Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Fjölgar í Mosfellsbæ | Íbúum í Mosfellsbæ fjölgaði um 3,18% frá því í byrjun desember sl. frá síðasta ári, og var íbúafjöldi hinn 1. desem- ber sl. 6.782. Samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir að fjölgunin muni aukast á næstu árum, verði 5,36% árið 2005, 6,45% árið 2006 og 7,55% árið 2007. Því ættu íbúar í Mosfellsbæ að ná yfir 8.000 íbúa markið á árinu 2007, og verða í árs- lok 8.181, miðað við þessar spár.    ir. Þjónustumiðstöðin mun einnig þjóna öðrum öldruðum í Kópavogi. Guðmundur segir að íbúðirnar verði ætlaðar einstaklingum, en væntanlega verði hægt að opna á milli tveggja íbúða til að mynda stærri íbúð fyrir hjón. Hver hæð verður svo með sameiginlega setu- stofu, borðstofu, eldhús og þvotta- hús. Í íbúðunum 80 verður reynt að þjónusta íbúana eins lengi og hægt er. „Við erum að fara nýjar leiðir sem eru þó þekktar úr Evrópu og mikið teknar upp á hinum Norður- löndunum,“ segir Guðmundur. Hann segir að þarna muni íbúarnir nánast vera eins og þeir séu heima hjá sér, í stað þess að flytja á eiginlegt hjúkr- unarheimili. Mikil þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu Einnig er líklegt að hefðbundið hjúkrunarheimili með 60–90 pláss- um rísi á reitnum, auk þess sem í einu húsi til viðbótar verða 20 íbúðir þar sem hægt verður að veita fulla þjónustu með heimahjúkrun. Að lok- um er svo gert ráð fyrir því að um 140 íbúðir rísi í nágrenninu sem verða sérstaklega stílaðar inn á fólk sem komið er yfir fimmtugt. Guðmundur segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu, og segir að í dag séu yfir 300 einstaklingar í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili. Hann segir að þegar öllu skipulagi verði lokið taki um 18 mánuði að reisa þjónustumiðstöðina og fjögur fyrstu íbúðarhúsin. Gangi allt að óskum í skipulaginu standa því vonir til þess að fyrsti áfangi verði tilbúinn í árs- byrjun 2007. Kópavogur | Nýtt aðal- og deili- skipulag fyrir öldrunarþorp í Vatns- endalandi, á reit sem kallast Heims- endi, verður auglýst strax eftir áramót, en bæjarstjórn Kópavogs samþykkti auglýsinguna á fundi sín- um á þriðjudag. Á reitnum ætlar Hrafnista að reisa þjónustumiðstöð fyrir aldraða, auk fjölda íbúða sem munu tengjast miðstöðinni, og munu alls um 4,5 hektarar fara undir þetta öldrunar- þorp. Guðmundur Hallvarðsson, al- þingismaður og formaður sjómanna- dagsráðs – sem á og rekur Hrafnistuheimilin, segir að farnar verði nýjar leiðir þar sem ekki verði um eiginlegt hjúkrunarheimili að ræða heldur 10 manna einingar sem hafi reynst vel víða erlendis. „Þetta er mjög góð staðsetning, þarna blasir Elliðavatnið við og að nokkrum árum liðnum á þetta eftir að verða mjög miðsvæðis,“ segir Guðmundur. Hann segir nálægð við náttúruna og möguleika til útivistar einnig gera þennan möguleika spennandi. Reiknað er með að í fyrsta áfanga verði reist þjónustumiðstöð sem verði alls um 1.500–1.800 fermetrar, á tveimur hæðum auk kjallara. Við hana munu tengjast fjögur tveggja hæða íbúðarhús þar sem verða 10 íbúðir á hvorri hæð, eða alls 80 íbúð- Öldrunarþorp hefur verið skipulagt í Vatnsendalandi í Kópavogi Hrafnista byggir á Heimsenda &'()"*+ ,"'()"*+ -# & .( )" * +                      !  "#    !  $ %  !  $ %!  !  $ !  !  $ !  !  $ !  !  )"*+/(**(0,"'         &             Flugeldasýning | Árleg flug- eldasýning björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ verður á mið- nætti á gamlárskvöld og verður sýningin í ár haldin til minn- ingar um Ragnar Björnsson, sem lést nýverið eftir líkams- árás, en hann var um árabil í forystu í slysavarnamálum í Mosfellsbæ. Það eru feðgarnir Örn og Einar Kjærnested og fjölskyldur þeirra sem borga fyrir sýninguna og gera það í minningu Ragnars.    Semja við OR | Bæjarstjórn Sel- tjarnarness hefur ákveðið að hefja samningaviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu breið- bands á öll heimili í bæjarfélaginu, en verkið var boðið út á dögunum. Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn Orkuveitunnar á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi. BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar hef- ur samþykkt að ganga til samninga við VÍS í framhaldi af útboði á trygg- ingum fyrir sveitarfélagið. Á fundi í bæjarráði síðastliðið sumar var samþykkt að segja upp samningi við Vátryggingafélag Ís- lands hf. frá og með 1. júlí og óska í kjölfarið eftir tilboðum í vátrygging- ar sveitarfélagsins. Niðurstaða þess lá fyrir nú í desember en tvö tilboð bárust, frá VÍS og Sjóvá-Almennum. Tilboð VÍS fyrir árið 2005 nam 3.504.466 kr. en tilboð Sjóvár-Al- mennra 2005 3.918.072 kr. Heildar- kostnaður við vátryggingar Dalvík- urbyggðar er fyrir yfirstandandi ár um 5,7 m.kr. Bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við VÍS og lagði til að samið yrði til 5 ára. Dalvíkurbyggð Samið við VÍS UM miðjan janúar fer í loftið nýr miðill, kallaður i-screen en byggir á nýsköpunarvinnu íslensks frum- kvöðuls, Péturs Reynissonar. Hér er um alveg nýja nálgun að ræða hvernig efni er veitt til notenda um Netið. I-screen er að miklu leyti samruni vefsíðu og forrits og þegar forritið hefur verið sett upp þarf ekki lengur á vafra að halda og þar með hverfa mörg vandamál sem eru fylgi- fiskar vafra. Um þessar mundir er verið að prófa forritið og ganga frá útliti. i-screen er sett upp á ensku því ætlunin er að fara í alþjóðlega mark- aðssetningu en Íslendingar geta svo sannarlega notað það og reikna má með að í byrjun verði notendur flest- ir Íslendingar. Forritið verður ókeypis. Slóðin er: www.i-screen.tv    Samruni vefsíðu og forrits Ekki til fjármagn | Erindi frá Eiríki Sigurðssyni og Ágústi Þór Árnasyni var tekið fyrir í íþrótta- og tómstunda- ráði nýlega en þeir óska eftir því að nauðsynlegar endurbætur á sal Íþróttahallarinnar verði skoðaðar fyr- ir öldungamót körfuknattleiksdeildar Þórs sem haldið er í Íþróttahöllinni á Akureyri. Fram kemur í bókun ráðs- ins að það hafi ekki fjármagn í rekstr- aráætlun sinni fyrir starfsárið 2005 til að bæta aðstöðu fyrir körfuknattleik í Íþróttahöllinni, en felur deildarstjóra að ræða málið við Fasteignir Akureyrarbæjar í tengslum við við- haldsáætlanir þeirra.    Nýársdansleikur | Nýársdansleik- ur verður haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri að kvöldi nýársdags þar sem nýstofnuð Kammersveit Tónlist- arfélags Akureyrar leikur Vínarvalsa og aðra sígilda danstónlist. Í boði verður smáréttahlaðborð frá Einari Geirssyni, landsliðsmanni í matar- gerð og vert á Karólínu Restaurant, og síðan verður dansað fram á nótt. „Það er ekki oft sem konurnar fá al- mennilegt tækifæri til að nota síð- kjólana sína og karlarnir smókinginn eða kjólfötin en það gefst með þess- um viðburði,“ segir í frétt á vef Ak- ureyrarbæjar. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum-Bókvali á Akureyri. ÞAÐ sem af er árinu hefur verið farið í 300 sjúkraflug á vegum Flugfélags Íslands þar sem slökkvilið- eða sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar annast sjúklinginn. Þetta er nokkur fjölgun því til samanburðar má nefna að í fyrra, 2003, voru farin 271 sjúkraflug og 188 árið áður. Sjúkraflug er vaxandi þáttur í þjónustu og daglegum störfum slökkviliðsins á Akureyri. Við pöntun á sjúkraflugi fer af stað vinna og und- irbúningur þar sem allir slökkviliðs- menn á vakt koma að, enda mikil vinna að gera ráðstafanir með sam- starfsaðilum þaðan sem sjúklingurinn kemur og þangað sem sjúklingurinn er að fara, segir í frétt frá slökkviliðs- stjóranum á Akureyri. Það þarf því að vinna í öllum þátt- um undirbúningsins á sama tíma sem felst meðal annars í að taka til búnað og samhæfa vinnu og verklag með Flugfélagi Íslands, læknum á Fjórð- ungssjúkrahúsinu og þeim sjúkra- flutningamönnum og læknum sem senda eða taka við sjúklingnum. 300 sjúkra- flug á árinu RUT Sigurðardóttir úr Þór var kjör- in íþróttamaður Akureyrar í hófi sem efnt var til í Íþróttahöllinni á Akureyri, en hún varð m.a. Norð- urlandameistari í taekwondo á ár- inu. Annar varð Árni Þór Sigtryggs- son, unglingalandsliðsmaður í handknattleik úr Þór, þriðji Guð- laugur Már Halldórsson úr Bíla- klúbbi Akureyrar, fjórða Audrey Freyja Clark, listdansari frá Skauta- félagi Akureyrar, og fimmti Jónatan Magnússon, fyrirliði bikarmeistara KA í handknattleik. Hermann Sigtryggsson, fyrrver- andi íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, var heiðraður sérstaklega í 60 ára afmælishófi Íþróttabandalags Akur- eyrar, ÍBA. Honum var þar veitt Heiðursorða ÍBA, sem nú var afhent í fyrsta skipti. Hermann hefur um áratuga skeið unnið að íþrótta- málum á Akureyri. Þá voru veittar heiðursviðurkenningar vegna starfa að íþrótta-, félags- og æskulýðs- málum og þær komu að þessu sinni í hlut Gunnars Kárasonar og Mar- grétar Baldvinsdóttur Einnig voru veitt silfur- og gullmerki ÍBA til handa þeim sem starfað hafa ötul- lega að íþróttamálum í bænum. Við þetta tækifæri fór fram árleg úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar og loks var öllum þeim Akureyringum sem unnið hafa til Ís- landsmeistaratitils á árinu 2004 af- hentur minnispeningur Íþrótta- og tómstundaráðs. Árangur akur- eyrskra íþróttamanna var góður á árinu en alls unnu bæjarbúar 201 Ís- landsmeistaratitil á árinu sem senn er á enda auk þess sem margir voru valdir til að leika með landsliðum í ýmsum íþróttagreinum. Rut íþróttamaður Akureyrar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heiðursorða Hermanni Sigtryggs- syni var veitt Heiðursorða ÍBA, sem nú var afhent í fyrsta skipti. Fræknir íþróttamenn Fimm efstu í kjöri íþróttamanns Akureyrar, Rut Sigurðardóttir, úr Þór, Árni Þór Sig- tryggsson, Guðlaugur Már Halldórsson, Audrey Freyja Clark og Jónatan Magnússon. Hermann fékk Heiðursorðu ÍBA fyrstur manna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.