Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 35
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FÁTT er eins sorglegt og dauði
ungrar manneskju sem átti bjart líf-
ið framundan. Fyrir skömmu las ég
frásögn í bresku blaði um dauðsfall
ungrar stúlku, Wendy Papas, en hún
hafði tekið inn of stóran skammt af
eiturlyfinu ecstasy, eða svokallaðri
alsælu. Í blaðinu er greint frá að-
dragandanum að dauða hennar, en
hún hafði ætlað að eyða nóttinni á
hótelherbergi með unnusta sínum.
Wendy hafði tekið inn margar töflur
og leiddi krufning í ljós að hún hafði
fengið hjartaáfall. Móðir Wendyar
kenndi unnustanum um ótímabæran
dauða hennar, en hún sagðist efast
um að Wendy hefði leiðst út í fíkni-
efni hefði hún ekki verið í þessum fé-
lagsskap.
Hvað er „alsæla“?
Virka eitrið í ecstasy, MDMA, getur
orsakað skyndilegan dauða og/eða
ævarandi heilaskemmdir. Dr. Steph-
en Kish, Toronto, Kanada, sem
stýrði nýlegum rannsóknum á efn-
inu, skrifaði í vísindatímaritið
Neurology, þar sem hann gerði sam-
anburð (krufningu) á heila þeirra
sem höfðu verið ecstasy-neytendur
og nokkurra einstaklinga sem höfðu
aldrei reynt efnið. Niðurstaðan varð
m.a. sú að neysla á efninu leiddi til
fækkunar ýmissa boðefna til heilans.
Magn boðefna reyndist vera 50–80%
minna hjá þeim sem voru virkir
neytendur efnisins.
Skortur á þessum boðefnum getur
m.a. orsakað geðræna hegðan, þar
með talið þunglyndi, kvíða o.s.frv.
Vísindamenn ætla að það sé í kring-
um 75 sinnum meiri hætta á að þeir
sem nota efnið verði fyrir breyttri
geðrænni hegðan en þeir sem ekki
nota efnið.
Ofangreind frásögn úr breska
blaðinu minnti mig á það að svona at-
burðir gerast því miður einnig hér á
landi og því finnst mér ástæða til að
minna á skaðsemi alsælu, ef það
mætti verða til þess að unglingar
hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir
ákveða að „prófa“ eiturlyf.
ELÍAS KRISTJÁNSSON,
foreldri og áhugamaður
um fíkniefnaforvarnir,
Reykjanesbæ.
Banvænn skammtur
af alsælu
Frá Elíasi Kristjánssyni
LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna
ríkisins sýndi ellimóðum félögum
sínum þá rausn að bjóða þeim til há-
tíðarsamkomu á Grand hóteli mið-
vikudaginn 19. maí sl. Þar voru
bornar fram rausnarlegar veitingar
auk skemmtiatriða sem flutt voru,
einkum bar mikið á engilsaxneskum
söngvum, m.a. „Oh, What a Beauti-
ful Morning“ úr Oclahoma, söngleik
frægum.
Undirritaður bar fram tillögu sem
samþykkt var í einu hljóði. Ég bjóst
sannast að segja við að Lífeyrissjóð-
urinn sendi þessa einróma samþykkt
til birtingar. Svo varð ekki. Ég
spurði Pál, skrifstofumann sjóðsins,
hvort ég gæti fengið ljósrit af fund-
argerðinni svo unnt væri að birta
efni hennar. Hann neitaði því. Sem
betur fer var húsbóndi hans, Haukur
Hafsteinsson, annarrar skoðunar.
Hann sýndi mér þá vinsemd að
senda mér afrit af fundargerð þar
sem getið er tillögu minnar, að vísu
án þess að nafngreina flytjanda.
Ég þakka Hauki fyrirgreiðslu
hans. Bið Morgunblaðið að birta
bréf Hauks Hafsteinssonar. Jafn-
framt má spyrja: Er það rétt að
embættismenn, þingmenn, ráð-
herrar og forstjórar ýmsir fái greidd
eftirlaun úr mörgum sjóðum, t.d.
ráðherrar sem jafnframt hafa verið
alþingismenn, seðlabankastjórar,
fógetar og fleiri embættismenn, og
fá þannig margföld eftirlaun?
Eftirfarandi er bréf Hauks:
„Á opnum fundi sem LSR hélt
fyrir sjóðfélaga á lífeyri 19. maí sl.
kom fram tillaga frá einum fund-
armanna um að beina eftirfarandi
tilmælum til Tryggingastofnunar
ríkisins:
„Fundur lífeyrisþega haldinn mið-
vikudaginn 19. maí 2004 skorar á
Tryggingastofnun ríkisins að hún
hlífi ellimóðum og sjóndöprum sjóð-
félögum við því að framvísa kvitt-
unum fyrir læknishjálp.
Tryggingastofnun ríkisins fær all-
ar upplýsingar sjálf og ætti að senda
lífeyrisþegum fríkort um leið og þeir
hafa náð tilteknu marki.
Það sæmir ekki mannúðarstofnun
að hagnast um milljónir króna á
gleymsku og ellihrörnun gamal-
menna.“
Tillagan var borin undir atkvæði
og var hún samþykkt samhljóða.“
PÉTUR PÉTURSSON
þulur.
TR sendi lífeyrisþeg-
um fríkortið sjálfkrafa
Frá Pétri Péturssyni
HINN 26. desember sl. sýndi rík-
issjónvarpið ballettinn Græna borð-
ið, eftir danshöfundinn Kurt Jooss.
Þessi nútímaballett fékk l. verðlaun í
fyrstu danskeppni sem haldin var
fyrir nútíma dansverk, en hún var í
París árið l932.
Græna borðið er löngu orðið sígilt
verk og trúlega það nútíma dans-
verk sem oftast er sýnt í heiminum.
Efni ballettsins eru árangurslausar
viðræður stjórnmálamanna við
„græna borðið“, stríð og hörmungar
sem þeim fylgja. Fyrir utan að efnið
er stöðugt tímabært er ballettinn
frábærilega vel saminn og snertir
áhorfendur rækilega, hvort sem þeir
eru ballettunnendur eður ei. Oft
heyrist fólk segja að það hafi ekkert
vit á ballett, en enginn getur haldið
slíku fram í sambandi við þetta verk.
Hér er um tímamóta ballettverk
að ræða. Græna borðið er einstakt
verk sem allir ættu að berja augum.
Í þessari sjónvarpsútgáfu dansar
Joffrey-ballettflokkurinn með glæsi-
brag. Sjónvarpið á þakkir skildar
fyrir sendinguna, en þar sem hún
var síðla dags annan dag jóla er ekki
við því að búast að margir hafi séð
hana.
Það er því ósk mín að Græna
borðið verði endursýnt á besta sjón-
varpstíma, því það á erindi til allra.
UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
fyrrv. ballettmeistari
Þjóðleikhússins.
Þess skal getið
sem gott er gert
Frá Unni Guðjónsdóttur
Á ÍSLANDI eru augnslys ein af
aðalorsökum blindu hjá börnum.
Þrátt fyrir aukna fræðslu og var-
úðarráðstafanir sýna tölur frá
augndeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) að um hver ára-
mót slasast nokkrir
einstaklingar á augum
vegna flugelda eða
blysa. Að meðaltali
hafa verið um tvö
augnslys um hver ára-
mót en á nokkurra ára
fresti hafa komið mikl-
ar slysahrinur. Síðasta
slysahrina var hér um
áramótin 1999–2000.
Þá slösuðust sex ein-
staklingar á augum,
þar af hlutu tveir al-
varlegan og var-
anlegan skaða.
Slys vegna flugelda
verða á tímabilinu frá því strax eft-
ir jól og fram í janúar og því segja
tölur frá gamlárskvöldi ekki alla
söguna. Undanfarin ár hafa orðið
slys langt fram í janúar þar sem
börn, aðallega drengir, hafa safnað
púðurleifum og búið til sprengjur. Í
þessum tilfellum hafa börnin hlotið
misalvarlega áverka á augu,
brennst í andliti, á hálsi og hönd-
um. Fórnarlömb augnslysa eru oft-
ast drengir eða ungir menn á aldr-
inum 10–20 ára. Samkvæmt
íslenskum, sænskum og bandarísk-
um tölum eru hinir slösuðu í yfir
80% tilfella drengir eða ungir
menn, enda eru þeir öðrum skot-
glaðari eins og flestir vita. Aðrir
einstaklingar eru vitaskuld einnig í
hættu, því nokkur hluti þeirra sem
slasast af völdum flugelda eru
áhorfendur þeirra.
Áður fyrr urðu mörg augnslys af
blysum og kraftlitlum skoteldum.
Sum þessara slysa voru alvarleg en
með aukinni notkun hlífðargler-
augna hefur þeim fækkað. Hins
vegar sýna tölur frá augndeild
LSH að slysum vegna mjög kröft-
ugra skotelda hefur fjölgað og virð-
ist sem margir vari sig ekki á því
hversu öflugir skoteldarnir eru
orðnir. Í verstu slysunum vegna
mjög kröftugra skotelda hafa hlífð-
argleraugu ekki mikið
að segja og nokkur
umræða hefur verið
um hvort takmarka
beri aðgang almenn-
ings að allra öflugustu
skoteldunum til þess
að fyrirbyggja alvar-
legustu augnslysin.
Víða erlendis gilda
mun strangari reglur
um meðhöndlun flug-
elda og eru þá ein-
göngu fagmenn sem
skjóta kröftugum flug-
eldum. Í þessum lönd-
um eru slys vegna
flugelda margfalt fátíðari.
Augnáverkar af völdum skotelda
eru fyrst og fremst afleiðingar
höggsins sem verður þegar flug-
eldur hittir augað auk bruna vegna
blysa. Þvermál flugelda er lítið
þannig að augnumgjörðin ver ekki
augað heldur tekur augað sjálft allt
höggið. Áverkinn getur verið allt
frá vægum sárum á yfirborði aug-
ans til þess að augað springur.
Slíkir áverkar krefjast flókinna og
jafnvel endurtekinna skurðaðgerða.
Í verstu tilfellum missir fólk augað.
Einnig eru dæmi um síðkomnar af-
leiðingar t.d. ský á auga og gláku.
Varanleg sjónskerðing vegna þess-
ara slysa er því miður algeng. Við
getum hins vegar gert ýmislegt til
þess að koma í veg fyrir slysin.
Pössum vel upp á börnin okk-
ar og unglingana. Flugeldar
eru ekki leikföng. Ábyrgðin er
fyrst og fremst hjá foreldrum.
Reynslan sýnir að það er að-
allega fólk undir tvítugu sem
verður fyrir þessum slysum.
Notum öll hlífðargleraugu.
Allir sem meðhöndla flugelda
eða eru áhorfendur ættu að
nota hlífðargleraugu. Einnig
er mikilvægt að nota hanska
til þess að koma í veg fyrir
bruna á höndum.
Lesum leiðbeiningar framleið-
enda og fylgjum þeim.
Notum trygga undirstöðu fyr-
ir flugeldana og hafið hugfast
að gler- eða málmstandar sem
ætlaðir eru til annarra nota,
geta sprungið í tætlur.
Bogrum ekki yfir flugeldum
þegar þeim er skotið upp.
Hellið vatni á og hendið flug-
eldum sem ekki hafa farið í
loftið. Slys verða oft með
þeim hætti að farið er að
bogra yfir flugeldi eða blysi
sem ekki hefur skotist upp
eða brunnið.
Augnabliks óvarkárni og óvita-
skapur getur breytt lífi fólks ævi-
langt. Það er erfið upplifun að
horfa á barnið sitt missa sjón á
auga. Ég hvet alla til þess að fylgj-
ast vel með hvað börnin aðhafast
þessa dagana, um leið og ég óska
landsmönnum öllum heillaríkra
áramóta.
Augnslys um áramót
María Soffía Gottfreðsdóttir
fjallar um augnslys um áramót ’Slys vegna flugeldaverða á tímabilinu frá
því strax eftir jól og
fram í janúar og því
segja tölur frá gaml-
árskvöldi ekki alla
söguna.‘
María Soffía
Gottfreðsdóttir
Höfundur er læknir og starfandi sér-
fræðingur í augnlækningum á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi.
ÉG LAS það í blaði um daginn að
haft var eftir formanni samtaka at-
vinnulífsins þegar
hann var inntur eftir
hvaða áhrif verkfall
leikskólakennara gæti
haft fyrir íslenskt at-
vinnulíf ef til verkfalls
þeirra kæmi að hann
endaði svar sitt eitt-
hvað á þá leið að hann
skyldi ekki verkfalls-
kúltúr opinberra
starfsmanna á Íslandi.
Ef ég skyldi hans
hugleiðingu rétt eða
rétt var eftir mann-
inum haft hlýtur það
að túlkast einhvern veginn á þann
hátt á mannamáli að maðurinn álítur
að íslenskt launafólk sé hér að skapa
eitthvað sérstakt fyrirbæri sem
hann kallar „verkfallskúltúr“ sem
felst þá væntanlega í því að fólk mót-
mælir lágum launum sínum á þann
hátt að það leggur niður vinnu ef
ekki semst um eitthvað betra við
samningaborðið.
Á hvaða leið er kjarabarátta eða
viðhorf til hennar á Íslandi?
Ég verð að viðurkenna að maður
undrast hreinlega orðið hvernig hin-
ir ýmsu aðilar í íslensku þjóðlífi líta
á karpið um kaupið og kjörin. Í nýaf-
stöðnu verkfalli grunnskólakennara
og sveitarfélaga kom í ljós að mínu
mati ótrúleg viðhorf hinna ýmsu að-
ila gagnvart kjarabaráttu sem kom
fram í hinum ýmsu myndum.
Fyrst skal nefna að ýmsir aðilar
sem semja og vinna fyrir verkafólk í
þessu landi koma fram í erfiðum
kjaramálum annarra stétta og gefa
út yfirlýsingar um hvað hinir mega
semja um. Ef þeir fá meira viljum
við meira og tala jafnan þannig að
öllu verði hér steypt í
glötun ef þessi eða hin
stéttin fái meira. Hvers
konar vinnubrögð eru
þetta? spyr ég.
Þó hinir ýmsu verka-
lýðsforkólfar semji um
lág laun fyrir sitt fólk
og telji sér sóma að og
réttlæti með einhverju
sem átti við fyrir tíu til
fimmtán árum í því
þjóðfélagi sem var þá
og þeir kölluðu þjóð-
arsátt (lesist sem skíta-
laun fyrir þorra launa-
fólks) tel ég að svona vinnubrögð
eigi ekki að tíðkast í dag, árið 2004.
Menn eiga að semja hver á sínum
forsendum fyrir sína umbjóðendur
og þeir menn sem í forsvari eru fyrir
hin og þessi stéttarfélög eiga ekkert
með að vera að skipta sér af hvað
hinir eru að gera heldur að kapp-
kosta að semja sem best fyrir sitt fé-
lag.
Í öðru lagi bendi ég á þá stað-
reynd að með öllu er óþolandi að
menn skuli voga sér að tala með
þeim hætti sem hér var nefnt í byrj-
un greinar minnar um verkfalls-
kúltúr! Halda menn að einhverjir
fari af fúsum og frjálsum vilja í verk-
fall? Er ekki verkfallsvopnið það
eina sem launamenn geta gripið til
ef þeim finnst þeir vera órétti beitt-
ir? Voru menn ekki hér fyrir ein-
hverjum sjötíu, áttatíu árum að
ryðja brautina fyrir okkur sem á eft-
ir komum þegar lagt var út í erfiðar
kjaradeilur út af vökulögum og
fleiru? Eru skilaboðin þau að launa-
fólk eigi að þegja og vera glatt með
það sem því er rétt í hvert skipti?
Ég undrast oft langlundargeð
okkar Íslendinga yfir hinum ýmsu
ákvörðunum sem teknar eru okkur í
óhag og við þegjum þunnu hljóði
þegar aðrar þjóðir væru komnar í
miklar mótmælagöngur eða stríð við
yfirvöld. En það eru kannski vest-
firsku genin í mér sem spila þarna
inn í að mér er oft misboðið. Sér-
staklega þegar maður á að láta það
yfir sig ganga að menn tali hér um
einhvern verkfallskúltúr að mínu
mati af þvílíku virðingarleysi að það
hálfa væri nóg. Er ekki kominn tími
til, spyr ég, að við endurskoðum
kjarabaráttu okkar alveg niður í
kjölinn? Virðum í fyrsta lagi þann
rétt sem launafólk hefur til samn-
inga og ef ekki um semst þá sé þeirri
stétt sem um ræðir treyst til að
meta hvaða leiðir eru bestar til að
hefja baráttuna fyrir bættum kjör-
um og að samið sé á forsendum
hvers og eins en ekki að menn rísi
upp hér til handa og fóta og lemji
hvern annan niður með yfirlýsingum
um eitthvað fari úrskeiðis eða að við-
horfin fáir þú þá fæ ég nái að skjóta
rótum.
Varðandi „verkfallskúltúrinn“
segi ég vonandi verður launafólk á
Íslandi svo sterkt og öflugt í sinni
kjarabaráttu að það láti aldrei þann
rétt af hendi að geta mótmælt því ef
því finnst því órétti beitt eins og
grunnskólakennarar gerðu svo eft-
irminnilega í sinni kjarabaráttu að
sómi var að fyrir þá stétt.
Íslenskur verk-
fallskúltúr – hvað
er það?
Petrína Baldursdóttir
fjallar um kjaramál
’Er ekki verkfalls-vopnið það eina sem
launamenn geta gripið
til ef þeim finnst þeir
vera órétti beittir?‘
Petrína Baldursdóttir
Höfundur er leikskólastjóri
í Grindavík.