Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 27
mikilsverð viðbót sem kemur víða að. Þannig getur að líta einkennandi málverk eftir enska, franska og þýska málara rómantíska tímabils- ins eins og Richard Bonington, Cam- ille Corot og Caspar David Friedrich og norræna gullaldarmálara líkt og J.C.Dahl, Thomas Fearnley, C.W Ekersberg, Cristen Købke, Constantin Hansen, Johan Thomas Lundbye og fleiri. Framkvæmdin í heild sinni hlotið mikið lof í fjöl- miðlum, það er helst að menn hnýti í hinn langdregna og fræðilega for- mála Monrads í katalógunni, eru ei heldur fullkomlega ánægðir með skrif David Blayney Browns, for- stöðumanns, kúrators Turner safns- ins á Tate Britain. Í fyrra fallinu undrast menn að helsti Turner fræð- ingur Danmerkur Klaus P. Morten- sen hafi ekki verið kallaður til leiks, enginn sagður hafa skrifað betur um málarann í Danmörku, þannig veltir Henrik Wivel einnig fyrir sér í Weekendavisen hvort heldur sé um vanþekkingu eða útilokunaráráttu að ræða. En í því seinna verður Blayney Brown á sá meinlegi fing- urbrjótur þá hann rýnir í eitt mál- verkanna, að honum yfirsést að það glittir greinilega í tvo fjárhirði í miðju málverkinu „Morgunn í hæð- ardraginu í Coniston Fields“ frá 1798, sem þykir heldur klént af nafn- kenndum sérfræðingi. Sjálfur tel ég stórum lakara að engin mynd skuli eftir Thomas Girtin sem hefði gefið enn gleggri innsýn í þróunina, sam- tíma Turners um leið. Þannig margt sem þarf að gaumgæfa þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða, af- rakstur tíu ára undirbúnings og vek- ur þá eðlilega þeim meiri athygli og undrun ef eitthvað fer úrskeiðis. En slík mistök eiga menn ekki að láta hafa of mikil áhrif á sig, meginveig- urinn að um afar mikilsverðan við- burð er að ræða sem rétt og skylt er að vekja sérstaka athygli á svo að hann fari síður framhjá áhugasöm- um um myndlist. Þá er borðleggj- andi að sýningin gefur leikum sem lærðum einstakt tækifæri til sam- anburðar og jafnframt glöggvunar á listasögunni … Ísamþjöppuðu máli: J.M.W. Turner var sonur miðlungsefn-aðs rakara í London sem var með stofu í Maiden Lane í nágrenni Covent Garden og Themsárbakka, og þangað rataði fjöldi listamanna. Kom í læri hjá arkitekt þegar hann var 14 ára og sama ár var hann tek- inn inn í Konunglegu akademíuna. Turner gat eðlilega ekki vænst mik- ils fjárhagsstuðnings af hálfu föð- urins, en sá veitti syninum siðferð- islegan stuðning með því að hafa myndverk hans til sölu í rakarastof- unni og var kaupverð þeirra frá ein- um til þrem skildingum (shillings), fyrrum mynteiningu sem gerði 1/20 úr pundi. Faðirinn hagnýtti sér sam- bönd sín hjá föstum kúnnum til hags fyrir hinn hæfileikaríka son sinn og koma honum í hagstæð sambönd. Seinna þegar Turner var orðinn við- urkenndur listamaður gaf faðirinn rakarastarfið upp á bátinn og gerðist aðstoðarmaður sonar síns á vinnu- stofunni, blandaði liti, strengdi upp léreft og eldaði ofan í hann. Örlög móðurinnar voru dapurleg, hún varð geðveik og veikindi hennar settu svip á fjölskyldulífið, sjálfur giftist Turner aldrei en átti nokkrar ást- konur og eignaðist tvö lausaleiks- börn. Einnig álitið að örlög móð- urinnar hafi ráðið því að hann var algerlega fráhverfur giftingu og að stofna til fjölskyldulífs, átt þátt í óþreyjufullri skapgerð, óheftri vinnuhörku og stöðugum ferðalög- um. Turner var alla tíð yfirmáta vin- sæll málari meðal þjóðar sinnar og var með eins konar trúbadorstakta á sýningum, þótt öðrum þræði héldi hann sig til hlés, lék sér að því að koma með ófullgerð málverk á virðu- legar samsýningar og klára þær rétt í þann mund er fyrstu tiginbornu gestirnir mættu á staðinn eða hant- éraði áhöldin af miklum móð á einka- sýningum sínum. Lét eftir sig risa- vaxið lífsverk, 30.000 teikningar og akvarellur og mörg hundruð mál- verk og fjölda eftirgerða annarra listamanna sem hann var látinn gera þegar hann ungur var í læri hjá arki- tektinum … MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 27 MENNING BÍLLINN er snar þáttur í lífi og til- veru nútímamannsins, svo snar að mörgum kann að þykja sem bílar hafi nánast alltaf verið til, eða a.m.k. jafn lengi og Akrafjall, Esjan og Skarðs- heiðin. Svo er þó ekki. Bílar eiga sér tiltölulega skamma sögu og hingað til lands kom fyrsti bíllinn fyrir réttri öld, nánast í sama mund og Íslend- ingar fengu heimastjórn árið 1904. Á þeirri öld sem liðin er frá því fyrsti bílinn kom til landsins hafa miklar breyt- ingar orðið á Ís- landi. Þær stafa ekki síst af breytt- um og bættum samgöngum og í þeim á bíllinn mik- inn þátt. Nú á dögum fara flutn- ingabílar um allt land á degi hverjum og flest heimili eiga sinn einkabíl, sum fleiri en einn og fleiri en tvo. Vegakerfi landsins hefur verið stór- bætt á undanförnum árum og nú tek- ur ekki nema fáeinar klukkustundir að aka landshluta á milli. Svona var þetta vitaskuld ekki þegar Dethlev Thomsen konsúll flutti fyrsta bílinn, af Cudell-gerð, til landsins árið 1904. Þá voru akfærir vegir á milli staða fá- ir og vondir (eins og þeir voru reynd- ar fram eftir allri öldinni) og jafnvel ekki bílfært innanbæjar í helstu þétt- býlisstöðum. Ástandið var einna lík- ast því sem er á Grænlandi nútímans, þar sem hvergi verður ekið í bíl á milli byggðarlaga. Af notkun bílsins á Íslandi og hlut- verki hans í íslensku þjóðlífi síðustu hundrað árin er mikil saga. Af ein- hverjum ástæðum hefur henni verið lítt sinnt af háskólamenntuðum sagn- fræðingum, sem fást við atvinnusögu eða ritun heildarsögu lands og lýðs, en þeim mun meira af mönnum sem hafa áhuga á bílum og hafa lengi fylgst með þróun þeirra. Einn þessara manna er höfundur þessarar bókar. Hann segir hér sögu bílsins á Íslandi í heila öld, lýsir bílum og hlutverki þeirra í samfélaginu, greinir frá innflutningi á bílum og verslun með þá, lýsir uppbyggingu vegakerfis o.s.frv. Öll er þessi saga sögð á lipru og læsilegu máli og inn í hana er skeytt sem rammagreinum eða ítarefni reynslusögum bílstjóra sem fóru svaðilfarir á milli byggða á meðan bifreiðaakstur var erfiður og bílstjórar hetjur víða um land. Þá er bókin prýdd fjölmörgum myndum, sem margar hafa umtalsvert heim- ildagildi. Þetta er fróðleg bók og falleg og verður vafalaust mörgum kærkomin. Bílar í eina öld BÆKUR Samgöngur Höfundur: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. 383 bls., myndir. Útgefandi: Saga bílsins á Íslandi ehf., Reykjavík 2004. Saga bílsins á Íslandi 1904–2004 Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Jón Þ. Þór Í N†TT OG GLÆSILEGT HÚSNÆ‹I A‹ KLETTHÁLSI 9 ÁG VERKSTÆÐI HEFUR FLUTT BÍLAVERKSTÆ‹I BÍLALEIGA MOTORSPORT VERSLUN Á flessu ári fagnaði Bifrei›averkstæ›i Árna Gíslasonar 50 ára starfsafmæli sínu. Á þessum merku tímamótum fluttum við starfsemi okkar í n‡tt og glæsilegt húsnæ›i a› Kletthálsi 9 í Reykjavík. Við óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og sérlega góðar móttökur á nýja staðnum. Á.G. Bifreiðaverkstæði Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík Sími: 587 5544 • Fax:. 587 2729 www.ag-car.is • motorsport@ag-car.is GLEÐILEGA HÁTÍÐ! ka ld a lj ó s 2 0 0 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.