Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Skólinn heitir Ljósaborg | Nýr grunn-
skóli sem sveitarstjórn Grímsnes- og
Grafningshrepps er að láta reisa á Borg í
Grímsnesi fær nafnið Ljósaborg. Efnt var
til samkeppni um nafn á skólann meðal
nemenda í Ljósafossskóla og var hugmynd
Ingu-Lill Maríönnu Björnsdóttur með
nafninu Ljósaborg talin best, að því er fram
kemur á vef sveitarfélagsins.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir
og rekur skóla- og stjórnsýsluhúsið á Borg
en Grímsnes- og Grafningshreppur mun
leigja aðstöðuna. Fyrsta skóflustungan var
tekin við athöfn fyrr í mánuðinum.
Hið nýja hús mun í heildina verða 773
fermetrar á tveimur hæðum. Á neðri hæð
verður kennslurými en á efri hæð er gert
ráð fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins, skrif-
stofu skólastjóra, vinnuaðstöðu fyrir kenn-
ara, geymslu og fundarherbergi. Skólastarf
hefst næsta haust.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Launin lækkuð | Bæjarráð Vest-
mannaeyjabæjar hefur samþykkt að leggja
til við bæjarstjórn að laun fulltrúa í bæj-
arstjórn, bæjarráði og nefndum Vest-
mannaeyjabæjar lækki um 5%. Tillagan er
gerð með hliðsjón af niðurskurðartillögum
sem fram koma í drögum að fjárhags-
áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana
hans fyrir komandi ár. Tillagan verður af-
greidd á fundi bæjarstjórnar í dag þar sem
fjárhagsáætlunin er jafnframt til síðari um-
ræðu og afgreiðslu.
Sækja um sömu lóð | Hvalaskoðunar-
fyrirtækin á Húsavík hafa sótt um sömu lóð-
ina á Hafnarstétt. Norðursigling ehf. hefur
óskað eftir að fá endurúthlutað lóðinni á
Hafnarstétt 11 á milli Hafnarstéttar 7
(Nausts) og Hafnarstéttar 17 (Verbúða), og
jafnframt óskað eftir byggingarleyfi fyrir
hús á lóðinni. Og Gentle Giants – Hvalaferðir
ehf., hafa einnig óskað eftir að fá úthlutað
byggingarlóð á Hafnarstétt 11.
Byggingarnefnd fjallaði um þessar um-
sóknir á síðasta fundi sínum og þar kom
fram að lóðin á Hafnarstétt 11 hefur ekki
verið auglýst laus til umsóknar síðan henni
var úthlutað til Norðursiglingar ehf. í júní
1999. „Í ljósi þess að aukinn áhugi virðist nú
fyrir lóðinni felur byggingarnefnd bygging-
arfulltrúa að auglýsa lóðina lausa til umsókn-
ar sem fyrst. Við úthlutun lóðarinnar verði
tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á
lóðinni og verði því umsækjendur beðnir um
að skila inn áætlun um uppbyggingu lóð-
arinnar. Í áætlun verði gerð grein fyrir hug-
myndum um húsgerð og tímasetningar á
byggingu. Tekin verði afstaða til fyrirliggj-
andi lóðarumsókna á næsta fundi byggingar-
nefndar,“ segir í bókun byggingarnefndar.
Náttúrustofa Norð-urlands vestra áSauðárkróki hef-
ur látið gera úttekt á
gróðurfari í friðlandinu
við Miklavatn í Skaga-
firði. Fékk stofan syst-
urstofnun sína á Austur-
landi, Náttúrustofu
Austurlands, til að fram-
kvæma verkið en starfs-
fólkið þar býr yfir sér-
þekkingu á rannsóknum
gróðurfars. Skýrsla um
gróður í friðlandinu með
kortum er birt á vefnum,
www.nnv.is.
Fram kemur að sú
gróðurfarskönnun sem
gerð var er í raun
grunnúttekt því gróður
hefur ekki verið rann-
sakaður áður á kerfis-
bundin hátt í friðlandinu
við Miklavatn.
Friðland
Njarðvík | Dregið var í
Lionshappdrætti sem
Lionsklúbbur Njarðvíkur
stendur fyrir um jól á
hverju ári. Tuttugu núm-
er voru dregin út. Aðal-
vinningurinn var bíll og
kom hann á miða Sigrún-
ar Gróu Magnúsdóttur.
Afhentu lionsmenn henni
bílinn á Þorláksmessu-
kvöld.
Vinningur í Lionshappdrætti
Jólavísur Gríms Lár-ussonar heitinssóma sér vel, en
hann orti um jólin árið
1986:
Það er af sem áður var
yndis margur saknar.
Endurminning æskunnar
oft um jólin vaknar.
Og þremur árum síðar,
um jólin 1989, orti hann:
Lengjast skuggar lækkar sól,
landið klæðist fönnum.
Bráðum koma blessuð jól,
birtir yfir mönnum.
Þó vetur sé um byggð og ból
bjarta vonin glæðist.
Í mér kviknar innri sól
þó úti skuggar læðist.
Loks yrkir Grímur jólin
1993:
Kuldagjóla um hjarn og hól,
hér í sjóli vonir kæta.
Dimm er njóla, döpur sól,
dýrðleg jólin það upp bæta.
Jól með Grími
Lárussyni
pebl@mbl.is
Hrunamannahreppur | Tölu-
vert hefur snjóað í uppsveitum
Árnessýslu og bændur eru
farnir að huga að hestum sín-
um, ekki síst folaldshryssum
og trippum. Víða er farið að
gefa hestum úti og gátu þessar
folaldshryssur gert sér gott af
því.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Folaldshryssum gefið úti
Vetur
Blönduós | Stjórn Húnakaupa hf. á
Blönduósi hefur ákveðið að taka tilboði
Kráks ehf. í verslunarrekstur bygginga-
vörudeildar Húnakaupa á Blönduósi.
Húnakaup voru stofnuð upp úr verslunar-
rekstri Kaupfélags Húnvetninga.
Undir rekstur byggingavörudeildarinn-
ar hefur fallið sala og þjónusta á bygg-
ingavörum, heimilistækjum og búvörum
s.s. áburði og fóðri. Í fréttatilkynningu frá
Húnakaupum hf. sem birt er á vef Húna-
hornsins segir að rekstur deildarinnar hafi
dregist saman undanfarin ár samhliða vax-
andi samkeppni á starfssvæði félagsins og
sé reksturinn óviðunandi á þessu ári.
Krákur ehf. sem er í eigu Lárusar Jóns-
sonar, fyrrum deildarstjóra byggingavöru-
deildar Húnakaupa, mun taka við rekstri
deildarinnar nú um áramótin og mun versl-
unin verða rekin undir nafni Kráks.
Krákur kaupir
byggingavör-
ur Húnakaupa
Kelduhverfi | Vatnsstaðan í Lónunum í
Kelduhverfi hefur ekki verið hærri í ára-
tugi. Það varð álíka mikið flóð 1979 en
mesta flóð sem komið hefur varð í janúar
1949 segir á vefnum kelduhverfi.is. Enn
vantar þó mikið á að vatnið nái sömu hæð
og þá varð, „enda eins gott þar sem þá
mundi flæða inn í flest hús Rifóss, og einn-
ig í kjallarann í Lóni 2,“ segir í fréttinni.
Flatarmál Lónanna tvö- eða þrefaldast
við svona aðstæður og er komið vel yfir 10
ferkílómetra. Hækkunin er orðin á þriðja
metra og því gríðarlegt vatnsmagn sem
þarf að komast út í sjó. Seiðastöð Rifóss er
umflotin vatni og vatn komið alveg að
þröskuldum. Ekki gengur vatn greiðlega
niður um niðurföll þar og er um fimm
sentímetra vatnslag á gólfi í vesturenda að-
alhússins.
Á Lónsflæðum er gámur með dælu sem
notuð er fyrir sundlaugina. Hann er um-
flotinn og vatn hefur komist í dælu og
skemmt. Þá eru dælur í heita pottinum í
sundlaugarhúsi á kafi „og trúlega ekki
mjög þægilegt eða afslappandi að sitja í
honum núna“, eins og segir á vefnum.
Bryggja við fóðurskemmu er einnig á
bólakafi og vatn komið nærri skemmunni.
Lónsósinn var grafinn út með með lyft-
ara Rifóss en á hana er hægt að setja gríð-
arstóra skóflu. Er það helst krapi sem nú
kemur í veg fyrir að greiðalega renni úr
ósnum en vonir standa til að úr rætist
þessa dagana.
Óvenjuhá
vatnsstaða í
Lónunum
♦♦♦
Sandgerði | Gamalt hús sem hefur
staðið út í Hafnargötu í Sandgerði
í marga áratugi hefur nú verið
stytt um helming. Unnið hefur
verið við niðurrif hússins síðustu
daga og flytja það á áramótabál-
köst Sandgerðinga.
Götunni verður breytt á næsta
ári vegna nýs miðbæjarskipulags
og þurfa tvö hús að víkja vegna
þess. Slökkvilið Sandgerðis tók að
sér að rífa járn af gömlu íbúðar-
húsi og brenna það til grunna.
Reyndist það ódýr leið til að fjar-
lægja húsið og um leið ágæt æfing
fyrir slökkviliðið. Húsið sem nú er
verið að stytta um helming hýsti
áður trésmíðaverkstæði Miðness
hf. en undanfarin ár hefur tré-
smíðaverkstæði Staftrés haft húsið
til afnota. Staftré hefur nú flutt
sig um set, í hús sem áður hýsti
trésmíðaverkstæði Ólafs Gunn-
laugssonar og stendur við Strand-
götu.
Sá hluti hússins sem eftir stend-
ur verður notaður sem geymsla
fyrir Áhaldahús Sandgerðisbæjar.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Stytting Starfsmenn áhaldahúss Sandgerðisbæjar og Hagtrés rífa annan
helming gömlu trésmiðjunnar. Nú verður greið leið inn í miðbæinn.
Stytta húsið um helming