Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 39
MINNINGAR
og elliheimilum eða önnur umönnun-
arstörf bæði sunnanlands og vestan.
Guðrúnu sá ég fyrst daginn áður en
brúðkaup okkar Ármanns var haldið.
Við héldum svo til Ísafjarðar nokkr-
um dögum seinna og hófum búskap
hjá henni og Pétri mági mínum sem
þá var 15 ára, á bernskuheimili Ár-
manns í Mjógötu 7. Ég hafði aldrei
komið til Ísafjarðar áður og þekkti
engan. Ég komst fljótt að því að í Mjó-
götunni var gestkvæmt. Tengdamóð-
ir mín fór ekki víða en margir komu
við hjá henni. Hún var hæfileikarík,
hafði gott skopskyn og gat brugðið
sér í ýmis hlutverk ef svo bar undir.
Hún unni góðum kveðskap og á góðu
kvöldi var gjarnan lesið upp kvæði og
var ljóð Tómasar Guðmundssonar um
unga stúlku frá Súdan í sérstöku
uppáhaldi, ásamt mörgum öðrum.
Hér er ekki svigrúm til að nefna allt
það sem rennur gegnum hugann á
þessum tímamótum, en þennan fyrsta
vetur tókst með okkur vinátta og
kærleikur sem aldrei brást.
Lífsskoðanir Guðrúnar voru ekki
ólíkar þeim sem ég hafði alist upp við.
Heiðarleiki og manngæska voru í fyr-
irrúmi, en hroki og sýndarmennska
áttu ekki upp á pallborðið.
Hún hafði ríka samkennd með öðr-
um og áreiðanlega vissi vinstri höndin
oft ekki hvað sú hægri gaf, því ekkert
var fjær henni en að velta sér upp úr
veraldlegum gæðum. Það var sárt að
horfa á hvernig ellin lék þessa dug-
miklu konu, en nú er hún laus úr fjötr-
um jarðlífsins. Hafi hún eilífa þökk
fyrir það sem hún var.
Katrín Eyjólfsdóttir.
Kæra amma.
Þú varst það fyrsta sem ég sá í
þessari jarðvist, þar sem þú varst
ljósa mín í suðurherberginu á Mjó-
götu 7 á Ísafirði.
Þú varst góð ljósmóðir og á þínum
blómatíma krafðist það þess að vera
umhyggjusöm, sjálfstæð, dugleg og
fljót að taka ákvarðanir þegar mikið
lá við.
Ég tel að þessir eiginleikar hafi ein-
kennt allt þitt líf. Það hefur alltaf ver-
ið gott að leita til þín og þeir eru
margir sem notið hafa góðs af mann-
kostum þínum.
Þú hefur verið til staðar í lífi mínu
frá fyrsta degi og mun minning þín
lifa með mér alla tíð.
Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Ég minnist félaga ömmu sem kraft-
mikils mannvinar. Félagi amma var
sósíalisti sem trúði á fólkið, frelsi,
jafnrétti og bræðralag. Mestu skömm
hafði félagi amma á hvers kyns vald-
beitingu, yfirlæti og hroka. Ég man
lítið eftir ömmu sem barn, aðeins þó,
þar sem hún bjó hjá okkur um tíma,
en var að ég held mest í vinnu sem
ljósmóðir eða forstöðukona. Ég man
þó að hún tók á móti bróður mínum
Ingvari Erni þegar hann fæddist og
það var eitthvað flott við að mamma
mömmu væri sú sem tók á móti bróð-
ur mínum.
Sem krakki sá ég ömmu lítið þar
sem hún var mest á Ísafirði og hún
var amman sem kom endrum og eins í
heimsókn og virtist alltaf hafa mörg-
um og mörgu að sinna. Ein minning
stendur þó alltaf skýr í huganum, það
er þegar ég fór í heimsókn til ömmu á
Ísafirði, í vinnuna hennar. Í fyrsta
lagi skildi ég ekki af hverju amma
væri að vinna, ömmur áttu ekki að
vera að vinna í mínum huga og mikið
var ég hissa þegar ég sá ömmu
stjórna fólki sem var að sjá um gaml-
ar ömmur og afa. Átti ekki einhver að
hugsa um ömmu frekar en að hún
væri að sjá um aðrar ömmur? En
þarna var hún eins og herforingi að
stjórna og svo sem ekkert óeðlilegt
við það þar sem amma var ekki svo
ýkja gömul eftir allt saman.
Kynni mín af félaga ömmu byrja á
þeim aldri þegar einhver vottur af
samfélagslegri vitund er að skríða inn
í þykkan og þveran kollinn á ungum
manni sem var byrjaður að spá í póli-
tík og velta fyrir sér tilgangi lífsins.
Þá var oft spjallað við félaga ömmu
heima á Borgó við eldhúsborðið hjá
mömmu eða farið í heimsókn á Grett-
isgötuna milli tíma í Iðnskólanum,
borðaðar pönnsur, diskúterað, smá
kría tekin á eftir sem oftar en ekki
lengdist þar sem gömlu þótti dreng-
urinn sofa svo vært að hún vildi ekki
vekja hann. Þannig missti maður af
mörgum tímum í Iðnskólanum. En
heimsókn hjá ömmu var hvort sem er
miklu meiri skóli. Það var alltaf stutt í
húmorinn hjá félaga ömmu þar sem
við vorum nokkuð sammála í pólitík.
Sú gamla varð aldrei ofsoðin og meyr
í sínum skoðunum. Hún fann alltaf til
með lítilmagnanum. Hún var rauð inn
við beinið og stolt af því. Heilsuðumst
við löngum með þessum orðum: „Sæl
comrade amma.“ „Sæll comrade
Bjarni,“ svaraði hún sposk. Félagi
amma. Já, þvílíkur karakter.
Það er ekki hægt annað en að elska
lífið og vera stoltur þegar maður á
ömmu eins og félaga ömmu.
Bjarni Sigurbjörnsson.
Elsku amma mín.
Sakna ég þín sárt, en gott þykir
mér að eiga allar minningarnar um
þig. Hverfa þær aldrei úr hjarta mér.
Vona ég að þú sért komin á góðan
stað, þú átt það svo innilega skilið.
Betri konu er ekki hægt að finna, við
erum öll heppin að hafa átt þig að.
Með þessum orðum kveð ég þig;
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér, amma mín.
Þér bið ég Guðs blessunar á eilífð-
arvegum.
Elísabet Árnadóttir.
Guðrún Finnbogadóttir sem lést
hinn 19. desember síðastliðinn, eða
Gunna frænka eins og ég kallaði hana,
var eina systir hennar mömmu. Hún
var næstelst og mamma, Steinunn,
næstyngst af sex systkinum. Þó ald-
ursmunur væri nokkur voru þær allt-
af góðar systur og vinkonur. Mamma
var aðeins 11 ára þegar stóra systir
fór í ljósmæðranám í Reykjavík og
strax þegar hún hafði aldur til fetaði
hún sömu braut. Þær voru báðar far-
sælar ljósmæður og tóku á móti
ófáum börnunum á starfsævinni.
Þegar Gunna útskrifaðist úr ljós-
mæðraskólanum árið 1936 var hún
aðeins tuttugu og eins árs, en hún hik-
aði ekki við að gerast ljósmóðir í Bol-
ungarvík sem var mjög einangruð
byggð. Það var læknir á staðnum en
hvorki heilsugæslustöð né sjúkra-
skýli. Ef eitthvað sérstakt bjátaði á
þurfti að sækja hjálp sjóleiðina til Ísa-
fjarðar. Gunna var ekki að mikla erf-
iðleikana fyrir sér, öðru nær. Þarna
var verk að vinna og þótt hún væri
ljúf kona var hún mjög kjarkmikil og
gekk að hverju verki af ákveðni og
einbeitni.
Gunna frænka ólst upp í Bolung-
arvík og fór ekki langt þegar hún
stofnaði eigið heimili á Ísafirði með
Gunnlaugi Halldórssyni. Þangað vor-
um ég og aðrir fjölskyldumeðlimir
alltaf velkomnir.
Það var gaman að koma til Gunnu
frænku þegar hún bjó í Mjógötu 7.
Þegar 7 ára gömul dvaldi ég sumar-
langt hjá henni, Gunnlaugi og börn-
unum, Stenní, Ármanni, Siggu, Elsu
og Pétri. Hjá þeim var jafnan líf og
fjör og mér leið vel í þessum skemmti-
lega félagsskap undir verndarvæng
Gunnu frænku sem ekki munaði um
að bæta einu barni í hópinn. Þá sem
og í annan tíma lagði hún áherslu á
hversu líkar við værum og sérstak-
lega nefið sem hún sagðist eiga þegar
sá gállinn var á henni.
Síðar á lífsleiðinni hitti ég Gunnu
oft þegar hún brá sér í bæjarferð eða
ég heimsótti hana á Ísafirði og naut
samskiptanna við þessa skemmtilegu
og lifandi frænku mína. Á slíkum
stundum rifjuðum við gjarnan upp lít-
inn atburð sem gerðist í sumardvöl-
inni. Ég hafði farið niður í bát sem lá
við bryggjuna, ásamt fleiri krökkum,
og þegið góðgerðir hjá sjómönnunum.
Tíminn leið og komið var langt fram
yfir kvöldmatartíma þegar ég lagði af
stað heim á leið og mætti frænku
minni sem fór mikinn, hún var logandi
hrædd og búin að leita að mér dyrum
og dyngjum. Þó mér þætti hún reiði-
leg á svipinn tók hún mig í faðminn og
sagði með áherslu: Ja hérna, ef ég
væri ekki svona glöð að sjá þig þá
myndi ég rassskella þig. Síðan leidd-
umst við heim og það varð ekki meira
um skammir. Þannig var Gunna, hún
var fljót til og leysti mál af röggsemi
en síðan voru þau að baki. Þessi at-
burður ásamt ýmsu fleiru sem við
upplifðum saman tengdi okkur sér-
stökum böndum alla ævi. Ég er þakk-
lát fyrir allar góðu stundirnar með
henni og eftirlét henni góðfúslega nef-
ið á mér en er ekki frá því að ég hafi
fengið æði margt frá henni í staðinn.
Elsku Stenní, Ármann, Sigga, Elsa
og Pétur, ég hugsa til ykkar af hlýhug
nú þegar þið kveðjið mömmu ykkar
og frænku mína sem við söknum öll.
Steinunn Harðardóttir.
Ein fyrsta bernskuminningin var
sú uppgötvun að Gunna Finnboga,
konan hans Gulla frænda, væri
kommi en samt góð. Þetta fannst okk-
ur skrýtið. En við systurnar nutum
góðmennsku hennar þegar við dvöld-
um hjá frændfólkinu á Ísafirði. Þar
leið okkur vel og hjónin komu fram
við okkur börnin eins og við værum
jafningjar þeirra. Hús þeirra stóð
okkur opið þó að stundum þyrftu
mörg börn að sofa í flatsæng á gólf-
inu.
En Guðrún reyndist ekki aðeins
okkur börnunum vel því að hún hugs-
aði ekki síður vel um Elísabetu,
ömmu okkar. Hún talaði alltaf um
hana af mikilli hlýju og virðingu og
taldi ekki eftir sér að annast hana í ell-
inni. Þegar Elísabet dó fór Guðrún í
ferð sem var henni mjög minnisstæð.
Amma vildi láta jarða sig við hlið Þór-
unnar, systur sinnar, en hún var graf-
in austur á Héraði. Elísabet dó í febr-
úar þannig að bíða þurfti fram í júní
með að jarðsetja hana. Illa gekk að
finna grafreit Þórunnar þar sem
kirkjugarðurinn hafði verið endurnýj-
aður. En Guðrúnu dreymdi Elísabetu
sem sagðist best treysta henni til þess
að sjá um að hún fengi réttan grafreit.
Leiðið fannst þannig að unnt reyndist
að uppfylla ósk þeirrar látnu.
Guðrún hafði ákveðnar stjórnmála-
skoðanir og hélt sig vinstra megin í
pólitíkinni en ekki bara þar. Hún var
komin á sextugsaldur þegar hún tók
bílpróf og ók þá oft Óshlíðina á
Moskvitch. Einhverju sinni fengum
við far með henni þessa leið eftir að
komin var hægri umferð. Hún ók þó á
vinstri vegarhelmingi og sagði að það
væri miklu öruggara.
Í Mjógötunni var oft glatt á hjalla
og húsið opið jafnt háum sem lágum.
Við börnin fengum að sitja í eldhúsinu
og taka þátt í þeirri þjóðfélagsum-
ræðu sem þar fór fram.
En þó er það hjartahlýjan og nota-
legheitin sem lifa helst í minningunni.
Þegar ein okkar fluttist síðar vest-
ur á firði reyndist Guðrún henni hin
besta stoð og börnum hennar eins og
aukaamma. Við viljum þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari góðu
konu.
Steinunn, Áslaug og Halldís
Ármannsdætur.
Dagur er kominn að kvöldi. Guðrún
Finnbogadóttir hefur lokið sínu dags-
verki og leggst til hvíldar milli
fjallanna bláu, þar sem hún fæddist
og hefur að mestu alið sinn aldur.
Þegar ég var barn og unglingur var
ég nær daglegur gestur á heimili Guð-
rúnar og hennar ágæta manns Gunn-
laugs, foreldra Sigríðar vinkonu
minnar.
Heimilið í Mjógötu 7 Ísafirði var
mjög gestkvæmt, þangað komu ekki
einungis vinir barnanna heldur fólk á
öllum aldri. Þar var líf og fjör, þar var
farið með ljóð og leikverk, þar var
spilað púkk á jólunum. Fjölskyldan
öll var bókelsk og listelsk. Ekki var
þar sóst eftir gráðum og titlum heldur
spratt ástundun menntunar og lista af
innri þörf sem þurfti að sinna.
Undanfarin ár hefur mikið verið
rætt um að reisa menningarhús úti á
landsbyggðinni. Verður mér þá hugs-
að til þeirra menningarhúsa sem ég
kynntist í bernsku, vestur á Ísafirði,
svo sem í Smiðjugötunni hjá Sigríði
og Ragnari H. og í Mjógötunni hjá
Guðrúnu og Gunnlaugi. Þetta voru
sönn menningarhús, jafnvel þjóð-
menningarhús. Gott er að búa vel að
menningu og listum en mestu máli
skiptir þó hugarfar og innri glóð.
Guðrún lagði ung á árum stund á
ljósmóðurfræði og starfaði sem ljós-
móðir fyrst í Bolungarvík og síðar á
Ísafirði. Síðar var hún forstöðukona
elliheimilisins á Ísafirði. Þessum
störfum sinnti Guðrún af alúð, natni
og festu. Þegar kraftar hennar voru á
þrotum undir það síðasta var henni
endurgoldið. Fólk sem hún hafði
hjálpað í heiminn, sem ljósmóðir í
Bolungarvík, sinnti henni af nær-
gætni og virðingu.
Að kvöldi ævidags hefur Guðrún
getað litið sátt yfir farinn veg. Hún
naut ástúðar barna og vina. Hún hef-
ur lokið góðu dagsverki, laus við
græðgi og lífsgæðakapphlaup. Hún
og hennar líkar stuðla að því að landið
komist lítt spillt í hendur næstu kyn-
slóða.
Þorbjörg Kjartansdóttir.
Drottinn hefur kallað ömmu heim
eftir langan vinnudag. Í huganum búa
minningar um elskulega konu sem
var annt um hag og velferð annarra.
Enginn var svo lítilfjörlegur eða aum-
ur að ekki fyndist í honum eitthvað
gott. Eina sögu man ég sérstaklega
sem amma sagði. Í Kaupfélaginu var
kassi með hnífapörum úr ýmsum átt-
um. Eina skeið sá hún sem var svart-
ari en hin hnífapörin. Hún ákvað því
að kaupa skeiðina. Þegar heim var
komið var skeiðin pússuð og fram
kom ljómandi falleg silfurskeið. Þann-
ig eru minningarnar um ömmu. Í
hverri manneskju má finna eitthvað
guðdómlegt og fallegt. Bara ef við
gefum okkur tíma til að leita þess og
hlúa að því.
Friður ríki yfir minningu hennar.
Ragnheiður Jóna.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR ÓFEIGSDÓTTUR
HJALTESTED,
áður til heimilis
á Brávallagötu 6, Reykjavík.
Valgerður Hjaltested, Gestur Einarsson,
Ófeigur Hjaltested, Edda Tryggvadóttir,
Pétur Hjaltested, Hanna G. Kristinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Okkar ástkæri frændi,
ÞÓRÐUR ELÍASSON
fyrrv. leigubílstjóri,
áður til heimilis í Hraunbæ 103,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt
miðvikudagsins 29. desember sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkinabörn hins látna.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN ÞÓRÐARSON,
Reykjahlíð 10,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju-
daginn 28. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson,
Þóra María Stefánsdóttir,
Kristinn Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON,
Kópnesbraut 19,
Hólmavík,
sem lést fimmtudaginn 23. desember, verður
jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju fimmtu-
daginn 6. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Erla Þorgeirsdóttir,
Árni Brynjólfsson, Heiða Eiríksdóttir
og barnabörn.