24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 6

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Jarðskjálfti að styrkleika 4,4 mældist vestur af Hveravöllum við norðanverðan Langjökul um hálf- fjögurleytið síðdegis í gær. Skjálftinn fannst víða, þar á meðal á Blönduósi og í Húnavatnssýslu, auk þess sem Veðurstofunni bárust fregnir af því að hann hefði fundist á Akureyri. Upptök stærsta skjálftans voru um 13,4 kílómetra norðvestur af Hveravöllum. Björn Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri á Pott- inum og pönnunni á Blönduósi, segir menn á Blönduósi hafa fundið vel fyrir stærsta skjálftanum. „Það nötraði allt í kringum mann og glingraði þar sem glös stóðu saman. Það fór ekkert allt af stað, en við tókum vel eftir skjálftanum.“ Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að skjálftahrinan hafi hafist upp úr hádegi, en að skjálftinn klukkan 15.30 hafi verið þeirra langstærst- ur. Aðrir skjálftar hafi mest mælst 3 stig á Rich- terskvarða. Svæðið í kringum Langjökul er virkt skjálftasvæði og má búast við eftirskjálftum næstu daga. atlii@24stundir.is Jarðskjálfti upp á 4,4 stig á Richterskvarða vestur af Hveravöllum Nötraði allt í kringum mann Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Verð á lítra af dísilolíu komst í 142 krónur og 40 aura með þjónustu í gær. Algengt verð án þjónustu var 137 krónur. Aldrei fyrr hefur olíu- verðið komist í námunda við þetta. Engar vísbendingar eru um verð- lækkun á næstunni, en meiri hækkanir eru aftur á móti líklegar. Óróleiki á heimsmarkaði og mikil eftirspurn í Asíu eykur líkur á því. Árstíðabundnar hækkanir yfir vetrartímann eiga líka eftir að skila sér. Hér heima hefur álagning olíu- félaganna heldur lækkað eftir að eldsneytisverð rauk upp úr öllu valdi. Alltaf á uppleið Runólfur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir mælingar FÍB á álagningu olíufélaganna sýna að hún hafi heldur lækkað nú upp á síðkastið en áður farið hækkandi frá í sumar og fram í september. Hvað sem álagningu líður er verðið alltaf á uppleið, bæði á dísil og bensíni. Verðbilið á milli dísil- olíu og bensíns eykst stöðugt því dísilolían hækkar meira. Lítil hvatning Frá því ríkið ákvað tímabundið lægri skatt á dísilolíu til að hvetja til notkunar á henni frekar en bensíni, hefur lítrinn hækkað um nærri þrjátíu krónur og er verðið nú komið langt fram úr bensíninu. Lögin um núverandi olíugjald verða til frambúðar. „Engu að síður er minni hvati á Íslandi til notk- unar á dísilolíu en er í öðrum lönd- um,“ segir Runólfur. „Því ætti að breyta.“ Hann gagnrýnir líka að því sé ekkert fylgt eftir að bílaumboð gefi upp eyðslu og mengun bíla. Ríkið lækki álögur „Ríkið græðir verulega á elds- neytishækkuninni sem kemur hins vegar illa við almenning,“ segir Runólfur. „Margfeldisáhrifin eru mikil, á flutningskostnað, vísitölu, vöruverð og fleira. Mér finnst að ríkið gæti lækkað álögur sínar að minnsta kosti um það sem nemur aukatekjum vegna verðhækkana. Ástandið er óvenjulegt og ekki útlit fyrir að það batni.“ Dísilolían dýrari og dýrari  Eldsneytisverð áfram í hæstu hæðum  Ríkið endurskoðar skatt- lagningu  Skattur á dísil er hærri hér enn í nágrannalöndum Jeppasport Vinsæl dægradvöl íslenskra karl- manna verður dýr í vetur. ➤ Nefnd í fjármálaráðuneyti fernú yfir skattheimtu á elds- neyti. ➤ Fyrir nefndinni liggur erindifrá FÍB með ósk um lækkun gjalda. SKATTTEKJUR HÆKKA Heilsugæslan á höfuðborgar- svæðinu skuldar birgjum 260 millj- ónir króna, sem engin fjárveiting er til fyrir. Skuldin hefur lækkað, í fyrra var hún 320 milljónir, en eftir verk- efnauppgjör við heilbrigðisráðu- neyti tókst að borga niður hluta. Landspítalinn dró líka á eftir sér langan skuldahala með dráttar- vöxtum. Á fjáraukalögum er lögð til fjárveiting til hans. Samsvarandi tillaga hefur ekki komið fram vegna heilsugæslunnar. Guðmundur Einarsson, forstjóri heilsugæslunnar, vonar að úr ræt- ist. „Við erum orðnir langeygir eft- ir leiðréttingu. Þessar skuldir eru sumar gamlar,“ segir Guðmundur. Heilsugæslan sinnir meðal annars heimahjúkrun í Reykjavík og er sá þáttur mjög vaxandi í starfsemi hennar. Skipulagsbreytingar eru framundan hjá stofnuninni, en Guðmundur segir ljóst að miðað við óbreytta stöðu verði óskemmti- legt verk að laga reksturinn að fjár- hagsrammanum. beva@24stundir.is Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu langeyg eftir leiðréttingu Skulda birgjum 260 milljónir en fá ekki aukafjárveitingu Langeygir Forstjóri heilsugæslunnar segir sumar skuld- irnar orðnar gamlar. Skóli fyrir þig? Ertu strákur eða stelpa á aldrinum 16-25? Langar þig að stunda skemmtilegt nám: * í heimavistarskóla? * í góðum félagsskap? * í fögru umhverfi? Innritun stendur yfir í Handverks- og Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Skólinn kennir matreiðslu og handverkslist á framhaldsskólastigi. Uppl. www.hushall.is eða í síma 471 1761
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.