Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 33
M IX A • fít • 0 4 0 5 4 Þakka þér fyrir að skila spilliefnum á réttan stað Efnamóttakan hf. býður alhliða söfnunarþjónustu spilliefna og trúnaðargagna fyrir stofnanir og fyrirtæki. Við höfum verndun umhverfisins að leiðarljósi og ábyrgjumst að öll meðferð efna og gagna uppfylli ýtrustu kröfur. Nánari upplýsingar í síma 520 2220 eða á www.efnamottakan.is skilar þú spilliefnum? MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 33 UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófess- orsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignar- land Biskupstungna- og Svína- vatnshrepps.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Í HLÍÐUNUM, þar sem ég er alinn upp, voru bræð- ur sem þekktir voru um allt hverfið fyrir flugeldaáhuga sinn. Þeir byrjuðu snemma í desember að und- irbúa sig, tóku þátt í að hlaða brennuna í hverfinu, áttu yfirleitt leifar af púðrinu frá árinu á undan til að hita sig upp meðan beðið var gamlárs- kvölds og voru mættir til skátanna um leið og flugeldasölurnar opn- uðu. Þegar elsti bróð- irinn var kominn í framhaldsnám til út- landa heyrðist fleygt að hann eyddi jóla- námslánunum sínum í flugelda sambýliskon- unni til hrellingar, en yngri bræðrunum til mikillar gleði, sem fyr- ir sitt leyti lögðu í sjóð afrakstur glerjasöfn- unar fyrir utan Tóna- bæ þegar böll voru haldin þar. Og pabbi þeirra lagði sitt í púkkið og hafði gaman af. Þetta var í þá daga þegar aura- ráð voru minni og færri sem keyptu flugelda í einhverju magni. Þær raddir heyrðust í kjörbúðinni og annars staðar þar sem nágrann- ar komu saman að þetta bruðl væri ekki til fyrirmyndar og þessir drengir gætu spillt öðrum drengj- um í hverfinu. En allir höfðu samt gaman af ljósasýningunni og fjörinu í garðinum hjá þessari fjölskyldu á gamlárskvöld. Aðrir nutu því góðs af áhugamáli bræðranna. Ég hermdi einu sinni upp á þann elsta pískrið í kerlingunum og hann var fljótur að svara fyrir þá bræður. Á hans heimili væri áfenginu sleppt um áramótin og rakettur og flugeldadót keypt í staðinn. Gamlárskvöld væri kvöld fyrir börn- in og alla sem varð- veittu barnið í sjálfum sér. Hjálparsveitirnar munu nú sem endra- nær treysta á stuðn- ing landsmanna með flugeldasölu. Ég vil því gera orð elsta bróðurins að mínum nú þegar líður að ára- mótum. Bregðum blysum á loft á gamlárskvöld og leyf- um barninu í okkur öllum að njóta sín. Bregðum blysum á loft Magnús Ingi Magnússon fjallar um flugelda og meðferð þeirra Magnús Ingi Magnússon ’… hann varfljótur að svara fyrir þá bræður. Á hans heimili væri áfenginu sleppt um ára- mótin og rak- ettur og flug- eldadót keypt í staðinn.‘ Höfundur er formaður flug- eldanefndar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. MARGIR hafa bent á mikilvægi flugvallarins fyrir landsbyggðina. Hafa sumir líkt mikilvægi hans fyrir Reykjavík við mikilvægi Hovedbanegården (aðaljárnbraut- arstöðvarinnar) fyrir Kaupmannahöfn, sagt að Reykjavíkur- flugvöllur sé Hov- edbanegård lands- byggðarinnar og spurt hvort Kaup- mannahöfn myndi nokkru sinni vilja losa sig við hana úr mið- bænum. Ósanngjarn samanburður Því er til að svara að annars vegar er um að ræða samgöngu- mannvirki sem tekur upp 180 hektara í miðborg Reykjavíkur, hins vegar brautarstöð sem rúm- ast á einum hektara. Öll mið- borgin og háskólasvæðið svo að eitthvað sé nefnt grúfir sig undir aðflugs- og öryggisflötum flugvall- arins og er með öllu bannað að byggja hærra en þessir fletir segja til um. Þannig gætir áhrifa flugvallarins á margfalt stærra svæði en nemur þessum 180 hekt- urum. Þessi kvöð sem takmarkar hve há hús má byggja á þessu stóra svæði takmarkar nýtingu allra lóða á svæðinu og minnkar því verðmæti þeirra. Áhrif að- aljárnbrautarstöðvarinnar í Kaup- mannahöfn á hæð aðliggjandi húsa og verðmæti aðliggjandi lóða eru engin. Eðlilegra er að spyrja hvort Kaupmannahafnarbúar myndu nokkurn tíma samþykkja að flug- völlur á stærð við Reykjavík- urflugvöll væri inni í miðri Kaup- mannahöfn. Til samanburðar við Reykjavíkurflugvöll og ráðhúsið hér myndi láta nokkuð nærri, mið- að við ráðhúsið í Kaupmannahöfn, að einn flugbrautarendinn væri við aðalbrautarstöðina og hverfin Dybbolsbro, Enghave, Valby og Fredriksberg væru öll lögð undir flugvöll. Aðflugið væri síðan yfir miðborg Kaupmannahafnar, yfir Þinghúsið og Ráðhúsið. Þá þyrftu öll hús í miðborg Kaupmannahafnar og á stóru svæði allt um kring að lækka um tvær til fjórar hæðir. Miðborg Kaup- mannahafnar væri þá lágreist, annars flokks byggingar- og búsetu- svæði sem grúfði sig undir aðflugs- og ör- yggisflötum flug- brautanna með tilheyrandi slysa- hættu og loft- og hávaðamengun. Miðborg Kaupmannahafnar yrði ekki svipur hjá sjón og Kaup- mannahöfn hefði aldrei orðið að þeirri miðstöð sem hún er nú væri flugbrautarendi alþjóðlegs flug- vallar í 900 m fjarlægð frá Ráð- hústorginu. Aðvitað myndu Kaup- mannahafnarbúar aldrei samþykka alþjóðlegan flugvöll í 900 m fjarlægð frá Ráðhústorginu. Reykvíkingar eiga ekki heldur að sætta sig við slíkan völl 900 m frá Austurvelli. Miðborg í Vatnsmýrina Eftir að byrjað var að fljúga beint frá Keflavík austur er áætl- unarflugið frá Reykjavíkur- flugvelli þá að þjóna innan við 10% landsmanna? Margir íbúar þessara svæða velja að aka til Reykjavíkur enda þurfa þeir oft á bíl að halda meðan þeir dveljast þar. Er verjandi að krefjast þess í nafni örfárra að ekki verði hægt að gera alvörumiðborg í höfuðstað landsins, miðborg sem stendur undir nafni og er miðstöð stjórn- sýslu, menningar, verslunar og at- vinnustarfsemi ásamt því að vera þéttbyggt íbúðahverfi? Slíka mið- borg er ekki hægt að gera nema með því að endurnýja og síðan stækka núverandi miðbæ í Kvos- inni út í Vatnsmýrina. Innanlandsflugið til Keflavíkur Ferðaþjónustuaðilar á lands- byggðinni vilja flytja innanlands- flugið til Keflavíkur. Þeir vilja ferðamennina beint til sín í stað þess að öllum sé fyrst ekið til Reykjavíkur. Eftir að hraðbraut er komin til Keflavíkur, þ.e. búið að tvöfalda Reykjanesbrautina og þátttaka Ís- lendinga í rekstri Keflavíkurvallar orðin að veruleika þá er eðlilegt að tekið sé tillit til þarfa höf- uðborgarinnar og ferðaþjón- ustuaðilanna og allt innanlands- flug flutt til Keflavíkur. Reykvíkingar eiga að endurbyggja Skuggahverfið frá Hlemmi niður að Þjóðleikhúsi með það að mark- miði að koma þar fyrir blandaðri byggð með 5.000 til 10.000 manns. Í framhaldi af því, innan 5 til 10 ára, á að taka Vatnsmýrina undir 40.000 til 50.000 manna nýtísku miðborgarbyggð. Þar eigum við að reisa glæsileg- ustu miðborg Evrópu sem hluta af núverandi miðbæ í Kvosinni. Reykjavíkurflugvöllur og erlendar brautarstöðvar Friðrik Hansen Guðmundsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Eðlilegra er að spyrjahvort Kaupmanna- hafnarbúar myndu nokkurn tíma sam- þykkja að flugvöllur á stærð við Reykja- víkurflugvöll væri inni í miðri Kaupmanna- höfn.‘ Friðrik Hansen Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir ogaðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.