Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 41
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför
ODDS GUÐMUNDSSONAR
skipasmiðs
frá Kleifastöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar-
heimilisins Fells og sérstaklega umönnunarfólki
Kumbaravogs sem annaðist hann síðustu
mánuði ævinnar.
Systkinin.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 41
MINNINGAR
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR ÖRN VALDIMARSSON
prentari,
Langeyrarvegi 20,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánu-
daginn 29. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrkt-
arfélag vangefinna.
Guðmundur Ingvi Sverrisson, Kristín Karlsdóttir,
Valdimar Örn Sverrisson, Ingunn Hauksdóttir,
Þórður Sverrisson, Lilja Héðinsdóttir,
Lára B. Sverrisdóttir Borthne, Roald Borthne,
Vilborg Sverrisdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson,
Aðalsteinn Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALGARÐ J. ÓLAFSSON,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 17. nóvember,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 26. nóvember kl. 15.00.
Sif Þórz Þórðardóttir,
Iðunn Anna Valgarðsdóttir, Jakob Már Gunnarsson,
Eiður Valgarðsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Gunnhildur Sif Valgarðsdóttir,
Sigrún Valgarðsdóttir, Þórólfur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
FRIÐÞJÓFUR G. KRISTJÁNSSON
frá Ísafirði,
Langholtsvegi 122,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu-
daginn 26. nóvember kl. 13.
Kristín Jósepsdóttir,
Margrét V. Friðþjófsdóttir, Stefnir Þór Kristinsson,
Sigríður María Friðþjófsdóttir, Tómas Valdimarsson,
Ingibjörg Friðþjófsdóttir
og barnabörn.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Rosalega brá mér þegar ég var að
fletta Morgunblaðinu og sá dánartil-
ÓLÖF BIRNA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Ólöf Birna Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík hinn 9.
október 1949. Hún
lést á Landspítalan-
um hinn 14. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavik 19.
nóvember.
kynningu hennar
Birnu. Birna var minn
yfirmaður fyrir nokkr-
um árum í Hagkaupum
í Kringlunni bús-
áhaldadeild. Var hún
besti yfirmaður sem
hægt var að hugsa sér.
Það var gott að vinna
með henni, hún var svo
sanngjörn og yndisleg
kona. Jafnvel þegar ég
hætti að vinna hjá
henni, var alltaf gaman
að koma í Hagkaup og
hitta hana, alltaf jafn
hress.
Með þessum fátæklegum orðum
vil ég minnast Birnu og senda fjöl-
skyldu hennar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Thelma Dögg.
Þegar ég var lítil man
ég eftir að hafa oft heyrt
talað um að eiga frænku
sem hafði unnið sér það
til frægðar að hafa reynt að snúa bíln-
um sínum við í miðjum Strákagöng-
um. Þessi kona hét Sólveig Björg,
kölluð Bonga, og var systir ömmu
minnar. Eftir að ég flutti til Reykja-
víkur árið 1998 átti ég heima í ná-
grenni við Bongu og þá kynntist ég
SÓLVEIG BJÖRG
PÁLSDÓTTIR
✝ Sólveig BjörgPálsdóttir fædd-
ist á Ölduhrygg í
Svarfaðardal 22.
apríl 1911. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut fimmtu-
daginn 11. nóvember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Háteigskirkju 19.
nóvember.
þeirri margumtöluðu
konu. Við, Bonga og
Karen dóttir mín, urð-
um góðar vinkonur og
áttum upp frá þessu
margar glaðar stundir.
Mér er minnisstætt
þegar við sátum á veit-
ingahúsi í miðbænum
og Karen, þá tveggja
ára, vildi ólm fara að
dansa. Bonga var ekki
lengi að snara sér út á
gólf og dansa við stelp-
una. Þetta var stórkost-
leg sjón og dæmigert
fyrir Bongu, hún hugs-
aði fyrst og fremst um að skemmta
fólkinu í kringum sig, og sér sjálfri í
leiðinni. Oftar en ekki dró Bonga
fram sjerríflösku þegar við vorum að
spjalla um daginn og veginn. Í eitt
skiptið þegar við höfðum ákveðið að
fara í bíltúr og vorum um það bil að
fara út úr dyrunum, horfði Bonga á
mig mjög hugsi. Loks segir hún:
„Eigum við að fá okkur sjerríið núna
eða þegar við komum heim?“
Fyrir nokkrum árum þurfti Bonga
að leggjast inn á hjartadeild. Ég átti
von á því að nú væri gamla konan orð-
in lasin og bjó mig undir það að hún
væri ekki burðug. Þegar ég geng inn
ganginn á sjúkrahúsinu heyri ég mikil
hlátrasköll. Þessi hávaði kom frá stof-
unni hennar Bongu. Inni á stofunni
sat Bonga og sagði gestum, sem hjá
henni voru, frá því þegar gamall mað-
ur benti henni á mynd í tímariti og
spurði: „Ert þetta þú?“ Þá var þetta
mynd af drottningarmóðurinni í Eng-
landi. Bonga skemmti sér mikið yfir
þessu, að hafa verið konungborin þó
ekki væri nema í nokkrar mínútur.
Svo bætti hún því við að þær væru
nokkuð áþekkar því báðar væru eins
og U í laginu.
Lífsleið Bongu var löng og þó að við
kynntumst ekki fyrr en raun ber vitni
er ég glöð yfir að hafa fylgt henni síð-
asta spölinn. Siggu og fjölskyldu, sem
og öðrum ættingjum og vinum sendi
ég samúðarkveðjur.
Rakel Runólfsdóttir.
Elsku vinur, að
heyra að þú værir fall-
inn frá fyllti hjarta mitt
ólýsanlegri sorg. Þú,
sem varst í blóma lífs-
ins. Ég vildi bara þakka
þér fyrir allar þær góðu
stundir, sem við áttum saman. Ég
veit að þú hefur fundið frið hjá Guði
og allt er í lagi núna. Minningin um
þig mun alltaf lýsa upp mitt líf.
Leyf mér að hvílast, mér líður svo vel.
Ljósið það dofnar, nú svefni ég stel.
Samt er svo margt, sem þarf að gera,
margt, sem þarf að sjá.
Leyf mér að leggjast
og hvíldina löngu að fá.
(Eyjólfur Kristjánsson)
Ég bið Drottin að vernda og vaka
GUÐNI MÁR
BALDURSSON
✝ Guðni Már Bald-ursson fæddist í
Reykjavík 23. sept-
ember 1977. Hann
lést 1. nóvember síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Grens-
áskirkju 11. nóvem-
ber.
yfir fjölskyldunni þinni
á þessum erfiðu tímum.
Þinn vinur,
Tryggvi Lárusson.
Elsku vinur, nú ertu
farinn frá okkur, allt of
fljótt. Við áttum eftir að
gera svo margt saman
og við söknum þín svo
mikið. Við þökkum þér
samfylgdina þó að hún
hafi verið allt of stutt.
Við hlýjum okkur við
minningarnar úr hjóla-
ferðunum og matar-
boðunum, þær gleymast seint.
Þú auðgaðir líf okkar með ótrú-
legri útgeislun þinni og kátínu, þú
heillaðir alla sem hittu þig, betri vin-
ur er vandfundinn.
Nú er komið að kveðjustund,
minning þín, elsku Guðni, er ljós í lífi
okkar. Sjáumst síðar, vinur.
Við vottum öllum aðstandendum
dýpstu samúð okkar.
Sigurður Heiðar,
Sigrún Inga, Harpa Sif
og Daði Hrafn.
Elsku Sæunn mín.
Mig langar svo til að
kveðja þig, elsku vin-
kona, og þakka þér fyr-
ir stundirnar okkar. Það var svo ynd-
islegt að fá að kynnast þér. Þú varst
svo einlæg og opin og við áttum svo
margt sameiginlegt sem gerði vin-
skap okkar einstakan. Ég veit núna
að það var engin tilviljun að við hitt-
umst. Við áttum að hittast. Ég hugsa
til þín og fjölskyldu þinnar á hverj-
um degi. Þið eruð mín fyrsta hugsun
á morgnana er ég vakna og sú síð-
asta áður en ég fer að sofa á kvöldin.
Þið eruð í bænum mínum. Ég bið
Guð að varðveita litlu fallegu börnin
þín og ég veit að þú fylgist með okk-
ur til að sjá til þess að allt sé skipu-
lagt og gangi vel fyrir sig. Minningin
um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu,
þar ertu brosandi og glöð. Ég varð-
veiti hana.
SÆUNN
PÁLSDÓTTIR
✝ Sæunn Pálsdótt-ir fæddist í
Reykjavík 7. febrúar
1979. Hún lést á
heimili sínu, Hamra-
borg 38 í Kópavogi,
aðfaranótt mánu-
dagsins 1. nóvember
síðastliðinn, og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
8. nóvember.
Þau ljós sem skærast
lýsa
þau ljós sem skína
glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn
skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss
gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það
kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Fiðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku Sóley Sara, Hlynur Freyr,
fjölskylda og vinir. Megi Guð gefa
ykkur styrk og græða sár ykkar í
þessari miklu sorg.
Samúðarkveðjur.
Guðmunda Katrín Karlsdóttir.
Elsku Sæunn mín. Þegar ég
kynntist þér fyrst var ég bara fimm
ára. Ég ætlaði að leika við Dúnu, en
hún gat ekki leikið og sendi mig til
stelpu sem ég hafði aldrei séð. Þú
varst þá átta ára og tókst mér, blá-
ókunnugum stelpupolla, vel. Í 17 ár
hélst þessi vinátta. Ég man þegar við
vorum litlar, þá komumst við í
draugamyndir og stríddum hvor
annarri með draugasögum, og við
vorum báðar orðnar mjög myrkfæln-
ar, jafnvel að degi til. Eða þegar ég
sagði þér hvað amma væri utan við
sig þegar hún væri að lesa. Þú trúðir
mér ekki, svo við gerðum tilraun. Við
tókum band og bundum það við eld-
hússtólinn hennar ömmu og toguð-
um í. Amma var komin út á mitt gólf
áður en hún fattaði nokkuð og horfði
forviða á okkur ormana á hláturs-
kasti.
Allir rúntarnir sem við keyrðum
eftir að þú tókst bílprófið, þar sem
þú vildir alltaf keyra, á meðan við
skemmtum okkur.
Ég gat alltaf leitað til þín með
hvað sem var, þú varst einstaklega
góð vinkona og yndisleg manneskja,
sem manni leið vel í kringum. Þú
varst hress og fyndin stelpa sem
kom mér alltaf til að hlæja. Á sama
tíma varstu eins og stóra systir mín,
þú kenndir mér á klukku, að reima
skó, mála mig og margt fleira. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig.
Sæunn, ég sakna þín, við sjáumst
seinna.
Sóleyju, Hlyni, Sollu, Palla, Vigni
og Eyrúnu færi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Minningin um góða vinkonu mun
lifa ætíð,
Þín vinkona,
Berglind Elínardóttir.