Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRA kom út ansi velheppn- uð barnaplata þar sem nokkrar af helstu popp- stjörnum lands- ins tóku uppá- halds barnalögin sín og gerðu flest vel og vandlega. Lögin áttu upptök sín í Stundinni okkar þar sem þau voru flutt fyrst við góðar undirtektir og þessi pakki, lögin á plötu og atriðin úr Stundinni á mynddiski, var góður og skotheldur pakki. Nú hefur leikurinn verið endurtek- inn. Stundin okkar farið að stórum hluta í að kynna væntanlega plötu sem nú er komin út. Sama uppskrift er notuð, vinsælar poppstjörnur taka gömul og góð barnalög, með æði mis- jöfnum árangri verður að segja. Eins og gefur að skilja standa þau sig best sem virðast hafa lagt ein- hverja vinnu í verkið, pælt í hvernig hægt væri að hressa uppá þessi margþekktu lög, gera þau að sínum, svo yfirhöfuð einhver tilgangur sé með því að hljóðrita þau á ný. Hér eru þau í sérflokki Felix Bergsson, sem á hressilega útgáfa af gamla Hauka- slagaranum „Fiskinum hennar Stínu“, Jónsi sem gerir „Lagið um það sem ekki má“ eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson að lagi sem gæti hafa komið úr smiðju Í svörtum fötum og Selma Björns sem syngur vel viðeig- andi suðræna útgáfu af „Komdu nið- ur“ eftir Jón Sigurðsson sem Soffía og Anna Sigga gerðu ódauðlegt. Öll eru þau áberandi vön Felix, Jónsi og Selma. Eiga auðvelt með að setja sig í þau vandasömu spor að syngja fyrir börn og mættu alvarlega íhuga að gera barnaplötur í framtíðinni. Birg- itta hefur þegar gefið út sína barna- plötu og fer vel á því. Henni hentar einnig að syngja barnalög og kemst ágætlega frá „Söng súkkulaðiprins- essunnar“. Einnig komast þau vel frá sínu Anna Katrín, sem sýnir skemmtileg leikræn tilþrif í „Guttavísum“, Hera, sem syngur fallega útgáfu af „Frost er úti fugl- inn minn“, og Sverrir Berg- mann, sem syngur áreynslulítið en samt áhrifaríka útgáfu af „Krummi svaf í klettagjá“, í útsetningu sem kannski er svolítið á skjön við hinar fyrir það hversu miklu drungalegri hún er og tor- meltari fyrir börn. Eins smellinn og skemmtilegur og hann Sveppi blessaður er þá verður hann seint talinn stórsöngv- ari. Hann hreinlega veldur ekki Stuð- manna-slagaranum „Söng dýranna í Týról“, þótt tilþrifin skorti ekki. Til- þrifin eru hins vegar engin hjá Jóni Sigurðssyni sem syngur gjörsamlega flata og tilgangslausa útgáfu af hinu skemmtilega „Súrmjólk í hádeginu“ eftir Bjartmar Guðlaugsson. Þá eru útsetningar á „Furðuverki“ og „Ryk- sugulaginu“, sem Ruth Reginalds og Olga Guðrún gerðu vinsæl, alltof lit- lausar og venjulegar til þess að Nylon og Einar Ágúst geti yfirhöfuð gert eitthvað fyrir lögin. Það er reyndar helsti vansi þess- arar barnaplötu; það sem gerir hana töluvert síðri en forverann. Útsetn- ingar Vignis úr Írafári eru bara of venjulegar; of lítið gert til að lappa uppá lögin, gæða þau nýju lífi og laga að stíl flytjendanna. Mynddiskurinn bjargar þar ein- hverju, en ekki miklu, því flestir eru flytjendurnir hálf vandræðalegir þar sem þeir „mæma“ lögin og reyna að gera bara eitthvað í ansi hreint þreyttri sviðsmynd sjónvarpsins. Hvað svo sem stórum göllum líður þá eiga yngstu neytendurnir ugglaust eftir að falla flatir fyrir þessu, sem er í góðu lagi, því þegar allt kemur til alls þá er Stóra stundin okkar ósköp meinlaus, bara einum of meinlaus. Stóru börnin í óstuði TÓNLIST Íslenskar plötur/mynddiskur Sveppi, Selma, Jónsi, Birgitta, Nylon, Anna Katrín, Felix, Hera, Jón Sigurðsson, Einar Ágúst og Sverrir Bergmann syngja barnalög. Útsetning Vignir Snær Vigfús- son. Trommur og slagverk Ólafur Hólm. Bassi Eiður Arnarsson. Gítar, hljómborð, forritun Vignir Snær. Píanó, orgel Þor- björn Sigurðsson. Fiðla Roland Hartwell. Saxófónn Óskar Guðjónsson. Píanó og orgel Andri Guðmundsson. Stjórn upp- töku myndbanda á mynddiski Eggert Gunnarsson. Stóra stundin okkar  Skarphéðinn Guðmundsson Ljósmynd/Steinar Hugi Nokkrir af þeim sem syngja með sínu barna- nefi á Stóru stundinni okkar. PLATA Jóhanns Jóhannssonar, Virðulegu forsetar, fær lofsam- lega dóma hjá vefritinu Pitchfork Media. „Þegar ég hlusta á tónlist ís- lenska tónskáldsins Jóhanns Jó- hannssonar minnir það mig á sjónhverfingar, þessar litlu út- línumyndir þar sem maður trúir því ekki að ein lína sé í raun jafn- löng annarri, eða finnst furðulegt að hringur snúist ekki. Heilar okkar eru eins og flóknar tölvur en það þarf lítið til að valda skammhlaupi. Við erum sífellt að mynda mynstur sem byggjast á sam- hengi,“ segir Mark Richardson meðal annars og gefur plötunni 8,8 af 10 mögulegum. Plata Jóhanns fær ekki síðri dóma á tónlistarvefnum Boom- kat.com. Þar hefur hún verið val- in plata vikunnar og er sögð „hrífandi klukkstundar-langt verk í fjórum hlutum sem býr yf- ir tign og mikilfengleika klass- ískrar tónlistar um leið og hún seytlar ofan í ríkidæmi ímynd- aðrar kvikmyndatónlistar. “ Líkt og á Pitchfork Media þá fékk síðasta plata Jóhanns einnig lofsamlega dóma á Boomkat sem fullyrðir að Jóhann sé klárlega búinn að einsetja sér að „verða eitt af merkustu nútíma- tónskáldum sem starfandi eru nú um mundir.“ Verkið sé „stórbrotið í sniðum, metnaðarfullt og tempóið full- komið“; beri öll aðalsmerki sí- gildrar kvikmyndatónlistar. „Al- gjör skyldueign,“ er svo niðurstaða Boomkat. Tónlist | Erlendir tónlistarmiðlar lofa Jóhann Jóhannsson Morgunblaðið/Kristinn Það er útgáfufyrirtækið virta Touch sem gefur út plötur Jóhanns Jóhanns- sonar á alþjóðlegum vettvangi. Minnir á sjónhverfingar * * * * * * * * * * * * * * ** * * * * * * * * ** * * *Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8 og 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 4 og 6. Síðustu sýningar. Yfir 7500 manns Stærsta íslenska heimildarmyndin Besta heimildarmynd ársins Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Frábær gamanmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári Kolsvö t jól grí ynd eð illy ob Thornton ... þú issir þig af hlári * *** * * * * * * * * * * *** * ** * * * * ** * * ** * * * 25.11.0425.11.04 Kr. 500 www.borgarbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. Kvikmyndir.com  PoppTíví  Sýnd kl. 4 og 6. VINCE VAUGHN  Ó.Ö.H. DV BEN STILLER DodgeBallS.V. Mbl. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. * * * * * * * ** * ** * * * Kvikmyndir.com  PoppTíví  Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS JÓLAMYND FJÖLSKYLDUNNAR Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.