Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Þ
egar talað er um nýja íslenska
myndlist verður almenningi trú-
lega fyrst hugsað til Nýlistasafns-
ins, sem gegnum tíðina hefur borið
hitann og þungann af samtímanum
í myndlist. Að nú skuli allt í einu vera búinn til
ærlegur vettvangur á Listasafni Íslands fyrir
listamenn fædda eftir 1960 verður að teljast
saga til næsta bæjar.
En auðvitað er það ekki annað en sjálfsagt á
tímum brennandi samtíðarhyggju að listasafn
þjóðarinnar beini sjónum að núinu – þótt fyrr
hefði verið, mundu margir segja. Það sem ger-
ir sýninguna Ný íslensk myndlist – Um veru-
leikann, manninn og ímyndina – ólíka fyrri
kynningum á list ungra listamanna er að allt
safnið er lagt undir, auk þess sem verkunum
og höfundum þeirra er fylgt úr hlaði með
greinargóðum upplýsingum.
Auk sýningaskrár sem er óvenjuvegleg á ís-
lenskan mælikvarða – með stuttum greinum
um hvern sýnanda, auk formála Úlfhildar
Dagsdóttur – gefst sýningargestum tækifæri
til að hringja í fjöldann allan af símanúmerum
til að hlýða á upplýsingar um sérhvert verk og
heyra hvað listamaðurinn hefur um það að
segja. Þá gefst okkur kostur á að taka þátt í
dæmigerðum nútímaleik sem er byggður á
eigin frumkvæði og sköpunarmætti. Með því
að senda SMS með stuttum texta í ákveðið
númer getum við vænst verðlauna – sem eru
að sjálfsögðu GSM-sími – fyrir „besta skeyt-
ið“. Jafnframt er hægt að velja mynd af óska-
verki á sýningunni og fá hana senda í símann
sinn. Bak við þessa skemmtilegu gagnvirkni
stendur norrænt samstarfsverkefni, Nordic
Handscape, styrkt af Norrænu ráðherra-
nefndinni, sem ætlað er að miðla vitneskju um
menningu þjóðanna gegnum GSM-notkun.
Nýir tímar?
Það er með öðrum orðum umgjörð sýning-
arinnar sem virðist boða nýja tíð; einhvers
konar sátt eða dús við listamenn sem til
skamms tíma þóttu nógu góðir til að hírast á
eigin vegum í miður heppilegu húsnæði, sem
Hollustuvernd bannfærði endanlega eftir ríf-
lega tuttugu ára þjónustu. Utan frá séð virka
þessar nýju lyktir sem íslenskur listheimur sé
að færast ögn í átt til þeirrar skipunar sem
tíðkast í öðrum löndum, þar sem enginn reg-
inmunur er gerður á ungum listamönnum,
miðaldra eða rosknum. Það er að minnsta kosti
aldarfjórðungur síðan svokölluð framúrstefna
rann saman við annað stefnumoð úti í hinum
stóra listheimi og menn hættu að fárast yfir
óvæntum nýjungum í myndlist.
Hvort þessi tíð hefur haldið innreið sína hér
á landi er of snemmt að segja. Það kemur ekki
í ljós fyrr en séð verður hvort listamennirnir
tuttugu og þrír sem eiga verk á sýningunni í
Listasafninu eiga þangað afturkvæmt í ein-
hverju öðru samhengi. Hingað til hefur þeirri
tegund listar sem þeir fást við verið heldur fá-
lega tekið af almenningi enda fátt til sparað til
að gera hana tortryggilega og óaðgengilega í
hans augum. Því miður hafa það ekki alltaf
verið andstæðingar samtímalistarinnar sem
hafa spillt fyrir henni heldur hafa fylgismenn
hennar lagt sitt af mörkum til að halda henni
„hreinni“, oftast nær af mjög svo skamm-
sýnum hvötum. Það hefur lengi loðað við list-
skilning okkar að djúpt ætti að vera á merk-
ingu hlutanna; öðruvísi væri lítið varið í þá.
List ætti því ekki að vera of auðmelt og að-
gengileg heldur dægradvöl fyrir innvígða og
útvalda.
Umsvif listmenningarinnar
Slík dæmigerð framúrstefnuafstaða þykir
gamaldags nú orðið. Sýningargestir vilja að
sjálfsögðu fá skýringar á því sem fyrir augu
ber enda væntanlega búnir að kaupa sig inn
fyrir ekki minni upphæð en þeir fara með í bíó-
miða. Að skilja þá eftir í lausu lofti innan um
listaverk sem þeir vita ekki hvernig skal nálg-
ast er ekki ósvipað og það að láta mann ráða í
kvikmynd á framandi máli sem gleymst hefur
að texta. Þegar slíkt hendir í Sjónvarpinu
kemur rödd þular og beiðist afsökunar. Það er
engu listaverki greiði gerður með því að sveipa
það tilbúinni dulúð. Hugverk sem ekki þolir
opna umræðu er eins og vindhani sem brotnar
ef hreyfing kemst á loftið kringum hann.
Hér er vert að staldra við og hugleiða menn-
inguna varðandi listsýningahald. Til eru þeir
sem draga í efa að listsköpun í fæðingu geti
talist til menningar. Sá stimpill komi ekki fyrr
en síðar. Aðrir hafa tilhneigingu til að fletja út
hugtakið svo það nái til alls mannlegs atferlis.
Hvort tveggja er rangt þegar orðið „kúltúr“ –
eða ræktun – er haft í huga. Íþróttamaður
ræktar líkamann í hvert sinn sem hann æfir
sig, hvort sem hann tekur þátt í móti eða ekki.
Sama gildir um listamann sem brýnir sköp-
unarmáttinn. Það breytir því þó ekki að menn-
ingin öðlast nýja vídd þegar fleiri fá hlutdeild í
henni, hvort sem er á íþróttamóti eða listsýn-
ingu.
Á Íslandi einu eru umsvif listmenningar orð-
in meiri en samanlögð velta í landbúnaði og ál-
iðnaði. Þeir sem telja styrkveitingar til lista
tímaskekkju hljóta því að vera sömu skoðunar
gagnvart Rannís og Nýsköpunarsjóði. Því
miður er hlutur myndlistar í þessum umsvifum
töluvert minni en tónlistar, leikhúss og bók-
mennta. Það er vegna þess hve vannýttir
möguleikar hennar hafa verið og hve lítið
áhrifa hennar gætir í íslensku athafnalífi. Það
er nánast einungis vegna hönnunarsprengj-
unnar á undanförnum árum sem myndlist hef-
ur sótt í sig veðrið sem virkur og áberandi
þáttur í samfélaginu. Ein og sér hefur hún átt
á brattann að sækja enda virðist hún vera
sjálfhverfust og einangruðust allra listgreina.
Blandaður búskapur
Um leið eru innviðir hennar mun sértækari
og þjóðlegri en annarra listgreina, og dreifing-
arkerfið þar með brotakennt og ómarkvisst.
Þetta sést best á þeim listamönnum sem iðka
blandaða tjáningu, svo sem þeim Hallgrími
Helgasyni og Þorvaldi Þorsteinssyni. Þeim
hefur vegnað mun betur sem rithöfundum en
myndlistarmönnum þótt fráleitt sé að ætla að
þeir séu verri á síðartalda sviðinu. Þeir njóta
einfaldlega mun betri kjara sem rithöfundar
því íslenska bókmenntakerfið er snöggtum
smurðara en myndlistarheimurinn. Þegar við
bætist leikhúsið og kvikmyndirnar má sjá að
frami beggja er vænlegri innan bókmenntanna
en myndlistarinnar.
Þetta sækir ósjálfrátt á hugann þegar arkað
er um sali Listasafns Íslands, eða hví skyldu
svo margir íslenskir listamenn stunda bland-
aðan búskap, með ritlist eða tónlist sem auka-
grein? Eða ættum við ef til vill að spyrja hví
svo margir af þeim sem sýna í Listasafni Ís-
lands bregða fyrir sig sjálfhverfu háði byggðu
á eigin óljósu stöðu? Sennilega hefur aldrei
fæðst á Íslandi jafnmeðvituð kynslóð mynd-
listarmanna. Glugginn út í heim stendur þeim
galopinn, og þó svo að aðeins örfáir sýnenda
séu búsettir erlendis hafa þeir stundað fram-
haldsnám í útlöndum og oft dvalið þar lang-
dvölum.
Allt í einu er fjöldi íslenskra listamanna far-
inn að stunda samræður við sýningargesti,
spyrja þá eða spjalla við, eins og vildu fá frá
þeim svör eða álit, eða einungis uppfræða þá
um innviði samfélagsins, framleiðslu, drauma,
hvatir og ástand. Ásmundur Ásmundsson,
Birgir Örn Thoroddsen, Jóhann Ludwig
Torfason, Magnús Sigurðarson, Helgi Hjalta-
lín Eyjólfsson, Pétur Örn Friðriksson, Ósk Vil-
hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason eru öll á
félagsfræðilegum nótum þar sem þau kryfja
samfélagið, drauma þess, tungutak, sjálfs-
mynd, valdatafl og hlutverkaleik.
Félagsfræðilegir listamenn
Það sem til skamms tíma var fullkomlega
óhugsandi – að íslenskir listamenn væru að
pæla í innviðum samfélagsins í stóru og smáu –
tekur nú allan hug þeirra. Vissulega er aug-
ljóst hve mikil áhrif myndbandslistin og aðrir
rafrænir hreyfimyndamiðlar hafa haft í þessa
veru, en það breytir því þó ekki að þeir Jóhann
Ludwig og Þóroddur bregða fyrir sig málara-
listinni með allt öðrum hætti en af slíkum miðli
hefði mátt búast. Það er með öðrum orðum
ekki einasta efniviðurinn sem breytir inntaki
hinnar nýju listar heldur beina æ fleiri lista-
menn nú sjónum frá manntæmdum nátt-
úrulýsingum hefðbundinnar íslenskrar nú-
tímalistar til hins mennska Íslands með öllum
sínum æpandi vanda.
Náttúran er einnig orðin vandamál eins og
fram kemur í list Birgis Snæbjörns Birgis-
sonar, Finns Arnars Arnarsonar, Egils Sæ-
björnssonar, Olgu Soffíu Bergmann og Val-
gerðar Guðlaugsdóttur. Fegrunaraðgerðir og
ljóshærður kynstofn andspænis pólitískt röng-
um svertingjum með þykkar og trúðslegar
varir, eða sótthreinsaðar ljóskur úr heims-
styrjöldinni síðari feykir okkur aftur um sextíu
til sjötíu ár, til heims sem var svarthvítur, með
skýrt afmarkaðri menningu og kynhlut-
verkum. Allt hafði sinn tíma, eða tímaleysi,
eins og í verkum Finns, sem eftir á að hyggja
gætu verið myndskreytingar við ljóðrænt
tímaleysið og syfjuðu vötnin hans Steins.
Þessari hreinu veröld stríðs- og eftirstríðs-
ára, þegar menn þekktu óvini sína, ástarvið-
fang og náttúrulegu drauma þorpsbúans frá
vöggu til grafar, var einungis ógnað af kjarn-
orkusprengjunni og geislavirkni hennar. Hinu
fjarlæga og óþekkta var smellt inn í kabarett-
umhverfi a la Tondeleyo, áður en pálmastrend-
ur Kyrrahafsins misstu seiðmagn sitt sem til-
raunastöðvar fyrir vetnissprengjutilraunir
stórveldanna. Það er á gjaldþroti þessara
drauma um eina, fagra og hreina veröld sem
Olga byggir ógnvænlega heimssýn sína.
Innri heimur og blandaður
Nú er náttúran öll inn á við, narsissísk eins
og spegilgrafreitur Gjörningaklúbbsins, þung-
lyndismartröð Gabríelu Friðriksdóttur og hol-
ar höggmyndir Erlings Klingenberg. Þær
Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Guðrún Vera
Hjartardóttir og Margrét H. Blöndal vinna
innan vébanda þessarar innhverfu, hver með
sínum draumkennda og ofurnæma og þögula
hætti, á meðan Hildur Bjarnadóttir og Unnar
Örn Jónasson Auðarson reyna að snúa taflinu
við með því að veita inn í list sína víddum úr
öðrum greinum; vefnaði, gróðurrækt og við-
skiptum. Bæði eru líkt og laus undan þrúgandi
andrúmslofti kvíða, saknaðar og sjálfsspegl-
unar, en um leið hljótum við að spyrja: Eru
verk þeirra vottur um hverfandi sérstöðu
hreinnar myndlistar?
Svo ótalmargar spurningar vakna á sýning-
unni í Listasafni Íslands að gestir gleyma um
stund hve ómögulegt húsnæðið er þegar kem-
ur að list eins og þeirri sem unga kynslóðin er
að fást við.
Veruleikinn í nýrri íslenskri myndlist
Eftir Halldór Björn Runólfsson
Margrét H. Blöndal: Hver nærir hvern, 2003.
Guðrún Vera Hjartardóttir: Áhorfandi, 1996.