Morgunblaðið - 30.12.2004, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Unnur Halla Lár-usdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 26.
september 1916. Hún
lést á líknardeild
Landakots mánudag-
inn 20. desember síð-
astliðinn. Foreldar
Unnar voru Lárus
Halldórsson, f. á
Rauðafelli, A-Eyja-
fjöllum í Rangár-
vallasýslu, 18.2. 1874,
d. 11.4. 1957, bóndi,
söðlasmiður og út-
gerðarmaður á Velli
og frá 1910 sjómaður og fiskkaup-
maður í Vestmannaeyjum, og Elsa
Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja, f. í
London í Vestmannaeyjum 27.9.
1879, d. 27.9. 1956. Unnur Halla
var yngst sex systkina en hin voru
Ólafía Halldóra, Óskar, Ágúst
Theódór, Ólafur og Einar Geir.
Unnur giftist 12.10. 1935 Magn-
úsi Kjartani Jónssyni bygginga-
meistara, f. í Miðdal í Laugardal í
Árnessýslu 19.2. 1910, d. 2.9. 2002.
Magnús ólst upp á Iðu í Biskups-
tungnahreppi í Árnessýslu. For-
eldrar hans voru Jón Hansson
Wium bóndi á Iðu, f. á Keldunúpi í
Hörgslandshreppi í V-Skaft. f.
16.6. 1871, d. 8.9. 1949, og kona
hans Jónína Bjarnadóttir, f. á Efri-
Ey í Leiðvallahreppi í V-Skafta-
fellssýslu 25.2. 1879,
d. 12.2. 1947.
Magnús og Unnur
eignuðust fimm
börn, þau eru: 1) Erla
Dórothea fram-
kvæmdastjóri, f.
1936, d. 1988, giftist
Gunnari Jónssyni
rafvirkjameistara, f.
1933, þau skildu.
Giftist síðar Einari
Guðmundssyni kenn-
ara, f. 1942. 2) Jón
Magnús bygginga-
meistari, f. 1942,
kvæntur Elínborgu Magnúsdóttur,
f. 1944. 3) Ástþór ljósmyndari, f.
1953, kvæntist Þuríði Steinþórs-
dóttur, f. 1958. Kvæntist síðar
Natalíu B. Wium, f. 1975. 4) Jónína
(Ninný) myndlistarmaður, f. 1955.
Hún giftist Skúla Tryggvasyni
verkfræðingi, f. 1958, d. 1998.
Sambýlismaður hennar er Jón
Tryggvi Kristjánsson löggiltur
endurskoðandi, f. 1953. 5) Elsa
hárgreiðslumeistari og bóndi, f.
1957, gift Pjetri N. Pjeturssyni
framkvæmdastjóra, f. 1954.
Barnabörn Magnúsar og Unnar
eru tíu og barnabarnabörnin fjór-
tán og eitt barnabarnabarnabarn.
Unnur verður jarðsungin frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við fráfall móður minnar koma upp
margar minningar, sem vert er að
staldra við.
Ég fæddist á æskuheimili mínu á
Hjallaveginum í Reykjavík og naut
þeirra forréttinda sem barn að alast
upp hjá umhyggjusömum foreldrum,
sem hugsuðu vel um börnin sín.
Mamma var heimavinnandi og þegar
komið var heim úr skólanum tók hún
á móti okkur systkinunum og gaf okk-
ur eitthvað í svanginn, heimabakkelsi
og mjólk. Hún var fyrirmyndarhús-
móðir og man ég að regla var að baka
á föstudögum haframjölskökuna hans
pabba og okkur kennt að snúa klein-
um.
Minningarnar eru margar úr æsku,
og þegar ég lít til baka dáist ég að
hvað foreldrar mínir voru dugleg með
okkur krakkana. Okkur voru kenndir
margir góðir siðir og við alin upp við
fjölbreytni af ýmsu tagi.
Þau ferðuðust með okkur um land-
ið, þrátt fyrir slæma bílveiki í aftur-
sætinu, enda vegirnir enn óbundnir í
malbik. Auk þess höfðu þau byggt
sumarbústað við Þingvallavatn og
þaðan á ég yndislegar minningar.
Farið var á öll helstu leikritin í
Þjóðleikhúsinu, málverkasýningar og
messur á sunnudögum, en þau voru
mjög trúrækin. Á 17. júní var liðið
puntað og fékk fána og ís. Fyrir tíð
sjónvarpsins sat fjölskyldan saman á
fimmtudagskvöldum og hlustaði á
leikritið í útvarpinu og þá sat mamma
við hannyrðir, en margt fallegt er til
eftir hana.
Mamma var góðhjörtuð og ég man
hvað hún var dugleg að sinna gömlum
frænkum og konum sem voru orðnar
einar. Hún heimsótti þær reglulega
og færði þeim eitthvað fallegt. Ekki
var það efst á vinsældarlistanum að
sitja stillt hjá þessum gömlu konum.
Mamma kenndi okkur að þær þyrftu
á þessari umhyggju að halda og ekki
mætti gleyma að sinna þeim, sem
ættu um sárt að binda. Mamma var
mjög hreinskilin og stundum mis-
skildi samferðafólk hana, en hún vildi
öllum vel. Hún var sáttfús og vildi
ekki vita af ósætti, hún vildi reyna
sættir.
Hún var mikill fagurkeri, enda bar
heimili foreldra minna merki um
smekk og alúð. Í náttúrunni má sjá
ýmislegt, sem kemur á óvart. Til
dæmis fallegt blómstrandi blóm, sem
stendur í blóma og skartar sínu feg-
ursta, þrátt fyrir ófrjóan jarðveg þar
sem fólki finnst að ekkert geti vaxið.
Þessi sýn minnir mig á móður mína
síðustu árin, þegar hún var orðin veik.
Hún blómstraði, var glæsileg og fal-
leg til hinsta dags. Hún var mjög dug-
leg í veikindum sínum, kom fólki á
óvart með æðruleysi og styrk.
Elsku mamma mín, far þú í friði,
hafðu þökk fyrir alla umhyggju þína
og elsku.
Minn kæri Guð, taktu á móti
móður minni í ljósið bjarta.
Með englum þínum hún elsku njóti,
efst þar mun hún kærleik skarta.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Ninný.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd.
Bar hún mig og benti,
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt.
Gengu hlýir geislar,
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín.
Bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best.
Hjartað blíða, heita,
hjarta er ég sakna mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Ég á eftir að sakna þín, elsku
mamma mín, en núna ertu komin til
pabba, Erlu systur og Skúla. Ég var
glöð í hjarta mínu að þú fórst til
þeirra fyrir jólin, það hefði verið
skelfilegt að vita af þér liggjandi önn-
ur jólin á sjúkrahúsi.
Þú slóst eflaust heimsmet í legu á
líknardeild, það sýnir bara best hvað
þú varst sterk og einstök kona, tígu-
leg, fögur og hjartahlý.
Það var eftir þér tekið alls staðar
hvað þú varst glæsileg kona.
Þið pabbi voruð gift í 67 ár. Samtals
urðuð þið 180 ára, það er yndislegt að
vita af ykkur aftur saman. Þið voruð
stoð mín og stytta og alltaf var hægt
að leita til ykkar í blíðu og stríðu.
Þið bjugguð okkur krökkunum
yndislegt og fallegt heimili sem gott
var að alast upp á við trúrækni og
kærleik.
Mamma, í kvöld er ljósin skæru loga,
ljómandi jólastjarnan fögur skín,
til friðarheima bæn og von sér voga,
viknandi sálin harmar afbrot sín,
mildar í hugann minningarnar streyma,
myndirnar kæru: jólagleðin heima.
Man ég, er allur hópurinn var heima,
hringinn í kringum pabba og mömmu stóð,
bíðandi að sjá, hvað gjöfin hefði að geyma,
er gáfu þau okkur broshýr, mild og góð.
Kveiktu þau ljósin, jólasáma sungu,
sannarleg gleði streymdi í hjörtun ungu.
Kærleikans ljós! Ó móðurbrosið blíða,
barnanna einna sanna vöggugjöf.
Ástin, er mýkir meinin þeirra, er líða,
mönnum lýsir yfir dauða og gröf.
Ég trúi, að Guð, er þroskaleið er liðin
leiði hann alla heim í jólafriðinn.
(Maríus Ólafsson.)
Ég var engillinn þinn, elsku
mamma mín, og þú varst engillinn
minn.
Þín elskandi dóttir,
Elsa.
Elsku mamma,.
Þetta voru skrítin jól, fyrstu jólin
án þín. Eins og fyrstu sporin í
ókunnugu landi. Um leið og ég sam-
gleðst þér, mamma mín, að eiga hátíð
frelsarans með pabba á þeim góða
stað sem ég veit að Guð hefur búið
ykkur eftir ykkar löngu og farsælu
samveru hér á jörðinni, er sökn-
uðurinn mikill því ég man varla þá
jólahátíð sem við höfum ekki átt sam-
an, annaðhvort hér heima eða í út-
löndum.
Mig langar að þakka ykkur báðum,
mamma og pabbi, fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman. Þið
kennduð mér mannúð og hafið í gegn-
um allt lífið verið mín stoð og stytta.
Án ykkar og þess kristilega og góða
heimilis sem var mitt veganesti hefði
verið erfitt að ganga sum þau spor
sem ég hef gert á undanförnum árum.
Ég gleymi ekki öllum þeim aðfanga-
dögum sem við pabbi ókum um allan
bæ eftir þinni forskrift með jólagjafir
til einstæðinga sem þú gleymdir aldr-
ei að hugsa til.
Ég veit að ég hef lagt ýmislegt á
fjölskylduna með því að brjótast út úr
mynstrinu og fara ótroðnar slóðir til
að kynna litlu þjóðinni okkar nýjan og
byltingarkenndan boðskap. Þótt að-
eins lítill minnihluti samtímamanna
okkar átti sig enn sem komið er á því
sem hér um ræðir höfðuð þið pabbi,
þrátt fyrir allt mótlætið, í hjarta ykk-
ar skilning á þeirri köllun sem hefur
knúið mig áfram. Erfið spor urðu létt
í þeirri baráttu, þökk sé ykkur sem
ávallt voruð til taks að styðja mig og
styrkja.
Mig langar að nota þetta tækifæri
til að þakka hjúkrunarfólkinu á líkn-
ardeild Landakotsspítala sem reynd-
ist þér svo vel, elsku mamma, á með-
an sjúkrahúsið var þitt annað heimili
síðasta hálft annað ár. Þarna var okk-
ur systkinunum einnig tekið opnum
örmum og á líknardeildinni átti ég
með þér margar góðar stundir sem
eru mér ómetanlegar. Þökk sé því
hjartagóða fólki sem bjó þér þennan
griðastað og sem lagði sig allt fram
um að hjálpa bæði þér og okkur í
gegnum síðasta árið þitt í erfiðum
veikindum.
Þinn
Ástþór.
Elsku amma mín.
Nú ertu loksins komin til afa eftir
langþráða hvíld. Hann hefur nú orðið
glaður að sjá þig. Ég hugsa um þig og
hlýjar minningar streyma um huga
mér. Minningar sem ég varðveiti með
sjálfri mér. Ég á eftir að sakna þeirra
notalegu stunda sem við áttum sam-
an. Þegar ég kom til ykkar gátum við
setið endalaust og spjallað um allt
milli himins og jarðar.
Það var nú ósjaldan sem ég fékk að
gista hjá ykkur afa og var það alltaf
jafnnotalegt. Svo mikill friður og ró-
legheit. Þá bjóst þú alltaf svo vel um
mig í sófanum í stofunni ykkar og svo
fórstu með faðirvorið með mér. Þegar
ég loka augunum og hugsa til baka
heyri ég enn tikkið í klukkunni ykkar
í stofunni og ég fyllist þeirri vellíðan
sem ég fann fyrir þá.
Elsku amma mín. Ég kveð þig með
þeirri bæn sem þú kenndir mér. Hvíl
þú í friði og Guð varðveiti þig.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Ástarkveðja, þín
Alma.
Í miðju jólaamstri, þegar hátíð
ljóss og friðar er á næsta leiti og borg-
in skartar fögrum skreytingum og
jólaljósum í öllum litum, kvaddi
amma mín þessa jarðvist.
Sátt við guð og menn var hún og
sannarlega reiðubúin undir sína
hinstu ferð.
Margar eru minningarnar sem
sækja á hugann og í hjarta mínu ríkir
óendanlegt þakklæti henni til handa
þessari einstöku, fallegu konu.
Ég man Hjallaveg 28, stórt og mik-
ið hús með rauðu þaki, há og tignarleg
tré í garðinum, reiðhjól, kettir og
bústin rifsberjatré.
Búsældarlegt eldhús, Nóa töggur í
stórum pokum og brotakex í brúnum
bréfpokum sem við nutum góðs af.
Kaupmaðurinn á horninu.
Ég man Hólastekk 6, reisulegt og
fallegt hús sem afi minn byggði.
Frelsið í Breiðholtinu. Allir fallegu
náttslopparnir hennar ömmu og eng-
in átti fleiri naglalökk í ísskápnum,
þar var reyndar alltaf troðið af öllu,
engu mátti henda.
Ilminn af nýbakaðri hafra-
mjölsköku sem engin kunni betur
gert en hún.
Myndavélin góða á lofti við öll tæki-
færi, reyndar ekki öllum skemmt.
Ég man Grímsnesið, stóran sum-
arbústað með bláu þaki sem afi minn,
sá mikli heiðursmaður, einnig reisti og
enn nutum við góðs af örlæti ykkar.
Arinninn og lautin góða.
Ég man elsku þína og hlýju, öll
góðu ráðin og kærleikann sem alltaf
gafstu mér.
Ég man glæsileika þinn, ávallt svo
vel til fara, þú barst af.
Og nú ertu komin á fallegan stað til
afa Magnúsar og mömmu minnar,
elstu dóttur þinnar sem féll svo ótíma-
bært frá og við syrgjum svo mjög alla
tíð.
Mikið er gott að vita þig umvafna
ástríki þeirra og elsku.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Megi ástkær amma mín og vinkona
vera ævinlega guði falin.
Ástvinum öllum bið ég guðs bless-
unar.
Minningin lifir.
Unnur Helga.
Þá er komið að samferðarlokum
okkar hér, amma mín. Þú varst eins
og hægt er að vera tilbúin í þessa
lokaferð. Það er margs að minnast á
löngum ferli, sætt og súrt. Hjallaveg-
urinn var sem mitt annað heimili á
bernskuárunum. Á sama aldri og
yngri hlutinn af barnahópnum þínum
var ég sem einn af þeim og átti þar
mína bestu bernskuvini. Góðir tímar
ærsla og síðan fjölskyldustundirnar
og stærsta jólatréð. Þið afi voruð stór-
huga og byggðuð stórt af litlu sem þið
fenguð í heimanmund þó að lífshlaup
ykkar hefði ekki verið alltaf dans á
rósum.
Þið kennduð okkur börnum og
barnabörnum margt í lífinu. Kristin
trú var ykkur mjög hugleikin og þið
sóttuð mikið í kirkju. Það hefur ef-
laust verið ykkur traust haldreipi í
þeim áföllum sem yfir gengu. Af þeim
hefur ótímabært fráfall móður minn-
ar án efa verið ykkur erfiðast. Verald-
legir hlutir mega sín lítils þegar
manns nánustu eru annars vegar. En
þið kennduð okkur með viðbrögðum
ykkar og atferli að sigrast á hlutun-
um. Því þrátt fyrir allt sem gekk á
stóðuð þið saman og létuð aldrei bug-
ast. Á ykkar hátt sigruðust þið á erf-
iðleikunum, með styrk í trú og fjöl-
skyldu.
Það var yndislegt að fá þig til okkar
við skírn fyrsta langalangömmu-
barnsins á fyrsta sunnudegi í að-
ventu. Þar fékkst tækifæri til að
mynda fjóra ættliði saman. Þú stopp-
aðir lengi og nýttir tímann vel þrátt
fyrir að af þér væri dregið. Glæsileika
þínum var eftir tekið. Þú hélst reisn
þinni allt til enda.
Ég þakka þér fyrir allt og allt. Guð
blessi minningu þína.
Jón Gunnarsson.
UNNUR HALLA
LÁRUSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur
Þór Gíslason,
útfararstjóri.