Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 31
Býsn eru meðan brothætt jörð
brestur ekki undir fargi
þar sem á hennar holu skurn
hlaðið var Látrabjargi.
Jón Helgason, Áfangar
Margt hefur komið fram að und-
anförnu sem hlýtur að vekja menn til
umhugsunar um, hvort
vandað hafi verið sem
skyldi til rannsókna og
undirbúnings að Kára-
hnjúkavirkjun. Nátt-
úrufarsleg umhverfis-
áhrif virkjunarinnar
hafa frá upphafi verið í
brennidepli, þar á með-
al áfok frá Hálslóni.
Landsvirkjun stað-
hæfði á meðan mats-
ferli var í gangi að kom-
ið verði í veg fyrir allt
slíkt með tæknilegum
aðgerðum í lónstæðinu
og næsta nágrenni. Nú nýverið kom
aðaltalsmaður framkvæmdanna,
Sigurður Arnalds, hins vegar fram
fyrir alþjóð og viðurkenndi að engan
veginn yrði komist hjá umtalsverðu
foki úr lónstæðinu. Það eru hins veg-
ar aðrir og enn alvarlegri þættir sem
hér verða gerðir að umtalsefni.
Undirstöður stíflumannvirkja
Framkvæmdir við stíflumannvirki
Kárahnjúkavirkjunar eru marga
mánuði á eftir áætlun. RÚV greindi
frá því 6. desember sl. að ástæð-
urnar væru einkum tvær: „Dýpra
var niður á botn gljúfursins en reikn-
að hafði verið með í upphafi og þar
kom síðan í ljós misgengi sem taka
þurfti tillit til.“ Harald Alfreðsson
hjá framkvæmdaeftirliti Landsvirkj-
unar bætti við: „Og bæði þessi atriði
urðu til þess að það varð að yfirfara
hönnunina og það urðu breytingar
svolítið á táveggnum þannig að það
tafði svona fyrir.“ Einhvern tíma
hefðu það þótt tíðindi að jarð-
fræðilegar hönnunarforsendur risa-
stíflu á heimsmælikvarða reyndust
aðrar á framkvæmdastigi en gert
hafði verið ráð fyrir. En þessi litla
frétt flaug ekki hátt og framhaldið
drukknaði í frásögnum af vandræða-
barninu Impregiló og auglýs-
ingaflóði í jólakauptíðinni.
Misgengi undir sjálfri aðalstífl-
unni! Það er nú svo. Upp í huga und-
irritaðs komu aðvörunarorð Guð-
mundar E. Sigvaldasonar jarð-
fræðings, sem nýverið er fallinn frá,
um hugsanlega ótraustar und-
irstöður Hálslóns. Lítið var á um-
mæli hans hlustað og ekkert gert
með þau frekar en títtnefnt nöldur
náttúruverndarfólks. Nýverið rifj-
aðist einnig upp fyrir mér viðtal í út-
varpinu við jarðeðlisfræðing á Orku-
stofnun. Ég fór í gagnagrunn
Morgunblaðsins og þar kom nafnið
fram: Grímur Björnsson.
Athugasemdir Gríms
Björnssonar
Á heimasíðu Gríms Björnssonar sem
nú er sérfræðingur hjá Íslenskum
orkurannsóknum má lesa at-
hugasemdir hans dagsettar 14. febr-
úar 2002 í mörgum liðum varðandi
undirbúning Kárahnjúkavirkjunar.
Segist hann hafa afhent þær orku-
málastjóra sem var yfirmaður hans á
þeim tíma „... til kynningar og að-
gerða“. Um þetta leyti fjallaði Al-
þingi um lagafrumvarp sem heimila
skyldi virkjunina. Segir Grímur að
sér hafi strax vorið 2001 sýnst sem
lítið færi fyrir jarðtæknilegum at-
hugunum á áhrifum af jafn þungu
fargi og Hálslóni. Í athugasemdum
við umhverfismatsskýrslu segir
hann orðrétt m.a.: „Hvergi er nefnt
að jarðhiti fannst í könnunarholum,
sem voru boraðar við
Hafrahvammagljúfrin, en þar veit
undirritaður af uppkomu volgra bor-
kjarna. Því má ljóst vera að jarðhiti
þrífst í sprungukerfi sem nær undir
fyrirhugaða Kárahnjúkastíflu og
hefur verið ágætlega virkt með köfl-
um a.m.k. síðustu 10 þúsund árin.
Ómögulegt er því að samþykkja full-
yrðingu á bls. 31 þar sem segir „Að
mati tæknimanna hentar bergið á
stíflustæðunum vel sem grunnur
fyrir þær“ (þ.e. stíflur við Kára-
hnjúka). Þvert á móti sýnast líkur til
þess að þetta mikla mannvirki eigi
að byggja ofan á sprungusvæði.“ Í
framhaldi af þessu segir Grímur að
spennuástand í bergi
næst Hálslóni muni
breytast og gera verði
ráð fyrir þeim mögu-
leika að gamlar
sprungur eða nýjar
opnist undir sjálfri
Kárahnjúkastíflunni
og geti það leitt til stífl-
urofs og stærsta mann-
gerða hamfarahlaups
Íslandssögunnar. Því
sé hættumatið í skýrsl-
unni vægast sagt
grunnrist og taki ekki
á sértækum berg-
tæknilegum eða jarðfræðilegum að-
stæðum við Hálslón.
Greinargerð Freysteins
Sigmundssonar
Orkumálastjóri mun hafa sent at-
hugasemdir Gríms til Landsvirkj-
unar sem óskaði eftir greinargerð
um vissa þætti þeirra frá Freysteini
Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi.
Skilaði Freysteinn „Greinargerð um
landhæðarbreytingar vegna Háls-
lóns“ til Landsvirkjunar 3. desember
2002. Hef ég að nýverið fengið rit-
gerð hans frá Orkustofnun. Í henni
kemur m. a. fram að samkvæmt lík-
ansreikningum muni Hálslón valda
um 30 sm sigi, mest við lónið en
minnki út frá því og verði líklega
ekki mælanlegt í 50 km fjarlægð frá
því. Mest af siginu muni koma fram
á um 10 ára tímabili eftir að lónið
myndast. Búast megi við merkj-
anlegum spennubreytingum vegna
Hálslóns niður á um 10 km dýpi.
„Þannig yrði spennuáhrif fargbreyt-
inganna að langmestu leyti bundin
við þann hluta jarðskorpunnar sem
hegðar sér eins og fjaðrandi efni, og
ólíklegt að myndun Hálslóns hafi
nokkur áhrif á kvikuhreyfingar þar
undir.“ Telur Freysteinn ólíklegt að
spennubreytingar vegna Hálslóns
hafi nokkur áhrif á kvikuhreyfingar í
jarðskorpunni.
Hljótt um álit sérfræðinga
Hljótt hefur verið um álit sérfræð-
inga á jarðfræðilegum aðstæðum á
Kárahnjúkasvæðinu og hugsanleg
áhrif af þeim stórfelldu breytingum
sem þar eru nú í undirbúningi. Hef-
ur þó oft verið efnt til opinnar ráð-
stefnu fagaðila af minna tilefni. Þörf-
in á umræðu um þessi efni fyrir
opnum tjöldum virðist brýn ekki síst
eftir að í ljós er komið að aðstæður
eru aðrar en gert var ráð fyrir þegar
ákvarðanir voru teknar um virkj-
unina. Það á bæði við um undirstöðu
meginstíflunnar og jarðhitavirkni í
nágrenni hennar og um hliðarstíflur.
Ekki var leitað álits Freysteins á
slíkum atriðum og ekki hef ég orðið
var við að Grímur Björnsson hafi
dregið til baka aðvaranir sínar um
ófullnægjandi hættumat á Kára-
hnjúkavirkjun. Mikil þekking er til
staðar hérlendis og erlendis á þeim
fræðasviðum sem hér um ræðir og
áhættu tengda vatnsaflsvirkjunum
og óafsakanlegt að safna henni ekki
saman og ræða opinskátt um óvissu-
atriði.
Lærdómar af
Grímsvatnagosum
Eldgosið í Grímsvötnum í nóvember
sl. færði jarðfræðingum heim sann-
inn um að gömul kenning Sigurðar
Þórarinssonar um eldgos þar í kjöl-
far Skeiðarárhlaupa og lækkunar
vatnsborðs væri rétt. Við hlaupið
létti skyndilega fargi af jarðskorp-
unni yfir kvikuhólfinu og leysti það
nýafstaðið eldgos úr læðingi. Magn-
ús Tumi Guðmundsson jarðfræð-
ingur var ekki einn um þessa túlkun
á dögunum, allt fræðasamfélagið tók
undir að best ég veit. Á málþinginu
Ís og eldur 26. nóvember sagði Guð-
rún Larsen líklegt að nokkurra ára-
tuga lota eldgosa sé um það bil að
hefjast í Vatnajökli. – Flest hafa gos-
in verið í Grímsvötnum en sprungu-
rein þaðan liggur í áttina til Brúar-
jökuls og vatnasviðs Kárahnjúka-
virkjunar. Megineldstöð í Kverk-
fjöllum er þó enn nær með sitt
sprungukerfi norður um Möðrudal
og norðaustur á Brúaröræfi þar sem
eldgos myndaði Kárahnjúka og víða
gætir enn jarðhita.
Grímur Björnsson víkur einmitt
að því í áðurnefndum athugasemd-
um að árleg 60–75 m vatnsborðs-
sveifla í Hálslóni auki áraun á bergið
við Kárahnjúkastíflu og geti hrært
upp í kviku í eystra gosbeltinu og
framkallað eldgos í einhverri meg-
ineldstöðinni, Snæfell ekki undan-
skilið. Þrýstingsfallið í Grímsvötnum
í síðasta mánuði var aðeins brot af
því sem verða mun árviss viðburður
undir Hálslóni. Ef þetta er raun-
verulegur áhættuþáttur gætu menn
í orðsins fyllstu merkingu verið að
leika sér að eldi við Kárahnjúka.
Afleiðingar leka úr Hálslóni
Leki úr miðlunarlónum hérlendis er
vel þekkt vandamál, Sigölduvirkjun
hryggilegasta dæmið, en vatnstap
vegna leka úr Sigöldulóni skerti
stórlega afköst virkjunarinnar. Sig-
öldulón er hins vegar smápollur í
samanburði við Hálslón og áraunin á
undirlagið að sama skapi meiri í því
síðarnefnda. Eflaust gera hönn-
unarforsendur Kárahnjúkavirkj-
unar ráð fyrir einhverjum slíkum
vandamálum, en framkomnar upp-
lýsingar um meiri sprungur, mis-
gengi og jarðhita á virkjunarsvæð-
inu en áður var talið setja leka-
vandamál í annað og tvísýnna
samhengi. Leki hefur neikvæð áhrif
á afkastagetu viðkomandi virkjunar,
rýrir fjárhagslega afkomu hennar og
getur ásamt jarðhræringum leitt til
skemmda á mannvirkjum.
Óviðunandi áhætta?
Ljóst hefur verið frá því matsskýrsla
um Kárahnjúkavirkjun birtist að
virkjunin mun hafa í för með sér
stórfelld neikvæð umhverfisáhrif.
Það var staðfest með úrskurði
Skipulagsstofnunar 2001 og margt
bendir nú til að reyndin á því sviði
verði verri en þeir svartsýnustu ótt-
uðust. Einnig hefur það verið mat
margra að virkjunin og verksmiðjan
sem reisa á í krafti hennar sé efna-
hagslegt og félagslegt glapræði. Um
þessa þætti ríkir í besta falli óvissa.
Nú er að bætast við vitneskja sem
bendir til að einnig jarðfræðilegar
forsendur framkvæmdanna við
Kárahnjúka geti verið ótraustar og
mannvirkin sjálf því ekki örugg. Í
þessu efni eiga margir mikið undir,
íslenskt þjóðarbú og Alcoa, Hér-
aðsbúar vegna hamfarahættu, Aust-
firðingar í flestu tilliti og allur al-
menningur í landinu sem stendur
undir skuldbindingum Landsvirkj-
unar. Væri úr vegi að yfir allt þetta
dæmi verði rennt gagnrýnum aug-
um áður en meiru verði hlaðið á hina
holu skurn landsins upp af Jökuldal?
Hversu traustar eru
undirstöður Kárahnjúka-
stíflu og Hálslóns?
Hjörleifur Guttormsson
fjallar um Kárahnjúkavirkjun
og umhverfisáhrif hennar ’Nú er að bætast viðvitneskja sem bendir til
að einnig jarðfræðilegar
forsendur fram-
kvæmdanna við Kára-
hnjúka geti verið
ótraustar og mann-
virkin sjálf því ekki
örugg.‘
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er líffræðingur og fyrrver-
andi alþingismaður og ráðherra.
ætt við
s af frá
, en þar
n. Öld-
afi verið
klukkan
strax í
etrar
um 12
ygt sig
Að sögn
yfirborð
um 2–300 metra skömmu áður en
sjórinn tók að lyftast og myndaði
háan vegg um 5–600 metra úti
fyrir ströndinni og kom með ógn-
arhraða að landi. Öldurnar hafi
rutt öllu sem fyrir varð í burtu og
skolað fólki út í sjó. Að sögn Vir-
avans eru spítalar á Phuket-eyju
stórir og vel tækjum búnir og
hafa þyrlur verið notaðar til að
flytja fólk frá öðrum stöðum, m.a.
Phang-Nga, þar sem aðbúnaður
til lækninga er af skornum
skammti.
Um 4–5 þúsund manns dvelja
nú á sjúkrahúsum á Phuket-eyju,
að hans sögn. Nokkur hundruð
björgunarmenn eru að störfum á
eyjunni og von var á Þjóðverjum
og björgunarsveitum Sameinuðu
þjóðanna, sem munu aðstoða við
björgunarstörf.
Viravan tók í gær á móti vél
Flugleiða sem von var á til Phuk-
et í gær, en hún átti að fljúga með
200 manna hóp Svía til síns
heima.
Með í för voru 9 tonn af
drykkjarvatni sem Ölgerðin Egill
Skallagrímsson gaf til hjálpar-
starfsins.
blaðsins kominn á hamfarasvæðin
st í Phang-Nga
Morgunblaðið/Sverrir
ravan á Phuket-flugvelli. Hann sá um að láta afferma Loftleiðavélina.
úsum á Phuket-eyju
Morgunblaðið/Sverrir
m. Þessi
ar.
/Sverrir
tri:
tín
JÓNAS Sigurþórsson, er í hópi
átta Íslendinga sem dvelja á
Phuket-eyju og voru í eins kíló-
metra fjarlægð frá ströndinni
þegar flóðbylgjan skall á sl.
sunnudag, eins og fram hefur
komið í viðtölum í Morgun-
blaðinu.
Að sögn Jónasar komu ham-
farirnar honum ekki á óvart, að
því leytinu til að hann bjó á bæn-
um Egilsstöðum I, nálægt upp-
tökum Suðurlandsskjálftanna
sem urðu árið 2000.
Minna var við
hamfarirnar nú
„Ég lenti í Suðurlandsskjálft-
unum og þeir voru ofboðslegir,
svo ég er ekki óvanur,“ segir
hann. Þegar hann er beðinn um
að lýsa upplifuninni þá og nú
segir Jónas að hann hafi í raun
orðið mun minna var við skjálft-
ann í Indlandshafi, enda neðan-
sjávar, og eyðileggingin öll af
völdum flóðbylgjunnar. Þá hafi
hann verið í um eins kílómetra
fjarlægð frá ströndinni.
„Þetta er miklu minna, en
mannfallið er auðvitað ofboðs-
legt.“
Jónas varð ekki fyrir tjóni
þegar skjálftinn reið yfir árið
2000 en nágranni hans missti
hús sitt þegar sökkullinn brotn-
aði undan því.
Jónas er á Taílandi með eig-
inkonu sinni, Margréti Þor-
valdsdóttur. Að sögn hans hefur
hópnum tekist að fá flugi til
Bangkok flýtt, þau áttu pantað
far frá Phuket hinn 6. janúar en
fljúga þangað á nýársdag.
Morgunblaðið/Sverrir
Jónas Sigurþórsson og Margrét Þorvaldsdóttir. Þau standa á svöl-
um veitingastaðar hótelsins þar sem þau snæddu morgunverð þeg-
ar flóðbylgjan skall á ströndinni handan við pálmatrén.
Íslendingur á Phuket-eyju
Ekki óvanur
hamförum