Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 5.45 og 8.
PoppTíví
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, og 11.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL
SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI
SMÁAR
HETJUR
STÓRT
ÆVINTÝRII I
BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ
VAMPÍRUBANINN BLADE ER MÆTTUR AFTUR
HÆTTULEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR
Í I
I I I
kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
GLEÐILEG JÓL
GLEÐILEG JÓL
GLEÐILEG JÓL
VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐII I I I Í I IVIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐII I I I Í I I
ÍSLANDSBANKI ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
í l
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
... rí l t
, f , f !
... l
t , rí fj r...
r
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
... l
t , rí fj r...
r
ENN eina ferðina klikkar Pixar-liðið
ekki. Eftir snilldarmyndirnar Leik-
fangasögu 1 og 2, Skrímslin ehf. og
Leitina að Nemó, tekst þeim að búa
til hina fullkomnu fjölskyldumynd
sem einmitt fjallar um fjölskyldu
sem er hin venjulega kjarna-
fjölskylda – alla vega á yfirborðinu.
En það er ekki allt sem sýnist. Svo
sannarlega á Parr-fjölskyldan við
sín vandamál að glíma, svona rétt
eins og við. En þeirra vandi felst að-
allega í því að þurfa í sífellu að dylja
ofurhetjukrafta sína sem þrá að fá
útrás og helst að bjarga heiminum.
Og dag einn gefst tækifærið.
Höfundur myndarinnar hefur
fengist við teiknimyndateiknun frá
unga aldri, fékk vinnu við Disney-
verksmiðjurnar, og síðar við gerð
The Simpsons-sjónvarpsþáttarað-
arinnar. Árið 1999 gerði hann heldur
sérstaka teiknimynd, Járnrisann,
sem einhvern veginn var öðruvísi,
með fínni og viðkvæmari tón en
teiknimyndir eru vanalega.
Þessum tóni tekst honum að halda
í Hinum ótrúlegu, jafnframt því sem
hann býr til frábæra hasarmynd, þar
sem athyglin er þó á samheldinni
fjölskyldunni en ekki sprengingun-
um, bráðfyndin mynd og snilldar-
lega vel úthugsað handrit. Og þótt
þetta sé teiknimynd er hún að miklu
leyti fullorðinsmynd.
Vissulega ná alla vega eldri börnin
boðskapnum um að í nútíma-
samfélagi megi fólk helst ekki vera
gott nema einhver græði á því. En
hversu beinskeytt gagnrýnin er á
bandarískt samfélag er meira fyrir
fullorðna. Mikið af því sem er að ger-
ast á milli hjónanna fer líka fyrir of-
an garð og neðan hjá yngri kynslóð-
inni, enda farið fínt í hlutina, en
börnin samsama sig líklega Hvata
og Fjóla og hlæja að Dadda, litla
krúttinu.
Það sem gerir eldri og yngri
áhorfendum svo auðvelt að samsama
sig ofurhetjufjölskyldunni (sem er
nú ekki leiðinlegt), er að þau eru
stigin niður af „ómannlega“ stall-
inum og standa við hlið okkar hinna
með okkar hverdagslegu geð-
sveiflur, heimilisrifrildi og unglinga-
vandamál. Orðin breyskar ofur-
hetjur.
Myndin er óður til allra þeirra
James Bond- og alheimsendamynda
sem við þekkjum öll og höfum ótal
sinnum séð, en Bird tekst að toga og
teygja það form í bæði óvæntar og
ferskar áttir, svo virkileg ánægja er
á að horfa.
Myndin er tímalaus, sem er mikill
kostur, og verður vonandi teikni-
myndagerðarmönnum fordæmi sem
geta ekki stillt sig um að setja eitt
Matrix-spark í hverja mynd sem
þeir gera. Ekki skemma teikning-
arnar fyrir hinu mikla ágæti mynd-
arinnar, en þær eru bæði fallegar,
smekklegar og húmorískar.
Hin ótrúlegu er hin fullkomna
teiknimynd og hin fullkomna fjöl-
skyldumynd.
Breyskar ofurhetjur
KVIKMYNDIR
Sambíóunum Akureyri, Kringl-
unni, Álfabakka og Keflavík.
Leikstjórn og handrit: Brad Bird. Kvik-
myndataka: Andrew Jimenez, Patrick Lin
og Janet Lucroy. Brellur: Jessica Abroms.
Aðalhlutverk á ensku: Craig T. Nelson,
Holly Hunter, Samuel L. Jackson, Jason
Lee, Spencer Fox og Sarah Vowell. 121
mín. BNA. Buena Vista Int. 2004.
Hin ótrúlegu (The Incredibles)
Hildur Loftsdóttir
Hin ótrúlegu: Bara venjuleg fjölskylda … eða hvað?