Morgunblaðið - 30.12.2004, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 49
MENNING
KRISTÍN Mäntylä á
heiður skilinn fyrir að
hafa íslenskað finnsk-
ar bókmenntir og
kvikmyndir svo
snilldarlega um ára-
tuga skeið.
Arto Paasilinna er
sennilega þekktasti
og vinsælasti rithöf-
undur Finna um
þessar mundir. Hann
hefur skrifað fjölda
skáldsagna og hafa
tvær þeirra komið út
á íslensku, Ár hérans
og Dýrðlegt fjölda-
sjálfsmorð. Malarinn
sem spangólaði er um margt keim-
lík þeim tveimur að því leyti að hún
fjallar um finnska þjóðarsál, þung-
lyndi og einmanakennd, frelsi og
höft, ást og öfgar. Gunnar Huttunen
er manískur malari sem sveiflast
milli ofsakæti og þunglyndis og í
verstu köstunum spangólar hann
eins og óargadýr. Hann kærir sig
kollóttan um smáborgarahátt ná-
grannanna og stjórnsemi yfirvalda,
gefur þorpsslúðrinu engan gaum en
tekur upp á ýmsum óskunda sveit-
ungum sínum til hrellingar. Ill-
gjarnir menn finna höggstað á hon-
um og koma honum á geð-
veikrahæli. Eftir að hafa strokið
þaðan verður Gunnar útlagi í
óbyggðum Finnlands og það er
kaldhæðnislegt að það sem hann
óttast mest í útlegðinni er að missa
vitið (87). Gunnar þarf bæði að
glíma við náttúruöflin og laganna
verði sem hundelta
hann og neyðin hrekur
hann síðan til að fremja
ýmis afbrot sem gera
honum ókleift að snúa
aftur.
Spangólið mikla er
aðferð til að fá heil-
brigða útrás fyrir bæði
angist og kæti: „Bara
nokkur gól og manni líð-
ur strax betur“ (47) seg-
ir Gunnar við þorps-
lækninn sem lætur hann
óðara fá pillur til að
hemja spangólsþörfina.
Gunnar er í mesta lagi
furðufugl sem hefði
væntanlega verið til
friðs ef hann hefði fengið að giftast
Sanelmu sinni og dútla sér í myll-
unni og kálgarðinum. En þröngsýnt
samfélag þolir ekki öfgakennt hátta-
lag hans eða óviðurkvæmilegan há-
vaðann sem fylgir honum, hann er
úrskurðaður geðveikur. Og geðræn-
ir kvillar fá annað viðmót en aðrir
sjúkdómar, í útlegðinni hugsar
Gunnar með sér að „ef hann hefði
verið með sársaukafullt kýli í brjóst-
inu hefði hann fengið að lifa í friði,
verið vorkennt, hjálpað og leyft að
vera veikum innan um annað fólk.
En hugur hans var öðruvísi en ann-
arra, það var ekki umborið heldur
var honum ýtt til hliðar frá öllu
mannlegu lífi“ (87). Á geðsjúkrahús-
inu er engrar hjálpar að vænta og
yfirlæknirinn klikkaðastur af öllum.
Lýsingarnar á lífi Gunnars í
óbyggðum Finnlands eru stór-
skemmtilegar. Hann byggir kofa,
veiðir sér til matar og stundar
m.a.s. nám í bréfaskóla. Ástin til
Sanelmu svellur í brjósti hans svo
og vanmáttug reiðin út í þá sem
hröktu hann í útlegð. Ekki eru þó
allir honum óvinveittir, lög-
regluþjónninn og bréfberinn eru
sannir vinir í raun. Gunnar fær alla
samúð lesandans, útlægur, réttlaus,
sviptur heimili sínu og frelsi. Hvað
eftir annað smýgur hann úr höndum
leitarmanna en brátt er svo komið
að sýslumaður og landshöfðingi
geta ekki látið um sig spyrjast að
þeir geti ekki haft hendur í hári út-
lagans. Undir lok sögunnar taka
nokkrar furður við eftir frekar
raunsæislegan söguþráð, Jesús tal-
ar til Gunnars sem heldur þá að
hann sé loksins orðinn brjálaður,
hann hverfur síðan ásamt vini sín-
um lögregluþjóninum á dularfullan
hátt en hundur einn og spangólandi
úlfur láta síðan á sér kræla og hrella
þorpsbúa á ýmsa lund, einkum þá
sem áttu mestan þátt í því að koma
malaranum óða undir manna hend-
ur. Malarinn sem spangólaði er ekki
besta bók Paasilinna en hún er
stutt, hressileg, kímin og lúmsk og
fellur áreiðanlega vel í kramið hjá
ört fjölgandi aðdáendum hans hér á
landi.
Hressilegt spangól
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Arto Paasilinna. Þýðandinn Kristín
Mäntylä.179 bls. Mál og menning,
2004.
Malarinn sem spangólaði
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Arto Paasilinna
DAN Brown sló eftir-
minnilega í gegn með
bók sinni Da Vinci lykl-
inum þar sem Robert
Langdon, prófessor í
trúarlegri táknfræði við
Harvard-háskóla, var í
aðalhlutverki en í þeirri
bók tókst Brown með
vísun í listasöguna að
búa til býsna spennandi
fléttu í kringum elting-
arleik Langdons og
samverkakonu hans,
Sophie Neveu, í leit að
leyndarmálum sem hóp-
ur innan frímúraregl-
unnar á samkvæmt sög-
unni að hafa varðveitt varðandi
lykilþætti kristinnar sögu.
Í Englum & djöflum er Robert
Langdon aftur kominn á kreik,
raunar í frásögn sem gerist á undan
Da Vinci lyklinum tímalega séð og
er nokkuð athyglisvert að lesa lýs-
ingar höfundar á persónueinkennum
Langdons þegar hann kynnir hann
til sögunnar, því sumt af því eru
þættir sem koma aðeins fyrir í þess-
ari bók en virðast síðan hverfa úr lífi
og karakter Langdons, má þar
nefna þætti eins og innilok-
unarkennd hans og dýfingarhæfi-
leika sem og óútskýrðar martraðir.
Líkt og í Da Vinci lyklinum er
Dan Brown mikill meistari samsær-
iskenninga. Í Englum & djöflum
tekst honum að búa til hreint ótrú-
lega atburðarás þar sem trú og vís-
indi takast á af mikilli hörku. Sagan
hefst þegar Langdon er kallaður
með hraði að rannsóknarstöðvum
CERN í Genf, þar sem virtur vís-
indamaður, Leonardo Vetra, hefur
verið myrtur á hrottafenginn hátt að
því er virðist til að komast yfir hylki
af andefni, sem hann vann að ásamt
dóttur sinni Vittoriu, en andefnið er
álíka hættulegt og kjarnorka.
Ástæða þess að Langdon er kallaður
á svæðið er að Leonardo var fyrir
dauða sinn brennimerktur orðinu
Illuminati, en Hinir upplýstu var
nokkurs konar leyniregla sem á
lengi vel að hafa falið sig innan raða
frímúrara.
Í ljós kemur að morðinginn hefur
falið andefnið í Páfagarði í því skyni
að hleypa upp páfa-
kjöri í Vatíkaninu og
sýna fram á yfirburði
vísindanna í sam-
anburði við trúna.
Einnig hefur honum
tekist að ræna fjórum
kardínálum sem hann
ætlar að brenni-
merkja og lífláta á
klukkutímafresti og
skilja eftir á lyk-
ilstöðum víðs vegar
um Rómaborg í
hefndarskyni fyrir
framgang kirkjunnar
manna gagnvart vís-
indamönnum á öldum
áður. Leið Langdons
liggur því til Rómar í fylgd Vittoriu
þar sem þau elta morðingjann á
röndum um borgina í því skyni að
bjarga lífi kardínálanna og Vatíkan-
inu sjálfu. Eins og í Da Vinci lykl-
inum koma listaverk nokkuð við
sögu því lykillinn í leit þeirra Lang-
dons og Vittoriu að gerningsstöðum
morðingjans felst í því að elta svo-
kallaðan Stíg upplýsingar sem varð-
aður er listaverkum eftir mynd-
höggvara sem taldist til reglu Hinna
upplýstu samtímis því sem hann var
óskabarn Páfagarðs.
Líkt og í Da Vinci lyklinum er at-
burðarásin afar hröð og eru Lang-
don og Vittoria í miklu kapphlaupi
við tímann, en í Englum & djöflum
gerist allt sem máli skiptir á innan
við hálfum sólarhring. Stíll Browns
er hraður og hann skiptir ótt og títt
milli sjónarhorna lykilpersóna sem
gerir það að verkum að lesandinn er
á tánum allan tímann. Sagan er afar
grípandi og mann langar ávallt að
vita hvað gerist næst. Sumir hafa
lýst bókum Dans Browns sem saka-
málasögum fyrir hugsandi lesendur,
sem stafar líklega fyrst og fremst af
vísunum höfundar í listasöguna og
ótrúlegum samsæriskenningum
hans, hins vegar held ég að maður
megi ekki hugsa um of um raunsæið
í bókum hans, því sé tímaramminn
skoðaður eða samsæriskenningin þá
er hvort tveggja hreinlega of ótrú-
legt til þess að ganga í rauninni upp.
En það kemur þó ekki í veg fyrir að
hægt sé að hafa gaman af sögunum.
Raunar mætti halda því fram að
Englar & djöflar töpuðu nokkuð á
því að koma á eftir Da Vinci lykl-
inum í lestri. Ekki vegna þess að
hún sé síður skrifuð eða minna
áhugaverð, heldur fyrst og fremst
sökum þess hve líkar þær eru hvað
uppbyggingu og stíl varðar. Þannig
eru bækurnar tvær skrifaðar eftir
nákvæmlegu sömu formúlunni. Sem
dæmi má nefna að skipt er hratt
milli sjónarhorna og sífellt gefið í
skyn að eitthvað mikið og spennandi
muni gerast með setningum á borð
við: „Hann grunaði ekki að um
kvöldið í öðru landi, mundi þessi
fróðleikur bjarga lífi hans.“ (bls. 28).
Einnig má nefna að þó að morð-
ingjar beggja bókanna spegli hvor
annan hvað útlit varðar þar sem
annar er dökkur yfirlitum meðan
hinn er albínói eiga þeir ýmislegt
sameiginlegt því þeir vinna báðir
fyrir þriðja valdamikinn aðila sem
siglir undir fölsku flaggi.
Hvað samverkakonur Langdons í
bókunum tveimur varðar þá eru þær
báðar afkomendur fyrsta fórn-
arlambs bókanna, þannig er Vittoria
dóttir vísindamannsins en Sophie
Neveu barnabarn safnstjórans í
Louvre-listasafinu. Ástarsögur
beggja bóka eru nokkuð keimlíkar
og í raun fremur óþarft innskot í
annars hraða og spennandi sögu.
Vafalítið væri hægt að skrifa áhuga-
verða ástarfléttu inn í söguna, en því
miður kemur hún fremur fyrir sjón-
ir eins og kafli úr rauðu ást-
arseríunni.
Samkvæmt nýjustu heimildum er
von á þriðju bókinni um Robert
Langdon á næsta ári og verður
spennandi að sjá hvort hún mun
kveikja sams konar æði og fyrri
bækurnar tvær, en bæði Louvre-
listasafnið í París og nafngreindar
kirkjur Rómaborgar hafa verið vin-
sælir áfangastaðir dyggra lesenda
sem langar að sjá og upplifa sögu-
staðina þar sem ævintýri táknfræð-
ingsins kunna gerast.
Táknfræðingur á sömu miðum
BÆKUR
Spennusaga
eftir Dan Brown í þýðingu Karls Emils
Gunnarssonar. 450 bls. Bjartur 2004.
Englar & djöflar
Dan Brown
Silja Björk Huldudóttir
DAGBÓK
BORGARLEIKHÚSIÐ frum-
sýnir í kvöld kl. 20 verkin
Ausu og Stólana, sem er
samsett úr tveimur leik-
húsperlum, einþáttungunum
Ausa Steinberg eftir Lee
Hall, sem m.a. var tilnefndur
til Óskarsverðlauna fyrir
handrit kvikmyndarinnar
Billy Elliot og Stólarnir eftir
Eugene Ionesco, sem m.a.
er höfundur leikritanna
Sköllótta söngkonan, Nas-
hyrningarnir, og Kennslu-
stundin. Uppsetningin, sem
leikstýrt er af Maríu Reyn-
dal, er samstarfsverkefni
Leikfélags Reykjavíkur og
Leikfélags Akureyrar og var
hún sýnd á Akureyri í nóv-
ember sem leið við góðar
undirtektir. Nú hefur sýn-
ingin verið flutt til Reykja-
víkur. Umfjöllunarefni höf-
undanna tveggja sem
settust niður með fimmtíu
ára millibili til að skrifa leik-
rit eiga heilmikinn sam-
hljóm. Ausa Steinbergs
fjallar um níu ára einhverfan
ofvita sem sér lífið og dauð-
ann í öðru ljósi en við flest.
Ausa elskar óperutónlist og
þráir að deyja eins og dívan
á sviðinu við dynjandi lófa-
tak áhorfenda.
Í Stólunum segir frá geggjuðum gam-
almennum, gömlum hjónum sem eytt
hafa ævinni saman og undirbúa gesta-
boð. Þar eru könnuð mörk ímyndunar og
veruleika.
Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ausu
Steinberg en gamalmennin í Stólunum
eru leikin af Guðrúnu Ásmundsdóttur og
Þráni Karlssyni en í því verki leikur Þór
Tulinius ræðumanninn.
Ausa og Stólarnir frumsýnd
í Borgarleikhúsinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞAÐ verður sannkölluð, rokk-, harð-
kjarna- og pönkveisla í kvöld þegar sveit-
irnar I Adapt, Dys, Tony Blair og Kimono
taka sig saman og halda gríðarinnar tón-
leika í félagsmiðstöðinni Miðbergi í
Gerðubergi í kvöld kl. 19.30.
Hljómsveitin Dys hefur legið í dvala
undanfarna mánuði, þar sem Elvar gít-
arleikari hefur verið í Berlín, Siggi söngv-
ari á heimsflakki og Stefán trommari
austur á fjörðum. Það er því mikið til-
hlökkunarefni fyrir sanna aðdáendur
pönksins að fá að sjá þá saman á ný, en
ágóði af tónleikunum fer í að styrkja út-
gáfu nýrrar sjö tommu skífu frá Dys,
sem gefin er út af Hryðjuverkum Re-
cords.
Þetta eru einnig næstsíðustu tónleikar
I Adapt hér á landi í langan tíma þar sem
einn meðlimur sveitarinnar er á leið úr
landi næstu sjö mánuði.
Allir aldurshópar eru velkomnir, þar
sem skemmtunin er vímuefnalaus og
kostar 500 kr. inn.
Rokkveisla í Miðbergi
Morgunblaðið/Arnaldur
Sigurður „pönk“ Harðarson kann að senda kveðjurnar.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa bað og jóga
kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl. 13, vid-
eohornið kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al-
menn handavinna, fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dag-
blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 opin
handavinnustofa, kl. 11.15–12.15 matur,
kl. 15–15.45 kaffi.
Félagsstarf Gerðubergs | Opið frá 9–
16.30 m.a. spilasalur, eftir hádegi heitt á
könnunni. Uppl. í síma 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna – bútasaumur, perlusaumur o.fl.,
hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10
boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Áramótadansleikur kl.
20.30 fyrir 60 ára og eldri. Happdrætti,
ásadans o.fl. Caprí tríó leikur fyrir
dansi.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl.
9–16. Engin leikfimi í dag. Nánari upp-
lýsingar í síma 568 3132. Hárgreiðslu-
stofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa
897 9801.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/
böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–
10 boccia, kl. 10.15–11.45, enska, kl
10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 há-
degisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16
kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 22 í Vídalínskirkju. Gott er að
ljúka deginum og undirbúa nóttina í
kyrrð kirkjunnar og bera þar fram
áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við
bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Kristniboðssambandið | Kristniboðs-
sambandið þiggur með þökkum umslög
og frímerki af jólapóstinum. Þau eru
seld til ágóða fyrir kristniboðs- og
hjálparstarf í Afríku. Móttaka er við
sölubás Kristniboðssambandsins á 2.
hæð Kringlunnar, í húsi KFUM og K á
Holtavegi 28 og Glerárgötu 1 á Ak-
ureyri, svo og í sumum kirkjum.
Sólheimakapella | Guðsþjónusta í Sól-
heimakapellu kl. 20.30. Organisti er
Kristín Björnsdóttir. Almennur safn-
aðarsöngur.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos