Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 37
MINNINGAR
✝ Ólafur Tryggva-son fæddist á
Seyðisfirði 24. nóv-
ember 1910. Hann
lést á Landakotsspít-
ala 16. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Tryggvi
Guðmundsson frá
Efra Seli í Hreppum,
gjaldkeri Áfengis-
verslunar ríkisins, f.
1871, d. 1942, og
kona hans Gunndóra
Benjamínsdóttir,
saumakona frá Lækj-
ardal í Axarfriði, f.
1881, d. 1964. Systkini Ólafs voru
sjö talsins, Valdís, f. 1899, Laufey,
f. 1900, Jóhanna, f. 1901, Þórir, f.
1903, Þorsteinn, f. 1905, Nína, f.
1913, og Viggó, f. 1917. Þau eru
öll látin nema yngsti bróðurinn,
Viggó.
Hinn 2. júní 1934 kvæntist Ólaf-
ur Birnu Sigurbjörnsdóttur, f.
25.9. 1913, d. 19.12. 1998. Heimili
þeirra var á Reynimel 26 í Reykja-
vík. Börn þeirra eru: 1) Garðar, f.
6.6. 1935, kvæntur Guðlaugu Ing-
ólfsdóttur. Eiga þau fjögur börn,
Evu, Ólaf, Ingólf og Birnu og sjö
barnabörn. 2) Tryggvi f, 12.9.
1939, kvæntur Elínu Jóhannsdótt-
ur og eiga þau einn son, Ólaf og
tvö barnabjörn. 3) Gróa Kristín, f.
5.1. 1945, á hún tvær dætur, Birnu
og Soffíu, og fjögur
barnabörn.
Ólafur ólst upp á
Seyðisfirði til tíu ára
aldurs er hann flutti
með fjölskyldu sinni
til Reykjavíkur.
Hann nam úrsmíði
hjá Magnúsi Benja-
mínssyni og lauk
sveinsprófi 1933 og
meistaraprófi 1935.
Ólafur varð síðar
meðeigandi í verslun
Magnúsar Benja-
mínssonar. Hann
vann að félagsmál-
um úrsmiða og var í 12 ár gjald-
keri félagsins og áratugi í próf-
nefnd. Hann var sæmdur gull-
merki Norðurlandasamtaka úr-
smiða og einnig gullmerki
Úrsmiðafélags Íslands. Ólafur var
félagi í Lionsklúbbnum Ægi.
Hann tók virkan þátt í frjálsum
íþóttum og fimleikum á yngri ár-
um og var lengi í sýningarflokki
ÍR í fimleikum. Eftir að hann
hætti íþróttaiðkun var hann í ára-
tugi tímavörður á íþróttamótum.
Yfir 70 ár sá hann um Dómkirkju-
klukku og allt viðhald á henni.
Síðustu ár vann hann að iðn sinni
heimavið.
Útför Ólafs fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Síðustu árin var það alltaf ákveðið
ritúal að fara í heimsókn til afa Ó. Í
fyrsta lagi þýddi ekki að reyna heim-
sókn fyrir klukkan tvö á daginn.
Hann rumskaði yfirleitt ekki fyrr en
um hádegi. Í öðru lagi varð maður að
sýna þolinmæði eftir að hafa hringt
bjöllunni því það tók afa nokkrar
mínútur að ganga yfir að glugganum
fyrir ofan tröppurnar. Þaðan henti
hann síðan niður útidyralyklunum til
þess er hugði á heimsókn.
Þegar inn til afa var komið tók að
jafnaði á móti manni þykkt og mikið
tóbaksský. Afi reykti nefnilega
vindla. Eða púaði vindla öllu heldur.
Marga á dag og naut þess fram í
fingurgóma. Honum þótti spennandi
að prófa nýjar tegundir og því voru
ferðir okkar í tóbakssérverslanir er-
lendis tíðar. Að jafnaði eru vindla-
reykingar ekki til eftirbreytni en það
gilti öðru máli með afa Ó. Tilfæring-
arnar þegar vindillinn var tekinn úr
kassanum eða bréfinu og síðan þegar
vindillinn var klipptur til og kveikt í
voru eftirsóknarverðar. Vellíðunar-
svipurinn sem fylgdi næstum hvatti
mann til að byrja að reykja. Tóbaks-
varnaráð verður að umbera okkur
enda varð afi tæplega 94 ára gamall
og var hraustur með afbrigðum. Það
eina sem amaði í raun að afa voru
ónýt hné. Hann átti mjög erfitt með
gang síðustu árin. Og gat raunar
ekki gengið síðustu mánuðina. Það
markaði endalokin.
Ótal góðar og fallegar minningar
leita á hugann frá árunum sem við
áttum með ömmu B. og afa Ó. Fyrst
og fremst minningar um takmarka-
lausa umhyggju og væntumþykju.
En einnig minningar um harðfisk og
hatta svo eitthvað sé nefnt. Afi fór
aldrei út fyrir hússins dyr öðruvísi
en með hatt. Við minnumst einnig
fjölmargra matarboða þar sem aðal-
rétturinn var kjúklingurinn hennar
ömmu með margfrægri fyllingu. Þá
snæddi afi að vísu eitthvað annað.
Hann borðaði ekki fiðurfé.
Við krakkarnir máttum ekki svo
mikið sem líta inn, þá vorum við fyllt
af góðgæti. Kók- og maltkassar
stóðu í stæðum í geymslunni og
harðfiskurinn beið eftir okkur nið-
urklipptur í hæfilega stóra bita. Á
Reynimel var allt leyfilegt. Föt
ömmu og afa voru notuð í leiksýn-
ingar, stiginn var rennibraut og háa-
loftið draugahús.
Mikið jafnaðargeð einkenndi afa
alla tíð. Hann var ávallt í góðu skapi
og lét fátt koma sér úr jafnvægi – ef
nokkuð. Og þannig minnumst við
hans. Sitjandi í brúna hægindastóln-
um með annan fótinn dinglandi yfir
stólarminn, sælusvipur á andlitinu
og vindill í hönd. Vertu sæll, elsku afi
Ó., og takk fyrir allt.
Birna, Eva, Ingólfur og
Ólafur Garðarsbörn.
Ólafur Tryggvason ólst upp á
Seyðisfirði til tíu ára aldurs. Þar
starfaði faðir hans Tryggvi Guð-
mundsson kaupmaður og barna-
kennari. Móðirin Gunndóra Benja-
mínsdóttir ólst upp í harðbýlu koti á
Jökulsárdal. Á Seyðisfirði lærði hún
kjólasaum og kynntist verðandi eig-
inmanni sínum Tryggva. Hann var
þá ekkjumaður en fyrri kona hans
lést af barnsförum frá fimm börnum.
Þau Tryggvi og Gunndóra eignuðust
börnin Ólaf, Nínu og Viggó. Gunn-
dóra var mikil listakona, og í henni
varðveittist íslenski menningararf-
urinn slípaður í harðæri aldanna,
hún kunni ókjör af ljóðum, kvæða-
lögum og vísum og orti sjálf. Þegar
Gunndóra gekk með frumburð sinn
kom Ólafur Tryggvason Noregskon-
ungur til hennar í draumi og vitjaði
nafns og bað hana að skíra í höfuðið á
sér. Það gerði hún og Ólafur sonur
hennar varð hamingjumaður og ein-
staklega tígulegur og eins og frá
honum stafaði konunglegum þokka.
Ólafur minntist þess oft þegar hann
var að hoppa og skoppa í krambúð-
inni hjá pabba sínum, sem var heill
ævintýraheimur þar sem var brjóst-
sykur og annað dýrindi í glerkrukk-
um, og bændur komu í kaupstað og
trússhestarnir og gæðingar voru
bundnir á bak við húsið og hann fékk
að príla á bak eins og títt er um
krakka. Frá Seyðisfirði flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Þá var Ólaf-
ur litli Tryggvason sendur í tvö sum-
ur í sveit til frændfólks síns í
Hreppunum, en þaðan var pabbi
hans ættaður. Þar í sveitinni var
frændgarðurinn og meðal frænda
voru listamennirnir Einar Jónsson
og Ásgrímur Jónsson. Þar var nykur
sem hafðist við í vatni á fjallinu fyrir
ofan bæinn annað árið en hitt árið í
Vörðufelli og draugar gægðust út úr
fjárhúshlöðum á síðkvöldum.
Æskuheimilið í Reykjavík var
fyrst á Óðinsgötunni og síðar á Báru-
götunni. Þar var gestkvæmt rausn-
arheimili. Þar ólst Ólafur upp með
yngri systkinum sínum Nínu og
Viggó. Hann lærði teikningu og til
voru lengi myndir frá þeim tíma.
Þegar hann var 14–15 ára gamall þá
lærði hann heilan vetur myndmótun
hjá Einari Jónssyni frænda sínum
myndhöggvara. Heimilið var menn-
ingarheimili þar sem börnin lærðu
að meta myndlist og tónlist. Viggó
varð góður tónlistarmaður, Nína
varð einn fremsti myndlistarmaður
þjóðarinnar og Ólafur fann sköpun-
argáfu sinni farveg í lífsstarfi sínu,
úrsmíðinni. Ólafur var hagleikssmið-
ur og lærði úrsmíði hjá Magnúsi
Benjamínssyni og varð síðar sam-
starfsmaður hans og meðeigandi.
Magnús var fumkvöðull í sinni grein
og einn virtasti úrsmiður í borginni.
Hann smíðaði úr sem borgarbúar
stilltu klukkur sínar eftir og hann
stillti það eftir stjörnunum. Hann
smíðaði sér stjörnukíki til þess að fá
réttan tíma. Hann leitaði lengi að
þræði sem væri passlega grannur í
krossmið í kíkinn þar sem mannshár
var alltof svert. Lausnina fann hann í
Hafnarfjarðarhrauni þar sem hann
náði í streng úr kóngulóarvef, sem
hann notaði. Með kíkinum miðaði
hann á stjörnurnar og fékk tímann
réttan upp á sekúndu.
Ólafur var sjálfs sín herra. Hann
var tígulegur á velli, beinn í baki og
glæsilegur eins og maður hefði getað
ímyndað sér að hefði sæmt nafna
hans Ólafi Tryggvasyni kristniboðs-
konungi. Sá þokki sem var í hverri
hreyfingu var grundvallaður í íþrótt-
um sem Ólafur stundaði. Frá æsku-
árum var hann í fimleikum hjá ÍR.
Hann var frækinn í öllum íþrótta-
greinum og hann gekk eitt sinn á
höndum frá ÍR-húsinu við Landa-
kotstún og niður í bæ.
Með glæsileikanum fylgdu svo
gáfur, rausn og höfðingsskapur.
Þannig búinn var hann líkur nafna
sínum og eitt gæfuríkasta strand-
högg hans var þegar hann um tvítugt
sigraði hjarta Birnu Sigurbjörns-
dóttur, dóttur Sigurbjörns Þorkels-
sonar í Vísi. Þau urðu lífsförunautar
og ávallt ástfangin. Þau bjuggu
börnum sínum, Garðari, Tryggva og
Gróu, kærleiksríkt heimili, skreytt
fögrum gripum. Þar voru málverk
Nínu, stílhrein í lit og formum, í önd-
vegi. Óafur hafði gaman af tækninýj-
ungum, var áhugamaður um ljós-
myndun og kvikmyndun. Þau
ferðuðust mikið og heim komu þau
hlaðin gjöfum þannig að gleði ferð-
arinnar dreifðist víða.
Klukkur mæla tímann, sekúndur,
mínútur og klukkustundir. Þegar
upp er staðið þá flýgur lífið hjá eins
og örskot. Tíminn líður fyrir flesta
en það var meira í anda Ólafs
Tryggvasonar að segja að tíminn
komi.
Ólafur starfaði um árabil ásamt fé-
lögum sínum í Lionsklúbbnum Ægi
og styrkti starfsemi Sesselju Sig-
mundsdóttur sem bjó andlega fötl-
uðum börnum heimili á Sólheimum í
Grímsnesi. Þar var og er unnið í virð-
ingu fyrir lífinu og að allar mann-
eskjur séu jafnar fyrir guði. Þar er
dagsverkið metið í samræmi við boð-
skap frelsarans að það sem þú gerir
mínum minnsta bróður það gerir þú
mér.
Þorvaldur Friðriksson.
Ólafur Tryggvason föðurbróðir
okkar er fallinn frá eftir langa og
góða ævi. Í minningunni er hann
ímynd hins góða og trausta manns,
með glettið bros á vör í hópi vina,
umvafinn vindlareyk.
Hann átti rætur í Hreppunum og
Þingeyjarsýslum, kominn af bænd-
um og listafólki. Alsystkini hans
voru Nína Tryggvadóttir listmálari
og Viggó Tryggvason lögfræðingur,
sem einn lifir bróður sinn. Auk þess
átti hann nokkur hálfsystkini sam-
feðra, sem nú eru öll látin. Ólafur var
fæddur á Seyðisfirði, en bjó lengst af
í Reykjavík, nánar tiltekið á Reyni-
mel, þar sem hann og kona hans
Birna, dóttir Sigurbjörns í Vísi, stór-
ættuð sómakona, áttu sér afburða–
smekklegt heimili. Sambúð þeirra
var löng og farsæl. Birna lést fyrir
sex árum. Þeim varð þriggja barna
auðið, sem öll lifa föður sinn og eru
afkomendur þeirra fjölmargir.
Ólafur var listrænn og stundaði
nám í teikningu hjá frænda sínum
Einari Jónssyni myndhöggvara vet-
urlangt. Hann kaus fjárhagslegt
sjálfstæði og valdi úrsmíði sem ævi-
starf, enda dverghagur. Barnungur
vakti hann aðdáun fyrir ýmsa völ-
undarsmíði, meðal annars smíði lít-
illar gufuvélar. Hagleik sinn nýtti
hann síðar í námi og starfi sem úr-
smiður og var í fremstu röð starfs-
félaga sinna, þar sem hann naut virð-
ingar. Hann smíðaði ístöð og aðra
smáhluti sem notaðir voru við að-
gerðir á eyrum og augum og nýttist
handlagni hans þannig einnig innan
heilsugæslunnar. Ólafur rækti starf
sitt af alúð til hinstu stundar og hef-
ur skráð nafn sitt í sögu íslenskrar
verkmenningar, þannig að lengi
verður í minni haft. Viðburður var að
fá að fylgja frænda upp á loft Dóm-
kirkjunnar til að draga upp klukk-
una en henni hélt hann gangandi ár-
um saman.
Ólafur varð snemma gjörvulegur
maður, iðkaði meðal annars fimleika
og var í sýningarflokki Íþróttafélags
Reykjavíkur, sem víða kom fram.
Ólafur var hnarreistur, fríður sýnum
og bar sig vel. Hann var snyrtimenni
svo eftir var tekið, gamansamur og
barngóður en þó ekki íhlutunarsam-
ur um annarra hagi. Hann var mikill
reglumaður þar sem hver hlutur
hafði sinn stað og í barnsminni er, að
sjá hann ganga um íbúðina og færa í
samt lag það sem aflagast hafði af
barnshöndum, án þess þó að vera
með boð og bönn.
Ólafur valdist til forystu í hópi fé-
laga sinna. Hann tók um langt árabil
þátt í líknarstarfi Lionshreyfingar-
innar (Ægi) ásamt góðvinum sínum
og naut sín þar vel.
Ólafur var með eindæmum heilsu-
hraustur alla tíð, nema allra síðustu
árin að afleiðingar íþróttaslyss á hné
hindruðu hreyfigetu hans umtals-
vert. Hann kvartaði þó aldrei og hélt
heimili til hinstu stundar með góðri
aðstoð barna sinna, ekki síst einka-
dótturinnar Gróu. Hann kvaddi
þennan heim með reisn eftir stutta
legu á Landakotsspítala.
Börnum og öðrum aðstandendum
vottum við samúð og þökkum Ólafi
frænda samfylgdina.
Bróðurbörnin
Gunndóra, Regína,
Guðmundur og
Tryggvi Viggósbörn.
Kveðja frá
Lionsklúbbnum Ægi
Elsti félagi í Ægi er fallinn í val-
inn, 94 ára gamall.
Ólafur Tryggvason var í hópi
frumherjanna sem ákváðu að styðja
Sesselju Sigmundsdóttur á Sólheim-
um í Grímsnesi í líknarstarfi hennar
fyrir fjölfötluð börn.
Sesselja tók þá djörfu ákvörðun að
fórna starfskröftum sínum í þágu
barnanna, þegar vonleysi ríkti og
engin úrræði voru sjáanleg fyrir þau.
Þar sem fjárhagur klúbbsins var
takmarkaður í upphafi brugðu fé-
lagarnir á það ráð að fara austur í
Grímsnes í helgarheimsóknir með
smíðatól í farteskinu og tóku til
hendinni, m.a. í eldhúsinu, sem var
mjög vanbúið að tækjum og skápum,
og endurnýjuðu búnað þess og hag-
ræddu allri aðstöðu. Sesselja sagði
mér mörgum árum seinna að þessi
hjálp hefði verið ómetanleg við þær
erfiðu aðstæður sem voru í upphafi
starfseminnar þar. Klúbburinn okk-
ar heldur árlegt herrakvöld á Hótel
Sögu, þar sem glæsilegt fiskrétta-
hlaðborð tryggir góða aðsókn. Að ég
minnist á þetta er vegna þess að
Ólafur gaf ávallt vandað armbandsúr
í happdrætti kvöldsins. Síðustu árin
átti hann erfitt um gang nema innan
veggja heima fyrir en ekki gleymdi
hann klúbbum. Þegar minnst varði
hringdi síminn og Ólafur sagði: „Úr-
ið er tilbúið!“ Nú, sagði ég og taldi
mig ekki eiga úr í viðgerð. Hvað er
þetta maður, er ekki kútmagakvöld í
næstu viku? Þótt hann gæti ekki
mætt sjálfur skyldi úrið örugglega
mæta! Þannig var Ólafur. Ég heim-
sótti hans fallega heimili á Reyni-
melnum en þar kaus hann að búa í
stað þess að fara á einhverja stofnun.
Þar mátti m.a. líta falleg málverk
eftir systur hans Nínu, sem er þjóð-
kunnur listmálari. Þar áttum við
ánægjulegt spjall um upphafsár
klúbbsins og kraftmikið starf félag-
anna.
Lionsklúbburinn Ægir kveður
Ólaf með mikilli þökk fyrir frábær
störf og sífelldan áhuga fyrir velferð
klúbbsins.
Guðmundur Guðmundarson.
Við bernskuvinkonurnar hennar
Gróu úr Vesturbænum eigum marg-
ar og ógleymanlegar minningar frá
Reynimelnum.
Það var sérstök stemmning á
heimilinu, – léttur vindlailmur í loft-
inu og híbýlin óvenju glæsileg.
Birna, hress og kekk, tók á móti
marglitu stelpnaliðinu og Ólafur
virðulegur og alvörugefinn, en einn-
ig oft svo gamansamur og fræðandi.
Ekki fór það fram hjá okkur ung-
lingunum, hve kært var samband
þeirra.
Guð þig leiði,
góði aldni vin,
um gróskulendur -
hvert þig hugur seiðir.
Með bæn um að þín
bíði sólar skin,
hvar Birna áfram
þig við hönd sér leiðir.
Blessuð veri minning einstaks
manns, sem aldrei sagði illt um
nokkra sál, en lagði mörgum sam-
ferðamanni lið á sinn ljúfa, höfðing-
lega hátt.
Kær kveðja, fyrir hönd okkar
gömlu vinkvennanna hennar Gróu.
Hildigunnur Ólafsdóttir.
ÓLAFUR
TRYGGVASON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN GUNNÞÓRA HARALDSDÓTTIR
frá Raufarhöfn,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
þriðjudaginn 23. nóvember.
Rannveig Ísfjörð, Þorsteinn Hallsson,
Kristbjörg Hallsdóttir,
Sylvía Hallsdóttir, Rúnar Guðmundsson,
Jóna Halla Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson,
Ólöf Hallsdóttir, Jens Sævar Guðbergsson,
Lóa Hallsdóttir, Agnar Kolbeinsson,
Ásta Hallsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær sonur okkar, bróðir og mágur,
GÍSLI FRIÐRIK ÞÓRISSON
læknir,
Sóltúni 28,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Sigurjónsdóttir, Þórir Gíslason,
Brynjólfur Þórisson,
Herdís Þórisdóttir, Ingvi Kristján Guttormsson.