Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 25 DAGLEGT LÍF Á annarri hæð í Iðuhúsinu við Lækjargötu rekur meistarakokkurinn Axel Óskarsson veitingastað- inn Sowieso, sem tekur um 60 manns í sæti. Sowieso er í raun afsprengi veisluþjónustunnar Kokk- ur án bumbu, sem Axel hefur rekið síðustu tvö árin. Nafngiftina á nýja staðinn sótti hann alla leið til Austurríkis. „Sow- ieso er austurrísk þýska og þýðir „að sjálfsögðu“. Konan mín vann nefni- lega einu sinni í Austurríki og var þetta orð á allra vörum þar, við alls konar tækifæri. Við ákváðum að nota það á nýja veitingastaðinn. En nú stendur mikið til hjá Axel því um miðjan janúar áformar hann að opna tvo veislusali á þriðju og fjórðu hæð Iðuhússins. Annar salurinn mun taka um 100 manns í sæti og hinn 200, en sá salur opnast út á stórar útsýn- issvalir og getur þá tekið við allt að 600 manna standandi boðum. Axel er nú að láta innrétta fyrir sig 200 fer- metra veislueldhús í kjallara Iðuhúss- ins. „Þó að ég taki að mér alls konar veislur og geti liðsinnt fólki með hvað- eina sem að matargerð lýtur, gerir veitingastaðurinn aðallega út á sushi og smárétti við nokkuð góðan orðstír leyfi ég mér að segja,“ segir Axel. Hann brást skjótt við þegar Daglegt líf leitaði til hans og bað um hug- myndir að smáréttum, sem fólk gæti föndrað við fyrir áramóta-partíin. Ax- el gefur hér uppskriftir að fjöl- breyttum smáréttum og m.a. nýstár- lega útfærslu af ferskum ávaxtarétti. Skorin var út hestakerra úr heilum ferskum ananas, og í hana sett úrval af ávöxtum. Svo er útbúin girnileg sósa, sem ættuð er úr smiðju meist- arakokksins. „Mitt mottó er einfald- leikinn. Hann er alltaf bestur. Uppskriftirnar, sem hér fara á eft- ir, eru ætlaðar fjórum. Allur fiskur, sem notaður er í réttina, er frá Snæ- fiski og fæst tilbúinn og frosinn í öll- um helstu stórmörkuðum. Hvítlauksristaður humar 12 humarhalar í skel 1 hvítlaukur salt og pipar 2 msk. steinselja smjör Klippið skelina frá haus og niður að hala, opnið skelina, lyftið kjötinu upp og klemmið skelina aftur saman. Leggið svo kjötið ofan á skelina, kryddið með salti og pipar, hvítlauk, steinselju og smjöri. Bakið við 180°C í 5–7 mín. Risarækjur í sósu 4 risarækjur með hala 3 msk. hoi sin sósa 3 msk. sweet chilli sósa salt og pipar 1 msk sesam fræ Skerið upp í kjötið á rækjunni og leggið hana klofvega á olíuborið fat. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman sósunum og smyrjið vel á rækjuna, stráið sesam-fræjum yfir, setjið í 180°C heitan ofn í 3–5 mín. eða þar til rækjan verður bleik. Berið fram á ristuðu brauði með salatblaði. Hörpuskel með mangósósu 4 risahörpuskeljar 2 msk. smátt saxað ferskt kóríander 4 msk. mangósósa Vöðvar teknir af hörpuskelinni og fiskurinn síðan hjúpaður með mangó- sósunni. Kóríander sáldrað yfir. Þrætt upp á tein og bakað í ofni í 5–6 mín við 180°C. Ostafylltir sveppir 4 meðalstórir sveppir 2 msk. rjómaostur ½ msk. gráðostur 1 msk. svartar ólífur 1 msk. sólþurrkaðir tómatar 1 msk. olía af tómötunum smávegis capers salt og pipar eftir smekk Hreinsið og skolið sveppina, fjar- lægið stöngla og setjið sveppina á olíuborna plötu á hvolf. Blandið öllu saman í matvinnsluvél og hrærið vel. Sprautið svo fyllingunni í sveppina og setjið í heitan ofn í 6 mín. við 180°C. Berið fram á ristuðu brauði með sal- atblaði. Spjót nautabanans 2 kokkteiltómatar 50 g parmaskinka 4 stk. meðalstór basil-lauf 50 g mozzarella-ostur 1 msk. balsamico-síróp svartur pipar eftir smekk Skerið tómatana í tvennt og ostinn í fjóra bita. Vefjið skinkunni utan um ostinn, svo basillaufinu og þræðið upp á teininn ásamt tómatbátunum, sáldr- ið svarta piparnum aðeins yfir og dassið með sírópinu. Grafið lamb með waldorfsalati á brauði 1 innanlærisvöðvi (vel hreinsaður) 3 msk. salt 6 msk. sykur 1 tsk. af hverju eftirtalinna krydda, timian, rósmarín, salvía, hvítlauks- duft, marjoram, fennelfræ, sinn- epsfræ, rósapipar og hvítur pipar Hrærið öllu saman í skál og þekið vel á allan vöðvann. Kælið í 48 klst. Skerið svo í þunnar sneiðar og berið fram. Waldorfsalat 1 grænt epli 1 msk. sýrður rjómi 2 msk. þeyttur rjómi 1 msk. eplaþykkni (Egils) 1 msk. sellerí 1 msk. valhnetur Afhýðið og kjarnið eplið, skerið í litla bita. Hrærið saman rjómanum og þykkninu ásamt selleríi og hnet- unum. Leggið lambaþynnu á ristað brauð með salatblaði og toppið með waldorfsalatinu ásamt rifsberi til skrauts. Beikonvafin nautalund 100 g nautalund 2 sneiðar beikon salt og pipar eftir smekk 1 bréf bernaise-sósa (lesið leiðbein- ingar á pakka) Mótið lundina í hringlaga steikur, um það bil 25 g hverja, kryddið með salti og pipar, vefjið svo með beikoni og þræðið upp á tein eða tannstöngul. Eldið í ofni við 180°C í 5–7 mín. Berið fram heitt með volgri sósunni í staupi. Djúpsteiktur smokkfiskur 8 smokkfiskhringir í raspi 2 msk. rautt pestó 4 stk. myntu-lauf 1 skalottulaukur 1 tómatur 1 msk. sweet chili-sósa smá timian ½ lime, safi og kjöt smátt saxað Skerið laukinn, myntuna, tómatinn og lime-ið smátt. Hrærið saman pestóinu og chili-sósunni og blandið svo öllu saman. Látið standa yfir nótt í ísskáp áður en borið er fram, Djúp- steikið svo smokkfiskinn þar til hann verður gullinbrúnn og berið fram heitt og kalt. Ávaxtakerra með líkjörsósu Takið til þá ávexti, sem ykkur finnast góðir, og skerið smátt, t.d. melónur, appelsínur, jarðarber og bláber. Sósa 2 msk. þeyttur rjómi 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. púðursykur 2 msk. dökkur súkkulaðispænir sletta af Torres-appelsínulíkjör Léttþeytið rjómann, hrærið út sýrða rjómann með sykrinum og súkkulaðinu. Bætið þá rjómanum við varlega og dassið svo með líkjörnum. Best er að undirbúa þessa sósu dag- inn áður en hún er framreidd. Setjið ávextina í skál og sósuna of- an á. „Passið ykkur bara á því að laga nóg af sósu, sagan segir mér það,“ segir Axel Óskarsson.  MATARKISTAN | Föndrað við smárétti í áramótaveislurnar Einfald- leikinn er alltaf bestur Meistarakokkurinn Axel Óskarsson er ekki í vandræðum með að töfra fram dýrindis smárétti. Jóhanna Ingv- arsdóttir lenti í veisl- unni og fékk uppskriftir að fínum veitingum. Morgunblaðið/Golli Axel Óskarsson rekur veitingastaðinn Sowieso í Iðuhúsinu. Risarækjur í austurlenskri BBQ-sósu. Uppáhaldsspjót nautabanans. Ostafylltir sveppir með tómötum og ólífum. Risahörpuskel með mangósósu. Djúpsteiktur smokkfiskur. Grafið lambainnanlæri. Beikonvafin nautalund á teini. Ávaxtakerra með súkkulaði- og appelsínulíkjörsósu. Hvítlauksristaður humar á skel. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.