkun skráningargjalda við þrjá
ríkisháskóla, en láðist að geta að
Þórarinn E. Sveinsson, varaþing-
maður Framsóknar, kvaddi sér
hljóðs um málið. Undirstrikaði hann
m.a. að umræðan snerist um innrit-
unargjöld, ekki skólagjöld. Beðist
er velvirðingar á þessu.
„Vel á annað hundrað kíló
af framsóknarmönnum“
Við umræður á mánudag vakti
stjórnarandstaðan athygli á því að
framsóknarþingmennirnir Hjálmar
Árnason og Dagný Jónsdóttir, voru
ekki í salnum. Þórarinn sagði af
þessu tilefni. „Herra forseti. Það er
ánægjulegt að koma upp og fá að
bera blak af mönnum mínum sem
ekki eru í salnum. Það er eitt sem
varaþingmaður þarf að læra mjög
fljótt, að vera ekki í salnum en fylgj-
ast samt með umræðunni.
[...] Ég held að ég taki það bara
sem hrós að háttvirtur þingmaður.
Steingrímur J. Sigfússon, sem
gengur einmitt í salinn núna, hefur
tvisvar sinnum ekki tekið eftir því
þegar ég hef verið í salnum. Ég hélt
að það færi meira fyrir mér en það
og get fullvissað hann um að allan
þann tíma sem hann talaði sátu hér
vel á annað hundrað kíló af fram-
sóknarmönnum í salnum og fylgd-
ust með ræðu hans. Alla vega var
nógu mikið magn af framsóknar-
mönnum í salnum, þó hann ásamt
fleiri þingmönnum léti ræðurnar
um skólamálin snúast mest um fjar-
veru framsóknarmanna.“
Þórarinn E.
Sveinsson
kvaddi sér hljóðs
Í UPPHAFI þingfundar í gær tók
nýr þingmaður, Sæunn Stefánsdótt-
ir, sæti sem varamaður Halldórs Ás-
grímssonar forsætisráðherra, sem
er á leið utan. Sæunn, sem er aðstoð-
armaður Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra, hefur ekki áður set-
ið á Alþingi.
Nýr þingmaður
BJÖRGVIN Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, innti Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra eftir
kosningaloforði Framsóknarflokks-
ins frá árinu 1999 um að veita einum
milljarði aukalega í forvarnir í fíkni-
efnamálum, að því er fram kom í máli
þingmannsins.
Sagðist hann hafa beint sams kon-
ar fyrirspurn til ráðherrans í vor og
að þar hefði fram komið að framlög
til forvarna- og meðferðamála væru
afar lág, um 78 milljónir króna í
fyrra, og að enn bólaði ekkert á
„milljarðinum umtalaða“.
500 milljónir á næsta ári
Í svari Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra kom fram að fjár-
framlögin hefðu verið aukin umtals-
vert og að þingmaðurinn færi með
rangt mál. Fíkniefna- og forvarna-
mál heyrðu undir þrjú ráðuneyti og
ekki væri í hans verkahring að svara
fyrir önnur ráðuneyti.
Sæunn Stefánsdóttir, varaþing-
maður Framsóknarflokksins, vakti
athygli á því að framlög til SÁÁ
hefðu aukist frá árinu 1997 um 219
milljónir króna og og stefndi í að þau
yrðu tæpar 500 milljónir á næsta ári.
Framlög til
SÁÁ hækk-
að mikið
ÞÓ að þeir Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, og
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar, séu ekki alltaf
sammála í umræðum á Alþingi eiga þeir létt með að hlæja saman. Engum
sögum fer af því hvað það var sem kætti þá félaga.
Morgunblaðið/Kristinn
Gaman á
Alþingi
BRÖGÐ eru að því að geðsjúkir sem
greitt hafa fyrir læknisþjónustu fullt
verð og áunnið sér rétt til að fá af-
sláttarkort á þjónustuna, hafi ekki
fengið þau, þar sem skylt er að halda
utan um allar kvittanir frá læknum,
svonefnda „bleika miða“ þegar sótt
er um kortið.
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, vakti athygli
á málinu í fyrirspurn til heilbrigð-
isráðherra um afsláttarkort á Al-
þingi í gær. „Nú er það svo að sumir
sjúklingar, eins og til dæmis geð-
sjúkir og fatlaðir, þeir geta ekki
haldið saman kvittunum vegna sjúk-
dóms síns,“ sagði þingmaðurinn.
Fékk ekki kort þrátt fyrir
frumrit frá heilsugæslu
Hún tók dæmi af aðstandanda ein-
staklings með geðrænan sjúkdóm
sem framvísaði útprentun á heilsu-
gæslukostnaði hjá Tryggingastofn-
un en hann hafði þá greitt umfram
þá upphæð sem miðað er við, en hún
er 18 þúsund hjá einstaklingum,
4.500 hjá lífeyrisþegum og 6.000 hjá
börnum. Tryggingastofnun hafi neit-
að að taka útskriftina gilda og af-
henda kortið nema gegn framvísun
„bleiku miðanna“ frá lækni.
„Þó er þetta frumrit frá stjórn-
sýslu heilsugæslunnar sem aðstand-
andinn framvísaði,“ sagði Ásta og
benti á að hópur sjúklinga væri að
fara á mis við kjarabót sem hann
ætti rétt á í kerfinu. Vísaði hún til
þess að þegar lyf væru annars vegar
væri mark tekið á útskrift apótek-
anna hjá TR við niðurgreiðslu lyfja.
Þingmaðurinn spurði ráðherra m.a.
hvort áform væru uppi um að ein-
falda afsláttarkortakerfið.
Mun óska heimildar til að afla
upplýsinga um sjúkling
Í svari Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra kom fram að Trygg-
ingastofnun hefði engar upplýsingar
um einstaklinga sem ekki nýta sér
rétt sinn til afsláttarkorta en vís-
bendingar séu hins vegar um að til-
teknir hópar nýti sér þau ekki. Jón
sagði að hugsanlegt væri að „keyra
saman“ upplýsingar TR og heil-
brigðisstofnana um sjúklinga þannig
að „lesa mætti úr rétti“ viðkomandi,
en eins og staða mála væri í dag hefði
Tryggingastofnun ekki heimild til að
afla slíkra upplýsinga.
Hann myndi óska eftir slíkri heim-
ild fyrir stofnunina. Jón taldi að öðru
leyti að TR hefði sinnt upplýsinga-
skyldu sinni vel og einnig heilbrigð-
isstofnanir, þar sem reglan væri sú
að spyrja viðkomandi hvort þeir
hefðu afsláttarkort.
Samkvæmt upplýsingum frá TR
gaf stofnunin samtals út 26.840 af-
sláttarkort árið 2001, en 33.717 í
fyrra og nemur fjölgunin 25% á 2 ára
tímabili. Fjölgun á útgáfu korta er
hlutfallslega mest meðal almennra
sjúklinga og er gert ráð fyrir að end-
urgreiðsla vegna útgáfu afsláttar-
korta í ár verði 160 milljónir króna
sem er tvöföldun frá því 2001.
Afsláttarkort TR eru ekki útgefin
nema gegn framvísun kvittana
Sjúklingar fara
á mis við bætur
SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi
er áætlað að ríkissjóður greiði 4,9
milljarða króna í vaxtabætur á
næsta ári. Á fjárlögum fyrir yfir-
standandi ár var gert ráð fyrir að
vaxtabætur yrðu 4,5 milljarðar en
sú upphæð var hækkuð í 5,1 millj-
arð með fjáraukalögum. Með fyrir-
huguðum breytingum á reglum um
greiðslu vaxtabóta er því gert ráð
fyrir að þessi gjaldaliður ríkissjóðs
verði lægri en ella hefði orðið, að
sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðu-
neytisstjóra fjármálaráðuneytisins.
Tillögur varðandi breytingar á
vaxtabótum, í frumvarpi um breyt-
ingu á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt, eru tvíþættar að sögn
Baldurs. Til lengri tíma litið sé
gert ráð fyrir því að skuldaþakið,
sem vaxtabætur miðast við, verði
lækkað. Nú geta vaxtagjöld hæst
numið 5,5% af skuldum en þakið
verður lækkað í 5% árið 2006
vegna vaxtagreiðslna á árinu 2005.
Þetta hlutfall var 7% í fyrra en var
lækkað í ljósi lækkunar vaxta og
verður áfram lækkað með lækk-
andi vöxtum.
Í millitíðinni er sett bráðabirgða-
ákvæði sem hefur áhrif á ákvörðun
vaxtabóta á næsta ári, vegna
vaxtagjalda á þessu ári. Það kveð-
ur á um að greidd verða 95% af
útreiknuðum vaxtabótum vegna
vaxtagjalda á þessu ári. Í ár var
svipuð aðferð notuð og greidd 90%
af útreiknuðum vaxtabótum vegna
ársins 2003. Þessar skerðingar
ganga jafnt yfir alla sem njóta
vaxtabóta.
Erfitt að meta
áhrif lánatilboða
Baldur sagði erfitt að áætla nú
hvort hækkað lánshlutfall lána-
stofnana til húsnæðiskaupa og hag-
stæðari lánakjör leiði til aukinna
vaxtabótagreiðslna. Hann sagði
ljóst að vextir hafi verið að lækka
og í sjálfu sér ætti það að draga úr
vaxtabótum. Hins vegar mætti
spyrja hvort nýir lánamöguleikar
og tilboð lánastofnana hvetji til lán-
töku. Í einhverjum mæli nýti fólk
rýmri lánakjör og lægri vexti til að
skuldbreyta óhagkvæmum lánum.
Vaxtagjöld sumra geti því verið að
lækka. En spyrja megi í hvaða
mæli fólk sé að taka viðbótarlán.
„Það eru ekki forsendur nú til að
sjá hvaða heildaráhrif þetta hefur,
en það gefur tilefni til að skoða bet-
ur vaxtabótakerfið og reglurnar
sem það byggir á. Ég held að það
megi segja með nokkrum sanni að
kerfið sé skuldahvetjandi,“ sagði
Baldur.
Vaxtabótakerfið er skuldahvetjandi
♦♦♦
♦♦♦