Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MÉR finnst gaman að vinna í skólanum mínum, Tjarnarskóla. Unglingarnir, samstarfsmenn mín- ir, eru óendanleg uppspretta vangaveltna, úrvinnslu, samskipta og ljúfrar samveru, langoftast. Einstaka sinnum – einungis ör- sjaldan, ég endurtek; örsjaldan – vaknar léttur pirringur, en hvað með það! Þetta eru nú einu sinni manneskjur og ég minni mig líka á að ég sjálf tilheyri þeirri teg- undinni líka. Í morgunsárið tínast þessar elskur inn. Sumir búnir að bera út blöðin sín (vasapeningarnir, auð- vitað!), aðrir með stírurnar í aug- um, með fulla tösku af ég veit ekki hverju og hálfborðað epli í annarri. Stundum dettur mér í hug að þau séu með aleiguna með sér í níðþungri töskunni. Sumir eru enn í úlpunni og þurfa að fara með hana fram í fatahengi. Einn ljúflingurinn gætir þess vandlega að láta mig ekki sjá kókflöskuna (en ég veit af innihaldinu „í mag- anum“). Hvernig er þetta hægt? Klukkan átta! Ég merki við í kladdanum, kem þeim af stað og geng á milli með vatnskönnuna með ískalda vatninu í litríkum glösum, sem þau þiggja, flest. Býð fljótlega ábót því það þarf að vökva þau, eins og blómin. Sum eru að fást við jöfnur með nefnurum, önnur eru að tileinka sér almenn brot eða rúm- fræðidæmi og ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni: Hvernig er hægt að útskýra fyrir öllum þann- ig að þau skilji? Þau þekkja öll hundrað prósent hvernig gosdós lítur út – en þegar kemur að því að reikna rýmið inni í dósarræfl- inum – og yfirborðsflatarmálið að ég tali nú ekki um að umreikna rúmmál í lítra – úff! ,,Hvenær förum við í skíða- ferðalag?“ er hvíslað að mér, þeg- ar ég svíf á milli, eins og býfluga, og lít yfir öxlina á þeim, eða að- stoða. Laginu „Á skíðum skemmt- égmér, trarallallala“ skýtur upp í kollinum – og ég hvísla á móti: „Ekki fyrr en í febrúar/mars.“ Endurnar á Tjörninni kvaka fyrir utan og ég sé svanahjón svífa til lendingar á ísnum hinum megin við vökina við Tjarnarbakkann. Alltaf dálítið fyndið að sjá tvö- falda hjónalendingu á ís. Margrét! Hvernig finnur maður aftur samnefnara? Ég reyni að átta mig á hvaða augum þessi tiltekni nemandi minn lítur þetta fyrirbrigði; sam- nefnarann, áður en ég tek til við að útskýra. Hvernig á að bjóða upp á sam- nefnara? Í kennslunni þarf ég sjálf að finna samnefnarann í ólíkum nem- endum til þess að ná til þeirra og útskýra við hæfi hvers og eins. Það er jú þessi eilífðarglíma kennslunnar sem engin ein lausn er til við. Þess vegna er kennsla svo skemmtileg og krefjandi. MARGRÉT THEODÓRSDÓTTIR, Núpalind 2, 201 Kópavogur. Má bjóða þér samnefnara? Frá Margréti Theodórsdóttur, skólastjóra og kennara í Tjarnarskóla: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eign- arland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskólagráð- ur en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar AUÐVITAÐ eru þau náttúruspjöll sem unnin hafa verið á móður náttúru undir yfirborði sjávar á landgrunni Íslands grafalvarleg staðreynd sem gerendurnir geta átt eftir að þurfa að svara fyrir og taka ábyrgðina á. Það þarf því engan að undra ummæli Guð- mundar Kærnested, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, þegar hann sagði þetta í blaðagrein fyrir skemmstu. „Hefði mig grunað það að barátta mín og skipshafnar minnar fyrir 200 sjó- mílna fiskveiðilögsögu ætti eftir að vera mis- notuð svona sem raun ber vitni, þá hefði ég farið mér hægar og aldrei lagt skip og líf skipshafnar minnar í tvísýnu.“ Já þetta eru stór orð heið- arlegrar sjóhetju sem sigraði ofurefli breska flotans. Ath. lesendur góðir. Það er heilagur sannleikur að sjóræn- ingjar á vegum LÍÚ sjálftöku- samsteypunnar hafa stundað það ára- tugum saman að setja upp bobbingalengjur á keðjur með gamlar vélarblokkir áhlekkjaðar inni á milli til að þyngja og brjóta upp sem áhrifamest kóral og grófa hraun- og gosstanda og heil hraunfjöll neð- ansjávar. Þessi þungavirki hafa yf- irleitt tvö öflug skip, 5–7.000 hestafla skip, dregið á milli sín í gegnum kór- alskóginn og allar fyrirstöður sem til eru til að búa sér til togslóðir. Allir ábyrgir fyrrverandi togarasjómenn sem hafa einhverja samvisku þurfa nú að rísa úr koju og segja allt af létta um það sem hér hefir verið sagt um þessi mál. Þannig og engan veginn öðruvísi er hægt að taka á málinu og stöðva ósómann. Friðun landgrunnsins Drög að þingsályktunartillögu um friðun landgrunnsins gegn dregnum veiðarfærum innan 50 sjómílna, lagði undirritaður inn á Alþingi í febrúar sl. í nafni Framtíðar Íslands. Tillagan var þögguð niður af hálfu framsókn- armanna þrátt fyrir loforðaflaum um annað er tekið var við tillögu þessari af þeirra hálfu þá. Nú er tillagan inni á borði þess flokks er stofnaður var til höfuðs sjáv- arútvegsstefnu þeirri sem við nú bú- um við og er á góðri leið með að setja þjóðarheimilið á von- arvöl. Takið eftir. Verði ekki brugðist skjótt við með friðun innan 50 sjó- mílna með árangur í huga og með stuðningi og velvilja alls þingsins í heild þá mun undirrit- aður beita sér fyrir því af meiri þunga en nokkru sinni fyrr að all- ar togveiðar á jarðkúl- unni verði aflagðar sem allra fyrst án nokkurs aðlögunartíma því með illu skal illt út reka. Verði friðun að veruleika er von til þess að bjarga megi sjávarútvegi á Íslandi verði strax hafist handa. „Það er á 10 ára áætlun“ Það er á 10 ára áætlun, sagði Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, á fundi með undirrit- uðum vorið 2000, þ.e. að fara í mynda- tökur á hafsbotni. Mitt svar til hans þá var það að Framtíð Íslands myndi ekki bíða eftir því í 10 ár og færi strax að leita fjármagns erlendis til verks- ins og í því sambandi hafði undirrit- aður samband við Djúpmynd h/f. Það var svo sl. sumar sem Hafrann- sóknastofnun hóf myndatökur á nokkrum svæðum. Á Öraæfagrunni og Hornafjarðar- og Reynisdjúpi. Öræfagrunnið er eins og eftir loftárás á stórborg, eitt allsherjar plógfar, þar sást einn horaður karfi á sveimi. Hvernig er þá Sléttugrunnið út af Melrakkasléttu frá 3 mílum og út úr þar sem Akureyrartogararnir hafa hamast í gegnum árin í skjóli hríð- arbylja og myrkurs? Hvernig eru Vestfjarðamiðin? Þar sjást nú plóg- förin í logni og kyrrum sjó með ber- um augum úr flugvél. Af hverju var fundurinn með neð- ansjávarmyndatökum Hafró ekki auglýstur fyrir almenning rækilega? Ef til vill vegna þess að þið redd- uðuð Hafró með einu stykki skipi? Málflutningur sem samanstendur af eintómum ósannindum verður aldrei langlífur, herra Friðrik. Þú segir bæði hér innan lands og utan að hér séu ekki stundaðar tog- veiðar innan 12 sjómílna þrátt fyrir að þú vitir þetta. Það er opið fyrir troll- veiðum stórra úthafsskipa frá 15 sept. til 31. maí frá Portlandinu og austur að Ingólfshöfða upp að 4 sjómílum. Einnig á sama tíma út af Lónsvík austan Hornafjarðar. Svo veist þú Friðrik að kerfið er svo gott, að þinni sögn, að gæslan er óþörf, enda búið að svelta hana í hel og því eru 4 sjó- mílurnar ekki heilagar yfir hánóttina með slökkt ljós. Það er þá helst að hún sé send til þess að ráðast gegn grásleppukörlum og meintum veiði- þjófum með handfæri. Nú, eins og þú veist, hafið þið sjálf- tökuhópur LÍÚ iðkað það að senda Hannes Hólmstein út um víða veröld til að flytja umheiminum ósannindin ykkar af stækkandi fiskistofnum, þótt ég sé búinn að sýna þér línurit sem sannar hið gagnstæða, því línan er beint niður á við en ekki upp, líkt og þjóðarskútan sem marar í hálfu kafi af völdum verka sem þessara, þar sem hagkvæmnin öll er hjóm eitt hvert sem augað eygir og eru skuld- irnar ekki 700 milljarðar núna, Frið- rik, í sjávarútvegskerfinu? Feimnismál? Garðar H. Björgvinsson fjallar um friðun landgrunnsins ’Verði friðun að veru-leika er von til þess að bjarga megi sjávar- útvegi á Íslandi verði strax hafist handa. ‘ Garðar H. Björgvinsson Höfundur er útgerðarmaður og báta- smiður, forsvarsmaður félagsins Framtíðar Íslands. NÝLEGA gerði ég svo lítið að kæra bankakerfið fyrir Samkeppn- isstofnun vegna þess sem ég kalla Villandi upplýsingar og blekkingar, sem sannarlega séu ámæl- isverðar sbr. sam- keppnislög. Í framhaldi þessa ritaði ég grein í Mbl. þann 18. þ.m. undir fyrirsögninni „Er fólk fífl ?“ Viðbrögð létu sann- arlega ekki á sér standa – umfjöllun var um málið á helstu fréttamiðlum og fólk sem lætur sig þessi mál varða spurt álits og kom sjónarmiðum sínum á fram- færi. Tvennt var það sérstaklega sem vakti athygli mína í viðbrögðum fagmanna. Í fyrsta lagi: Samkeppnisstofnun sem þá var nýbúin að svara mér spurningunni játandi, hvort málið væri tækt til umfjöllunar stofnunarinnar – lætur hafa það eftir sér í Mbl. 19. nóv. að afstaða stofnunarinnar liggi fyrir fljótlega. Þær upplýsingar sem greinarhöfundur fékk hins vegar hjá Stofnuninni voru að þegar bank- arnir hófu tilboð sín hefði stofnunin haft samband við Fjármálaeftirlitið og leitað álits þess á lánunum og þeim skilyrðum sem þeim fylgdu. Samkeppnisstofnun hefði hins veg- ar ekki enn fengið svar frá Fjár- málaeftirlitinu og ekki hefði gefist tími til að leita eftir svörum. Þá segir Páll Gunnar Pálsson for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, þegar til hans var leitað, að eftirlitið hafi með starfsemi bankanna að gera, en er- indi Jóhannesar hefði haft vísun til Samkeppnislaga og að Fjármálaeft- irlitið mundi fylgjast með því hvað kæmi út úr þessu hjá Samkeppnisstofnun. Er þetta ekki gamla sagan um Einbjörn og Tvíbjörn...? Hitt sem vakti at- hygli mína var bæði til- vitnun og beint viðtal við Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Honum finnst að í þessum viðskipum sem öðrum eigi sú regla að gilda að menn geti samið sín á milli. „Ef bankarnir telji sig vera með sér- staklega góð kjör á lánum sé ekki óeðlilegt að þeir tengi þau við aðra þjónustu sem þeir bjóða upp á“. „Viðskiptamönnum sé líka frjálst að eiga ekki viðskipti við einstaka banka þyki þeim kjörin óvið- unandi“. Þegar Guðjón var spurður að því í Fréttablaðinu þann 19. þm. hvort bankarnir væru ekki að segja alla söguna í auglýsingum vegna nýrra húsnæðislaga – færðist hann undan því að svara – en talaði um frábærar viðtökur landsmanna. Auðvitað veit lögfræðingurinn Guðjón Rúnarsson að sannleikurinn kemur ekki allur fram í auglýs- ingum bankanna og þar er vísvit- andi verið að blekkja fólk. Fólki, sem vegna aðstæðna sem það er komið í þegar blekkingin verður því ljós, finnst ekki taka því að gera vandræði út af málinu. Gæti það verið að bankarnir geri út á þetta? Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig að sú sálfræðilega að- ferðafræði sem bankarnir nota til að fá fólk til að stíga skrefið til fulls og skrifa undir þrátt fyrir að flestum megi vera það kunnugt á hinu „krít- íska“ augnabliki undirskriftarinnar að efni samningsins, sem alltaf er gerður af bankanum, er ekki ná- kvæmlega eins og talað var um. Í mínu tilviki þótti þjónustu- fulltrúanum mínum ég augljóslega „frekar leiðinlegur“ þar sem ég gerði athugasemd við 5,1% þing- lýsta vexti en krafðist 4,2% eins og auglýst var. Meira að segja konan mín, sem hefur þó ýmsa fjöruna sopið í viðskiptum, sá ástæðu til að gefa mér olbogaskot þegar rimma mín við þjónustufulltrúann stóð sem hæst. Með tækni nútímans barst þjónustufulltrúanum brátt liðsauki af efri hæðinni til að færa mig af villu míns vegar. Allt kom fyrir ekki og gekk ég út. Þarna sat ég fyrir framan stórt skrifborð og var mér rétt skulda- bréfið og mér bent á hvar ég ætti að skrifa undir. Mér liggur við að segja – ekki var ætlast til að ég færi að lesa skuldabréfið í smáatriðum heldur einungis ætlast til að ég skrifaði undir. Aftur að sálfræðinni. Aðferð bankanna, í þessu tilfelli viðskipt- banka míns, í framkvæmdinni hlýt- ur að vera ámælisverð. Hinn end- anlegi samningur kom fyrst fyrir sjónir mínar þegar ég átti að skrifa undir. Ég leyfi mér að fullyrða að langfæstir geta hugsað þá hugsun á enda að eitthvað „klikki“ á síðustu stundu í lántökuferlinu. Flestir hafa þegar ráðstafað fénu að hluta eða öllu leyti. Þetta vita bankarnir og skyldi nokkurn undra þó spurt sé: Gera bankarnir út á þetta? Aftur að Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja og Guðjóni Rúnarssyni. Gaman þætti mér og sennilega þjóðinni allri að fá að vita hvað þessi ágætu samtök standa fyrir; Samtök banka og verðbréfafyrirtækja. Skyldi þjóðinni, þjóðarsálinni bless- aðri, vera skemmt? Þjóð í sárum eftir áralangan meintan þjófnað ol- íufélaganna – enn með hangandi yf- ir sér samráðs-, samhæfingar- eða Guð má vita hvað. Samtök sem koma fram fyrir skjöldu og verja starfsaðferðir bankakerfisins í heild sinni þegar þeim þykir að sér vegið. Gaman væri að Guðjón Rún- arsson svaraði því hvort það er á fundum þessara samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sem for- ystumenn bankanna ákveða banka- kjörin í landinu og hvort það geti verið að þeir skipti líka á milli sín mörkuðum landsins – líkt því sem olíufélögin gerðu og hvort við meg- um eiga von á því að þeir komi í röð og segi FYRIRGEFÐU – í einum kór. Gera þeir út á þetta? Jóhannes Valdemarsson fjallar um íbúðalán bankanna ’Gaman væri að GuðjónRúnarsson svaraði því hvort það er á fundum þessara samtaka banka og verðbréfafyrirtækja þar sem forystumenn bankanna ákveða bankakjörin í landinu...‘ Jóhannes Valdemarsson Höfundur er rekstrarfr. BS, stud. mag. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.