Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þ að er farið að líða á hina gagnmerku Turner- sýningu sem staðið hef- ur yfir í nokkrum sölum Ríkislistasafnsins í Kaupmannahöfn frá því 4. sept- ember og lýkur 9. janúar. Hef löngu vakið athygli á henni og alla tíð síðan verið í viðbragðsstöðu við að gera henni nánari skil en röð óviðráð- anlegra atvika hnikað góðum ásetn- ingi. En ekki öll nótt úti og með hlið- sjón af hinum mörgu sem leggja leið sína til Hafnar yfir hátíðirnar ásamt öllum þeim löndum sem búsettir eru í borginni og lesa blaðið að staðaldri. Ærin ástæða til að minna á þetta at- hyglisverða framtak safnsins. Ef til vill er Turner þekktasti mál- arasnillingur undangenginna alda á landi hér, að Picasso undanskildum. Margt kem- ur til og ekki síst að Kjar- val var í upphafi fer- ils síns undir sterkum áhrifum frá honum, las jafnvel í norskri uppsláttarbók sem ég fletti af tilviljun í á dögunum, að skútusjó- maðurinn ungi hefði fengið hug- ljómun og farið að mála þegar hann leit verk Turners í Englandi. Hvað sem öðru líður og hve bókstaflega mönnum hugnast að melta fram- sláttinn var Kjarval í London í þeim tilgangi að hefja listnám, en dyrun- um lokað á hann á listakademíunni. Dvaldist í stað þess löngum á mál- verkasöfnum veturlangt og þar til hann hélt til Hafnar um sumarið og fékk inni á Konunglegu listakadem- íunni. Áhrifin frá Turner þó auðsæ, allt í senn góð uppbyggjandi og mik- ilsverð, gefa sterklega til kynna að í hinum unga óskólaða sjómanni hafi hin skynræna ratsjá verið prýðilega virk. En svo má einnegin velta fyrir sér hverjir verði ekki gagnteknir og fái hugljómun þegar þeir standa frammi fyrir verkum Turners, þessa mikla enska málara sem hafði svo drjúg áhrif á þróun til margra átta í málaralistinni. Engin tilviljun að áhrifa hans má beint og óbeint greina í verkum málara á öllum Norðurlöndum, og er hið eðlilegasta mál fyrir hin kláru birtumögn og tíðu veðrabrigði á þeim slóðum, kannski hvergi eins greinileg og á Íslandi. Lengi og allt fram á þennan dag hafa framsæknir málarar meg- inlandsins gert sér ferð norður á bóginn til að upplifa þessi birtumögn og veðrabrigði. Sjómaðurinn ungi hefur trúlega fundið sig í miðju túninu heima er hann leit myndir Turners, kennt í þeim hillingar og loftspeglanir Meðallandsins og veðrabrigði á hafi úti, um leið orðið hugfanginn af hættinum sem mál- arinn viðhafði við að fanga og skjal- festa myndefni sín. Fyrir Turner lá ekki að endurgera viðföngin eins og hann sá þau heldur holdgera sjálfa lifunina í návist þeirra eins og það má orða. Hvort sem um var að ræða mikla ókyrrð og boðaföll í hafi og skip í sjávarháska eða upphafið og draumakennt sólarlag, allar sam- anlagðar og fjölþættar stemmurnar sem þessar andstæður framkalla. Myndefnið var meðal til útrásar óheftum sköpunarkrafti en ekki að- alatriði í sjálfu sér og hér gekk lista- maðurinn mjög hreint til verks, hon- um nægði ekki að þefa af föngum sínum heldur varð hann að lifa sig inn í þau. Til marks um það er haft fyrir satt að hann hafi látið binda sig við mastur til að fá í skrokk og skyn- færi nasasjón af hamförum hafsins, mundað verkfæri sín um leið. Þá stakk hann höfðinu út um glugga járnbrautarlesta á fullri ferð um leið og hann rissaði upp það sem fyrir augu bar. Þegar við erum að tala um utanaðkomandi áhrif varTurner ekki eingetinn frekar en Kjarval, hann gerði snemma víð- reist um meginlandið til að leita fanga í list fortíðar og mun líkast til hafa fallið jafn algjörlega í stafi er hann sá myndverk Rembrandts og Kjarval er hann stóð frammi fyrir myndum Turners. Í ljósi þess hve mörg verk Turners eru fersk og nú- tímaleg og að áhrifa frá honum bregður enn fyrir í verkum fram- sækinna málara er erfitt að melta þá staðreynd að hann var fæddur 1775. Náði svo að lifa allt til ársins 1851 og er nú almennt viðurkenndur sem undanfari impressjónistanna og út- hverfa innsæisins, expressjónism- ans, svo og abstrakt espressjónism- ans o.fl. ofl. Hér skipa vatnslita- myndirnar veigamikinn sess en þar leitaði hann í smiðju hins skammlífa landa síns og jafnaldra Thomasar Girtins (1775–1802), sem var einn fremsti rannsakandi miðilsins um sína daga og bjó yfir yfirburða færni. Án Girtins enginn Turner sagði hann sjálfur, raunar ei heldur fjöldi annarra eftirkomenda í listgeiranum því skammlífi snillingurinn fann upp aðferðina við að nota sjúgandi papp- írsgrunn og mála beint á hann, var að auki einn af brautryðjendum rómantíska landslagsmálverksins á Englandi. Listsögufræðingar hafa gamnað sér við að kalla Turner fyrsta Monet, fyrsta undanfara im- pressjónistanna, fyrsta módernist- ann og fyrsta Pollock, sannleikskorn í öllu. Þrátt fyrir að Girtin og seinna Turner hafi brugðið upp mjög sann- verðugum myndum af náttúrunni var síður um að ræða að þeir væru beinlínis að eftirgera hana, mun frekar að lifa sig inn í eðli hennar og sköpunarferli. Engin bein kortagerð þótt útlínur landslagsins og annað hlutvakið myndefni gæti verið skýrt markað, einkum hjá Girtin, öllu frek- ar um að ræða að endurvarpa hverju sinni spegilmynd og mögnum við- fangsins á vit skoðandans, sýn hins innra auga, hinu innra ljósi eins og hið andlega skylda skáld og samtíð- armaður þeirra William Words- worth orðaði það. Mikilvægur hlekk- ur í þessari þróun var einnig málarinn John Constable, sem var einn mesti áhrifavaldur um þróun impressjónismans handan Erm- arsunds og „plain air“ málverksins, eða „plein air“ á frönsku, sem er al- gengari skilgreining og vísar til að mála úti við, augliti til auglitis við náttúrusköpin. Þetta gerðist á fyrra helmingi nítjándu aldar og varð að hópefli er fór að líða á hana með listamannanýlendum víða í álfunni, náði hámarki í lok hennar og var sá arfur sem reyndist okkar fyrstu sí- gildu módernistum drýgstur í upp- hafi þeirrar tuttugustu og langt fram eftir henni. Þessi áhrif mátti svo rekja til veðurfræðinnar sem Constable ásamt mörgum öðrum málurum voru mjög uppnumdir af, hann hafði lesið um skýjaformanir, eðli þeirra og greiningu í ritgerða- safni veðurfræðingsins Luke How- ards sem út kom 1803, ásamt tveggja binda verkinu „The climate of London“ 1818–20. Fyrir atbeina Goethes í Weimar og B. S. Inge- mann í Sorø náðu rit Howards fljót- lega til meginlandsins. Samfara þessari þróun sprattfram nýtt mat á frumdráttum,eða skissum eins og athöfnin er yfirleitt skilgreind, menn fóru nú sem aldrei fyrr að meta hina beinu og afdráttarlausu tjáningu sem þau innbáru. Og hvað umbúðalaus til- finningagos á þeim vettvangi snertir var Joseph Mallord William Turner vafalaust fremstur meðal jafningja um sína daga. Það sem nú gerðist var að nátt- úrusköpin voru ekki lengur nokkurs konar meistaralega vel máluð leik- mynd í bakgrunni málverka eins og lengstum áður, heldur þrengdu þau sér fram í öllu sínu veldi, spennu- víddum og tilbrigðum. Nú skipti mestu að fanga anda staðarins, hið óflekkaða og „pastorala“ og varð stöðugt áleitnara eftir því sem fram leið og náði hámarki í úthverfa inn- sæinu á síðustu öld og þá var stutt yfir í óhlutlæga og óformlega mál- verkið, abstrakt og art informel og þarnæst athafnamálverkið; action painting. Skilin þar á milli minni en margur hyggur en þróunina má lesa eins og línurit, loks kom að því að hugmyndin í sjálfri sér varð ríkjandi stefna og skildi hitt eftir á hafn- arbakkanum um stund. Hér yfirsjást mér ekki hinir fjölþættu myndmiðlar hátækninnar sem svo mikið hefur borið á síðustu árin, en nú standa menn frammi fyrir nokkrum og eðli- legum viðsnúningi í ljósi ágengi mannsins á lífríkið og náttúrusköpin sem þrengir málverkinu og skyn- rænum atriðum í forgrunninn á ný. Allt kom þetta upp í hugann þegar skrifari fletti í hinni veglegu kata- lógu og lætur hugann reika um sali Ríkislistasafnsins, meður því að Turner er hér afar mikilvægur hlekkur og fingraför hans enn sýni- leg. Ekki er um neina yfirlitssýningu í ströngum skilningi að ræða heldur þrjátíu myndverk fengin að láni frá Tate Britain, Millbank. Ein sér er sýningin á sinn hátt af hárri gráðu enda hefur hún verið í gerjun í heilan áratug eins og gerist iðulega um við- líka stórviðburði. Sýningarstjórinn Kaspar Monrad, hefur einnig viljað beina kastljósinu að samtíðarmál- urum á meginlandinu svo og nor- rænu gullaldarmálurunum sem er Sýn hins innra auga J.M.W. Turner: Ódysseifur hæðist að Polyphemeusi (úr Ódysseifskviðu Hómers), 1829, olía léreft 132,5x203 cm. Johan Thomas Lundbye (1818–48): Stúdía af trjátoppi og skýjum, 1838, olía á pappa, 17,5x30,6 cm. John Constable (1776–1837): Steypiregn yfir hafinu 1824/28, olía á pappír yfirfærður á léreft 22,2x31 cm. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.