Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 31 Forsíða nýrrar bókar Ragn-ars Axelssonar ljósmynd-ara er mynd sem Rax tókaf Guðjóni Þorsteinssyni með Dyrhólaey í baksýn. Þessi mynd hefur borið hróður beggja víða og því vildi Rax halda upp á út- komu bókarinnar með því að koma fyrsta eintakinu í hendur Guðjóni og halda skammtímasýningu á nokkr- um myndum úr bókinni honum til heiðurs. Þegar til átti að taka gáfu veðurguðirnir þeim félögum engin grið undir Dyrhólaey, en landið var með þeim og bauð skjól í Reyn- ishelli, þar sem menn urðu þó að hafa varann á svo brimið lokaði ekki undankomunni vestur fyrir. Það voru því höfð snör handtök þegar í Reynishelli kom; stöngum stungið í sand og myndirnar hengd- ar á með frönskum rennilás. Og undir þungum óm brimsins lýsti Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, ljósmyndabók Rax út komna og afhenti þeim Guðjóni fyrstu ein- tökin. Rax sagði Guðjóni frá mynd- unum á sýningunni, en þá gaf brim- ið aðvörun um að það myndi loka hellinum innan skamms. Myndir og stangir voru því teknar úr sandinum aftur; lauk þar með ljósmyndasýn- ingunni, en menn hlupu með sýning- argripina vestur fyrir hellinn og þar upp í öruggan sand undan öldunni. Í eftirmála rekur Ragnar Ax- elsson upphaf að myndverkinu um mannlíf við Norður-Atlanzhaf til fundar síns og Axels á Gjögri. „Þeg- ar trillan hans lónaði út fjörðinn var eins og innri rödd segði mér að fólk á borð við Axel yrði ég að mynda; þeirra heimur væri óðum að breyt- ast og hverfa.“ Verkefnið hlóð fljótt utan á sig og Rax tók ekki aðeins ljósmyndir til þess á Íslandi, heldur og í Fær- eyjum og á Grænlandi. Það gefur svo bókinni aukið gildi að aftast seg- ir Rax sögurnar á bak við mynd- irnar. Í formála að bókinni segir Mary Ellen Mark, sem fyrir nokkrum ár- um var valin áhrifaríkasti kven- ljósmyndari samtímans af tímarit- inu American Photo, m.a. að sterkar svart-hvítar ljósmyndir Ragnars Axelssonar (Rax) fjalli um manninn, dýrin og náttúruna, sem hann hafi undursamlegan hæfileika til að sam- stilla. Svo lifandi eru ljósmyndir hans að lesandinn heyrir í vindinum, finnur til kuldans og bragðar á sjáv- arseltunni. Og Guðmundur Andri Thorsson segir í „Að gera langa sögu stutta“ að ljósmyndir Ragnars Axelssonar séu „ekki fallegar stemmnings- myndir af landslagi – þetta eru sög- ur. Hann segir söguna af því hvern- ig sótt er að samfélagi veiðimanna á Grænlandi, söguna um síðustu ein- búana á Íslandi og söguna um hið góða líf í kyrrlátu færeysku þorpi … Sögurnar hér fjalla um Norðrið. Þær eru um náttúruna og manninn í Norðrinu og aðstæður þar sem enn ríkir jafnvægi. Sérhver þessara mynda brýnir okkur til að gleyma því ekki hversu eftirsóknarvert það er að umgangast náttúruna af virð- ingu, hversu brýnt það er að þyrma víðernunum, fjöllunum, fljótunum og dölunum – og fólkinu sem enn býr þar sem er aflstöð alls“. Í bókinni Andlit norðursins eru 98 ljósmyndir. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, sagði mikinn áhuga erlendis á Andlitum norðursins og víst að bókin muni koma út á öðrum tungu- málum mjög fljótlega. Ljósmyndir og myndafrásagnir Ragnars Axelssonar hafa birzt í Morgunblaðinu og þess utan m.a. í Life, National Geographic, Time, Stern og Figaro. Þá hafa myndir hans af mannlífi við Norður- Atlanzhafið verið sýndar víða um heim; m.a. í New York, London, Moskvu, París, Berlín, Hamborg og Mílanó og beiðnir um sýningar hafa m.a. borizt frá Póllandi og Ástralíu. Þá hefur Ragnar Axelsson hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ljósmyndir sínar; fjölmargar á sýn- ingum íslenzkra blaðaljósmyndara og heiðursviðurkenningu The Oscar Barnack Award 2001 og 2002 Grand Prix á Festival Photo de Mare. Bókarveizla í helli Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, afhendir Guðjóni Þorsteinssyni og Ragnari Axelssyni fyrstu eintökin af Andlitum norðursins. Fimmtán ára starf Ragnars Axelssonar ljósmyndara að mann- lífsmyndum frá Fær- eyjum, Grænlandi og Íslandi er komið á bók; Andlit norðurs- ins. Freysteinn Jóhannsson fagnaði útkomu bókarinnar með höfundi og fleir- um í Reynishelli. EINN af fulltrúum í rússnesku sendinefndinni á ráðherrafundi aðildarríkja Norðurskautsráðs- ins, Alexei Chirikalov, lést í bílslysi í Moskvu á leið sinni á fundinn hér á Íslandi. Þetta kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar utanrík- isráðherra. „Við höfum fengið þær fréttir að tveir aðrir fulltrúar í nefndinni, aðstoðarland- stjórinn Rayshev og utanríkisráðherrann Sakh- autidinova í Kanty-Mansys, hafi slasast alvar- lega í bílslysinu. Við sendum fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur okkar og óskum aðstoð- arlandstjóranum og utanríkisráðherranum fulls bata,“ sagði Davíð. Lést í slysi á leið á ráðherrafundinn norðurslóða og hvetja Norður- áðið til að styrkja tengsl sín við al- samtök, ríkisstjórnir og svæðis- . Þá segir að staðfesta skuli á ný kilvæga hlutverk íbúa á norður- u í sjálfbærri þróun að teknu tilliti ulegra áhrifa á þróun á hefðbund- máta þeirra. Þá er framlagi norð- sbúa til rannsókna á norðurskaut- nað sem og þekkingu þeirra. andi loftslagsbreytingar á norður- er í yfirlýsingunni þakkað framlag gu ráðstefnunnar um loftslags- gar á norðurheimskautinu (ACIA tic Climate Impact Assessment) en m ACIA hefur verið safnað gögnum rt hefur kleift að leggja mat á lofts- lagsbreytingar og aukna útfjólubláa geisl- un á norðurskautinu. Lýst er áhyggjum af þeim áhrifum sem svæðið hefur þegar orð- ið fyrir að þessu leyti. Loftslagsbreytingar fela í sér ögrandi viðfangsefni fyrir íbúa norðurskautsins og áhættu fyrir dýra- og vistkerfi. Í tengslum við þróun byggðar er lögð áhersla á að bæta lífsskilyrði og stuðla að efnahagslegum tækifærum og styrkja sam- félög með t.d. að byggja upp afkastagetu þeirra, rannsóknir og menntun. Í tengslum við aðgerðir gegn mengunarvöldum eru umhverfissérkenni norðurskautsins viður- kennd sem mælir fyrir hnattræn áhrif vegna loftslagsbreytinga og langtíma- mengunar. á norður- haldið áfram VIÐBRÖGÐ ráðherrafundar Norðurskauts- ráðsins við skýrslu vísindamanna um öra hlýn- un á norðurslóðum reyndust rýr í roðinu að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þau telja að þar með hafi ríki Norðurskautsráðsins undir formennsku Íslands misst af tækifæri til að veita forystu í aðgerðum til að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að lífríki norðursins. „Ríkin lýsa áhyggjum af áhrifum loftslags- breytinga á norðurslóðum og hversu mik- ilvægu hlutverki norðurheimskautasvæðið gegnir í loftslagi jarðar. Á hinn bóginn segja þau ekkert um bindandi aðgerðir til að draga úr ústreymi gróðurhúsalofttegunda sem er or- sök þess vanda sem við er að etja.“ Þá benda samtökin á að Bandaríkin séu eina aðildarríki ráðsins sem ekki hafi fullgilt Kyoto-bókunina. Hin aðildarríkin, Rússland, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Ísland og Kanada hafi gert það. „Þessum ríkjum ber skylda til að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að vernda lífríki norðurslóða og leita leiða til að breyta afstöðu Bandaríkjastjórnar. Brýnt er að Norðurlöndin ásamt Rússlandi og Kanada taki þetta mál upp með afgerandi hætti á 10. fundi Loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna sem haldinn verður í Buenos Aires 6.–17. desember nk.“ Ófullnægjandi viðbrögð norður- skautsríkja BANDARÍKIN hafa verið það ríki innan Norð- urskautsráðsins sem hægast hefur viljað fara í norðurskautssamstarfinu. Fyrr á árinu reyndi stjórn Bush Bandaríkjaforseta að koma í veg fyrir að í skýrslu Norðurskautsráðsins um lofts- lagsbreytingar á norðurslóðum yrði mælt með róttækum aðgerðum til að draga úr hlýnun and- rúmsloftsins, samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla. Bandaríkin bera mikla ábyrgð á því hversu veikt skipulag Norðurskautsráðsins er. Allar ákvarðanir ráðsins krefjast samhljóða sam- þykkis aðildarríkjanna sem aftur þýðir að sá sem hægast vill fara ræður ferðinni. Þetta kem- ur m.a. fram í greininni Þíðan á Norðurslóðum eftir Ólaf Þ. Stephensen sem birtist í Hug- myndum, greinasafni til minningar um Eyjólf Konráð Jónson, árið 1998. Þar einnig fram að Bandaríkin höfnuðu því á sínum tíma að gerður yrði formlegur milliríkjasamningur um stofnun Norðurskautsráðsins og lögðust gegn því að það hefði fastaskrifstofu. Í greininni segir að afstaða Bandaríkjanna skýrist af hefðbundinni tortryggni Bandaríkja- þings, ekki síst repúblikana, í garð alþjóðlegs samstarfs og alþjóðastofnana með þátttöku Bandaríkjanna og Bandaríkjastjórn gangi ekki lengra í heimskautssamstarfinu en hún telur að þingið samþykki. Bandaríkin hafa viljað fara hægast Morgunblaðið/Golli avíð Oddsson, utanríkis- unnar Pálsson sendiherra. jóðirnar þessum sökum hafa árnar í Yuk- erið vatnsminni og því til viðbótar reldar aldrei verið eins miklir. Í u sex og hálf milljón ekra skóg- að bráð í Alaska. Þessar að- ra lífsskilyrðin vitaskuld erfið á Afkoma Gwich’in-fólksins er mjög orða sem landið gefur hvað varð- húsaskjól. Þegar þessar gríð- urfarsbreytingar eiga sér stað baráttan erfiðari. Það er ekki rjast gegn þessu en við biðjum um áhöld til að aðlaga okkur aðstæðum. Vandamálið felst nú í öfum takmarkaðan aðgang að m einkum vegna eignafyr- s á svæðinu auk þess sem reglum g fiskveiðar hefur verið þröngv- kkur. Eitt sinn voru þessar reglur ðar og aðlögunargeta okkar var ert. Við viljum því biðja um gang að gæðum landsins.“ rðin tóm heldur tæki hún sér- svæðum norðurskautsins sem oð við aðlögun að breyttum skil- æmi með tillögur að aðgerðum. m að grípa til marghliða aðgerða að koma böndum á koltvísýring mikilvægi vetnis sem hinn end- ugjafa og því erum við mjög gði hún. nti á þótt að Bandaríkjamenn r ekki staðfest Kyoto-bókunina verið í félagi með 14 öðrum ríkj- m hefðu staðfest Kyoto- Væru þessi lönd sum hver þróun- nnur ekki og allt þar á milli. „Ég eigum okkur sameiginlegt ótt við förum ólíkar leiðir að fundur í dag endurspeglar þær m lagðar eru á samkomulagið.“ ði Bandaríkjastjórn bíða með væntigu eftir hinni 1.200 blað- kýrslu Norðurskautsráðsins sér forsendur og niðurstöður manna um hlýnun loftslags á um. „Við hlökkum til að lesa g taka mið af henni í stefnu okk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.