Morgunblaðið - 30.12.2004, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FIMMTÁN Íslendingar eru á vegum
ferðaskrifstofunnar Kuoni í Hua
Hin í Taílandi. Þá er 20 manna út-
skriftarhópur frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja á leið þangað. Að sögn
Tómasar Þórs Tómassonar, fram-
kvæmdastjóra Kuoni á Íslandi, eru
ekki fleiri ferðir áformaðar þangað í
bili. Svæðið sé hins vegar öruggt og
sé ekki á svonefndu hamfarasvæði.
15 Íslendingar
á Hua Hin
HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur
orðið við beiðni samstarfsaðila
sinna í Tamil Nadu á Indlandi og
sent þangað 1,5 milljóna króna
framlag til að hjálpa fórnarlömbum
10 fiskiþorpa sem urðu illa úti í
flóðunum. Peningarnir voru sendir
út í fyrradag og verða notaðir til að
gefa 2000 manns mat í að minnsta
kosti 10 daga og útvega 500 fjöl-
skyldum dýnur og föt. Fólkið var
búsett í 10 fiskimannaþorpum á
ströndinni undan starfssvæði sam-
takanna. Þau eru í rúst eftir flóð-
bylgjuna.
Að sögn Jónasar Þ. Þórissonar,
framkvæmdastjóra Hjálparstarfs
kirkjunnar, eru peningarnir teknir
úr neyðarsjóði Hjálparstarfsins, og
muni að líkindum skila sér í söfn-
uninni sem fór af stað í fyrradag.
1,5 milljónir
til Tamil Nadu
á Indlandi
ÚRVAL-ÚTSÝN hefur skipulagt
tvær sérferðir fyrir golfiðkendur
til Pattaya í Taílandi í janúar og
febrúar. Að sögn Peters Salomon,
sölustjóra golfferða hjá ÚÚ, hafa
margir hringt viljað fá staðfest
að farið verði í ferðirnar, í kjöl-
far náttúruhamfaranna við Ind-
landshaf. Hann hafi þegar hringt
utan og fengið þær upplýsingar
að Pattaya sé ekki á hamfara-
svæðunum og svæðið sé mjög
öruggt og þar ami ekkert að
fólki.
Utan hamfara-
svæðanna
BISKUP Íslands hefur sent prest-
um þjóðkirkjunnar bréf þar sem
hvatt er til þess að fórnarlamba
hamfaranna verði minnst í guðs-
þjónustum um áramótin. Í bréfi
biskups segir m.a.:
„Inn í birtu og fögnuð hátíð-
anna bárust fréttir af hinum ægi-
legu náttúruhamförum í Asíu.
Engin leið er að gera sér í hug-
arlund þá ægikrafta sem þar
voru að verki og þá skelfingu og
eyðileggingu, örvæntingu og sorg
sem það hefur leitt af sér. Ljóst
er að hamfarirnar hafa valdið
miklu manntjóni og gífurlegri
eyðileggingu.“
Prestar hvattir
til að minnast
fórnarlambanna
FENGIST hafa vísbendingar um
að fimm Íslendingar, sem leitað
var að í Taílandi og talið var að
gætu hafa verið á hættusvæði, séu
ekki í hættu þótt ekki hafi náðst í
þá sjálfa, að sögn Heiðrúnar Páls-
dóttur sendiráðsritara. Áfram
verður reynt að hafa samband við
þetta fólk. Að sögn Péturs Ás-
geirssonar, skrifstofustjóra í utan-
ríkisráðuneytinu, er fólk ekki tek-
ið af listanum yfir þá sem leitað er
að fyrr en heyrst hefur í því
sjálfu. Sagðist Pétur vonast til að
mál Íslendinganna sem leitað hef-
ur verið að í Taílandi skýrðust í
dag.
Enn hefur ekki náðst samband
við fimm manna fjölskyldu sem
ættingjar telja að hafi farið til
Balí. Ekki urðu neinir mannskaðar
á Balí vegna flóðbylgna. Áfram
verður reynt að hafa samband við
þetta fólk til öryggis, að sögn
Heiðrúnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Víða á hamfarasvæðunum hafa verið festar upp tilkynningar um fólk sem saknað er.
Íslendingar
í Taílandi
taldir öruggir
ÞRÍR starfsmenn Flugleiða voru staddir á Mald-
ív-eyjum í Indlandshafi í tengslum við leiguflug
fyrir ítölsku ferðaskrifstofuna Neos, þegar flóð-
bygjan reið yfir eyjar og strendur við Indlands-
haf sl. sunnudag. Flóðbylgjan skall á eyjunum en
það varð íslensku starfsmönnunum til happs að
þeir gistu á annarri eyju en upphaflega stóð til
og hún slapp að mestu við flóð.
Eyjan og hótelið sem áhöfnin gisti á heitir
Fihaholhi, en upphaflega áttu starfsmenn Flug-
leiða að gista á annarri eyju í eyjaklasanum. Þar
skoluðust hins vegar öll hús í burtu.
Að sögn Kristjáns Óskarsonar, flugstjóra hjá
Flugleiðum, varð hann var við titring þegar
klukkan var langt gengin í tíu um morguninn.
Um klukkustund síðar hefði sjórinn tekið að rísa
og flætt yfir neðri hæð tvílyfts gistihúss sem þau
dvöldu á.
„Svo hvarf þetta aftur. Það var mikil óvissa,
við vissum náttúrulega ekki hvað var að gerast.
Við horfðum á þetta undur veraldar,“ segir
Kristján, og segir að sér hafi helst dottið í hug
að skilin milli flóðs og fjöru væru svona skörp.
Hið rétta hafi síðar komið í ljós þegar farþegar
tóku að fá SMS skilaboð með fréttum af skjálft-
anum.
„Sumir stóðu bara á skýlunni“
Að sögn Kristjáns brugðust ítölsk stjórnvöld
hratt við fréttum af skjálftanum og sendu flugvél
eftir ítölsku farþegunum. Daginn eftir hefðu far-
þegar snúið aftur til Ítalíu, mun fyrr en ráð var
fyrir gert í upphafi. Að sögn Kristjáns höfðu
margir farþeganna lent í flóðbylgjunni, slys urðu
á fólki og eitthvert manntjón og „sumir stóðu
bara á skýlunni“ á flugvellinum í Mali enda hafði
sjórinn skolað öllu burt. Einn maður hefði lýst
því svo fyrir áhöfn að hann hefði verið í blaki
með syni sínum og fleirum þegar flóðbylgjan
skall á og hann rétt náð að grípa son sinn áður
en sjórinn sogaði hann til sín.
Að sögn Kristjáns var fólki á eyjunni tjáð að
von væri á annarri flóðbylgju í kjölfar eftir-
skjálfta. „Okkur var tjáð að flóðbylgjan væri í
Mali, sem var norðan við okkur, og að hún ætti
eftir að koma yfir okkur, 6-10 metra há. Maður
beið eins og bjáni með myndavélina,“ segir hann.
Kristján segist heppinn og þakklátur að hafa
sloppið jafn vel og raun ber vitni. Önnur flóð-
bylgja lét aldrei á sér kræla.
Íslenskir starfsmenn Flugleiða voru með
ítalskri áhöfn í för, sem fyrr segir. Frá Maldív-
eyjum var flogið aftur til Ítalíu og þaðan fóru ís-
lensku starfsmennirnir til Íslands.
Þrír starfsmenn Flugleiða sluppu við flóðbylgjuna á Maldív-eyjum
Fóru annað en ráðgert var
RÚMLEGA 27 milljónir króna
hafa safnast hér á landi síðustu
daga til hjálparstarfs á vegum
Rauða krossins á hamfarasvæð-
unum í Asíu. Tveir sendifulltrúar
Rauða kross Íslands eru á leið til
svæðanna, annar til Sri Lanka og
hinn til Indónesíu og fleiri sendi-
fulltrúar eru í viðbragðsstöðu.
Alþjóða Rauði krossinn sendi í
gærmorgun út hjálparbeiðni sem
er sú stærsta um áratugaskeið en
talin er þörf á um þremur millj-
örðum króna til hjálparstarfs sam-
takanna á hamfarasvæðunum við
Indlandshaf. Rúmlega tólf þúsund
manns á Íslandi hafa hringt í söfn-
unarsímann 907 2020 og þannig
stutt hjálparstarf á svæðinu. Rík-
isstjórn Íslands, Pokasjóður, deild-
ir Rauða krossins og fyrirtæki
hafa stutt hjálparstarfið með
framlögum og hafa rúmlega 20
milljónir króna safnast síðustu
daga.
Verið er að skipuleggja aðstoð
við 150.000 manns á norður- og
austurhluta Sri Lanka, en sá
landshluti er undir stjórn skæru-
liða. Flugvél Rauða krossins fór í
fyrradag frá Nairobi til Sri Lanka
með 105 tonn af hjálpargögnum,
sem eiga að nægja til að mæta
þörfum 50.000 manna. Fram kem-
ur á vef RKÍ, að Hlér Guðjónsson,
sendifulltrúi Rauða kross Íslands,
sé á leiðinni til Sri Lanka þar sem
hann mun taka þátt í hjálparstarfi
á vegum Alþjóða Rauða krossins.
Yfir 27 milljónir hafa safnast
Morgunblaðið/Sverrir
Margar götur á Patong-strönd eru rústir einar eftir hamfarirnar.
SAMTÖKIN Save the Children hafa
brugðið skjótt við til að koma börn-
um og fjölskyldum þeirra sem urðu
illa úti í hamförunum í Suðaustur-
Asíu til hjálpar, að því er segir í
fréttatilkynningu frá Barnaheillum.
Save the Children eru með starf-
semi í þeim löndum sem verst urðu
fyrir barðinu á flóðunum. Nú verður
áherslubreyting og meira lagt upp
úr neyðaraðstoð til þeirra sem eru
mest þurfandi en uppbyggingar-
starfi. Samtökin stunda þegar öfluga
neyðaraðstoð á þeim svæðum sem
verst urðu úti á Sri Lanka, Myanm-
ar, Taílandi, Indlandi og í Indónesíu.
Neyðarskýlum, tjöldum, vatns-
hreinsitöflum, teppum, hreinlætis-
vörum og barnamat verður dreift
auk þess að tryggja barnavernd við
þessar erfiðu aðstæður. Fjöldi barna
hefur orðið viðskila við fjölskyldur
sínar, sérstaklega á Indlandi, og
vinna hin ýmsu landssamtök Save
the Children saman að því að skapa
öruggt athvarf fyrir þessi börn og
finna fjölskyldur þeirra.
Þeim, sem vilja styðja starf
Barnaheilla – Save the Children og
styrkja neyðaraðstoð og barnavernd
í kjölfar hamfaranna í Suðaustur-As-
íu, er bent á reikning Barnaheilla
1150-26-4521, kt. 521089-1059.
Barnaheill
með öfluga
neyðarað-
stoð í Suð-
austur-Asíu
TENGLAR
..............................................
www.barnaheill.is
www.savethechildren.ne
SÍMINN hefur ákveðið að koma til
móts við þá einstaklinga hérlendis
sem þurfa að ná sambandi við ást-
vini sína í löndunum sem verst urðu
úti í hamförunum með því að taka
ekkert fyrir símtöl þangað fram til
miðnættis sunnudaginn 2. janúar
nk. að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá fyrirtækinu.
Viðskiptavinir Símans geta því
hringt gjaldfrjálst úr talsíma til
Taílands, Indlands, Indónesíu og
Sri Lanka. Ef viðkomandi ein-
staklingar hringja úr farsíma kost-
ar mínútan aðeins 10 krónur. Þá
munu Íslendingar sem staddir eru í
þessum fjórum löndum með GSM-
síma frá Símanum ekki þurfa að
greiða fyrir móttöku símtala frá Ís-
landi.
Síminn gefur
símtöl til ham-
farasvæðanna